Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 79

Morgunblaðið - 13.12.2002, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 79 KK sagðist lukkunnar pamfíll þegar hann rambaði rakleitt á næma tónlistartaug í tónelskum landanum með fyrstu plötu sinni. Það var árið 1991 og náttúrlega ekkert lán sem þar var að baki heldur hreinræktaðir hæfileikar og tónlistarlegur þroski sem KK hafði tekið út utan íslenska sviðs- ljóssins. En þrátt fyrir að hafa dval- ist svo lengi fjarri heimabyggðum hafa fáir íslenskir tónlistarmenn eins ríka tilfinningu fyrir íslenskri þjóðarsál. Eða kannski er það einmitt fjarverunn- ar vegna sem KK þekkir okkur svona vel, hið fornkveðna að glöggt sé gests augað. Nýjasta plata hans, Paradís, hans fyrsta sólóplata með nýju efni í fimm ár, inniheldur um margt þverskurð af áratugarlöng- um ferli. Þar eru blúsrokk – „Á grænni grein“, „Gleðinnar glaum“ og „Er ég kem heim“ – í anda fyrstu platnanna The Lucky One og Beinnar leiðar, ljúfsárir sveita- söngvar – „Morgunljóst“ og „Green House“ – á við þá sem hann samdi fyrir Þrúgur reiðinnar og enduðu síðan á Beinni leið, kántríbúggí – „Æðri máttur“ – eins og á Hótel Föroyar og suð- ræn og seiðandi sveifla – „Aleinn í heimi“ – í ætt við það sem þeir Magnús Eiríks gerðu á plötunum sínum tveimur. Þótt allar þessar stefnur beri að sama brunni, al- þýðutónlistinni, er Paradís samt um margt vitnisburður um fjöl- hæfni KK og hversu víða hann hef- ur komið við á farsælum útgáfu- ferli, hreint undarlega skömmum sé mið tekið af vigt hans í íslensku tónlistarlífi. Paradís er ennfremur skýr vitnisburður um hversu mjög KK hefur vaxið sem tónlistarmað- ur og þá sérstaklega sem höfundur laga og texta. Fyrst um sinn fólst snilli hans nefnilega einkum í flutningnum og þeirri einlægni sem þar hefur alltaf legið að baki en strax á Beinni leið og hægt og bítandi allar götur síðan hefur hann tekið geysilegum framförum sem lagahöfundur. Þótt Paradís sé ekki gallalaus hefur hún þannig tvímælalaust að geyma nokkur af bestu lögum sem KK hefur samið og sent frá sér. Fyrst að veikleikunum, eigin- lega þeim einu. Kannski hefur það eitthvað með umræddar framfarir að gera, kannski óumflýjanlegar kenjar mínar, en síst kann ég að minnsta kosti að meta lögin sem sverja sig hvað helst í ætt við blús- rokkið á The Lucky One. Þau koma svo til hvert á eftir öðru undir lok plötunnar og skekkja svolítið heildaráhrifin, sem fram að því eru svo fádæma yfirveguð og notaleg. En ágallar þessir ná þó engan veginn að varpa skugga á kosti plötunnar, sem eru miklu stærri og fleiri. Megnið af lög- unum er nefnilega hrein listasmíð, jafnt texti sem lag. Fjölbreytnin í fyrirrúmi, hófsemin í hávegum og ásetningurinn einlægur. Textagerð KK er á stundum barnslega ein- föld en þó alltaf lúmsk og dýpri en í fyrstu virðist, svolítið eins og hjá vini hans Magnúsi Eiríks. Ávöxt- inn af samstarfinu við Magnús má, ef vilji er fyrir hendi, einnig finna í betri melódíugerð, sem líkt og hjá Magnúsi er eitthvað svo undarlega grípandi, sbr. hin stórfínu „Sökkv- andi skip“, „Alein í heimi“, „Stay Away“, „Guðs náð“ og „Morgun- sól“, sem lætur ekki mikið yfir sér í fyrstu en er þegar þetta er ritað í mestu uppáhaldi. Það truflaði í fyrstu en vandist svo að blandað sé saman lögum með íslenskum textum og enskum. Umbúðir eru smekklegar og hóf- stilltar í anda innihaldsins. Það hefur ekkert með lán að gera að KK skuli njóta þeirrar hylli sem hann gerir meðal þjóð- arinnar, heldur fyrst og fremst fá- gæta hæfileika. En að maðurinn skuli hafa hlotið þessa náðargjöf gerir hann auðvitað að hinum mesta lukkunnar pamfíl. Tónlist Lukkunnar pamfíll KK Paradís FD Sólóplatan Paradís með KK – Kristjáni Kristjánssyni, sem á öll lög og texta nema Er ég kem heim, sem er eftir Krist- ján og Pétur Kristjánsson. Kristján syng- ur og leikur á munnhörpu og gítara, Eyþór Gunnarsson hljómborð, trommur og ásláttur, Guðmundur Pétursson gítarar, Birgir Bragason kontrabassi, Friðþjófur Sigurðsson rafbassi, Þorleifur Guð- jónsson bassi, Þórir Baldursson ham- mond-orgel, Guðni Franzson didgeridoo og bólivísk flauta, Helgi Svavar Helgason trommur, Jóhann Hjörleifsson trommur, Magnús Eiríksson kassagítar, Matthías Hemstock trommur og ásláttur, Axel Árnason tambúrína, Ruth Reginalds raddir, Sigríður Guðnadóttir raddir, Þór- unn rödd. KK stjórnaði upptökum. Upp- tökur fóru fram í Gömlu sundlauginni, Grjótnámunni, Thule studios og Stúdíó Sýrlandi. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir Paradís hefur tvímælalaust að geyma nokkur af bestu lögum sem KK hefur sungið og samið, segir í umsögninni. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.30.Sýnd kl. 6 og 8. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com www.regnboginn. is RadíóX DV YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.10. B.i.12 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bi 14. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16. . Sýnd kl. 4.30, 7 og 10. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 á miðnætti. Enn tekst frændunum Craig og Day-Day að koma sér í vandræði. Þriðja og fyndnasta myndin til þessa í hinni bráðfjörugu Friday seríu. FRUMSÝNING “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV RadíóX YFIR 30.000 GESTIR Á 10 DÖGUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.