Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þið eruð úrræðagóð og hjálpsöm, metnaðargjörn og vel gefin. Á þessu ári lýkur mikilvægum tíma- bilum í lífum ykkar og ný tímabil hefjast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður við gamlan vin geta hjálpað þér að taka mikilvægar ákvarðanir um framtíðina. Þú getur dregið lærdóm af reynslu annarra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þið eruð skipulögð og skýr í hugsun og því hentar dag- urinn vel til að gera lang- tímaáætlanir. Þið ættuð að nota tækifærið og ræða við yfirmenn ykkar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir lent í deilum um trúmál, heimspeki eða stjórnmál. Mundu að það er fleira sem sameinar mann- fólkið en skilur það að. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ættir að ræða við þína nánustu um varðveislu sam- eiginlegra eigna. Ákvörðun ykkar getur haft lang- tímaáhrif á líf þitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt vinna með ein- hverjum að einhvers konar viðgerðum. Reyndu að kosta sem minnstu til. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur átt góðan dag í vinnunni. Ef þú gætir þess að sýnir sjálfsaga og sjálf- stjórn geturðu haft mikla ánægju af því sem þú ert að gera. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Sjálfsafneitun þín vekur að- dáun annarra í dag. Þú lítur hins vegar svo á að þú gerir bara það sem þú þarft að gera til að ná markmiðum þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft að ræða við fjöl- skyldu þína um sameig- inlegar eignir. Reyndu að setja saman sanngjarna áætlun sem hentar ykkur öllum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur óvenjumiklar áhyggjur af framtíðinni. Þú hefur áhyggjur af afkomu þinni og öryggi í ellinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert nýtinn og kannt illa við að henda hlutunum. Þessi eiginleiki þinn getur komið sér vel í vinnunni í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sambönd þín veita þér tæki- færi til að kynnast sjálfum þér betur. Þú sérð hvað það eru sterk tengsl á milli þess hver þú ert og hvað þú gerir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú munt líklega þurfa að ganga frá ákveðnum málum við yfirvöld í dag. Stattu fast á rétti þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HLUTAVELTA TÁRIÐ Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. - - - Kristján Jónsson LJÓÐABROT 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 e5 4. Rf3 exd4 5. Bxc4 Bb4+ 6. Rbd2 Rc6 7. 0–0 De7 8. Rb3 Bg4 9. Rbxd4 Hd8 10. Da4 Bd7 11. Rf5 Dc5 Staðan kom upp í Íslands- mótinu í atskák sem lauk í beinni útsendingu hjá RÚV en VISA styrkti hana. Helgi Áss Grétarsson (2560) hafði hvítt gegn Þresti Þórhalls- syni (2510). 12. Bxf7+! Kxf7 13. Db3+ Kf8 hvítur virðist ekki fá síður sterka sókn eftir 13… Ke8 14. Rxg7+ Kf8 15. Rg5 De7 16. R7e6+ Bxe6 17. Rxe6+ Ke8 18. Bg5. 14. Be3?! Stílhreinna var að leika 14. Rg5! Re5 15. Bf4 Rc4 16. Be3 Db5 17. a4 og hvítur vinnur. Í fram- haldinu hefði svartur hugs- anlega getað var- ist betur en hann gerði. 14… Da5 15. Rg5 Re5 16. f4 Ba4 17. Re6+ Ke8 18. Rexg7+ Kf8 19. Re6+ Ke8 20. Reg7+ Kf8 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 21. De6 Rg6 22. Dc4 Bd7 23. Had1 Be7 24. Bd4 Da6 25. Dxc7 Dc6 26. Dxc6 bxc6 27. Rh5 Kf7 28. Rxe7 R8xe7 29. Bxh8 Hxh8 30. Hxd7 Hb8 31. f5 Rh4 32. f6 og svartur gafst upp. Loka- staða efstu manna varð þessi: 1. Helgi Ólafsson 2. Hannes Hlífar Stefánsson 3.–4. Helgi Áss Grétarsson og Arnar E. Gunnarsson. 2. skák Olís-einvígisins hefst kl. 17.00 í höfuðstöðvum Ol- ís, Sundagörðum 2. Fyrri skákin í einvígi tölvuforrits- ins Tiger 15 gegn Arnari E. Gunnarssyni og Braga Þor- finnssyni hefst í dag á sama stað og tíma. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir. UM miðjan maímánuð fer fram Norðurlandamót í Færeyjum, bæði í opnum flokki og kvennaflokki. Lið opna flokksins hefur verið valið og er skipað Jóni Baldurssyni, Þorláki Jóns- syni, Þresti Ingimarssyni og Bjarna H. Einarssyni. Hið nýskipaða lið hóf æf- ingar á sunnudaginn og þá kom upp þetta athygl- isverða slemmuspil: Austur gefur; AV á hættu. Norður ♠ G98 ♥ ÁKG4 ♦ ÁD7 ♣ K62 Vestur Austur ♠ 107652 ♠ 4 ♥ 752 ♥ 863 ♦ 42 ♦ G1065 ♣D54 ♣Á10987 Suður ♠ ÁKD3 ♥ D109 ♦ K983 ♣ G3 Vestur Norður Austur Suður -- -- Pass 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 6 grönd Allir pass Hvernig myndi lesandinn spila með spaða út? Ellefu slagir blasa við og tveir augljósir möguleikar á þeim tólfta: tígullinn 3–3 eða laufásinn réttur. Senni- lega er besta spila- mennskan sú að taka tvo 2–3 slagi á spaða og annað eins á hjarta, en kanna síð- an tígulleguna. Ef millispil fellur í vestur í annan tíg- ulslaginn er sjálfsagt að klára hálitina áður en af- staða er tekin til tígulíferð- arinnar, en þegar austur fylgir með tveimur smáspil- um er eðlilegast að taka á tígulkónginn. Þegar austur reynist valda litinn má spila laufi á kónginn. Sem geng- ur ekki. Þannig spiluðu báð- ir sagnhafar og fór því nið- ur. En eins og spilið liggur má vinna slemmuna á opnu borði. Sagnhafi tekur þá strax átta slagi á hálitina og neyðir austur til að fara nið- ur á laufásinn blankan: Norður ♠ -- ♥ -- ♦ ÁD7 ♣K6 Vestur Austur ♠ 10 ♠ -- ♥ -- ♥ -- ♦ 42 ♦ G1065 ♣ D5 ♣ Á Suður ♠ -- ♥ -- ♦ K983 ♣ G Í þessari stöðu er lauf- ásinn látinn slá vindhögg og kóngurinn verður slagur. En það verður að segjast eins og er, að þetta er óraunhæf leið við borðið. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þessar duglegu stúlkur úr Fossvogsskóla héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær samtals 7.250 kr. Á efri mynd eru: Selma Smáradóttir (10 ára) og Sandra Smáradóttir (7 ára). Á neðri mynd eru: Sara Hildur Tómasdóttir (6 ára), Sóley Rún Sturludóttir (7 ára), Ásdís Rúna Guðmundsdóttir (6 ára) og Hugrún María Friðriks- dóttir (7 ára). MEÐ MORGUNKAFFINU Ertu búinn að bíða lengi? Dönsk gæði fyrir betri mat á borðið  Glerkeramik húðaðar pönnur og pottar  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Mjög auðvelt að þrífa  Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af  Þolir allt að 260° hita í ofni  Málmáhöld leyfileg  Þvoist með sápu  2 ára ábyrgð Hin fitulausa panna Síon ehf. Smiðjuvegi 11, gul gata, Kóp. sími 568 2770 og 898 2865. ein sta ka Ný sending komin með skemmtilegum nýjungum! Pantanir óskast sóttar ® EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá stjórn Læknafélags Ís- lands: „Stjórn Læknafélags Íslands vill vekja athygli heilbrigðisyfirvalda á því, að Íslendingar búa við betri augnheilsu en nágrannaþjóðir bæði skv. íslenskum og erlendum rann- sóknum. Algengi ógreindra augn- sjúkdóma er lægra á Íslandi en ann- ars staðar. Nýgengi sjúkdómanna er hins vegar svipað og með öðrum þjóðum. Góð staða okkar í þessum efnum verður ekki slitin frá augn- lækningum og því umhverfi sem augnlæknum er búið. Allar ráðstaf- anir, sem kunna að breyta þessari stöðu, þarfnast ítarlegrar umhugs- unar og fyrirhyggju. Ákvarðanir sem, leiða til færri læknisskoðana á augum Íslendinga, falla þar undir. Stjórn Læknafélags Íslands hvet- ur sjóntækjafræðinga til að fara að gildandi lögum. Stjórnin krefst þess að heilbrigðisyfirvöld sinni eftirlits- skyldu sinni gagnvart sjóntækja- fræðingum og geri til þeirra sömu kröfu og þau gera til annarra heil- brigðisstétta um að fara að lögum, sem um þær gilda. Stjórn Læknafélags Íslands vill gjarnan taka þátt í umræðu um nauðsyn lagabreytinga, en við und- irbúning þeirra verður að fara að leikreglum en ekki með yfirgangi og lögbrotum.“ Farið sé að leikreglum Bridsfélag SÁÁ Sunnudagskvöldið 9. febrúar sl. var spilaður tvímenningur og urðu þessi pör hlutskörpust: Guðlaugur Sveinss. – Magnús Sverriss. 70 Unnar A. Guðm. – Þórður Ingólfsson 69 Ingibjörg Ottesen – Garðar Jónsson 62 Baldur Bjartmarss. – Halldór Þorvaldss. 62 Næsta spilakvöld félagsins er sunnudaginn 23. febrúar, ekki verð- ur spilað nk. sunnudag vegna Bridshátíðar BSÍ á Hótel Loftleið- um. Spilastaður er Lionssalurinn í Sól- túni 20. Allir spilarar eru hjartan- lega velkomnir, umsjónarmaður er Matthías Þorvaldsson (sími 860- 1003) og veitir hann aðstoð við myndun para, sé þess óskað. Félag eldri borgara í Kópavogi Það var góð mæting bæði þriðju- daginn 4. febrúar og 7. febrúar eða 24 pör báða dagana. Lokastaðan í N/S á þriðjudag: Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 252 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnsson 249 Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 240 Og í A/V varð lokastaðan þessi: Aðalheiður Torfad. - Ragnar Ásmundss. 268 Guðm. Magnússon - Magnús Guðmss. 254 Eysteinn Einarss. - Kristján Ólafss. 247 Föstudaginn 7. febrúar urðu úr- slitin þessi í N/S: Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 283 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 275 Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 247 Hæsta skor í A/V: Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 253 Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 250 Ásta Erlingsd. - Sigurður Pálss. 247 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 247 Meðalskor báða dagana var 216. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Spilað var hjá eldri borgurum í Hafnarfirði föstudaginn 7. febrúar á fimm borðum. Þessir urðu í fyrstu fjórum sætunum. Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 92 Jón Pálmason – Jón Sævaldsson 83 Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsd. 83 Guðmundur Árnason – Maddý Guðm. 72 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR Opnir fundir VG um landbúnað og ferðaþjónustu Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur opinn fund um landbúnað og ferðaþjónustu á Hótel Borgarnesi miðvikudags- kvöldið 12. febrúar kl. 21 og í Dala- búð í Búðardal fimmtudagskvöldið 13. febrúar kl. 21. Gestir fundarins og fyrirlesarar í Borgarnesi verða: Haraldur Benediktsson formaður Búnaðarsamtaka Vesturlands, Arn- heiður Hjörleifsdóttir landfræð- ingur, Bjarteyjarsandi, og Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður og formaður VG. Í Búðardal verða: Ásmundur Daðason búfræðingur á Lambeyrum og Arnheiður og Stein- grímur. Alþingismennirnir Jón Bjarnason og Árni Steinar Jóhanns- son ávarpa fundina. Umræður og fyrirspurnir. Fundirnir eru öllum opnir. STJÓRNMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.