Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 47
FÓLK
HJÖRVAR Hafliðason knatt-
spyrnumarkvörður leikur ekkert
með Val á komandi tímabili. Hjörv-
ar meiddist á hné fyrir skömmu og
fyrir helgina kom í ljós að krossband
er slitið. Þetta er í annað sinn á síð-
ustu þremur árum sem Hjörvar
verður fyrir slíkum meiðslum. Hann
missti alveg af tímabilinu 2001 en
lék 11 leiki í marki Vals í 1. deildinni
í fyrra.
DAINIS Rusko, handknattleiks-
maður frá Lettlandi, er farinn frá
Gróttu/KR eftir að hafa leikið með
félaginu í hálft annað ár. Rusko
meiddist illa fyrir skömmu, í annað
sinn eftir komuna hingað, og í fram-
haldi af því var gerður við hann
starfslokasamningur. Þá er Ingimar
Jónsson einnig hættur að leika með
Gróttu/KR.
FRANK von Behren, landsliðs-
maður Þjóðverja í handknattleik og
félagi Gústafs Bjarnasonar hjá
GWD Minden, hefur ákveðið að
ganga til liðs við Gummersbach á
næstu leiktíð. Behren hefur gert
þriggja ára samning við Gummers-
bach. Hann var ekki með þýska
landsliðinu á HM í Portúgal vegna
þess að hann sleit krossband í haust.
CÉSAR Argilés Blasco, landsliðs-
þjálfari Spánar í handknattleik, hef-
ur framlengt samning sinn við
spænska handknattleikssambandið
fram yfir Ólympíuleikana sem fram
fara í Aþenu sumarið 2004.
HALLDÓR Sigfússon skoraði tvö
mörk, bæði úr vítakasti, þegar lið
hans Frisenheim tapaði 25:24 fyrir
HC Erlangen í suðurhluta þýsku 2.
deildarinnar í handknattleik. Fris-
enheim er í 5. sæti deildarinnar með
24 stig að loknum 18 leikjum, en á
inni leiki á liðin fyrir ofan og getur
því mjakað sér ofar í deildinni með
sigri í þeim leikjum.
NORÐMAÐURINN Vegard
Heggem hefur fengið skýr skilaboð
frá knattspyrnustjóra Liverpool,
Gérard Houllier, þess efnis að hann
geti fundið sér nýtt lið sem vinnu-
veitanda þegar keppnistímabilinu
lýkur. Heggem var keyptur frá
norska liðinu Rosenborg til Liver-
pool en hefur átt við meiðsli að
stríða undanfarin misseri.
TVEGGJA ára bið Bandaríkja-
mannsins Davis Love III eftir sigri á
atvinnumannamóti kylfinga lauk í
gær er hann tryggði sér sigur á
lokaholu Pebble Beach National
Pro-Am mótsins. Love var með þrjú
högg í farteskinu fyrir lokahringinn
en landi hans, Tom Lehman, jafnaði
metin eftir fyrri níu holur dagsins.
Love og Lehman voru jafnir allt þar
til á lokaholunni þar sem Love fékk
fugl og lauk leik á 14 höggum undir
pari en Lehman varð annar og Tim
Herron og Mike Weir enduðu báðir í
þriðja sæti mótsins.
NORSKI skíðamaðurinn Kjetil
Andre Aamodt fékk um 26 millj. ísl.
kr. í sekt frá norskum skattayfir-
völdum á dögunum þar sem norska
ríkið hafði ekki samþykkt flutning á
lögheimili hans til Mónakó.
AAMODT tilkynnti um flutning til
Mónakó árið 1998 til þess að greiða
lægri skatta en þremur árum síðar
fékk hann sendan reikning frá
norskum yfirvöldum sem töldu að
hann væri með of mikla starfsemi í
Noregi auk þess sem hann ætti
eignir víða í landinu. Aamodt segir
við Verdens Gang að hann hafi nú
þegar gert upp skuld sína við skatt-
inn.
ALBERTO Garcia frá Spáni bætti
á sunnudaginn Evrópumetið í 5.000
m hlaupi innanhúss um níu sekúnd-
ur þegar hann kom fyrstur í mark á
stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasam-
bandsins í Gent í Belgíu. Garcia
hljóp á 13,11 mínútum. Gamla metið
átti Belginn Emile Puttemans og
setti hann það í París fyrir 27 árum.
Puttemans var á meðal áhorfenda í
Gent og óskaði hann Garcia til ham-
ingju með metið fljótlega eftir að
Spánverjinn kom í mark.
Hinsvegar kemur ein af reynd-ustu knattspyrnukonum
landsins, Auður Skúladóttir, inn í
landsliðið á ný eftir þriggja ára
fjarveru.
Nýliðarnir þrír eru Valsstúlk-
urnar Íris Andrésdóttir og Mál-
fríður Erna Sigurðardóttir og KR-
ingurinn Hólmfríður Magnúsdótt-
ir. Þær Málfríður og Hólmfríður
eru aðeins 18 ára gamlar en yngst
í hópnum er þó Dóra Stefánsdóttir
úr Val, sem er 17 ára og lék sinn
fyrsta A-landsleik í fyrra.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir
Þóra Björg Helgadóttir, KR.. 23
María B. Ágústsd., Stjörn........ 2
Aðrir leikmenn
Ásthildur Helgadóttir, KR..... 50
Olga Færseth, KR .................. 36
Erla Hendriksdóttir, FVK ..... 35
Auður Skúladóttir, Stjörn. ..... 34
Rósa J. Steinþórsdóttir, Val .. 23
Elín Jóna Þorsteinsd., KR ....... 8
Eva S. Guðbjörnsd., Breið. ...... 5
Rakel Logadóttir, ÍBV ............. 3
Laufey Jóhannsdóttir, Val ....... 2
Dóra Stefánsdóttir, Val ............ 1
Elfa B. Erlingsdóttir, Stjörn. .. 1
Hrefna Jóhannesdóttir, KR ..... 1
Hólmfríður Magnúsd., KR ....... 0
Íris Andrésdóttir, Val............... 0
Málfríður E. Sigurðard., Val ... 0
Edda Garðarsdóttir og Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir verða ekki
með vegna meiðsla. Katrín Jóns-
dóttir gaf ekki kost á sér vegna
náms, Ásgerður H. Ingibergsdótt-
ir hefur lagt skóna á hilluna og
þær Guðlaug Jónsdóttir og Mar-
grét Ólafsdóttir hafa tekið sér frí
frá knattspyrnunni í bili. Þessar
voru allar í mikilvægum hlutverk-
um í landsliðinu á síðasta ári.
Ásthildur Helgadóttir er fyrir-
liði og hún jafnar leikjamet Mar-
grétar Ólafsdóttur í Charleston,
spilar sinn 51. A-landsleik.
Bandaríska liðið er ekki árenni-
legt enda með margar af bestu
knattspyrnukonum heims innan-
borðs. Þar er fremst í flokki hin
sókndjarfa Mia Hamm, knatt-
spyrnukona ársins í heiminum
2002.
Reynslulítið lið til Charleston
ÞAÐ verður reynslulítið lið sem Ísland teflir fram gegn heimsmeist-
urum Bandaríkjanna í knattspyrnu kvenna þegar þjóðirnar mætast í
vináttulandsleik í Charleston næsta sunnudagskvöld. Í 17 manna
hópi Íslands sem tilkynntur var í gær eru þrír nýliðar, sex leikmenn
til viðbótar hafa leikið einn til þrjá landsleiki og í liðið vantar sex af
burðarásum þess frá síðasta ári þegar það komst langt í undan-
keppni heimsmeistaramótsins.
Guðmundur vildi þó ekki nefnaí samtali við Morgunblaðið í
gær hvaða kosti hann væri að
skoða varðandi landsleiki í marks
því enn gæti svo farið að ekkert
verði úr leikjum. „Því er best að
segja sem minnst þar til úr þessu
hefur fengist skorið,“ sagði Guð-
mundur.
Verði af landsleikjunum í mars
getur svo farið að hvorki Rúnar
Sigtryggsson né Heiðmar Felixson
taki þátt í þeim því um þessa helgi
á að leika heila umferð í spænsku
1. deildinni hvar þeir leika og enn
sem komið er er ekki á dagskránni
að spænska landsliðið notfæri sér
þennan tíma til landsleikja.
Samningar hafa verið gerðir við
danska handknattleikssambandið
um að danska landsliðið í hand-
knattleik komi hingað til lands um
mánaðamótin maí/júní og leiki þrjá
landsleiki við íslenska landsliðið.
Gert er ráð fyrir að báðar þjóðir
verði með sín sterkustu lið ef frá
er talið að einhverjir þeirra leik-
manna þjóðanna sem leika með
spænskum félagsliðum verða hugs-
anlega ekki með því á þessum tíma
fara leikir undanúrslita og úrslita í
spænsku bikarkeppninni fram.
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, sagði
það vera kærkomið að fá Dani með
sína sterkustu sveit hingað til
lands og vænti hann hörkuleikja
eins og ævinlega þegar þessar
frændþjóðir eigast við.
Þá er frágengið að íslenska
landsliðið tekur þátt í fjögurra
þjóða móti í Belgíu 6.–9. júní þar
sem Danir og Júgóslavar verða
einnig á meðal þátttakenda, en
ekki er víst hver fjórða þjóðin
verður en líklegt má telja að það
verði eitthvert þeirra landsliða
sem þá verður að búa sig undir
leiki í undankeppni Evrópumótsins
sem fram fer eftir miðjan júní.
Júgóslavar eru í þeim hópi en Ís-
lendingar og Danir hafa þegar
tryggt sér farseðilinn á EM í Slóv-
eníu í byrjun næsta árs.
Einnig hefur verið gert sam-
komulag við Pólverja um að þeir
komi hingað til lands í lok október
í haust og spili a.m.k. tvo leiki og
endurgjaldi þannig heimsókn ís-
lenska landsliðsins til Póllands fyr-
ir rúmu ári. „Svona lítur staðan út
fram á haustið og nú er bara að
vona að menn standi við sína
samninga,“ sagði Guðmundur sem
telur brýnt að komið verði á al-
þjóðlegum leikdögum í handknatt-
leik líkt og gert hefur verið m.a. í
knattspyrnu.
Morgunblaðið/RAX
Ólafur Stefánsson og samherjar í landsliðinu í handknattleik
glíma þrisvar við landslið Dana hér á landi í vor.
Hugsanlega ellefu landsleikir í handknattleik á næstu mánuðum
Danir koma
í heimsókn
STEFNT er að því að íslenska landsliðið í handknattleik komi saman
til leikja þegar hlé verður gert á þýsku 1. deildinni í handknattleik í
kringum 20. mars. Ekkert er þó fast í hendi með leiki að sögn Guð-
mundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara, sem vonast til þess að
málið komist á hreint á allra næstu dögum og koma ýmsir kostir til
greina. Takist að fá leiki í mars er útlit fyrir að íslenska landsliðið
leiki a.m.k. ellefu landsleiki á næstu mánuðum því m.a. er von á
Dönum hingað til lands til þriggja landsleikja í vor.
DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir
hafnaði í 19. sæti í alpatvíkeppni á
heimsmeistaramótinu á skíðum í St.
Moritz í Sviss í gær. Alls lánaðist 21
keppanda að komast heilu og höldu
í gegnum keppnina af þeim 29 sem
byrjuðu. Heimsmeistari varð Janica
Kostelic frá Króatíu.
Dagný Linda fékk tímann 2.51.67
mín. fyrir ferðirnar tvær í sviginu
og eina ferð í bruni og var um 10
sekúndum á eftir Kostelic heims-
meistara sem vann nauman sigur á
2.41,63, var aðeins 6/100 úr sek-
úndu á eftir Nicole Hosp frá Aust-
urríki. Marlies Öster frá Sviss hafn-
aði í þriðja sæti á 2.43,83.
Dagný varð í 17. sæti af 29 kepp-
endum í bruni alpatvíkeppninnar.
Dagný
varð
nítjándaSILJA Úlfarsdóttir, hlaupakona úr
FH, setti um helgina Íslandsmet í 400
m hlaupi innanhúss í flokki 21 til 22
ára á móti á vegum Notre Dame-
háskólans í Indiana-ríki í Bandaríkj-
unum. Silja hljóp á 54,73 sekúndum og
bætti eigið met um 3/100 úr sekúndu.
„Ég hefði geta farið hraðar yfir,“
sagði Silja við Morgunblaðið, en hún
leggur stund á háskólanám í Clemson í
N-Karólínuríki. Þess má geta að Ís-
landsmetið í flokki fullorðinna á Guð-
rún Arnardóttir, Ármanni, 53,14.
Silja keppti einnig í 60 og 200 m
hlaupi á mótinu. Fór styttri vega-
lengdina á 7,72 sek., sem er nærri
hennar besta og fór 200 m á 24,64 sek.
sem er um þriðjungi úr sekúndu frá Ís-
landsmeti hennar bæði í flokki fullorð-
inna og 21 til 22 ára flokki. „Ég hef
ekkert æft 60 metrana en ákvað með
skömmum fyrirvara að prófa að taka
þátt. Ég var sátt við árangurinn,“
sagði Silja sem keppir fyrir skóla sinn
á stóru móti, ACC-Championships, eft-
ir hálfan mánuð. „Það verður stærsta
mótið mitt fyrir skólann á innanhúss-
keppnistímabilinu og þar reikna ég
með að vera í toppbaráttu bæði í 200
og 400 m hlaupi,“ sagði Silja Úlfars-
dóttir.
Met
hjá Silju
Silja Úlfarsdóttir
ANDY Johnson, leikmaður
WBA, hefur dregið sig út úr
landsliðshópi Wales fyrir leik
gegn Bosníu í Cardiff á morg-
un. Ástæðan? Jú, hann tábrotn-
aði þegar hann fagnaði jöfn-
unarmarki sínu fyrir WBA
gegn Bolton á elleftu stundu á
Hawthorns, 1:1. Johnson kom
inná sem varamaður í leiknum
þegar langt var liðið á leikinn
og hann náði að skora á 92.
mín. Margir félagar hans fögn-
uðu markinu með honum og
var þá stappað hressilega ofan
á fót Johnson, þannig að hann
tábrotnaði.
Tábrotn-
aði við
að fagna
marki