Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 35

Morgunblaðið - 28.01.2003, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2003 35 Elsku Björk, er mér var tilkynnt að þú værir farin frá okkur af þessu tilverustigi var mér mjög brugðið, en samt ekki. Stórt skarð er höggið í vina- hópinn, margar minningar koma upp í hugann, við áttum margar góðar stundir, hlógum og grétum. Þú varst mikill húmoristi og skemmtileg, þrælskörp og vel gef- in, en að því er ekki spurt þegar svo illræmdur sjúkdómur herjar á, sem þú barðist við. Með þessum fá- tæklegu orðum kveð ég þig, trausti vinur. Láttu nú sanna blessunar brunna blómlega renna á móti mér, svo sæluna sanna ég fái að finna og fögnuð himnanna, þá ævin þver. Öndin mín flýgur BJÖRK STEIN- GRÍMSDÓTTIR ✝ Björk Stein-grímsdóttir fæddist á Akureyri hinn 12. október 1969. Hún lést hinn 7. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 15. janúar. og allur minn hugur, upp sem þú dregur í hæðir til þín. Guð minn eilífur, Guð minn voldugur, Guð minn blessaður, heyr þú til mín! (Höf. ók.) Megi algóði Guð vera með þér í ljósinu. Steinar Smári. Ó, vinkona, hvað á ég að segja. Þú ert far- in og það er svo erfitt að sætta sig við það. Í huga mér ég sé þig og mig er við vorum óaðskilj- anlegar og deildum öllu, eins og tveim unglingsstelpum ber að gera. Ég mun aldrei gleyma... Ég mun ávallt vera þakklát því að hafa fengið að hafa fengið að ganga hér um þessa jörð með þér í þann tíma. Okkur leiðir skildu, ég fór til Englands, þú á Akureyri, þú komst og heimsóttir mig í Englandi og finnst mér í dag ég ekki hafa gefið þér nógan tíma, nóga athygli. Mér finnst erfitt að kveðja, enn erf- iðara að kveðja ótímabærri kveðju. Mikið vona ég að þér líði betur, að þú sért sátt, en vertu viss, við erum einum englinum færri hér á jörð. Mér verður hugsað til frænkna þinna Tinnu og Rakelar og sakn- aðarins sem þær hljóta að finna. Mér verður hugsað til barnanna sem þú hefur í gegnum tíðina laðað að þér. Mér verður hugsað um sársaukann/einmanaleikann sem þú hefur fundið í brjósti þér, svo lengi. Mér verður hugsað til síðasta skipt- isins er ég sá þig, þú komst hér til mín og við áttum yndislega kvöld- stund saman. Mér líður vel að vita að hinsta hvílan þín er á Akureyri, það virðist vera rétt þó svo að allt annað virð- ist vera rangt. Vinkona, hér er mín hinsta kveðja til þín, tárum mínum skreytt. Í eigingirni minni vil ég ekki skrifa þetta. Ég sendi for- eldrum þínum styrk á þessum erf- iða tíma og þínum nánustu. Mér finnst þessi litla hugrenning segja allt sem segja þarf. Lát mig aldrei gleyma. Lát mig aldrei hugsa „nú hef ég gert nóg“. Lát mitt innra sár aldrei gróa uns allra hafa undir aftur heilast. Lát mig aldrei sofna. Lát mig aldrei dofna fyrir annarra kvöl. Lát mig aldrei hætta að reyna hversu lítilfjörlega sem mér líður. Og lát mig aldrei staðna og hætta að spyrja í kyrrðinni: Ó, lifandi vatn, ó, afl sem heilar. Viltu koma? (Höf. ók.) Hvar sem þú ert megir þú hvíla í friði og ró. Þín vinkona, Erla Björg Rúnarsdóttir. Frú Áslaug Sig- geirsdóttir, eða ein- faldlega Áslaug eins og ég var vön að kalla hana, bjó í senn yfir auðugum og sterkum persónuleika. Fljótt eftir að ég kynntist henni bundumst við tryggum trúnaðarböndum, sem við héldum áfram að rækta í fyllingu tímans þrátt fyrir landfræðilegan aðskilnað í seinni tíð; þar sem ég var búsett í Frakklandi en hún á Íslandi. Oftar en ekki átti Áslaug frumkvæðið að því að hafa samband við mig og gaf mér iðulega fregnir af fjölskyldum beggja, enda dóttir mín, Margrét Sigurðardóttir kenn- ari, gift syni hennar, Friðjóni Erni Friðjónssyni hrl. Vegna þessara fjölskyldutengsla varð vinátta okk- ar nánari en ella. Það er ekki of djúpt í árinni tek- ið, að með andláti Áslaugar hafi ég misst í senn sanna vinkonu og trún- aðarvin sem gaf sér ævinlega tíma til að hlusta á mig og sem ég gat rætt hindrunarlaust við jafnt á góð- um stundum sem erfiðum. Áslaug var nefnilega gædd einstæðum ÁSLAUG SIGGEIRSDÓTTIR ✝ Áslaug Sig-geirsdóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1917. Hún lést á líknar- deild Landakots- spítala 3. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 10. jan- úar. hæfileika til að hug- hreysta fólk og stappa í það stálinu þegar á móti blés í lífi þess. Þetta var jafnframt helsti styrkur per- sónuleika hennar. Áslaug mun eiga veglegt sæti í hjarta mínu, svo lengi sem ég lifi og sem enginn ann- ar getur nokkurn tíma sest í. Megir þú hvíla í friði, elsku hjartans vinkona mín, Fabienne Chr. Hallsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON fisksali frá Bræðramynni, Bíldudal, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu aðfaranótt laugardagsins 25. janúar. Jóna Karítas Eggertsdóttir, Ívar Guðmundsson, Rafn Guðmundsson, Svanberg Guðmundsson, Eygló Benediktsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR JÓNSSON, Sæborg, Skagaströnd, verður jarðsunginn frá Hólaneskirkju föstu- daginn 31. janúar kl. 14.00. Jón Ingi Ingvarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Árni Björn Ingvarsson, Guðrún Þ. Guðmundsdóttir, Elínborg Ása Ingvarsdóttir, Guðjón Einarsson, barnabörn og langafabörn. Útför elskulegrar frænku okkar, ÁSLAUGAR SKÚLADÓTTUR fyrrv. sendiráðsfulltrúa, Rekagranda 10, Reykjavík, sem andaðist mánudaginn 20. janúar, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið og Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Fyrir hönd ættingja hinna látnu. Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar Pétursson, Hannes Hafsteinsson, Ólafía Soffía Jóhannsdóttir, Kristín Bárðardóttir. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Sæviðarsundi 35, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítala Landakoti sunnudaginn 26. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Bergdís Kristjánsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Sævar Örn Kristjánsson, Kristín Þórðardóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Brynja Ingadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Séra BJÖRN SIGURBJÖRNSSON, 3460 Birkerød, Kaupmannahöfn, er látinn. Vandamenn. Ástkær eiginmaður og bróðir, BOGI JÓN JÓNSSON, andaðist í London þriðjudaginn 14. janúar. Jarðsett var í Grikklandi. Fyrir hönd aðstandenda, Elli Jónsson, Sigríður Kristín Lister, Betty A. Lillie.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.