Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 76
KVIKMYNDIR 76 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HLEMMUR. Það er ekki laust við að fnykur fylgi nafni strætóbiðstöðv- arinnar á samnefndu torgi. Brenni- vínsrónar, dópistar, smákrimmar, rugludallar, hlandlykt, áreiti og Keis- aragestir koma upp í hugann. Eitt af sérkennum Íslendinga er að kunna ekki að meta þægindi almenn- ingsvagna því þeir kosta bið og stoppa heldur ekki nákvæmlega á þeim punkti sem við æskjum. Þar af leið- andi þekkja fáir aðrir innviði bið- stöðvarinnar en lítið brot þjóðarinnar og hópur utangarðsfólks sem komið hefur á hana óorði. Við kinokum okk- ur við að horfast í augu við eymd og þjáningu þeirra ógæfusömu sem af ýmsum ástæðum, flestum heilsufars- legum, hafa lent utangarðs í mannlíf- inu. Áfengi er elsta geðlyf mannsins og það eru einkum drykkjusjúklingar og eða fólk með geðræn vandamál sem átt hefur þar ótryggt skjól í linnulausum fimbulvetri tilverunnar og við flest kosið að snúa blinda aug- anu við þeim. Annað er uppi á teningnum þegar þessi olnbogabörn velferðarríkisins birtast á hvíta tjaldinu (sbr. Lalli Johns), þá eru þau í notalegri fjar- lægð góðborgaranna og verða skyndi- lega spennandi áhorfs og forvitnileg. Enginn má álíta að ég sé að brigsla Ólafi Sveinssyni um að fyrir honum vaki að gera aðsóknarmynd eða af- þreyingu. Þvert á móti blasir við áhorfendum að þar fer maður sem er ekki aðeins frábær fagmaður (sem sýndi sig með Braggabúum), heldur manneskja, fær um að nálgast mann- lífið á berangri biðstöðvarinnar með fullri virðingu fyrir viðfangsefninu. Nær trausti viðmælendanna, en ein- mitt þar felast gæði og galdur Hlemms í þessu hreinskilna, sláandi afdráttarleysi þar sem þrautaganga hornrekanna er rakin. Áhorfandinn stendur berskjaldaður frammi fyrir öllum sársaukanum og útskúfuninni. Hlemmur er tekin á tiltölulega löngu tímabili, af mikilli þolinmæði og alúð, því þekkjum við orðið persónurnar ótrúlega vel í myndarlok. Samfélag utangarðsfólks endur- speglar í rauninni þjóðfélagið í heild því innan þeirra beggja er að finna missterka einstaklinga, gædda ójöfn- um hæfileikum til að komast af í lífs- baráttunni. Tveir af aðalviðfangsefn- um Hlemms kristalla breiddina: Ómar „Blápunktur“ er seiglan upp- máluð, úrræðagóður og ódrepandi en Hannes vinur hans er á hinn bóginn blaktandi strá í vindi og hniginn í val- inn í lokin. Þá er Ómar búinn að rífa sig upp úr áratuga óreglu og einangr- un og að ná fótfestu á nýjan leik með Guðs hjálp og góðra manna. Harm- saga annarra fastagesta á Hlemmi er ekki síður átakanleg þótt óhamingja þeirra flestra stafi af öðrum vanda- málum en áfengissýki. Íslensk heimildarmyndagerð held- ur áfram sinni markvissu uppsveiflu í höndum manna sem eiga örugglega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni sem endranær. Ólafur á eftir að loka þrennunni um Reykjavík sem hófst með Braggabúum og margar fleiri, áhugaverðar myndir eru í smíðum. Það er eðlilegt að bera Hlemm saman við þá snjöllu Lalla Johns, í mínum huga hallar á hvoruga. Hlemmur er einlæg og mögnuð heimildarmynd, gerð af skilningi á vondum félagslegum og líkamlegum aðstæðum einstaklinga sem af ein- hverjum ástæðum hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Jafnframt er hún mannlegt drama sem spilar sterkt á tilfinningarnar, raunsætt samspil vonar og ótta. Heimildarmyndin Hlemmur fjallar um lífið á frægustu biðstöð landsins og nokkra af þeim ógæfumönnum sem þar hafa fundið sér skjól. Á berangri biðstöðvarinnar Hlemmur Háskólabíó (Film-undur) Heimildarmynd. Stjórn upptöku, handrit og meðframleiðandi: Ólafur Sveinsson. Kvikmyndataka: Halldór Gunnarsson. Tónlist: Sigur Rós. Hljóð og hljóðhönnun: Þorbjörn Ágúst Erlingsson. Klipping: Ólaf- ur Jóhannesson. Fram koma: Björgvin Ragnar Þorgeirsson, Ómar V. Guðjónsson Mýrdal, Hannes Þór Traustason o.fl. 86 mín. Framleiðandi: Gerd Haag – TAG/ TRAUM Köln. Ísland/Þýskaland 2002. Sæbjörn Valdimarsson Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti, síðasta sýning fyrir jól Lau 28/12. kl. 21 Jólasýning Föst 3/1 kl. 21 Uppselt Föst 10/1 kl 21 Sérstakar jólasýningar! 26. des. kl. 14 laus sæti 29. des. kl. 14. laus sæti 5. jan. kl. 14 laus sæti 12. jan. kl. 14. laus sæti 19. jan. kl. 14. laus sæti Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Frumsýning lau 11/1 UPPSELT 2. sýn su 12/1 gul kort 3. sýn fö 17/1 rauð kort 4. sýn lau 18/1 græn kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Lau 28/12 kl 20, Su 29/12 kl. 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 29/12 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Lau 14/12 kl 20, Má 30/12 kl 20, UPPSELT, Fö 3/1 kl. 20 SÓL & MÁNI eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR - GJAFAKORT Á TILBOÐSVERÐI TIL JÓLA JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Su 29/12 kl 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF JÓLAGAMAN Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl. Lau 14/12 kl 15:00 Su 15/12 kl 15:00 - Aðeins kr. 500, ELEGIA - FJÖGUR DANSVERK Pars pro toto - Rússibanar - Benda Í kvöld kl 20, Lau 14/12 kl 20 Jólatónleikar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Jólatónleikar fjölskyldunnar í Háskólabíói laugardaginn 14. desember kl. 15:00 Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Kórstjóri: Jón Stefánsson Einleikarar: Nemendur úr Allegro Suzuki skólanum Kór: Graduale nobile Kynnir: Atli Rafn Sigurðarson Á boðstólum verður m.a. tónlist úr kvikmyndinni um töfrastrákinn Harry Potter og heimsþekkt jóla- lög. Að síðustu taka allir lagið saman og aldrei að vita nema jólasveinninn komi í heimsókn. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ÖRFÁ SÆTI LAUS í kvöld, föstudaginn 13. des. með hljómsveitinni Þúsöld, Kiddi K., Pétur og Simmi. Vestfirðingadansleikur í Ásgarði Glæsibæ Húsið opnað kl. 22 • Miðaverð kr. 1.000. Jólasöngvar kammerkórsins Vox academica í Háteigskirkju, sunnudag 15. desember kl. 17.00. Miðasala við innganginn. Verð kr. 1.000. Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM Klundurjól Jólaskemmtun Hugleiks í kvöld - fös. 13. des. kl. 20.00 sun. 15. des. kl. 20.00 Ljúffengur málsverður fyrir alla kvöldviðburði MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16 má.-fö. Símsvari á öðrum tímum. Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun. 15. des. kl. 15 og 20 Lau. 11. jan. kl. 20 Sun. 12. jan. kl. 20 Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimir Bouchler. Frumsýning í kvöld kl. 20 uppselt 2. sýn. lau. 14.12. kl. 19 laus sæti. 3. sýn. laugard. 21.12. kl. 19. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum í leikhúsið yfir jólin. Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Fös. 13. des. kl. 10 og 13.30 uppselt. Sun. 15. des. kl. 14 laus sæti. HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Fös. 13. des. kl. 10 og 14 uppselt. Miðaverð kr. 1.100. Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Þri 17. des. UPPSELT, sun 29. des kl. 20, HÁTÍÐARSÝNING, nokkur sæti föst 3. jan, kl 20, laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur föst 13. des, nokkursæti LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.