Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                  !    " # $  %      &      '   (  ' )      ! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EKKI fer á milli mála að alþingis- kosningar eru í uppsiglingu að vori komanda, miðað við prófkjör og ann- að tilstand við uppstillingu á lista stjórnmálaflokkanna. Þótt enn séu 16 vikur til kosninga gengur mikið á. Borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún, skiptir um hest í miðri á. „Það sem helst hann varast vann varð að koma yfir hann.“ Þetta voru hennar eigin orð við síðustu borgarstjórnarkosn- ingu og átti hún þar við Sjálfstæð- isflokkinn. Lengi er hægt að vera vitur eftir á. Ef rétt hefði verið að staðið þá hefði Össur Skarphéðins- son átt að víkja og láta hana um að leiða listann. En svona er pólitíkin. Allir vilja ota sínum tota. Það sem skiptir þó mestu máli er, að stjórn- málamenn veljist þannig að þeir standi við orð sín og gjörðir en séu ekki hvorki hráir né soðnir. Það er enginn vandi að standa fyrir utan garð og hrópa úlfur, úlfur eða segja, nú get ég og þið hafið bent mér á réttu leiðina. Við eigum því miður ekki góðar minningar frá vinstri stjórnum á Íslandi. Framsóknarflokkurinn er búinn að vera í stjórnarsamstarfi í 8 ár og það er segin saga, að alltaf þegar hann er í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum tapar hann fylgi. Því leng- ur sem slíkt samstarf varir þeim mun meira fylgi tapar hann. Hvernig sem á því stendur er flokkurinn nú í talsverðri hægri sveiflu undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar og er hann nú að gjalda þess ásamt EB-rugls- ins. Því segi ég, Halldór, líttu þér nær. Sú ríkisstjórn sem nú er að kveðja á vori komanda hefur gert marga góða hluti að mínum dómi í andstöðu við máttvana stjórnarandstöðu. Þar á ég sérstaklega við flokkinn Vinstri græna, sem ættu reyndar að heita Vinstri rauðir. Þar er á ferðinni flokkur sem er á móti öllu og öllum. Þetta er í reynd gamli Kommúnista- flokkur Íslands með sömu megin- stefnu síðastliðin 70 ár – á móti fram- förum eins og virkjunum. Er það nema von að fólk hræðist slíkan flokk sem stöðugt gengur undir nýj- um nöfnum til að villa á sér sýn. Ég man þá tíð þegar herinn kom fyrst til Keflavíkurflugvallar og bauðst til að byggja höfn í Njarðvíkum, leggja veg frá Keflavík til Reykjavíkur og upp í Hvalfjörð. Þetta mátti alls ekki þiggja að dómi flokksmanna þessa flokks. Þótt búið sé að finna enn eitt nafnið á flokkinn breytast innviðirn- ir ekkert. Frá þessu fólki kemur ekkert annað en glamur. Því vara ég við stefnu þess flokks og tel hana jafnvel hættulega þjóð og landi. Ég undirritaður leyni því ekki að sem vinstri framsóknarmaður óska ég þess að flokkur minn fái góða kosningu í komandi alþingiskosning- um og að stjórnendur hans sjái sig um hönd og færi stefnuna heldur til vinstri við það sem verið hefur. Góð- ur styrkur Framsóknarflokksins er til heilla þjóðinni. AUÐUNN H. JÓNSSON, Seilugranda 8. Að vera á móti öllu og öllum Frá Auðuni H. Jónssyni LANDSBANKINN hefur sent frá sér allmyndarlegan bækling, hvar hann hvetur landsmenn til að spara. Einnig hefur bankinn í gangi auglýsingaherferð í fjölmiðl- um um sama efni. Sparnaður er góður og gildur, en væri það ekki umpólun á Ís- lendingseðlinu að fara eftir öllum þeim ráðum sem bankinn gefur og Hallgrímur Helgason rithöfundur nefnir snilldarlega í bæklingnum „skandinavískan eðalsmáborgara- skap“? Landsbankinn hvetur við- skiptavini sína til að snapa sér frí- ar eldspýtur á börum, hringja stutt, svo vinirnir sjái á númera- birti að viðkomandi hafi hringt, eða taka með sér poppkorn í bíó. Þrátt fyrir mörg hundruð ráð um sparnað stenst Landsbankinn ekki mátið og býður viðskiptavin- um sínum greiðsludreifingu á sum- arfríinu í staðinn fyrir að hvetja þá til að sitja heima og spara. Í bæklingnum og í auglýsingum sínum vegur Landsbankinn að starfsheiðri tveggja stétta, hár- greiðslufólks og snyrtifræðinga, og bendir á að með því að sniðganga þjónustu þeirra geti fólk sparað meira. Landsbankinn hafði ekki þor til þess að benda fólki á að segja upp áskrift sinni að dag- blöðum, vegna þess að það væri til dagblað sem borið er út frítt, eða þá að benda á að með skyldu- áskrift sjónvarpsins gætu menn sparað sér áskrift að frjálsu stöðv- unum. Ég sakna þess að Lands- bankinn minnist ekki einu orði á hvernig hægt er að spara sér stór- ar fjárhæðir þegar ferðast er til útlanda. Ætli þau atriði séu of tengd honum? Ég er hér með tillögu fyrir Landsbankann um hvernig hann getur náð fram auknum sparnaði fyrir viðskiptavini sína. Ef hann leitar tilboða í hlandkolluklipping- ar, eins og þá sem við sjáum í sjónvarpinu, fyrir starfsmenn sína og viðskiptavini gæti hann frið- mælst við hárgreiðslufólk, sem finnst að sér vegið með þessum auglýsingum, og náð fram auknum sparnaði fyrir viðskiptavini sína. Þá mælist ég til þess að stjórn- endur bankans ríði á vaðið fyrstir og fái sér klippingu. Ég efast ekki um að viðskiptavinir öldurhúsanna mundu gauka að þannig klipptu fólki hálfkláruðum ölglösum eða jafnvel afgöngum frá málsverði sínum. Kvikmyndahúsin gætu sett á sparipalla hálfkláraða popp- kornspoka, sem þannig klipptir gætu gengið að. Þannig gætu þeir sparað meira og þyrftu ekki að taka með sér að heiman. ERLINGUR B. THORODDSEN, Aðalbraut 2, Raufarhöfn. Sparibók Landsbankans Frá Erlingi B. Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.