Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 37
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 37 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI ÞÁ ERU hestamótin komin í gang og hafa borist hér úrslit af tveimur þeirra. Andvari hélt sína fyrstu vetr- arleika á Andvaravöllum. Þátttaka var þokkalega góð og tókst mótið prýðilega þótt gengi á með éljum. Á Gauksmýri var haldið fyrsta mót- ið í meistarakeppni Húnvetninga og var keppnisgreinin tölt að þessu sinni. Næsta mót verður haldið 21. febrúar á Blönduósi og verður þá keppt í fjór- gangi. Vetrarleikar Andvara Pollar 1. Guðný M. Siguroddsdótt- ir, Mökkur frá Ljósafossi, 12 v. 2. Bryndís Sigríksdóttir, Glanni frá Grænuhlíð, 6 v. 3. Steinunn E. Jóns- dóttir, Röðull frá Miðhjáleigu,10 v. 4. Kristinn Jóhannsson, Freyja frá Efstadal, 28 v. Börn 1. Ólöf Þ. Jóhannesdóttir, Fjölnir frá Reykjavík, 9 v. 2. Áslaug A. Sigurbjörnsdóttir, Búi frá Kiða- felli, 9 v. 3. Ásta S. Harðardóttir, Dreyri frá Skefilsstöðum, 10 v. Unglingar 1. Jóhanna Þorsteins- dóttir, Herkúles frá Tunguhálsi, 7 v. 2. Daníel Gunnarsson, Díana frá Heiði, 7 v. 3. Marta Auðunsdóttir, Glampi frá Litla-Hamri, 14 v. 4. Erla Magnúsdóttir, Stóri-Rauður frá Sól- brekku, 10 v. 5. Alma G. Matthías- dóttir, Njörður frá Sigluvík, 11 v. Ungmenni 1. Margrét S. Kristjáns- dóttir, Leiknir frá Garðabæ, 12 v. 2. Hera Hannesdóttir, Galdur frá Akur- eyri, 8 v. 3. Halla María Þórðardóttir Greifi frá Oddgeirshólum, 9 v. 4. Bylgja Gauksdóttir, Róas frá Hvít- eyrum, 7 v. Heldrimenn 1. Ársæll Hafsteins- son, Elding frá Brekkum, 5 v. 2. Ás- geir H., Þorri frá Forsæti, 8 v. 3. Sig- urður Guðmundsson, Kjerúlf frá Bakkakoti, 13 v. 4. Finnur Egilsson, Flosi frá Kvistum, 9 v. 5. Ingvar L. Sigfússon, Mósart frá Sperðli, 5 v. Konur 1. Katrín Stefánsdóttir, Adam frá Ketilstöðum, 11 v. 2. Erla G. Gylfadóttir, Smyrill frá Stokkhólma, 8 v. 3. Þórdís Gylfadóttir, Árvakur frá Bóluhjáleigu, 9 v. 4. Dagný Bjarnadótt- ir, Ljómi frá Brún, 7 v. 5. Ásdís Sigurð- ardóttir, Brák frá Miðfossum, 7 v. Karlar 1. Jón Ó. Guðmundsson, Brúnka frá Varmadal, 9 v. 2. Sigur- oddur Pétursson, Fjörgyn frá Kjarn- holtum, 5 v. 3. Guðjón Árnason, Lakkrís frá Grímsstöðum, 9 v. 4. Sig- ríkur Jónsson, Kólga frá Grænuhlíð, 8 v. 5. Einar Þorsteinsson, Freyja frá Ketilsstöðum, 6 v. Meistarakeppni Húnvetninga Opinn flokkur 1. Jóhann Magnússon, Þruma frá Bessastöðum, 6,2/6,6 2. Magnús Lárusson, Hylur frá Bringu, 5,7/6,4 3. Tryggvi Björnsson, Ariel frá Höskuldsstöðum, 5,9/5,8 4. Jón K. Sigmarsson, Kjarkur frá Steinnesi, 5,7/5,7 5. Þórir Ísólfsson, Kjarni frá Lækja- móti, 5,7/5,7 6. Jakob Einarsson, Gauti frá Gauta- vík, 5,4/5,9/5,4 Áhugamenn 1. Halldór Sigurkarlsson, Uggi frá Kvíabekk, 5,6/6,2 2. Helga U. Björnsdóttir, Orða frá Reykjum, 5,0/6,15 3. Sigrún Þórðardóttir, Dagrún frá Höfðabakka, 4,9/5,7 4. Steinbjörn Tryggvason, Spói frá Þorkelshóli, 4,3/5,8/5,1 5. Gundula Vollmer, Fleygur frá Kjarri, 4,4/4,6 Vetrarleik- ar og meist- arakeppni F YRSTAN skal frægan telja í þessari upptaln- ingu heimsmeistara í tölti Hafliða Hall- dórsson sem sigraði eftirminnilega á Valíant frá Hegg- stöðum í Austurríki. Nú í fyrsta skipti mega heimsmeistarar mæta til leiks með þann hest sem þeir óska sér en áður var þetta bundið við þann hest sem þeir höfðu unnið tit- ilinn á. Að venju var ekki komið að tóm- um kofanum hjá Hafliða. Hann sagði það deginum ljósara að seta í brekk- unni með fána og bjórglas í hendi yrði ekki hans hlutskipti á HM að þessu sinni, hann væri tilbúinn með hross og hann yrði í toppslagnum. Hrossið sem hann hyggst mæta með er Ásdís frá Lækjarbotnum, sjö vetra jörp fyrstuverðlaunahryssa. Hún er undan Demanti frá Miðkoti og Vor-Dísi frá Halldórsstöðum. Verð með í toppslagnum „Þessi hryssa er ekki alveg óþekkt, hefur verið notuð eitthvað í keppni. Ég mun stefna á tölt og fjór- gang og tel ég mig vita nokkuð hvað þarf til að vera í toppslagnum. Tel ég að þessi hryssa hafi alla burði til að bera til þess, hún verður gríð- arlega sterk þegar við verðum búin að stilla saman strengi okkar. Hún er fyrir nokkru komin á hús og þjálfunin komin í fullan gang. Ef ég hefði ekki fundið almennilegt hross myndi ég hvergi mæta, nema þá í brekkuna,“ sagði Hafliði og var eng- an bilbug á honum að finna fyrir væntanleg átök í Danmörku í ágúst. Hamar leysir Farsæl af hólmi Styrmir Árnason átti góða daga á HM í Austurríki og sigraði eft- irminnilega í fjórgangi á gæð- ingnum mikla Farsæli frá Arn- arhóli. Farsæll er ekki lengur inni í myndinni hjá Styrmi. „Hann er kom- inn á eftirlaun og gegnir nú reið- hestshlutverki hjá mínum besta vini Gunter Weber en sá hestur sem ég stefni með er Hamar frá Þúfu sem er albróðir Nagla frá Þúfu,“ svaraði Styrmir. En ekki ætlar hann að láta þar við sitja því auk þessa stefnir hann á að koma tveimur kynbóta- hrossum inn í íslenska liðið. Er þar um að ræða Djákna frá Hvammi sem efstur stóð fimm vetra stóðhesta á landsmótinu í fyrra. Þá hyggst hann einnig reyna með fimm vetra hryssu, alsystur Nagla og Hamars. Ef allt gengur upp hjá Styrmi má ætla að þátttaka hans í heimsmeist- aramótinu verði nokkuð annasöm. Ekki náðist í Vigni Jónasson sem nú er búsettur í Svíþjóð en hann á rétt á að mæta með nýjan hest eins og Hafliði og Styrmir. Sigurbjörn endurnýjar flotann Af öðrum kunnum knöpum sem hyggjast freista þess að vinna sér sæti í landsliðinu fer vel á að byrja á Sigurbirni Bárðarsyni. Hljóðið var gott á þeim bænum og sagði hann að nú yrði talsverð endurnýjun á hans keppnishestaflota. Þar væri efstur á blaði HM kandídat númer eitt Kári frá Búlandi í Eyjafirði, jarpur 9 vetra hestur undan Baldri frá Bakka. Taldi Sigurbjörn sig þar vera kominn með í hendurnar ein- hvern sterkasta fjórgangshest sem hann hefði komist í tæri við til þessa, óhemju sterkur eins og Sigurbjörn orðaði það. En það verður fleira uppi í ermi Sigurbjörns og nefndi hann til sögunnar Sörla frá Dalbæ, ógnarsterkur alhliða hestur undan Náttari frá Miðfelli. Reiknaði Sig- urbjörn með að leggja í úrtökuna með tvo hesta en síðan væri alltaf möguleiki að athuga með einhverja vekringa en það réðist að sjálfsögðu nokkuð hvaða árangri hann nær á skeiðbrautinni fram að úrtöku. „Annars lít ég björtum augum á keppnistímabilið sem nú fer í hönd og verður spennandi að sjá hvernig þessir nýju hestar munu standa sig,“ sagði Sigubjörn vígreifur að vanda. Smiður í sigtinu hjá Sigurði Sigurður Sigurðarson sagðist ekki hafa úr mjög miklu að moða. Búið er að selja nokkuð af þeim hrossum sem hann hefur verið að keppa á undanfarið og önnur tímir hann ekki að fara með að svo komnu máli og nefndi hann þar Hyllingu frá Kimbastöðum og Skuggabaldur frá Litladal. Einnig fannst honum að Fölvi frá Hafsteinsstöðum sem hef- ur gert það gott á skeiðbrautinni væri ekki alveg tilbúinn í hinn harða slag sem er á HM. En það sem væri kannski helst inni í myndinni á þess- ari stundu væri þá Smiður frá Mið- sitju. Hann tók það fram að Smiður hefði reyndar aldrei farið í alvöru- töltkeppni og hann væri ekki alveg viss um hvort hann yrði tilbúinn tím- anlega en ef það verður þá mun hann slá til. Þórður enn undir feldi Þórður Þorgeirsson var ekki bú- inn að leggja fyrir sig hvaða hross hann setti stefnuna á. Að venju verð- ur hann með sæg af góðum kynbóta- horssum en hann væri nokkuð ákveðinn í að freista einnig gæf- unnar á íþróttavængnum. Þar væru tveir til þrír hestar inni í myndinni en ekki tímabært að nefna nokkur nöfn að svo komnu máli. Þórður upplýsti hinsvegar að hann hefði komið á bak hryssunni sem Hafliði stefnir með á HM og sagði hann til- finninguna ekki ósvipaða og þegar hann kom á bak Laufa frá Kollaleiru í fyrsta skipti. Þarna færi óvenju- lega efnilegt tölthross og ætti hryss- an mjög auðvelt með allar tækniút- færslur sem töltkeppnin krefst eigi góður árangur að nást. Taldi Þórð- ur að Hafliði ætti góða möguleika á Ásdísi frá Lækjarbotnum. Halakotsbændur stefna á skeiðið Einar Öder Magnússon og Svan- hvít Kristjánsdóttir eru með fullt hús af góðum hrossum, mis- reynslumiklum, að sögn Einars. Hvaðheimsmeistaramótið varðaði sagði Einar að fyrst kæmi upp í hug- ann tvær alhliða hryssur þær Odd- rún frá Halakoti og Sif frá Há- varðarkoti sem Einar hefur verið mikið með í skeiði. Taldi Einar að þær tvær væru efstar á blaði. Sif hefur margoft farið undir 23 sek- úndurnar í 250 metrunum en á best- an tíma 22,3 sek. Þá sagði Einar hana einnig afar góða í gæð- ingaskeiði, líklega með betri hross- um á þeim vettvangi. Næst á blaði væru svo tveir stóðhestar, þeir Fald- ur frá Syðri-Gróf undan Oddi frá Selfossi og svo Þjarkur frá Kjarri undan Þokka frá Garði en hann hef- ur hlotið 9,5 fyrir tölt. Einar taldi að þau hjónin myndu líklega bæði reyna fyrir sér en ekki væri alveg á hreinu hvaða hrossum þau riðu, alveg eins inni í myndinni að þau hefðu hestaskipti frá því sem verið hefur. Að endingu sagði Einar að þetta væru helstu reynslubolt- arnir í húsinu en auðvitað væru þarna hross sem lofuðu mjög góðu en reynslan hafi sýnt að það sé ekki viturlegt að fara með óreynd hross í svona harða keppni þar sem mikið er lagt undir. HM ekki forgangsverkefni hjá Trausta Trausti Þór Guðmundsson hefur ekki náð að tryggja sér sæti í lands- liði Íslands síðan 1979 þar sem allt fór í vaskinn hjá íslenska liðinu vegna veikinda hesta og manna en fjórum árum áður hafði hann fyrir tilviljun átt leið framhjá keppnisstað þar sem úrtakan fór fram og sló til í miðjum útreiðartúr og náði sæti. Trausti sagði að þótt alltaf hafi verið áhugi fyrir að ná sæti hafi það af ýmsum ástæðum ekki gengið upp síðan. Það væri skemmtilegt að komast í liðið í sumar þótt vissulega væri það ekkert forgangsverkefni hjá sér. „Ég er hér með ágætan hest sem Tjaldur heitir og er frá Hólum. Hann er undan Kolfinni frá Kjarn- holtum og myndi ég telja þar um að ræða mjög vaxandi hest. Við urðum Íslandsmeistarar í fimmgangi í opn- um flokki í fyrra og kann vel að vera að ég slái til og mæti með hann ef við komum vel undan vetri,“ sagði Trausti. Löngu er liðin sú tíð að menn séu að finna sér hesta síðustu vikur og daga fyrir úrtöku. Eins og fram kemur hér þýðir ekkert að mæta með nema fullharðnaða og tekníska hesta sem hafa fengið þetta tveggja til þriggja ára aðlögun og undirbún- ing. Keppnin um sæti í liði Íslands hefur verið hörð undanfarin ár og knapar tilbúnir að leggja mikið á sig til að hljóta þá upphefð sem því fylgir. Rætt verður við fleiri knapa síðar. Hafliði Halldórsson, heimsmeistari í tölti, hyggst verja titilinn á HM í sumar Verð ekki í brekkunni með bjór- glas og fána í hendi á þessu móti Heimsmeistaramót er hápunktur ársins í hestamennskunni. Þrír Íslendingar eiga tryggt sæti í íslenska landsliðinu en Valdimar Kristinssyni lék forvitni á að vita hvaða hesta þessir ágætu menn hygðust mæta með til leiks og eins hvaða hross ýmsir aðrir snjallir knapar stefndu með í úrtökuna. Morgunblaðið/Vakri Þeir verða allir þrír í hörðum slag í sumar, Valíant í úrtökukeppni í Svíþjóð með nýjum knapa, Hafliði að verja titil á HM á nýju hrossi og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra í kosningaslag. Fróðlegt að sjá hvernig þeim reiðir af. Farsæll frá Arnarhóli er kominn á eftirlaun og því mætir Styrmir Árnason með nýjan hest á HM í sumar. vakri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.