Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 72

Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 72
72 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR nokkrum dögum var birt stutt viðtal við undirritaðan í Morg- unblaðinu þar sem fram kom að brunamála- og almannavarnanefnd Reykhólahrepps hefði ályktað að farsímasamband væri óviðunandi í hreppnum og menn hefðu af þessu þungar áhyggjur vegna öryggis- mála. Í Morgunblaðinu 10. desember er hins vegar birt viðtal við Heiðrúnu Jónsdóttur hjá Landssímanum út af þessu máli, þar sem fram kemur að hvorki GSM- né NMT-kerfin hefðu verið skilgreind sem öryggiskerfi, í þeim væru víða gloppur (einkum GSM-kerfinu) og fjarskiptafyrir- tækjum á Íslandi bæri engin skylda til að tryggja GSM- eða NMT-sam- band á Íslandi. Þetta mál virðist því allt vera einn allsherjarmisskilningur. Allir fulltrúar í brunamála- og almanna- varnanefnd Reykhólahrepps eiga bæði GSM-síma og NMT-síma. Þeir hafa keypt þá ekki sízt öryggisins vegna. Flestir landsmenn eiga GSM- síma og ég hef grun um að stór hluti þeirra hafi keypt þá öryggisins vegna. Þetta er því orðinn dálítill leiðindamisskilningur. Meira að segja Neyðarlínan notar GSM og NMT-númer þegar hún ræsir út slökkvilið Reykhólahrepps. Til þess að koma í veg fyrir slíkan misskilning framvegis legg ég til að allir seljendur farsíma verði skyld- aðir til þess að láta eftirfarandi við- vörun fylgja öllum nýjum farsímum framvegis: Viðvörun! Þessi sími er ekki öryggistæki, það eru víða gloppur í fjarskipta- kerfinu og íslenzkum fjarskiptafyr- irtækjum ber engin skylda til þess að tryggja að samband náist þegar þú reynir að hringja. Hefðu þessar upplýsingar fylgt með þegar fulltrúar í brunamála- og almannavarnanefnd Reykhóla- hrepps keyptu símana sína hefði þessi misskilningur aldrei komið upp. P.S. Í tveimur fréttum Morgun- blaðsins um þetta mál er talað um „Reykhólahrepp á Króksfjarðar- nesi“ og slæmt símasamband „á Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi“. Hér hefur póstáritunin okkar 380 KRÓKSFJARÐARNES leitt blaða- manninn á villigötur. Reykhóla- hreppur mun vera um 1.150 ferkíló- metrar að stærð. Að sönnu er Króksfjarðarnes til í hreppnum og kemur fyrir í póstáritun til okkar vegna þess að þar var einu sinni pósthús. Að öðru leyti kemur okkar ágæta Króksfjarðarnes þessu máli ekkert sérstaklega við. EINAR ÖRN THORLACIUS, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Misskilningur um farsímakerfi Frá Einari Erni Thorlacius: NAUÐSYN ber til að biðja Mbl. fyr- ir athugasemdir við „skýringar“ Bjarna Jónssonar í bréfi hér 17. nóv. þar sem hann reynir að verja frekju og yfirtroðslur Skotvísforustunnar gagnvart bændum og öðrum land- eigendum um rjúpnaveiðitímann. Eftir að hafa sagt í upphafi bréfs síns að forustan hafi hvatt fé- lagsmenn til að leita leyfa hjá land- eigendum endar hann skrifin á að skýra frá því að Skotvís hafi „hvatt félaga sína til að standa fast á því að láta ekki vísa sér af landi“. Þarna staðfestir Bjarni einmitt það sem ég sagði fyrr um veiðipólitík Skotvís- forustunnar „að láta reyna á hvað langt þeir komist í yfirgangi og lög- brotum“. Til viðbótar þessu skal bent á heimasíðupistil Skotvíss frá 26. okt. sl. vegna landvarna Djúpbænda en þar stendur: „Skyttan á ekki endi- lega að hlýða landeiganda, sé hann viss í sinni sök“. Er þarna átt við hana, skyttuna, eða hann landeig- andann? Ég skil þetta svo að veiðiþjófnum sé uppálagt að þverskallast, jafnvel þó hann sé staðinn að verki við tún- garð bóndans. Enda segir síðar í sama pistli: „Auðvitað er þó best að afla sér leyfa“ – en ekki svo sem sjálfsagt væri: Skylt er skyttu að afla sér leyfis landeiganda. Þarf frekar vitnanna við um siðferði Skotvísforustunnar? Ekki eitt ávítunarorð hjá Bjarna eða á nefndri heimasíðu til þeirra vandræðamanna sem ég gerði að umtalsefni í mínu fyrra bréfi. Þessir höfðingjar hafa hins vegar verið að reka hornin í og kalla „magnveiði- menn“ þá aðila, flest bændur og aðra eigendur lands, sem hafa verið að nýta þau hlunnindi á heiðarlegan hátt. Þeir þegja hins vegar þunnu hljóði yfir langtum alvarlegri aðför að rjúpnastofninum og eignarrétt- inum sem er hið mikla magn veiði- þjófa svo sem 40–50 slíkir á rúmlega 20 bílum þyrptust hér á heiðarnar fyrstu 2–3 dagana í haust og magn- veiddu svo gjörsamlega upp hvert kvikindi að við landeigendurnir verðum sjálfsagt að kaupa græn- lenskar rjúpur í jólamatinn. Og frekjan ríður ekki við einteym- ing því í tillögum Skotvísformanns- ins til umhverfisráðherra var óskað eftir banni á sölu rjúpna úr versl- unum og líka banni við að gefa hana! Hér á Vestfjörðum er allt land eignarland viðkomandi lögbýla og vísa ég um þá staðreynd m.a. til út- varpsviðtals nýlega við sýslumann Barðstrendinga og ber honum sam- an við yfirvald okkar Stranda- manna. Hingað eiga því þeir einir lögmæt rjúpnaveiðierindi sem aflað hafa sér leyfis áður. Það ætti Skotvís að brýna fyrir sínum félögum. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, Höfðagötu 5, Hólmavík. Siðferði Skotvísforustunnar Frá Guðmundi Björnssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.