Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 75
DAGBÓK
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 18. des-
ember verður fimmtugur
Guðjón Egilsson, Dælengi
8, Selfossi. Hann og kona
hans, Ólína María Jónsdótt-
ir, taka á móti gestum í
Þingborg laugardaginn 14.
desember kl. 19.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 4. ágúst sl. í Berunes-
kirkju af sr. Sjöfn Jóhann-
esdóttur þau Hrafnhildur
Helgadóttir og Þórir Ólafs-
son. Heimili þeirra er í
Reykjavík.
Ljósmyndarinn í Mjódd
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 17. ágúst sl. í Lága-
fellskirkju af sr. Pálma
Matthíassyni þau Sigrún
Vöggsdóttir og Stefán Þór
Jónsson.
Ljósm. Jóh. Valg.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 14. september sl. í
Skálholtskirkju af sr. Óskari
Inga þau Guðrún Svava
Hlöðversdóttir og Bragi
Sigþórsson. Heimili þeirra
er í Víðiási 4, Garðabæ.
LJÓÐABROT
KVÖLD
Nú blika við sólarlag sædjúpin köld;
ó, svona’ ætti’ að vera hvert einasta kvöld,
með hreinan og ljúfan og heilnæman blæ,
og himininn bláan og speglandi sæ.
Ó, ástblíða stund, þú ert unaðsæl mjer,
því alt er svo ljómandi fagurt hjá þjer,
og hafið hið kalda svo hlýlegt og frítt,
og hrjóstruga landið mitt vinlegt og blítt.
Þorsteinn Erlingsson
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5
4. cxd5 Rxd5 5. e4 Rxc3 6.
bxc3 Bg7 7. Rf3 c5 8. Hb1
O-O 9. Be2 cxd4 10. cxd4
Da5+ 11.
Bd2 Dxa2 12.
O-O a5 13.
Bg5 a4 14.
Bxe7 He8 15.
Bd6 Hxe4
16. Hc1 Rc6
17. Bc4 Db2
18. Hb1 Dc3
Staðan
kom upp á
Ólympíu-
skákmótinu í
Bled sem
lauk fyrir
nokkru. Petr
Haba (2.534)
hafði hvítt
gegn Hand-
scar Odeev
(2.461). 19. Bxf7+! Kxf7 20.
Rg5+ Kg8 21. Rxe4 Dxd4
22. De2 Be6 23. Hxb7 Bc4
24. Dc2 Bxf1 25. Dxc6 Bb5
26. Hxg7+! Kxg7 27. Db7+
Kh6 28. Bf4+ g5 29. Bxg5+
Kg6 30. h4 og svartur gafst
upp enda erfitt að eiga við
allar hótanir hvíts.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SPIL dagsins er frá haust-
leikunum í Phoenix, sem nú
er nýlokið. Bandaríkjamað-
urinn Dennis Sörensen varð
sagnhafi í sex laufum og
fékk á sig eitraða vörn –
laufás og meira lauf:
Norður
♠ ÁD9876
♥ 9
♦ ÁD104
♣108
Vestur Austur
♠ K3 ♠ G1052
♥ G76 ♥ D1052
♦ KG987 ♦ 532
♣Á52 ♣64
Suður
♠ 4
♥ ÁK843
♦ 6
♣KDG973
Sér lesandinn vinnings-
leið á opnu borði?
Sörensen ákvað auðvitað
fyrst að gera út á spaðann.
Hann tók þriðja trompið og
svínaði svo spaðadrottningu.
Tók spaðaásinn og trompaði
spaða, en ekki féll liturinn.
Þá var ekki um annað að
ræða en spila upp á fjarlæga
kastþröng. Sörensen tók öll
trompin. Þetta er staðan áð-
ur en síðasta trompinu er
spilað:
Norður
♠ 9
♥ 9
♦ ÁD104
♣–
Vestur Austur
♠ – ♠ G
♥ G76 ♥ D105
♦ KG9 ♦ 53
♣– ♣–
Suður
♠ –
♥ ÁK84
♦ 6
♣7
Sörensen spilaði laufsjö-
unni og vestur varð að henda
hjarta. Austur var ekki enn í
vanda og henti tígli, en það
var aðeins stundarfriður.
Sörensen svínaði tígul-
drottningu og þvingaði aust-
ur í hálitunum með tígulásn-
um. Austur henti hjarta og
hjartaátta suðurs varð tólfti
slagurinn. Tvöföld kast-
þröng í áföngum.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Afmælisbarn dagsins er at-
hafnasamt og lítið fyrir að
velta hlutunum of lengi fyrir
þér. Það er sannur vinur.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú gerir miklar kröfur til
annarra en þarft að læra að
meta það að fólk hafi gert
sitt besta. Svo má líka alltaf
koma sér upp nýjum
draumi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú sættir þig ekki við neina
yfirborðsmennsku í dag. Þú
munt ekki tapa á því í þetta
sinnið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það getur verið erfitt og
tímafrekt að vinna aðra á
sitt band. Það skaltu gera
eins og þér best þykir en
mundu bara að ganga ekki
á annarra rétt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Vertu óhræddur við að
segja hug þinn allan við
þinn nánasta ástvin. Settu
takmörk á útgjöldin og
haltu þig við það. Batnandi
fólki er best að lifa.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er ekki stórmannlegt
að geta ekki beðist afsök-
unar á mistökum sínum.
Sinntu því fólki sem þarfn-
ast þín.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það getur reynst erfitt að
ná landi, þegar dimmt er og
slæmt í sjó. Það er í lagi að
gera framtíðaráætlanir ef
þú reynir líka að njóta
augnabliksins.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það getur reynst mikil
kúnst að segja nei, þegar
það á við. Gakktu ótrauður
til verks.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Oft var þörf en nú nauðsyn
að þú gerir ráðstafanir
varðandi framtíðina. Taktu
þeim fagnandi því allt er
breytingum háð.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert með óþarflega mikl-
ar áhyggjur af fjárhagnum
en hann er ekki eins slæm-
ur og þú heldur. Gleymdu
ekki að gefa þínum nánustu
tíma og umhyggju.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það eru alltaf að bætast við
nýir hlutir, sem þið þurfið
að kunna skil á. Reyndu að
breyta þessu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gættu þess að missa ekkert
út úr þér sem þú þarft að
iðrast síðar meir. Forðastu
öll óþarfa útgjöld, það eru
þau, sem skemma fyrir þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reiðin getur leikið mann
illa á sál og líkama. Það er
sjálfsagt að leita sér aðstoð-
ar og láttu frýjunarorð ann-
arra fram hjá þér fara.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MAILLET-Consor er
fæddur 1976 og óskar eftir
íslenskum pennavini. Hann
skrifar á ensku og frönsku.
Maillet-Consor
Alexandre,
59 Rue Peht,
75019 Paris,
France.
MONA Parikh óskar eftir
íslenskum pennavinum.
Hún hefur áhuga á íslenskri
menningu.
Netfangið hennar er:
virgo1996@eart
hlink.net
HEIKE Bran, sem er 23
ára háskólanemi, óskar eftir
íslenskum pennavinum í há-
skóla. Heike hefur áhuga á
hestum, bókum og tónlist.
Heike Brandenburg,
Franz-Volk-Strasse 23a,
77652 Offenburg.
heikebran@aol.com
SANDRA óskar eftir ís-
lenskum pennavinum.
Sandra Soudain,
23 rue Jaquemars Giélée,
59000 Lille,
France.
sandrabea@yahoo.com
ERWIN er 20 ára sjó-
maður frá Filippseyjum.
Hann óskar eftir að skrifast
á við íslenskar konur á líkum
aldri. Hann hefur áhuga á
skák, gönguferðum, söng og
bréfaskriftum.
Erwin B. Castello,
Ilat South,
San Pascual,
Batangas,
Philippines.
Pennavinir
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja. Eldriborgarastarf í
dag kl. 13. Leikfimi, æfingar við allra
hæfi, undir stjórn Jóhönnu Sigríðar.
Súpa, kaffi og spjall. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl.
10 í umsjá Aðalbjargar Helgadóttur.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun
fyrir börn.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 8–10
ára drengi á laugardögum kl. 11. Starf
fyrir 11–12 ára drengi á laugardögum
kl. 12.30.
Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam-
komur alla laugardaga kl. 11–12.30.
Lofgjörð, barnasaga, prédikun og bibl-
íufræðsla. Barna- og unglingadeildir á
laugardögum. Létt hressing eftir sam-
komuna. Allir velkomnir. Biblíufræðsla
alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Fríkirkjan Kefas. Í dag er fræðsla,
spjall og leikur fyrir 11–13 ára börn.
Þessar samverustundir miða að því
að þjóna til þeirra sem eru 11–13 ára.
Allir á þessum aldri eru hjartanlega
velkomnir. Stundin hefst kl. 19.30 og
stendur til 21.30.
Þingvallakirkja. Aðventustund í kvöld
13. desember kl. 20.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Samkomur á laugardögum:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason. Garð-
ar Thor Cortes syngur einsöng. „Daga-
munur í desember“ kl,. 16. Tónleikar
Garðars Cortes og Óperukórsins.
Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði:
Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.
Ræðumaður Eric Guðmundsson.
Biblíurannsókn og bænastund á
fimmtudögum kl. 20.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Gavin Anthony.
Biblíurannsókn og bænastund á föstu-
dögum kl. 20.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Maxwell Ditta.
Biblíurannsókn og bænastund á
Breiðabólstað í Ölfusi á miðvikudög-
um kl. 20.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla/guðsþjon-
usta kl. 10.30.
Safnaðarstarf
LJÓSAMESSA verður í Landakoti
í dag kl. 18.
Í almanaki kirkjunnar er 13.
desember minningardagur heil-
agrar Lúsíu, meyjar og píslarvotts
á Sikiley (3. öld). Nafnið „Lúsía“ á
rót sína að rekja til latneska orðs-
ins „lux“, sem þýðir ljós og birta.
Þannig er heilög Lúsía boðberi
ljóssins þegar myrkur skammdeg-
isins eykst.
Samkvæmt gömlum hefðum er
sérstök messa haldin í aðventu
sem kölluð er „ljósamessa“. Slökkt
er á öllum rafmagnsljósum og
kirkjugestir eru með kerti í hendi
alla messuna. Lesið verður úr sögu
Lúsíu helgu úr Heilagra manna
sögu.
Að messu lokinni er öllum boðið
upp á kaffi, heitt súkkulaði og
smákökur í safnaðarheimilinu.
Tónleikar í
Laugarneskirkju
KÓR Laugarneskirkju heldur að-
ventu- og jólatónleika í dag, föstu-
daginn 13. desember, í Laugarnes-
kirkju. Tónleikarnir hefjast kl.
20:00. Efnisskráin er blönduð og
auk hefðbundinna aðventusöngva
verða einnig fáheyrðari lög eins
og Jólabæn Gísla á Uppsölum við
gullfallegt lag Ómars Ragn-
arssonar. Einsöng með kórnum
syngja Laufey Geirlaugsdóttir og
Þorvaldur Halldórsson. Stjórnandi
kórsins er Gunnar Gunnarsson,
organisti kirkjunnar. Aðgangs-
eyrir er kr. 1.000.
Aðventukvöld í
Skeiðflatarkirkju
í Mýrdal
AÐVENTUKVÖLD verður í
Skeiðflatarkirkju í Mýrdal nk.
laugardagskvöld, 14. desember,
kl. 20:30.
Nemendur úr 1.–4. bekk Grunn-
skóla Mýrdælinga syngja undir
stjórn Önnu Björnsdóttur. Kór
Skeiðflatarkirkju syngur undir
stjórn Kristínar Björnsdóttur
organista. Vigfús Þór Hróbjarts-
son leikur á trompet og Andrína
Erlingsdóttir á þverflautu. Jóla-
saga, bæn og almennur söngur.
Eftir samkomuna efnir Kven-
félag Dyrhólahrepps, að venju, til
kaffisölu í Ketilsstaðaskóla til
styrktar Skeiðflatarkirkju. Fjöl-
mennum.
Sóknarprestur.
Ljósamessa í
Landakoti
Laugavegi 84, sími 551 0756
Stuttir og síðir kjólar
Dragtir og hvítar pífublússur
Spariskór
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Kringlunni, sími 553 2888
Glæsilegt úrval
af skóm á alla fjölskylduna
Ath. 30% afsláttur
af öllum töskum fram að jólum