Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
LÆKKAR STÝRIVEXTI
Frá og með 18. febrúar nk. lækkar
Seðlabankinn stýrivexti sína um
0,5%. Vextirnir verða þá 5,3%, en
þeir hafa ekki verið lægri síðan árið
1994. Bankinn gerir ráð fyrir 2%
verðbólgu til ársins 2004 og að hag-
vöxtur verði 1,75% á þessu ári en 3%
á því næsta.
Neyðarfundir hjá NATO
Ekki náðist samkomulag á neyð-
arfundum hjá Atlantshafsbandalag-
inu (NATO) sem boðað var til að
beiðni Tyrkja vegna deilna um hvort
virkja beri varnir NATO vegna
hugsanlegs stríðs við Írak. Yfirlýs-
ing Jacques Chiracs, forseta Frakk-
lands, um að enn væri ekkert komið
fram sem réttlætti stríð þykir hafa
ýtt undir klofninginn í bandalaginu.
Ólöglegur útreikningur?
Fjármálaeftirlitið ætlar að leita
skýringa á því hvers vegna Íslands-
banki og sparisjóðirnir hafa ekki
reiknað vexti innan mánaðar af verð-
tryggðum innlánsreikningum og
kanna hvort lög hafi verið brotin við
þennan útreikning.
Lítið tjón í veðurhamnum
Rafmagnsstaurar brotnuðu, raf-
magnslínur sló út, þakplötur fuku og
bílar sviptust út af hálum vegum í
einu versta veðri vetrarins sem gekk
yfir landið í gær. Eignatjón varð þó
tiltölulega lítið og engin slys urðu á
fólki.
Fyrirsjáanleg úranvinnsla
Að sögn starfsmanna Alþjóða-
kjarnorkumálastofnunarinnar kom
yfirlýsing Írana, um að þeir ætli að
vinna úran til kjarnorkuframleiðslu,
ekki á óvart. Forseti Írans segir að
úranið verði notað til raforkufram-
leiðslu en Bandaríkjastjórn hefur
lengi sakað Írana um að reyna að
verða sér úti um kjarnavopn.
Skaðlegar snyrtivörur
Sumar algengustu snyrtivörur
innihalda efni, sem geta valdið trufl-
unum á lifrar- og nýrnastarfsemi og
á starfsemi hjarta og lungna. Þetta
kemur fram í tveimur nýlegum
rannsóknum. Efni þessi nefnast
þalöt og eru einkum notuð til mýk-
ingar á plastefnum.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 32
Viðskipti 13/14 Minningar 32/36
Erlent 15/17 Hestar 37
Höfuðborgin 18 Bréf 40
Akureyri 19 Dagbók 42/43
Suðurnes 20 Íþróttir 44/47
Landið 21 Fólk 48/53
Neytendur 22 Bíó 50/53
Listir 22/24 Ljósvakar 54
Forystugrein 28 Veður 55
* * *
HANNES Hlífar Stef-
ánsson tapaði fyrstu skák-
inni á móti Sergei Movses-
ian frá Slóvakíu í Olís-
einvíginu sem hófst í gær.
Movsesian er 34. sterkasti
skákmaður heims og náði
hann fljótlega undirtök-
unum í skákinni. Helga
Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri markaðs-
sviðs smásölu, lék fyrsta
leikinn fyrir Movsesian í
höfuðstöðvum Olís, en
kapparnir tefla þar sam-
tals sex skákir og hefst
önnur viðureignin kl. 17 í
dag. Hannes Hlífar hefur
hvítt í skákinni. Morgunblaðið/Sverrir
Hannes
Hlífar
tapaði
SAMRÁÐSHÓPUR um vegamál
við Jökulsá á Fjöllum hefur náð
sátt um að heilsársvegur með
bundnu slitlagi verði lagður að
vestanverðu við Jökulsá. Hópurinn
reiknar auk þess með allgóðum
malarvegi að austanverðu.
Þingmenn í Norðurlands-
kjördæmi eystra óskuðu eftir að
samráðshópurinn skoðaði málið en
í honum áttu fulltrúar sveitar-
stjórna, ferðaþjónustufyrirtækja,
náttúruverndar og Vegagerð-
arinnar sæti. Enn á þó eftir að fá
fullt samþykki fyrir gerð vegarins
en málið verður tekið upp á Al-
þingi á næstu vikum.
Áætlað er að vegurinn liggi milli
hringvegar og Norðausturvegar að
vestanverðu við Dettifoss.
Skapar gott tækifæri fyrir
ferðaþjónustuna
Segir í bréfi samráðshópsins að
vegurinn muni skapa gott tækifæri
fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu til
þess að bjóða upp á hringkeyrslu
allt árið um einstaka náttúru, með-
al annars Mývatnssveit og þjóð-
garðinn í Jökulsárgljúfrum og þar
með talið að Dettifossi.
„Það eru ennþá skiptar skoðanir
heima í héraði. Auðvitað vonum
við að vegurinn verði að veruleika
en það er varla hægt að segja að
það sé ákveðið ennþá. Mikill meiri-
hluti er á því að það eigi að stefna
að vegi að vestanverðu,“ segir
Helgi Hallgrímsson vega-
málastjóri.
Þorleifur Þór Jónsson, hagfræð-
ingur Samtaka ferðaþjónustunnar,
fagnar niðurstöðum samstarfs-
hópsins. „Við fögnum því að hóp-
urinn hafi náð þetta góðri lendingu
í málinu. Þetta mun opna mjög
mikla möguleika.“
Þorleifur segir að möguleiki sé á
að hafa veginn opinn allt árið um
kring. Alltént verði hann opnaður
mun fyrr en nú er. Gamli vegurinn
að vestanverðu að Dettifossi er
jafnan ófær fram í miðjan júní ár
hvert. „Það hefur verið mjög
slæmt að menn hafa fyrst verið að
komast að Dettifossi seinni partinn
í júní, þegar langt er liðið á ferða-
mannatímann,“ segir Þorleifur.
Nýi vegurinn styttir
hringakstur um svæðið
Hann segir að nýi vegurinn
muni einnig stytta hringinn um
svæðið. „Við sjáum það fyrir okkur
að nú verði hægt að fara þetta sem
þægilegan dagshring frekar heldur
en einhvern blóðspreng sem verið
hefur. Við erum bara mjög ánægð
með þetta og erum að lýsa því yfir
við ráðherra að okkur finnist þetta
hið besta mál og sjáum í þessu
mikla möguleika. Ég held að þetta
verði íbúum og öðrum þarna til
mikils framdráttar vegna þess að
þetta mun lengja tímabilið og gefa
þeim stærri sneið af kökunni.“
Þorleifur leggur mikla áherslu á
að reynt verði að haga veginum
þannig að hann falli vel inn í þá
stórbrotnu náttúrufegurð sem
þarna er að finna. „Þegar ákveðin
leið er farin til að upplifa náttúr-
una má hún alveg vera svolítið
hlykkjótt þannig að menn njóti
leiðarinnar og útsýnisins.“
Vegurinn er þó ekki inni í sam-
gönguáætlun en vegamálastjóri
reiknar með að hann verði hluti af
fjögurra ára áætlun á svæðinu.
„Við erum með þessu að reyna
að vekja athygli á því að hvetja
menn til þess að láta veginn vera
svolítið í forgangi. Það tekur lág-
mark tvö ár að gera svona veg. Á
meðan verður að notast við gamla
veginn,“ segir Þorleifur.
Sátt er að nást um heils-
ársveg að Dettifossi
FÉLAG bókagerðar-
manna, FBM, hefur ósk-
að eftir tillögum frá fé-
lagsmönnum sínum um
nýtt nafn. Sæmundur
Árnason, formaður
FBM, segir ástæðuna fyrir þessu m.a.
vera þá að margir nýir félagsmenn,
einkum þeir er starfa við hönnun og
margmiðlun, hafa ekki fundið sam-
svörun í nafninu „bókagerðarmenn“
og viljað nýtt nafn sem höfðaði betur
til nútímans.
Forkönnun var gerð á heimasíðu
FBM fyrr í vetur og spurt hvort
menn vildu breyta um nafn á félaginu.
„Já“ við þeirri spurningu svöruðu
57% en 43% voru andvíg nafnbreyt-
ingu. Félagar í FBM, sem eru um
1.200, hafa frest til 1. mars til að skila
tillögum. Skipuð hefur verið nefnd til
að vinna úr innsendum tillögum og
munu þrjú nöfn, er flestar tilnefning-
ar fá, verða sett í dóm félagsmanna á
næsta aðalfundi í apríl.
Félag bókagerðarmanna hefur ver-
ið við lýði frá árinu 1980 þegar þrjú
stéttarfélög sameinuðust; Hið ís-
lenzka prentarafélag, Grafíska
sveinafélagið og Bókbindarafélag Ís-
lands. Hið íslenzka prentarafélag var
stofnað árið 1897, Bókbindarafélagið
skömmu eftir aldamótin 1900 og Graf-
íska sveinafélagið varð til í kringum
1970 þegar sameinuðust Offsetprent-
arafélag Íslands, Offsetljósmyndara-
félagið og Félag prentsmiða. Þá skal
þess getið að Félag grafískra teiknara
gekk í FBM um síðustu áramót.
Bókagerðarmenn
Tillagna
óskað um
nýtt nafn
♦ ♦ ♦
NOTKUN geðdeyfðarlyfja meðal
kvenna er mun meiri en meðal
karla, að því er fram kemur í skrif-
legu svari Jóns Kristjánssonar heil-
brigðisráðherra við fyrirspurn Sig-
ríðar Ingvarsdóttur, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins. „Konur fengu
74% fleiri dagskammta [árið 2001]
en karlar í heild,“ segir í svarinu en
munurinn milli kynjanna er mis-
mikill eftir aldri. „Fleiri ungir
drengir en stúlkur fengu geðdeyfð-
arlyf en við kynþroskaaldur verða
konur í vaxandi meirihluta fram
undir áttrætt er munurinn [milli
kynjanna] minnkar aftur. Svarið
byggist á gagnagrunni Trygginga-
stofnunar ríkisins. Því var dreift á
Alþingi í gær.
Í svarinu er tekið fram að þung-
lyndisraskanir og þunglyndisein-
kenni séu tvisvar sinnum algengari
hjá konum en körlum. Því komi
ekki á óvart að fleiri konum sé ávís-
að geðdeyfðarlyfjum. Hins vegar
séu geðraskanir algengari hjá
drengjum undir 15 ára aldri en hjá
stúlkum.
Hámark milli 55 og 59
Í svarinu kemur fram að hámark
notkunar geðdeyfðarlyfja hjá kon-
um er á aldrinum 55 til 59 ára en
hjá körlum 80 til 84 ára. Notkun
lyfjanna meðal kvenna er þó alltaf
meiri en notkunin meðal karla, eftir
kynþroskaaldurinn, eins og áður
segir. „Algengi þunglyndis eykst
ekki með hækkandi aldri. Hins veg-
ar koma konur og eldra fólk oftar
til lækna og kann það að valda
nokkru um hve margt fólk yfir sex-
tugt fær geðdeyfðarlyf.“
Í svarinu segir einnig að 0,9% af
heildarnotkun geðdeyfðarlyfja er
notuð við ofvirkniröskun í börnum
níu ára og yngri. Því er þó bætt við
að notkun geðdeyfðarlyfja gegn of-
virkni hafi minnkað jafnhliða auk-
inni notkun örvandi lyfja.
Í svarinu er einnig litið á notkun
róandi eða kvíðastillandi lyfja. Þar
kemur fram að notkunin eykst með
hækkandi aldri. Eins og með geð-
deyfðarlyfin nota konur meira af
róandi og kvíðastillandi lyfjum en
karlar.
Notkun geðdeyfðarlyfja
er meiri meðal kvenna
LÖGREGLAN í Bolungarvík lagði
hald á bruggtæki, eimingartæki og
12 lítra af landa við húsleit á heimili
karlmanns í Bolungarvík síðastliðið
föstudagskvöld.
Að sögn lögreglunnar er ekki vitað
hvort tækin voru aðeins ætluð til
einkanota eða til framleiðslu og sölu
á landa. Segja lögreglumenn í Bol-
ungarvík það fátítt hin síðari árin að
til kasta þeirra komi vegna landa-
bruggs. Húsleitin var gerð eftir
ábendingu og fékkst húsleitarheim-
ild hjá Héraðsdómi Vestfjarða. Í
framhaldinu var farið á heimili hins
grunaða og hann hafður í haldi lög-
reglu inni á heimili sínu meðan leitað
var hjá honum. Lögreglan fjarlægði
tækin og áfengið og bíður hinn grun-
aði yfirheyrslna. Málið er unnið í
samstarfi við lögregluna á Ísafirði.
Flett ofan
af landa-
bruggara
Þriðjudagur
11. febrúar 2003
Prentsmiðja
Morgunblaðsins blað B
Óendanlegir
möguleikar
w
w
w
.f
rj
a
ls
i.
is
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur
komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent
tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan
hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa
fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem
veitt er til allt að 25 ára gegn veði í fasteign.
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Vextir % 7,5% 8,5% 9,5% 10,5% 11,5%
5 ár 20.000 20.500 21.000 21.500 22.000
15 ár 9.300 9.800 10.400 11.000 11.700
25 ár 7.400 8.100 8.700 9.400 10.200
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Allt að 75%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar
Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu
Húsbréfa-
útgáfan
Áframhaldandi
jafnvægi 6
Fremstir
íheiminum
Bætt
hljóðvist
Lagning snjó-
bræðslukerfa 12
Tvöföld
gólf 26
MIKIL ásókn er þegar í nýjar íbúðir á Völlum,
nýju hverfi í grennd við Ástjörn í Hafnarfirði.
Hverfið er fyrir ofan Reykjanesbraut, rétt fyrir
sunnan íþróttahús Hauka.
Á Völlum á að rísa mikil byggð með um 2.000
íbúðum. Þetta verður blönduð byggð, einbýlis-
hús, raðhús, parhús og fjölbýlishús, en þarna er
gert ráð fyrir töluvert þéttari byggð en í Ás-
landi. Að auki verður byggt bæði verzlunar- og
skrifstofuhúsnæði á Völlum.
Í fyrsta áfanga, sem nær yfir sex hektara, var
úthlutað lóðum fyrir rúmlega 200 íbúðir, sem
skiptast í lóðir fyrir einbýlishús og raðhús og
lóðir fyrir sjö fjölbýlishús með 150–200 íbúðum.
Mikil ásókn var í þessar lóðir.
„Þetta nýja hverfi á Völlum á ekki eftir að
gefa Áslandi neitt eftir, að því er varðar vin-
sældir og eftirspurn,“ segir Helgi Jón Harðar-
son hjá fasteignasölunni Hraunhamri í Hafn-
arfirði.
„Hraunið, eitt aðaleinkenni Hafnarfjarðar, er
áberandi í landslaginu, þegar ekið er inn í hverf-
ið, en það rís nánast í beinu framhaldi af Ás-
landinu, þar sem mikil og ör uppbygging hefur
átt sér stað undanfarin ár.“
Hraunið fær að njóta sín
„Áherzla er lögð á það í uppbyggingu hverf-
isins að láta hraunið njóta sín,“ sagði Helgi Jón
ennfremur. „Hraunbollar, gjótur og fallegir
klettar verða skildir eftir óhreyfðir, þannig að
einkenni svæðisins munu vera áberandi.
Andstætt byggðinni í Áslandi stendur Valla-
hverfið fremur lágt. Eigi að síður er þar mikið
og gott útsyni. Reykjanesfjallgarðurinn blasir
við og víðáttumikið hraunið.“
Nú er verið að skipuleggja annan áfanga Valla
og gert ráð fyrir, að fyrstu lóðirnar þar verði til-
búnar til úthlutunar næsta haust. „Búast má við
mikilli ásókn, en þegar lóðir voru auglýstar í
fyrsta áfanga Valla, fengu færri en vildu, því að
margir voru um hverja lóð,“ sagði Helgi Jón.
Að hans sögn er það einkum fólk úr Hafn-
arfirði, sem sækist eftir að búa bæði á Völlum og
í Áslandi. „Aðsóknin er þó alls ekki bundin við
Hafnfirðinga,“ sagði Helgi Jón að lokum. „Góðir
og ábyrgir byggingaraðilar eru að verki í báðum
þessum hverfum, skólamál eru í góðu lagi og
þarna er Haukahúsið, eitt vandaðasta íþrótta-
hús landsins. Eins er með aðra þjónustu.
Fólk hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu hef-
ur því sótt í þessi nýju hverfi og sama máli gegn-
ir um fólk utan af landi, sem hefur verið að flytj-
ast suður.“
Mikil ásókn í nýjar íbúðir
áVöllum í Hafnarfirði
Morgunblaðið/Golli
Horft yfir hina nýju, upprísandi byggð á Völlum. Byggingarkrani gnæfir yfir húsunum, en fyrstu íbúðirnar
verða tilbúnar síðar á þessu ári. Hraunið er áberandi í landslaginu, en til vinstri er Haukahúsið.
!
!
!
"
#
"# $ % & ' # ( ) ( #
" $ '( ( # # % &' # )
# ( ) ( # # " $ % & '
* +
+
,
(
+
,
!
-./
0
-./
0
1
"1
!$
%
&'
'
"
23,
$
(4567
89:4
/5 5
67
. $
#
<+,+=
(
<+,+=
),3 #
<+,+=
(
<+,+=
+
!
(
/ >0
,
(,5? 0
@@@+5
A !
B
C
D
+
+
+
+
$1
$%1
$%1
$"1
&' !
)*
+
B
C
D
!
--
.
/0
/ /'1 /02/
/.
/302
/21
6+
D
!
4%
!
5
%'
'
1'
"
,
-
%%
%%""
"%(
"%
+
+
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
+
+
'
'