Morgunblaðið - 28.01.2003, Side 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 19
Símenntun Háskólans á Akureyri
býður í samstarfi við Hraðlestr-
arskólann upp á hraðlestr-
arnámskeið sem ætlað er öllum
þeim sem vilja auka lestrarhraða
sinn. En Hraðlestrarskólinn hefur
kennt þúsundum Íslendinga hrað-
lestur og námstækni með góðum ár-
angri.
Meðalaukning lestrarhraða á
þriggja vikna námskeiðum sem
þessum er nálægt því að vera þre-
földun. Jafnframt því sem þátttak-
endum hefur reynst auðveldara en
áður að tileinka sér og muna aðal-
atriði lesefnis. Kennt verður þrjá
þriðjudaga í febrúar og kennari er
Ólafur Haukur Johnson skólastjóri.
Upplýsingar og skráning er hjá Sí-
menntun HA.
Á NÆSTUNNI
INNVEGIN mjólk hjá Norðurmjólk
á síðasta ári nam tæplega 27,7 millj-
ónum lítra. Aðeins árin 1990 og 1999
var meiri mjólkurframleiðsla á fé-
lagssvæði mjólkursamlaganna á
Húsavík og Akureyri, sem hafa sam-
einast í Norðurmjólk. Árið 1990 var
innvegin mjólk á svæðinu tæplega 28
milljónir lítra og um 27,8 milljónir
lítra árið 1999. Helgi Jóhannesson
framkvæmdastjóri Norðurmjólkur
sagðist ekki eiga von á því að fram-
leiðslan ætti eftir að aukast frekar. Á
undanförnum árum hafa um 500 þús-
und lítrar verið seldir burt af fé-
lagssvæðinu en Helgi sagði að bænd-
ur hafi á móti framleitt mikið af
umframmjólk. „Svæðið er því að gefa
mun meira en kvótinn gefur til
kynna. Þá eru framleiðendur hér á
svæðinu nú tilbúnir að kaupa kvóta,
þannig að við höfum snúið dæminu
við og það ríkir ákveðin bjartsýni
meðal bænda í kringum Norður-
mjólk.“ Helgi sagði að mjólkurfram-
leiðendum hefði fækkað mjög hratt
fyrir nokkrum árum en að mjög hafi
dregið úr þeirri þróun að undanförnu.
Miklar sviptingar hafa orðið í
mjólkuriðnaðinum í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum undanfarin ár. Á
síðasta ári var starfsstöðinni á Húsa-
vík lokað og öll vinnsla flutt til Ak-
ureyrar. Kaupfélag Eyfirðinga
keypti Mjólkursamlag KÞ á Húsavík
árið 1999 og um áramótin 1999–2000
var stofnað sjálfstætt hlutafélag um
rekstur Mjólkursamlags KEA,
MSKEA. Undir lok ársins 2000 voru
samlögin á Húsavík og Akureyri
sameinuð undir nafni Norðurmjólk-
ur, með aðild Grana, hlutafélags í
eigu Auðhumlu, samvinnufélags
mjólkurframleiðenda á samlags-
svæðunum. Auðhumla, sem átti um
33% í Norðurmjólk, keypti um 67%
eignarhlut Kaldbaks (áður KEA) í
Norðurmjólk sl. sumar og seldi í kjöl-
farið 60% af eignarhlut sínum til
Kaupfélags Eyfirðinga, Kaupfélags
Skagfirðinga, Osta- og smjörsölunn-
ar, Mjólkurbús Flóamanna og Mjólk-
ursamsölunnar.
Þrátt fyrir þessar breytingar á
eignaraðild í Norðurmjólk liggur enn
ekki fyrir hvert verðmæti félagsins
er. Dómkvaddir matsmenn höfðu
metið að heildarverðmæti Norður-
mjólkur væri um 940 milljónir króna
og tæplega 67% hlutur Kaldbaks því
um 625 milljónir króna. Forsvars-
menn Kaldbaks féllust ekki á þá nið-
urstöðu og töldu verðmæti félagsins
of lágt metið. Forsvarsmenn Auð-
humlu féllust hins vegar á niðurstöðu
matsmannanna. Í kjölfarið var skip-
aður gerðardómur til að meta verð-
mæti félagsins og verður niðurstaðan
bindandi fyrir bæði Kaldbak og Auð-
humlu. Von er á niðurstöðu í málinu á
næstu vikum. Söluverð á hlut Auð-
humlu til áðurnefndra aðila í mjólk-
uriðnaði ræðst því einnig af mati
gerðardóms á verðmæti fyrirtækis-
ins.
Innvegin mjólk hjá Norðurmjólk um 27,7 milljónir lítra árið 2002
„Svæðið að gefa meira en
kvótinn gefur til kynna“
TÖLUVERÐUR fjöldi fólks lagði
leið sína í Hlíðarfjall um helgina,
en nú er þar kominn nægur snjór
og skíðamenn hafa tekið gleði
sína.
„Það voru hér um eitt þúsund
manns á laugardag í góðu veðri
og frábæru skíðafæri þannig að
stemmningin var alveg prýðileg,“
sagði Guðmundur Karl Jónsson
forstöðumaður á skíðasvæðinu í
Hlíðarfjalli. Hann sagði að rigning
á sunnudag hefði gert að verkum
að færra fólk var á skíðum, „en
okkur finnst skíðatíðin fara vel af
stað og nú er hún hafin fyrir al-
vöru. Við erum fyllilega sátt við
þessa fyrstu daga,“ sagði Guð-
mundur. Stefnt er að því að opna
Stromplyftuna um næstu helgi, en
þegar er búið að opna tvær lyftur,
Fjarkann og togbraut í Hólabraut,
en enn er ekki kominn nægur
snjór til að opna Hjallabrautina.
Morgunblaðið/Kristján
Fjöldi fólks skemmti sér á skíðum í Hlíðarfjalli um helgina.
Skíðatíð fer vel af stað
ERLING Þór Júlínusson, nýráð-
inn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs
Akureyrar, var staddur á Ak-
ureyri í gær og heimsótti m.a.
væntanlega samstarfsmenn á
slökkvistöðinni. Erling sagði í
samtali við Morgunblaðið að nýja
starfið legðist vel í sig, „þetta er
spennandi starf og spennandi
lið“.
Erling Þór hefur starfað sem
slökkviliðsmaður í 10 ár, hjá
Slökkviliði Reykjavíkur og svo
Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,
og verið stöðvarstjóri í á þriðja
ár. Hann er 38 ára gamall, húsa-
smíðameistari að mennt og hefur
auk þess numið þau fræði sem
tengjast starfinu í slökkviliðinu.
Eins og komið hefur fram hef-
ur verið töluverð ólga innan
Slökkviliðs Akureyrar. Í skýrslu
um rekstur slökkviliðsins frá sl.
hausti kom fram hörð gagnrýni á
stjórnun liðsins, m.a. að menn í
stjórnunarstöðum væru ekki sam-
stiga og mikil togstreita til stað-
ar. Þetta vandamál hefði skaðað
slökkviliðið og ekki minnst út á
við. Í kjölfarið var ákveðið að
skipta um bæði slökkviliðsstjóra
og aðstoðarslökkviliðsstjóra og
báðar stöðurnar auglýstar lausar
til umsóknar í síðasta mánuði.
Erling sagðist hafa heyrt af því
sem þarna hafi verið að gerast en
sagðist ekki kvíða því að taka við
þessu nýja starfi. „Þetta er gott
lið og með góða menn en ég ætla
mér ekki að hafa neina skoðun á
því sem á undan er gengið.“
Ekki hefur verið ráðið í stöðu
aðstoðarslökkviliðsstjóra en Er-
ling sagði að hann myndi koma
að því að ráða í stöðuna. Ekki
liggur alveg ljóst fyrir hvenær
Erling kemur til starfa en hann
sagði að það yrði væntanlega
fljótlega. Hann á konu og tvö
börn og sagði að fjölskyldan
kæmi til Akureyrar með vorinu.
Þetta er
spenn-
andi
starf
Morgunblaðið/Kristján
Erling Þór Júlínusson, nýráðinn
slökkviliðsstjóri á Akureyri.
Nýráðinn slökkviliðsstjóri á Akureyri