Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 84

Morgunblaðið - 13.12.2002, Síða 84
FRAMKVÆMDIR hjá verktökum í bygg- ingariðnaði og jarðvinnu eru í fullum gangi þótt komið sé fram í miðjan desember. Víða rísa íbúðarhús og skrifstofubyggingar og töluvert er að gera í malbikunarfram- kvæmdum. Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas, segir verkefnastöðuna líka og á miðju sumri. „Þetta er mjög gleði- legt fyrir alla. Í malbikunarstarfsemi hefur jafnan þurft að fækka fólki á haustin en við höfum ekki enn þurft að grípa til þess,“ seg- ir hann. Loftur Árnason, yfirverkfræðingur hjá Ístaki, segir stöðuna á framkvæmdum hjá fyrirtækinu ágæta miðað við árstíma. Meðal annars sé Ístak að reisa skrifstofu- byggingu við Engjateig, íþróttamiðstöð í Laugardal og vopnageymslu og fleiri bygg- ingar fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Verktakar vinna líkt og um hásumar  Allt á útopnu/30 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 FULLTRÚAR foreldra, grunn- skóla- og leikskólakennara og at- vinnulífsins eru sammála um að til bóta væri að samræma starfsdaga leikskóla og grunnskóla að einhverju leyti. Frumkvæðið þarf þó að koma úr skólunum sjálfum en Reykjavík- urborg leggur áherslu á að auka sjálfstæði skólanna og miðstýra þeim ekki. Ýmiskonar frídagar barna í leik- skólum og grunnskólum geta valdið foreldrum erfiðleikum og þar með atvinnulífinu. Samtök atvinnulífsins hafa t.d. kallað eftir því að starfs- dagar í skólunum verði skipulagðir með skilvirkari hætti til hagsbóta fyrir fyrirtækin í landinu. Nú er skólum frjálst að setja vetr- arleyfi inn á skóladagatal og hafa flestir nýtt sér þann möguleika. Lítil hefð fyrir vetrarfríum Gagnrýnt hefur verið að vinnu- markaðurinn komi ekki til móts við vetrarfrí barnanna og lítil hefð hefur skapast hér á landi fyrir vetrarfrí- um. Að mati Samtaka atvinnulífsins kemur til greina að skoða hvort ráð væri að hér á landi þróaðist hefð fyr- ir tilteknum vetrarfrídögum með al- mennri orlofstöku á vinnumarkaðn- um. Hafa Samtök atvinnulífsins lýst sig reiðubúin til samstarfs um að koma orlofsmálum hér á landi í fast- ari skorður. Vilja samræma starfsdaga  Starfsdagar/B2 SAMNINGANEFNDIR Landsvirkjunar og Alcoa sátu á fundi í gærkvöldi og fram á nótt þar sem unnið var að gerð raforkusamnings vegna álvers í Reyðarfirði. Hvorugur samningsaðili vildi tjá sig við Morgunblaðið um niðurstöðu fundarins þar sem ætlunin var að hittast á ný í dag. Óvíst er hvort tekst að árita alla samninga við Alcoa í dag eins og stefnt hafði verið að. Aðrir samningar en um verð á orku frá Kára- hnjúkavirkjun til álvers Alcoa eru að flestu eða öllu leyti tilbúnir til áritunar, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, en um er að ræða lóðarsaminga í Reyðarfirði, samninga um hafn- araðstöðu við Fjarðabyggð og fjárfestingar- samning við stjórnvöld. Vel staðið að tilboði Impregilo Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ekkert óvænt hafi komið upp í samningum um raforkuverðið. Ver- ið sé að hnýta lausa enda og hafi úrvinnsla samningsins tekið lengri tíma en ætlað var. Þá segir Þorsteinn að yfirferð á tilboðum í stíflu og aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar gangi vel og sé í ákveðnu samhengi við lokasprett viðræðnanna við Alcoa. Lægsta boðið frá Impregilo líti vel út og ljóst að vel hafi verið að því staðið að öllu leyti. Minnir Þorsteinn á að það hafi verið Ítalarnir sem í tvígang fóru fram á frestun á opnun tilboða og það sé m.a. til marks um þá miklu vinnu sem þeir hafi lagt í málið. Öll atriði eru frágengin nema orkuverðið  Samkomulag/10 Samningar við Alcoa á lokastigi „ÉG átti nóg eftir á meðan keppinautarnir hægðu á ferðinni. Þetta stóð nú ansi tæpt en ég náði þeim á síðustu tveimur metr- unum,“ sagði Örn Arnarson, eftir að hann varð Evrópumeistari í 200 m baksundi í 25 m laug á Evrópumeistaramótinu í Riesa í Þýskalandi í gær. Þetta er í fjórða sinn á sl. fimm árum sem Örn vinnur til gull- verðlauna í þessari grein á Evrópumeist- aramóti, en hann missti af mótinu í fyrra vegna meiðsla. Örn synti í gær á 1.54,00 mín., sem er 1,1 sekúndu frá Íslands- og Norðurlandameti hans. Örn átti besta viðbragðið í sundinu en tókst ekki að fylgja því eftir sem skyldi. Hann var í fjórða sæti þegar 50 og 100 m voru búnir og þriðji þegar 150 m voru að baki. Á síðustu 50 metrunum sýndi hann hins vegar styrk sinn og kom í mark hálfri sekúndu á undan Evrópumethafanum, Goran Kozulj, frá Króatíu, sem hafði for- ystu fyrstu 150 metrana. Þess má til gam- ans geta að Örn er næstyngstur sund- mannanna átta sem kepptu um gullið í úrslitasundinu, 21 árs. „Ég átti nóg eftir“ AP  Náði þeim/C1 ÞAÐ var engu líkara en gestir á forsýningu annars hluta Hringa- dróttinssögu í Laugarásbíói í gærkvöldi hefðu verið að reyna að koma sér inn á alþjóðlegan flugvöll ef marka má viðbúnaðinn sem hafður var við sýninguna. Voru gestir grandskoðaðir með málmleitartæki áður en þeir fengu að ganga inn í bíósalinn, leitað var í töskum þeirra og ör- yggisverðir fylgdust af eftirtekt með þeim meðan á sýningu stóð. Að sögn Jóns Gunnars Geirdal, markaðsstjóra Hringadrótt- inssögu á Íslandi, er viðbúnaður- inn tilkominn vegna skilyrða sem framleiðendur myndarinnar settu fyrir forsýningum á myndinni sem fram fara fyrir 18. desember, en það er frumsýningardagur myndarinnar í Ameríku. „Meðal annars fengum við sendan mann hingað að utan á þriðjudag frá Securitas í Noregi en þeir eru í samvinnu við fyrirtæki á Ítalíu sem sér um öryggisgæslu á öllum forsýningum Hringadróttinssögu í Evrópu,“ segir hann og stað- festir að öryggisgæslan sé gíf- urleg. Fari ekki á Netið En hver er svo tilgangurinn með öllum þessum viðbúnaði? „Aðalöryggisatriðið er að fólk sé ekki að taka myndir og færa inn á Netið,“ segir Jón Gunnar og bendir á að framleiðendur stór- mynda undanfarin ár hafi sann- arlega fundið fyrir slíku. Aðspurður segir hann að eng- inn hafi verið nappaður við myndatökur á þeim sýningum sem búnar eru. Tölvuþrjótar svífast einskis „Fólk hefur virt þetta hingað til en við vitum að tölvuþrjótarnir á Netinu svífast einskis þannig að kannski þarf þetta til. Hér á Ís- landi brosir maður út í eitt yfir þessum viðbúnaði en þegar millj- arðar eru í húfi og búið er að leggja allt að veði þá skilur maður að þetta skiptir gríðarlegu máli.“ Morgunblaðið/Halldór KolbeinsÖryggisgæslan í Laugarásbíói í gærkvöldi virtist koma einhverjum sýningargestanna á óvart. Leitað á bíógestum ♦ ♦ ♦
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.