Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.01.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kakan var bökuð og skipt á milli blokka eftir gömlu góðu pólitísku uppskriftinni eins og spáð var. Styrktartónleikar Með þakklætið efst í huga TÓNLEIKAR tilstyrktar símennt-unar starfsmanna Líknardeildarinnar í Kópavogi og Hjúkrunar- þjónustu Karítasar verða haldnir í Hallgrímskirkju nk. fimmtudagskvöld og hefjast þeir klukkan 20.00. Kirstín Erna Blön- dal söngkona heldur utan um þessa uppákomu og hún svaraði fúslega nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Hverjir standa að þessum tónleikum og hvert er tilefni þeirra? „Að þessu verkefni stend ég og fjölskylda mín sem naut þjónustu Karítasar og Líknardeild- arinnar í veikindum móð- ur minnar. Ég hef mikið hugsað um hvernig hægt væri að koma á framfæri þakklæti til starfsfólksins fyrir frábæra hjúkrunar- og læknismeðferð. Rétt fyrir jólin var fjölskyldunni og öðrum aðstandendum sem misst hafa ástvini sína, boðið að sækja samverustund á Líknar- deildinni. Það var ótrúleg tilfinn- ing að hitta aftur allar konurnar sem voru búnar að taka þátt í lífi manns á erfiðum tímum. Við systkinin og ekki síst mamma kölluðum þær alltaf engla og er það auðvitað eina orðið yfir þess- ar konur. Það var á þessari stundu sem ég varð ennþá ákveðnari í því að láta nú þessa hugmynd mína verða að veru- leika, að styrkja starfsfólkið á einhvern hátt.“ – Fer innkoman af tónleikun- um í að stofna sjóð, eða er hún eyrnarmerkt í eitthvað annað? „Allur aðgangseyrir tón- leikanna og fé sem safnast í tengslum við þá renna beint til símenntunar starfsmanna Kar- ítasar og Líknardeildarinnar í Kópavogi því þar fengum við alla þá hjálp sem hægt er að hugsa sér. Margir fleiri komu samt að málum og á göngudeild A3, á fyrrum Sjúkrahúsi Reykjavíkur, mjög stórt sæti í hjarta okkar.“ – Nú hafið þið einnig talað um stofnun sérstaks símenntunar- sjóðs. Hver yrði tilgangur hans og áherslur? „Annað markmið með verk- efninu er að vekja máls á mik- ilvægi þess að stofna sjóð í sama tilgangi fyrir alla heilbrigðis- starfsmenn sem sinna krabba- meinssjúkum eða líknandi með- ferð á Íslandi og vekja athygli á frábæru starfi alls þessa fólks. Tilgangurinn yrði að starfsmenn fái tækifæri til að efla sig í starfi með símenntun og þannig við- halda því góða starfi sem þegar er unnið. Við vitum ekki ennþá hvort hægt verði að stofna styrktarsjóð því það er annað átaksverkefni. Við höfum fengið Dögg Pálsdóttur lögfræðing til liðs við okkur við stofnun sjóðs- ins.“ – Hvers vegna teljið þið að það sé þörf fyr- ir svona sjóð? „Í mínum huga er engin spurning að þetta starf er gefandi en það hlýtur líka að vera erfitt. Þess vegna er nauð- synlegt að halda vel utan um starfsfólkið og gera því kleift að geta sótt námskeið, ráðstefnur og fylgjast vel með öllum nýj- ungum sem eru alltaf að koma fram. Ég tel líka að þá séu meiri líkur á að halda góðu starfsfólki í vinnu. Ég veit að mjög margir heilbrigðisstarfsmenn hafa tak- markaðan aðgang að styrkjum til símenntunar og oft um lágar upphæðir að ræða.“ – Verður þetta sjóður sem menn geta sótt um styrki í, eða munuð þið sjálf velja aðila til út- hlutunar? „Við gerum ráð fyrir því að sjóðnum verði komið í vörslu traustra aðila sem til slíkra mála kunna og tengjast krabba- meinssviðinu.“ – Hvar verða tónleikarnir og hvað verður boðið upp á? „Aðaláhersla tónleikanna verður á flutning íslenskra sálma á fjölbreyttan hátt. Tón- leikarnir verða í Hallgríms- kirkju á fimmtudagskvöldið klukkan 20.00. Á tónleikunum koma fram Gunnar Gunnarsson orgelleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari, kammerkórinn Schola cantorum og Hörður Ás- kelsson. Ég ætla líka að syngja ásamt Gunnari Gunnarssyni org- elleikara, Jóni Rafnssyni bassa- leikara og Erni Arnarsyni gít- arleikara. Þá mun hr. Karl Sigurbjörnsson biskup vera með hugleiðingu.“ – Var ykkur vel tekið af lista- fólkinu? „Já, það gefa allir vinnu sína og það var alveg sama hvert ég snéri mér, allir voru boðnir og búnir að taka þátt í þessu eða rétta hjálparhönd. Mig langar til að nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem áttu þátt í að gera þessa tónleika og söfnun mögu- lega, kærlega fyrir þeirra ómiss- andi framlag. Þetta eru auk tón- listarfólksins, fram- kvæmdanefnd, prest- ar og annað starfsfólk Hallgrímskirkju, hr. Karl Sigurbjörnsson, Dögg Pálsdóttir, DP lögmenn, Prentmet, Prentsmiðjan Hvíta örkin, Blómaverkstæði Binna, Kirkjuhúsið, Skátakórinn og Guðmundur Pálsson.“ Við þetta má bæta, að Kirstín Erna býður alla þá velkomna að leggja orð í belg eða styrkja mál- efnið með milligöngu síns net- fangs, ernablondal@hotmail.- com og í síma 8972637. Kirstín Erna Blöndal  Kirstín Erna Blöndal hefur stundað söng- og píanónám í Tónlistarskóla Garðabæjar og hefur söng að aðalstarfi. Einnig hefur hún umsjón með útfarar- sönghóp Scola Cantorum, starfar við liðveislu hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur og við fé- lagsstarf aldraðra í Seljahlíð. Er í sambúð með Erni Arnarsyni tónlistarmanni. … við systk- inin og ekki síst mamma kölluðum þær alltaf engla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.