Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM hefur því verið haldið fram í ræðu og riti að pylsa og kók sé þjóðarréttur Íslendinga. Ekki skal lagt á það mat hér en ljóst er að Bæjarins bestu við Tryggva- götu í Reykjavík er með vinsælli veitingastöðum lands- ins og hefur verið svo um langa hríð. Ekki skemmir fyr- ir að verðið hefur haldist óbreytt um langa hríð, hvað sem allri verðbólgu líður og ein með öllu kostar áfram 180 krónur. Morgunblaðið/Jim Smart „Þjóðarrétturinn“ snæddur FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ mun leita skýringa á því hvers vegna vext- ir hafi ekki verið reiknaðir innan mán- aðar af verðtryggðum innlánsreikn- ingum Íslandsbanka og spari- sjóðanna í því skyni að kanna hvort fylgt hafi verið lögum við þennan út- reikning. Hins vegar hafa verið reikn- aðir sérstakar verðbætur á innlagnir innan mánaðar og hafa þær verið óbreyttar 1% á ári hjá Íslandsbanka síðastliðin fimm ár og 2% hjá spari- sjóðunum síðastliðin rúm fjögur ár. Árleg verðlagshækkun hefur verið mjög mismunandi á ofangreindu tímabili eða allt frá því að vera rúmt 1% árið 1998 í að vera tæp 10% árið 2001. „Fjármálaeftirlitið mun leita skýr- inga og sjónarmiða um þetta og í framhaldi af því taka afstöðu til þess hvort fylgt hafi verið lögum við þenn- an útreikning,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins, aðspurður í samtali við Morgun- blaðið. Fjármálaeftirlitið fylgist með að farið sé að lögum Hann benti á að það væri ekki á verkssviði Fjármálaeftirlitsins að fylgjast með verðlagningu á þessu sviði. Það sé til dæmis á sviði sam- keppnisyfirvalda, en það sé á verk- sviði Fjármálaeftirlitsins að ganga úr skugga um að farið sé að lögum. „Við fylgjumst með því að fyrirtæki á þessu sviði starfi í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sem um starfsemi þeirra gilda og lög um vexti og verðtryggingu falla þar undir,“ sagði Páll Gunnar ennfremur. Eins og fram hefur komið hafa inn- lagnir á verðtryggða innlánsreikn- inga Íslandsbanka og sparisjóðanna verið vaxtalausar innan mánaðar og vaxtaútreikningur miðast við næstu mánaðamót, ef undan eru skildar sér- stakar verðbætur sem koma á inn- lagnir innan mánaðar. Hjá Lands- banka og Búnaðarbanka gildir hins vegar að innlagnir á verðtryggða reikninga bera vexti frá og með deg- inum eftir innlögn, auk sérstakra verðbóta innan mánaðar, og hefur það fyrirkomulag verið við lýði um árabil samkvæmt upplýsingum þessara bankastofnana. Í lögum um vexti og verðtryggingu sem samþykkt voru á vordögum árið 2001 og tóku gildi 1. júlí það ár, segir í 3. gr. að almenna vexti skuli því að- eins greiða af peningakröfu að það leiði af samning, venju eða lögum. Jafnframt að vexti skuli greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga. Í sjötta kafla laganna er fjallað um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og í 15. gr. segir að Seðla- bankinn geti að fengnu samþykki við- skiptaráðherra ákveðið lágmarkstíma verðtryggðra innistæðna og lána. Bankinn geti jafnframt að fengnu samþykki ráðherra ákveðið að vextir verðtryggðra innistæðna og lána skuli vera óbreytanlegir á lánstíman- um, auk þess sem bankanum er falið að setja nánari reglur um verðtrygg- ingu sparifjár og lánsfjár. Í reglunum sem settar eru 21. júní 2001 og taka gildi um mitt það ár seg- ir meðal annars: „Verðbætur eru reiknaðar á tvennan hátt, þ.e. lægsta innistæða í almanaksmánuði tekur breytingum skv. vísitölu neysluverðs, en inn- og útborganir eru verðbættar innan mánaðarins með sérstökum verðbótum í formi vaxta, sem innláns- stofnanir auglýsa.“ Búnaðarbanki fylgdi verðlagi Samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans eru hinar sérstöku verðbæt- ur innan mánaðar nú 1% á ári hjá Ís- landsbanka, 2% hjá sparisjóðunum og Landsbanka og 2,40% hjá Búnaðar- banka Íslands. Þegar þróun á þessum sérstöku verðbótum er skoðuð aftur í tímann kemur í ljós að einungis einn banki, Búnaðarbanki Íslands, virðist hafa gert tilraun til að fylgja eftir verðlagsþróun síðustu fimm árin við ákvörðun sérstakra verðbótra innan mánaðar, en upplýsinga var ekki aflað lengra aftur í tímann. Sérstakar verð- bætur Búnaðarbankans eru þannig 2,40% í upphafi árs 1998 og hækka í áföngum í 6% í júní 2001. Þær eru 6% fram í mars árið 2002 en hafa síðan lækkað og hafa undanfarna mánuði verið 2,40%. Hjá hinum bönkunum og sparisjóð- unum hafa sérstakar verðbætur inn- an mánaðar verið óbreyttar eða nán- ast óbreyttar frá því í ársbyrjun 1998. Þannig hafa sérstakar verðbætur Ís- landsbanka innan mánaðar verið 1% á ári allt ofangreint tímabil, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Íslands og óbreyttar 2% hjá Landsbankanum. Hjá sparisjóðunum voru þær 2,50% fram í október árið 1998, en lækkuðu þá í 2% og hafa verið óbreyttar síðan. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs sem er einn helsti mæli- kvarði á verðbólgu og sem verðtrygg- ing fjárskuldbindinga miðast við, sveiflast mjög mikið, enda hefur verð- bólga sveiflast frá því að vera rúmt 1% prósent á ári í það að vera tæp 10%. Þannig var verðbólga á árinu 1998 1,3% og hækkaði í 5,8% árið eftir árið 1999. Verðbólgan lækkaði síðan aftur árið 2000 í 3,5% og tók síðan stökk upp á við árið 2001 og var 9,4% á því ári. Í fyrra dró síðan hratt úr verðbólgu eins og kunngt er og var árshækkun verðlags á því ári 1,4% eða svipuð og hún var í upphafi tíma- bilsins á árinu 1998. Aðeins einn banki fylgdi eftir verð- lagshækkunum "            1 (  6  !  7 8#  !    /  >0 / 45 E > /  >0 $6 , E > &)! * +  ,!- .!- A  3   + 63 Ákvörðun sérstakra verðbóta innan mánaðar á verðtryggðum reikningum Síðustu fimm árin virð- ist aðeins ein banka- stofnun hafa tekið eitt- hvert mið af hækkunum verðlags við ákvörðun á sérstökum verðbótum innan mánaðar, segir Hjálmar Jónsson í samantekt sinni. hjalmar@mbl.is NÆRRI þriðjungur grunaðra manna, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn á vegum embættis rík- islögreglustjóra, sagðist hafa ver- ið beittur ofbeldi vegna fíkniefna og 11,1% vitna. Þá sögðust 25% grunaðra og 7,1% vitna hafa beitt aðra ofbeldi vegna fíkniefna. Rannsóknin var unnin sam- kvæmt ákvörðun ríkislögreglu- stjóra um að athuga ýmislegt sem snýr að þjónustu lögregl- unnar, ofbeldi tengt fíkniefnum o.fl. Nýsköpunarsjóður náms- manna veitti styrk til rannsókn- arinnar og til verksins var ráðinn Emil Einarsson, sem hefur BA- próf í sálfræði. Emil lagði spurn- ingalista fyrir þátttakendur sem féllust á að svara ítarlegum spurningum í júní til október 2002, þegar þeir mættu hjá lög- reglu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Þátt- takendur voru 93, þar af 47 með réttarstöðu grunaðs manns, 31 vitni og 15 kærendur, 40 í Reykjavík, 29 á Akureyri, 13 í Kópavogi og 11 í Hafnarfirði. Ofbeldi beitt í hefndarskyni og vegna skulda Í könnuninni sögðust alls 28,9% grunaðra verið beitt of- beldi vegna fíkniefna og 11,1% vitna, en enginn kæranda. Þá sögðust 25% grunaðra og 7,1% vitna hafa beitt aðra ofbeldi vegna fíkniefna. Helstu ástæður sem gefnar voru fyrir því að verða fyrir ofbeldi voru peninga- skuld, hefnd og tilviljun. Helstu ástæður fyrir því að beita ofbeldi voru að sama skapi þær að menn voru að rukka inn skuld, verja sig og hefna sín. Í greinargerð ríkislögreglu- stjóra segir að af þessu megi sjá að helstu ástæður þess að verða fyrir og beita ofbeldi vegna fíkni- efna séu þau viðskipti sem fari fram við sölu á fíkniefnum. Flest- ir annaðhvort skulda peninga fyrir fíkniefni eða þeir eru að rukka inn peninga sem aðrir skulda. Um það bil 45% allra þátttakenda (grunaðra, kærenda og vitna) þekkti einhvern sem hafði orðið fyrir ofbeldi í tengslum við fíkniefni. Segir rík- islögreglustjóri að þetta bendi til þess að ofbeldi tengt fíkniefnum sé mjög algengt og að það teng- ist á einhvern hátt mjög mörg- um. Ríkislögreglustjóri hefur af þessu tilefni stofnað vinnuhóp undir forystu Gísla Pálssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóranu. Aðrir í hópnum eru Ásgeir Karlsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík og Rannveig Þór- isdóttir, félagsfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra. Þeim er ætlað að gera nánari at- hugun á umfangi vandans og skila áætlun um hvernig við skuli brugðið. Nærri þriðji hver maður beittur ofbeldi Könnun meðal grunaðra manna vegna fíkniefnamála VEGAGERÐIN hefur ákveð- ið að leggja til að ný þjónustu- merki verði tekin upp í um- ferðarmerkjareglugerð við næstu endurskoðun. Eru þetta alls sjö merki og meðfylgjandi eru myndir af tveimur þeirra, annars vegar merki sem ætlað er að vísa á þann stað þar sem hægt er að skoða selalátur og hins vegar merki er nefnist „ferða- mannafjós“, og skilgreint er svo í fréttabréfi Vegagerðar- innar: „Merki þetta vísar á býli þar sem gestum gefst kostur á að skoða kýr í fjósi.“ Önnur merki eiga að vísa á skotsvæði, hesthúsahverfi, skeiðvöll, vita og fuglaskoð- un. Samkvæmt upplýsingum úr dómsmálaráðuneytinu hefur erindi frá Vegagerðinni ekki borist ennþá, en í frétta- bréfi stofnunarinnar segir að nokkur merkjanna hafi nú þegar verið sett upp á „við- eigandi stað“ til prófunar. Tillögur um ný þjónustumerki Selalátur Ferðamannafjós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.