Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 51
Bond-stúlkur, pönkarar og sjöundi áratugurinn Luella Bartley Diane von Furstenberg TÍSKUVIKAN í New York hófst á föstudagskvöldið en þar sýna hönnuðir tískuna fyrir næsta haust og vetur. Næstu vikurnar standa yfir sýningar í helstu tískuborgunum, þ.e. London, Míl- anó og París auk New York. Hönnuðurinn Diane von Furst- enberg er þekkt fyrir kven- legar línur og klæðilega kjóla. Hún sveik engan með sýningu sinni á sunnudag. Þar var útgangspunkturinn Bond- stúlkan í öllum sínum myndum. Í sýningunni sýndi von Furstenberg að sjálfsögðu bundnu kjólana, sem hún er þekktust fyrir. Einnig mátti sjá chiffon-efni, dragtir og tælandi kvöldkjóla, sem henta vel í kokkteil með 007 sjálfum. Litasamsetningin var óvenjuleg, fjólublátt, bleikt og vínrautt sam- an, með vísun í áttunda áratuginn. Kenneth Cole heim- sótti annan áratug, hinn sjöunda. Hann hélt sig á fyrri hluta þess áratugar og voru línurnar einfaldar. Hann sýndi stuttkjóla og flatbotna stígvel. Einnig einkenndu línur og einfaldir litir sýninguna en hann notaði svart, hvítt, grátt og silfur í bland við sterkari liti eins og grænt og gult. Breski hönnuðurinn Luella Bartley hefur flutt sig um set frá London og sýnir nú í New York líkt og síðast. Áhrif frá pönktíma- bilinu voru greinileg þó að glæsi- legir kjólar hafi stundum leynst undir úlpunum. Fötin fyrir sum- arið voru þröng hjá Bartley en nú sýndi hún stóra jakka og víðari buxur. Bartley hefur yfirleitt verið vel með á nót- unum um hverju svalt fólk í stórborgum vill klæðast og líklegt að hún hitti enn einu sinni í mark með þessari sýningu. Fyrir aðdáendur má geta þess að hún er enn- fremur farin að selja handtöskur undir eigin merki. Reuters Kenneth Cole Tískuvikan í New York hafin Kenneth Cole Luella Bartley Luella Bartley Diane von Furstenberg Kenneth Cole Diane von Furstenberg MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 51 Nýr og betri Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i 12 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. GRÚPPÍURNAR Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14.  kvikmyndir.com Á bakvið rómantíkina, glæsileikann og ástríðurnar var átakanleg og ögrandi saga einstakrar konu. Ein allra besta myndin sem þú sérð í ár! Salma Hayek er stórkostleg sem listakonan Frida. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5,30 og 9. B.i. 12.Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 14. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskyl- duna. SV. MBL Kvikmyndir.com Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar RENÉE ZELLWEGER CATHERINE ZETA - JONES RICHARD GERE Magnað meistaraverk í anda Moulin Rouge. Hlaut þrenn Golden Globe verðlaun á dögunum sem besta myndin ásamt bestu aðalleikurum. Missið ekki af þessari. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.