Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 11 HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur gengið frá uppstillingu á fram- boðslista í Reykjavíkurkjördæmun- um fyrir alþingiskosningarnar 10. maí nk. Eftirtaldir skipa listana: Reykjavík norður 1. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra 2. Árni Magnússon framkvæmdastjóri 3. Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður 4. Sæunn Stefánsdóttir háskólanemi 5. Fanný Gunnarsdóttir kennari 6. Jóhann M. Hauksson stjórnmálafræðingur 7. Rakel Rán Guðjónsdóttir verslunarmaður 8. Guðmundur Gylfi Guðmunds- son hagfræðingur 9. Helena Ólafsdóttir, íþróttakennari og þjálfari 10. Gestur Guðjónsson umhverfisverkfræðingur 11. Guðbjörg Guðjónsdóttir leikskólastjóri 12. Hilmar Hansson dúkalagningameistari 13. Marsibil Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri 14. Friðjón Guðröðarson, fv. sýslumaður 15. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður 16. Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri 17. Sjöfn Sóley Þórmundsdóttir skrifstofumaður 18. Guðmundur Geir Sigurðsson sölumaður 19. Harpa Dögg Hannesdóttir háskólanemi 20. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður 21. Sigrún Magnúsdóttir, fv. borgarfulltrúi 22. Finnur Ingólfsson, fv. ráðherra Reykjavík suður 1. Jónína Bjartmarz alþingismaður 2. Björn Ingi Hrafnsson skrifstofustjóri 3. Svala Rún Sigurðardóttir gæðastjóri 4. Birna Margrét Olgeirsdóttir hagfræðingur 5. Halldór Lárusson framkvæmdastjóri 6. Guðmundur Freyr Sveinsson stjórnmálafræðingur 7. Haukur Logi Karlsson járnabindingamaður 8. Ragnar Þorgeirsson viðskiptastjóri 9. Sigrún Sturludóttir, f.v. kirkjuvörður 10. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur 11. Brynhildur Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri 12. Guðmundur Halldór Björns- son iðnrekstrarfræðingur 13. Margrét Rún Einarsdóttir framhaldsskólakennari 14. Auðbjörg Ólafsdóttir stjórnmálafræðinemi 15. Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur 16. Sverrir Björnsson viðskiptafræðingur 17. Eyþór Björgvinsson læknir 18. Jón Albert Sigurbjörnsson, formaður Landssambands hestamanna 19. Svava H. Friðgeirsdóttir upplýsingafræðingur 20. Áslaug Brynjólfsdóttir, fv. fræðslufulltrúi 21. Valdimar K. Jónsson prófessor 22. Haraldur Ólafsson, fv. alþingismaður. Ráðinn kosningastjóri Gestur Kr. Gestsson hefur verið ráðinn kosningastjóri Framsóknar- flokksins í Reykjavík. Í fréttatil- kynningu frá flokknum kemur fram að Gestur er 44 ára gamall, giftur, fjögurra barna faðir. Hann er inn- flutningsfulltrúi hjá Samskipum og er formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann sat í kosningastjórn Reykjavíkurlist- ans fyrir hönd Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra. Í tilkynningunni segir enn- fremur að sjö manna kosningastjórn Framsóknarflokksins hafi tekið til starfa í Reykjavík, en kosningabar- átta flokksins verður rekin sameig- inlega í kjördæmum borgarinnar. Kosningaskrifstofa flokksins verður í Bankastræti 5 en gert er ráð fyrir að kosningaskrifstofur verði opnað- ar víðar í borginni þegar nær dregur kosningum. Framsókn birtir lista í Reykjavík SIGLAUGUR Bryn- leifsson, rithöfundur og gagnrýnandi, er látinn, áttræður að aldri. Siglaugur fæddist á Akureyri 24. júní 1922. Foreldrar hans voru Brynleifur Tobíasson, yfirkennari við Menntaskólann á Ak- ureyri, og Sigurlaug Hallgrímsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1942, stundaði nám við norrænudeild Háskóla Íslands 1942– 44, cand. phil. 1943 og bókfræðinám við Zentralbibliotek í Zürich 1947– 49. Siglaugur var stundakennari við MA 1952–61 og amtsbókavörður á Akureyri 1949–61. Hann stundaði kennslustörf við gagnfræðaskóla og grunnskóla frá 1963 til 1987, meðal annars í Hveragerði, á Hvolsvelli, Hrísey og Vopnafirði. Siglaugur var mikil- virkur gagnrýnandi og skrifaði ritdóma um er- lendar og innlendar bókmenntir í Morgun- blaðið um árabil. Eftir hann liggja bækurnar Deild 7 (þýðing skáld- sögu Valery Tarsis) 1965, Svarti dauði 1970, Galdrar og brennu- dómar 1976 og Klem- ens á Sámsstöðum 1978. Siglaugur ritaði fjölda greina og rit- gerða um menningar- og samfélagsmál í blöð og tímarit, m.a. Tímarit Máls og menningar, Morgunblaðið og Lesbók Morgun- blaðsins, Tímann og Þjóðviljann. Siglaugur kvæntist Guðfinnu Sig- ríði Jónsdóttur 18. júlí 1948. Þau skildu. Kvæntist Ingibjörgu Þ. Stephensen 20. mars 1966. Ingibjörg lést 2001. Andlát SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON ÍSLAND hefur hlotið inngöngu í Heimssamband áhugamanna í hnefaleikum, AIBA. Að sögn Sigurjóns Gunnsteinssonar, for- manns Hnefaleikafélags Reykja- víkur og stjórnarmanns í hnefa- leikanefnd ÍSÍ, hefur innganga Íslands í AIBA í för með sér að hægt verður að halda mót og keppnir hér á landi sem skráð eru innan Heimssambandsins. Keppt við Dani í mars Íslenskir hnefaleikamenn taka á móti Dönum í Laugardalshöll hinn 8. mars nk. sem er fyrsta keppni í áhugamannahnefaleik- um frá því hnefaleikar voru bannaðir með lögum árið 1956. Danirnir sem hingað koma eru frá hnefaleikaklúbbum í Álaborg og eru valdir með tilliti til reynslu íslensku keppendanna. Um 7–8 keppendur eru vænt- anlegir frá Danmörku. Einn kvennabardagi verður og er það í fyrsta sinn sem kvenmenn keppa í hnefaleikum hér á landi, að sögn Sigurjóns. Hátt í 300 manns æfa reglu- bundið hnefaleika hér á landi. Tvö hnefaleikafélög eru starf- andi innan ÍSÍ, Hnefaleikafélag Reykjavíkur og Reykjanesbæj- ar. Þá hefur Hnefaleikafélag Garðabæjar sótt um inngöngu og á Akranesi, Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum er í bígerð að stofna hnefaleikafélög, að sögn Sigurjóns. Ráðgert er að halda fyrsta Ís- landsmótið í áhugamannahnefa- leikum í haust. Ganga í Heims- samband hnefa- leikamanna STARFSFÓLK Hagstofu Íslands hélt formlega upp á flutning stofn- unarinnar í nýtt húsnæði í Borg- artúni 21a sl. föstudag. Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri segir alla meginstarfsemina nú komna undir eitt þak. Áður hafi hún farið fram á nokkrum stöðum í kringum af- greiðsluna við Skuggasund og Lind- argötu. Þröngt hafi verið um starfs- fólk og nýjar kröfur kölluðu á betri aðstöðu. Með flutningnum megi einnig segja að samruna Þjóðhags- stofnunar og Hagstofunnar sé lokið. Hallgrímur segir að húsnæðið henti vel og hafi verið innréttað með hliðsjón af starfseminni. Fólk hittist meira á milli deilda og for- sendur fyrir góðri samvinnu séu fyrir hendi. Sem dæmi nefnir Hallgrímur að sérstök spyrladeild sé starfrækt í Borgartúni. Áður hafi þessi þjón- usta verið aðkeypt t.d. þegar vinnu- markaðskannanir voru gerðar tvisvar á ári. Samhliða þessu sé far- ið að mæla hreyfingar á vinnumark- aði jafnt og þétt allt árið og nið- urstöður birtar ársfjórðungslega. Auk þess bjóði þetta upp á aðra skráningu upplýsinga sem aflað er í gegnum síma. Skipurit Hagstofunnar hefur líka tekið breytingum eftir að sérstakt þjóðhagsreikningasvið var stofnað. Hallgrímur segir stefnt að því í framtíðinni að þjóðskrá og fyr- irtækjaskrá flytji annað innan stjórnsýslunnar og aðaláhersla verði lögð á svokallaða hagsýslu- skráningu. Hann segir að stofnunin hafi tileinkað sér ný og agaðri vinnubrögð með birtingaráætlun upplýsinga, sem sé í takt við þróun á markaðnum. Notendur vita hvenær von er á nýjum upplýsingum og allir sitja við sama borð. Ný og endurbætt heimasíða opnuð Hagstofuráðherra, Davíð Odds- son, fagnaði þessum tímamótum með starfsfólki. Að því tilefni var líka opnuð ný og endurbætt heima- síða. Hallgrímur segir mikinn fjölda fólks nýta sér upplýsingar frá Hag- stofunni og vefurinn opni greiða leið til að miðla því efni. Hag- stofuvefurinn sé nú einfaldari í notkun fyrir alla. Þar er hægt að velja úr þær upplýsingar sem óskað er eftir að fá birtar og sækja eyðu- blöð sem þarf að nota við ýmiss kon- ar skráningu. Uppbygging vefjarins er hnitmiðuð og einföld sem gerir alla leit árangursríka. Hallgrímur segir að þetta nýti skólafólk sér, jafnt starfsmenn sem nemendur, samtök á vinnumarkaði, ýmis hags- munasamtök og fjármálastofnanir. Morgunblaðið/Þorkell Hagstofan í nýtt húsnæði Morgunblaðið/Þorkell Hallgrímur Snorrason sýnir Davíð Oddssyni, ráðherra Hagstofunnar, nýju húsakynnin í Borgartúni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.