Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 13.12.2002, Qupperneq 78
78 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ RAFHLJÓÐIN verða ráðandi á tónleikum á Vídalín í kvöld þar sem fram koma Exos, Biogen, Adrone, Einóma og Lag- uz. Ívar Sævarsson og Þorgrímur Einarsson skipa dúettinn Adrone en þeir eiga hugmyndina að tónleikunum. Sveitin hefur verið starfandi í um eitt ár en strákarnir segja að sam- starfið hafi verið í bígerð í mörg ár. Þeir spila tilraunakennda raf- tónlist með hipp-hopp-ívafi. „Það eru mikil áhrif frá hipp-hoppi í töktunum,“ útskýra þeir en Adrone er að koma fram í annað skipti og stefnir á útgáfu breiðskífu innan tíðar. Alls ekki sofandi „Þetta er ekki svona sofandi sánd eins og allir eru að gera núna,“ útskýrir Ívar. „Þetta kemur fólki til að lifna við og fara upp á borð frekar en að sofna,“ bætir hann við. „Þetta er mjög sérstakt og það eru ekki margir sem eru að gera eitthvað þessu líkt,“ segir Arnviður Snorrason, Exos, sem kemur einnig fram á tónleikunum. „Ég ætla að vera með DJ-sett á eftir þeim og spila blöndu af raf- tónlist og teknó,“ segir hann en aðrir verða með lifandi tónlist þetta kvöld. Exos, sem hefur gefið út við góðan orðstír hjá þýska út- gáfufyrirtækinu Force Inc., ætlar að stíga seinastur á svið og leiða fólk inn í nóttina. Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni „Various Altitudes“, sem táknar mismunandi hæðir í tónlistinni. Vonast strákarnir til að tónleikarnir hleypi lífi í raftónlist- arsenuna og framhald verði á þess- um kvöldum. Lægð í raftónleikasenunni „Það er mikil lægð í raf- tónleikasenunni,“ segir Exos og taka Ívar og Þorgrímur undir það. „Það eru margir að gera góða hluti í raftónlistinni. Margir eru bara að gera þetta í sínum heima- húsum og eru ekkert að láta vita af sér. Íslendingar eru líka að gera það gott erlendis, sem ekki allir vita af,“ segir Exos og nefnir Still- uppsteypu sem dæmi í því sam- bandi. Ennfremur koma fram Laguz, Einóma og Biogen á tónleikunum. Þess má geta að Laguz er á mála hjá Thule-útgáfunni íslensku og Biogen sendi nýverið frá sér skíf- una You Are Strange. Loks kemur fram dúettinn Einóma, sem í ár gaf út breiðskífuna Undir feilnótum hjá Vertical Form-útgáfunni og hefur hún hlotið góða dóma. Ljóst er íslensk raftónlist er við ágæta heilsu og fá þeir sem hafa áhuga á að hlúa að henni eða kynn- ast henni nánar gott tækifæri til þess á Vídalín í kvöld. Fjölbreytilegir raftónleikar á Vídalín Dúettinn Adrone ætlar að spila tilrauna- kennda raftónlist með hipp-hopp-ívafi í kvöld en tónlistarmaðurinn Exos stendur hér á milli strákanna Ívars og Þorgríms. Raftón- list í hæstu hæðum Raftónleikar með Laguz, Einóma, Adrone, Biogen og Exos á Vídalín í Aðalstræti í kvöld kl. 21–3. Morgunblaðið/Sverrir Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8, 10.10 og 12.15. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 5, 6, 8,9, 11 og 12.15. B.i.12 ára “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV RadíóX YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Hvað gerist þegar þú týnir hálfri milljón dollara frá mafíunni? Hörku hasarmynd með töffaranum Vin Diesel úr xXx, Dennis Hopper og John Malkovich.4, 7 og 10 Powersýning kl. 12.15 Powersýning kl. 12.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i RadíóX Sýnd kl. 6 og 10.45. B.i. 16 ára DV Powersýning kl. 10.45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.