Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 71

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 71 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 12.210.828 kr. 2.442.166 kr. 244.217 kr. 24.422 kr. 4. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.601.782 kr. 1.920.356 kr. 192.036 kr. 19.204 kr. 2. flokkur 1995: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 9.204.715 kr. 1.804.253 kr. 184.094 kr. 18.409 kr. 1. og 2. flokkur 1998: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.552.677 kr. 155.268 kr. 15.527 kr. Innlausnardagur 15. desember 2002. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Rafrænt: 1: 1,55267734 1. og 2. flokkur 2001: Rafrænt: 1: 1,19637572 JÓLABLAÐ tímaritsins Nýs lífs, sem nýverið kom út, er 276 bls. og mun það vera met í íslenskri tíma- ritaútgáfu. Um þessar mundir held- ur Nýtt líf þar að auki upp á 25 ára útgáfuafmæli. Í blaðinu eru m.a. umfjöllun um vetrartískuna og fjöldi greina. T.d. er rætt við séra Guðna Þór Ólafsson á Melstað og Guðrúnu Láru Magn- úsdóttur, eiginkonu hans, um makamissi og nýtt hjónaband. Einnig segir Berglind Ásgeirsdóttir frá lífi sínu og starfi en Nýtt líf út- nefndi hana „Konu ársins 2002“. Birt eru brot úr dagbókum manns sem lenti í snjóflóðinu á Flateyri og rætt við Kristínu Karlsdóttur hug- lækni og Sunitu Gandhi mennta- frömuð. Þrátt fyrir að þetta tölublað Nýs lífs sé jafnstórt og raun ber vitni helst verð blaðsins óbreytt. Í hófi sem haldið var til heiðurs „Konu ársins“ og til að fagna 25 ára afmæli Nýs lífs færði Magnús Hreggviðsson, stjórnarformaður Fróða, fjórum starfsmönnum blaðsins blóm. Öll hafa þau unnið við blaðið í meira en ára- tug. Frá vinstri: Erla Harðardóttir auglýsingastjóri, Jónína Leósdóttir rit- stjórnarfulltrúi, Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður, Gullveig Sæ- mundsdóttir ritstjóri og Hreinn Hreinsson ljósmyndari. Tímaritið Nýtt líf 25 ára Gítarleikararnir Rúnar Þórisson og Hinrik Bjarnason, öðru nafni Duo- de-mano, munu skemmta gestum Kolaportsins laugardaginn 14. des- ember kl. 2–3 með suður-amerískri al- þýðutónlist. Af þessu tilefni verður geisladiskurinn með gítarleik þeirra Duo-de-mano til sölu, í Kolaportinu og áritaður af þeim Hinriki og Rúnari. Kolaportið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 11–17 og Jólamarkaður Kolaportsins er opinn alla virka daga fram að jólum kl. 12–18. Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra bjóða til sam- verustundar á aðventu laugardaginn 14. desember kl. 16–18, í Regnbogasal Samtakanna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð. Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna ’78, kynnir helstu at- burði á afmælisári, en samtökin fagna 25 ára afmæli á næsta ári. Hópar sem vinna að málefnum samkynhneigðra segja frá starfi sínu. Margrét Eir Hjartardóttir söngkona flytur nokkur lög við undirleik Hreiðars Inga Þor- steinssonar. Ingibjörg S. Guðmunds- dóttir leiðir fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Jólakaffi stéttarfélaganna í Þing- eyjarsýslu verður í Sal stéttarfélag- anna, Garðarsbraut 26, Húsavík, á morgun, laugardaginn 14. desember, kl. 14–19. Íbúum og gestum verður boðið upp á kaffi og jólatertu. Ungt tónlistarfólk frá Tónlistarskóla Húsa- víkur skemmtir, Samkór Húsavíkur syngur og heyrst hefur að þeir rauð- klæddu muni láta sjá sig. Markaðsdagur í íþróttahúsinu Smára í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 14. desember, kl. 10–14. Þar verður ýmis félagsvarningur frá Breiðabliki, eins og hjálmar, húfur, vettlingar, lyklakippur, pennar og klukkur seldar á góðum kjörum. Kippa af 2 lítra kóki verður seld á að- eins 799 kr. Ýmis annar varningur verður á boðstólum, kaffi og meðlæti. Allur ágóði af stórmarkaðsdeginum rennur til knattspyrnudeildar Breiða- bliks. Á MORGUN Helga Sigrún Harðardóttir hefur tilkynnt um framboð sitt á lista Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi fyrir alþingiskosningar vorið 2003. Sækist hún eftir 3.–4. sæti á listanum. Í fréttatilkynningu frá Helgu Sigrúnu segir m.a. „Helstu áherslumál mín verða nýsköpunar- og atvinnumál með það að leiðarljósi að virkja þann mannauð sem í kjör- dæminu býr en mikilvægt er að dug- legir og kraftmiklir einstaklingar fái notið sín og að þeim verði gert kleift að vinna að þeim verkefnum sem styrkja atvinnulíf svæðisins. Þá er og mikilvægt að efla símenntun með aukinni þátttöku fyrirtækja og stofn- ana til að viðhalda þeim krafti sem býr í fólkinu, því sjálfu og atvinnulíf- inu öllu til framdráttar.“ Helga Sigrún er 33 ára og á eina dóttur, Írisi Ösp, nema í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Hún er menntaður kennari frá KHÍ, náms- ráðgjafi frá HÍ og lauk mastersprófi í mannlegum samskiptum frá Okla- homa háskóla í Bandaríkjunum sl. vor. Hún hefur starfað við kennslu og ráðgjöf, dagskrárgerð og dag- skrárstjórn í útvarpi og sjónvarpi auk blaðamennsku. Hún starfaði sem atvinnuráðgjafi á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar sl. þrjú ár en lét af störfum þar 1. nóvember sl. vegna skipulags- breytinga. Hún hefur verið formaður FUF í Reykjanesbæ og situr í stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. STJÓRNMÁL Rangt nafn Rangt var farið með nafn Arn- björns Gunnarssonar í myndatexta við umfjöllun um björgun Guðrúnar Gísladóttur í blaðinu á miðvikudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT FYRSTI vinningur í lottóinu á næsta laugardag stefnir í 35 milljónir sem er stærsti fimm- faldi pottur í sögu Íslenskrar getspár. Stærsti fimmfaldi pottur til þessa var 31,6 millj- ónir króna 31. ágúst sl. segir fréttatilkynningu. Stefnir í stóran lottóvinning FYRSTA meistaraprófs- ritgerðin í ljós- mæðrafræði við íslenskan háskóla verður varin í dag. Margrét I. Hallgrímsson ljósmóðir ver meistaraprófsritgerð sína, Útkoma spangar í eðlilegri fæðingu, áhrif stellingar og meðferðar í kennslustofunni á 3. hæð í Lækna- garði, Vatnsmýrarvegi 16, í dag, föstudaginn 13. desember, kl. 13.30. Leiðbeinendur Margrétar eru Þóra Steingrímsdóttir læknir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir lektor. Próf- dómarar við vörnina eru Alexand- er Smárason læknir og Hildur Sig- urðardóttir lektor. Ljósmæðra- fræði var færð upp á háskólastig á Íslandi fyrir sex árum. Námið til- heyrir hjúkrunarfræðideild Há- skóla Íslands. Fyrsta meist- aravörnin í ljós- mæðrafræði ÞRJÁR bílveltur urðu á landinu í gær, ein á Hrútafjarðarhálsi, önnur við Atlavík og sú þriðja við Þrengsla- veg. Á Hrútafjarðarhálsi lenti jeppi í hálku og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Bílbeltin björguðu ökumanninum frá alvarlegum meiðslum að sögn lög- reglunnar á Blönduósi og slapp hann með skrámur. Jeppinn skemmdist talsvert og var dreginn á brott. Þá voru tveir menn fluttir á Heil- brigðisstofnun Austurlands á Egils- stöðum eftir bílveltu í mikilli hálku á Upphéraðsvegi við Atlavík. Báðir fengu að fara heim að skoðun lokinni. Bifreiðin skemmdist mikið að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Þá valt bifreið í Skógarhlíðabrekku við Þrengslaveg, en slysið var ekki rakið til hálku. Þar var ökumaður fólksbifreiðar að aka fram úr öðrum bifreiðum þegar hann missti stjórn á ökutækinu og valt það út fyrir veg. Var hann fluttur á Heilsugæsluna í Þorlákshöfn og þaðan á Landspítala – háskólasjúkrahús vegna eymsla í hálsi og hnakka. Bifreiðin er ónýt. Hrina af bílveltum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.