Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 13.12.2002, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 69 HÚSNÆÐI ERLENDIS Spánn um jólin! Barcelóna — Menorca Lausar íbúðir um jól og áramót. Tekið við pöntunum fyrir næsta ár. Uppl. gefur Helen í síma 899 5863. KENNSLA Hótel- og matvælaskólinn Starfsréttindanám Matartæknanám — fullorðinsfræðsla Nám og kennsla Matartæknanám hefst í byrjun janúar 2003. Námið dreifist á þrjár annir auk starfsnáms á viðurkenndum verknámsstað. Kennsla fer fram fjóra daga í viku frá kl. 14.30—19.00 og stendur fram í maímánuð. Námsgreinar eru auk verklegra þátta, næringarfæði, tölvufræði, örverufræði, innkaup og kostnaðareftirlit. Innritun og inntökuskilyrði Rétt til náms hafa þeir sem eru orðnir 25 ára og eldri og hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsreynslu á matvælasviði. Umsóknir Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans. Umsóknareyðublöð finnast einnig á heimasíðu Menntaskólans í Kópavogi, http://mk. ismennt.is . Með umsókn þarf að skila starfs- lýsingu, vottorði um vinnutíma og meðmæli. Umsóknarfrestur er til 16. desember 2002. Hótel- og matvælaskólinn, Menntaskólinn í Kópavogi v. Digranesveg, 200 Kópavogur. Sími 594 4000, netfang: baldurs@ismennt.is . STYRKIR Auglýsing um styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2003 Auglýst er eftir umsóknum í Endurmenntunarsjóð grunnskóla árið 2003. Sjóðurinn er í vörslu menntamálaráðuneytisins og sér þriggja manna stjórn um að meta umsóknir og gera tillögur til menntamálaráðherra um styrkveitingar. Um framlög úr sjóðnum geta sótt þeir sem hyggj- ast standa fyrir endurmenntun fyrir grunnskóla- kennara, t.d. skólaskrifstofur, sveitarfélög, skólar, kennaramenntunarstofnanir, félög og fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að námskeiðum verði að fullu lokið eigi síðar en við lok skólaársins 2003—2004. Verði ekki unnt að ljúka námskeiðum innan þeirra tímamarka fellur styrkveiting niður en hægt er að sækja um að nýju við næstu úthlutun. Þær umsóknir einar koma til álita sem sýna að byggt sé á:  að endurmenntunartilboð mæti þörfum grunnskólans,  skólastefnu og aðalnámskrá,  fagmennsku og gæðum. Sjóðurinn veitir ekki fé til ferða og uppihalds kennara sem njóta endurmenntunarinnar. Í umsóknum skal gefa ítarlegar upplýsingar um hvers konar endurmenntunartilboð umsækjandi hyggst bjóða fram, m.a. markmið námsins, stað og tíma, áætlaðan fjölda þátttakenda, skipulag kennslu, stjórnun, ábyrgðarmann og annað það sem máli kann að skipta við mat á umsókn. Einnig skal leggja fram sundurliðaða kostnaðar- áætlun. Þegar fyrir liggur ákvörðun um hverjir fá styrk verður gerður sérstakur samningur um hvert end- urmenntunarverkefni þar sem fram kemur m.a. lýsing á markmiðum og fyrirhugaðri framkvæmd og hvernig greiðslum verður háttað. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneyt- inu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 31. janúar 2003, á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi í menntamálaráðuneytinu og á vef ráðuneytisins. Upplýsingar um Endurmenntunarsjóð grunn- skóla, reglur sjóðsins o.fl. er að finna á vef menntamálaráðuneytisins: www.menntamala- raduneyti.is . Menntamálaráðuneytið, 9. desember 2002. menntamalaraduneyti.is TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að deiliskipulagsáætlunum og breytingum á deiliskipulagsáætlunum fyrir eftirtalin svæði í Reykjavík: Reitur 1.172.1 Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Lauga- vegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi sem sam- þykkt var til auglýsingar í borgarráði 3. desember 2002. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir því að reiturinn verði fyrst og fremst styrktur með nýbyggingum, heimilt verði að fjarlægja hús og ný byggð í staðinn. Heimilt verður að byggja verslunar- hæðir á baklóðir frá Laugavegi og Hverfisgötu og tengja saman eftir þörfum. Á Laugavegi er lagt til að heimilt verði að rífa hús nr. 33, 35, 41 og 45. Þá gerir tillagan ráð fyrir að heimilt verði að byggja í skarðið á lóðinni nr. 60 við Hverfisgötu og jafnframt verði heimilt að rífa nr. 58 og byggja nýtt í staðinn. Í tillögunni er m.a. áréttað að á götuhæð jarð- hæða húsa á Laugaveginum gildi skilmálar um landnotkun sem samþykktir voru með breyt- ingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, sem staðfest var í júlí 2000. Jafnfram að óheimilt verði að reka næturklúbba á reitnum. Reitur 1.172.2 Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Lauga- vegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 3. desember 2002. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að áfram verði blönduð byggð og götumynd verði styrkt með m.a. að heimilt verði að rífa hús nr. 22a, 28b og 38 við Laugaveg og reisa þar nýbyggingar, einnig á auðri lóð nr. 40. Á Laugavegi 28, 28b, 30, 38, 40 og 40a verður leyfilegt að byggja jarðhæð og kjallara að lóðarmörkum. Þá gerir tillagan einnig ráð fyrir hækkun á Laugavegi 32b, bakhúsi, í 3 hæðir, á Laugavegi 34a og 36 heimild til nýbyggingar á baklóð og 38b heimild til niðurrifs og nýbyggingar. Bíla- stæði milli Grettisgötu 9 og 11 haldast óbreytt. Í tillögunni er m.a. áréttað að á götuhæð jarð- hæða húsa á Laugaveginum gildi skilmálar um landnotkun sem samþykktir voru með breyt- ingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016, sem staðfest var í júlí 2000. Jafnframt að óheimilt verði að reka næturklúbba á reitnum. Reitur 1.180.2 Tillagan tekur til reits sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti. Um er að ræða tillögu að deili- skipulagi sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði 3. desember 2002. Öll hús á reitnum njóta verndar (VB) að undan- skildu Bergstaðastræti 10a og Hallveigarstíg 10, þ.e. þeim hluta sem byggður var 1962. Þá gerir tillagan einnig ráð fyrir að byggja megi eina hæð ásamt risi ofan á Hallveigarstíg 10, Bergstaðastræti 10 og 10b og stórri viðbygg- ingu við Bergstaðastræti 12 og á Spítalastíg 1 er heimilt að byggja einnar hæðar hús með kjallara á baklóð, einnig er heimilt að fjarlægja skúrbyggingu á norðurhluta lóðar Ingólfs- strætis 23. Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 – 16.00 frá 13.12. 2002 - til 24.01. 2003. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillög- urnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 24.01. 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 13.12. 2002. Skipulagsfulltrúi SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Skora á Reyðarál og Alcoa að kynna sér rækilega meint ólögmætt ferli að Kárahnjúkavirkjun svo sem: Leynd um ráðgerða arðsemi sem er forsenda gilds umhverfismats, leynd um lögfræðiálit, takmarkaðar grunnrann- sóknir, sem tvö „risaflóð“ í Lagarfljóti staðfesta, breytingar á niðurstöðum vísindamanna og vanhæfi skipulagsstjóra og umhverfisráðherra til úrskurðunar. Hef staðfestingargögn. Tómas Gunnarsson, lögfr., Suðurlandsbraut 6, Reykjavík. UPPBOÐ Uppboð Réttindi skv. leigusamningi, dags. 30. apríl 2002, í fasteigninni Breiða- mörk 1C, Hveragerði, verða boðin upp á Hörðuvöllum 1, Selfossi, föstudaginn 20. desember 2002. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 12. desember 2002. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálf- ri, sem hér segir: Brekkugata 1b, Akureyri, þingl. eig. Júlíus Stefánsson, gerðarbeið- endur Akureyrarkaupstaður, Sparisjóður Kópavogs og Sparisjóður Norðlendinga, miðvikudaginn 18. desember 2002 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 12. desember 2002. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. R A Ð A U G L Ý S I N G A R BÍLAR Iveco 75E í fínu standi Til sölu Iveco 75E sendibifreið með kassa, lyftu og kælivél, ekin aðeins 54.000 km. Einnig Merc- edes Benz 1838L dráttarbíll árgerð 1992. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Geisla í Borgarnesi, sími 437 1200. HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu — Túnin Til leigu góð og björt 3ja herbergja íbúð frá 1. janúar 2003. Upplýsingar í síma 55 16158.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.