Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KORCHNOI er í fullufjöri þrátt fyrir að verakominn á áttræðisald-ur en hann verður 72 ára í næsta mánuði. Hann var í aldarbyrjun talinn af lesendum vefritanna The Week in Chess og Chess Informant í hópi tíu bestu skákmanna 20. aldarinnar. Hafn- aði hann þar í 10. sæti á eftir köppum á borð við Viswanathan Anand, Anatoly Karpov, Mikhail Tal, Gary Kasparov og Bobby Fischer, sem varð efstur. Boris Spassky komst t.d. ekki í hóp tíu efstu. Korchnoi er íslenskum skák- áhugamönnum að góðu kunnur og hefur komið til Íslands nokkrum sinnum til að keppa á stórmótum, síðast fyrir tæpum þremur árum er Heimsmótið í skák var haldið í Salnum í Kópavogi og Reykjavík- urskákmótið í kjölfarið. Þá var hann meðal keppenda á Heims- bikarmótinu, sem haldið var hér á landi árið 1988, ásamt Kasparov, Spassky, Nigel Short, Jan Timm- an og fleiri skákmönnum, erlend- um sem innlendum. Korchnoi atti einnig kappi við Jóhann Hjartarson í áskorenda- einvígi heimsmeistaramótsins í skák sem fram fór í St. John í Kanada í ársbyrjun 1988, eða fyr- ir réttum 15 árum. Þar varð Korchnoi að lúta í lægra haldi fyrir Jóhanni eftir æsispennandi einvígi sem endaði í bráðabana, líkt og vikið er að hér á síðunni. „Varaheimsmeistarinn“ Viktor Lvovich Korchnoi fædd- ist í Leníngrad, nú Sankti Péturs- borg, í mars árið 1931. Hann skipaði sér fljótlega í röð fremstu skákmanna Sovétríkjanna sálugu, varð alþjóðlegur meistari árið 1954 og stórmeistari tveimur ár- um síðar. Hann varð sovéskur meistari fjórum sinnum á árunum 1960–1970 og árið 1974 tapaði hann fyrir Karpov í einvígi um að fá að keppa við heimsmeistarann, Bobby Fischer. Eftir einvígið setti hann fram harða gagnrýni á Karpov og fyrir vikið dæmdi sov- éska skáksambandið hann í hálfs árs keppnisbann. Korchnoi flúði Sovétríkin og gerðist svissneskur ríkisborgari árið 1976. Eftir þetta vann hann sér rétt til að tefla í tvígang um heimsmeistaratitilinn við Karpov, árin 1978 og 1981, en tapaði í bæði skiptin. Þr þann árangur á Korchno marga tugi glæstra sigra um skákmótum víða um er enn að, sem fyrr seg er nú með 2.642 Elo-ská náði hæst 2.695 stigum ár 1980, sem myndi jafngi fleiri stigum í dag. Til m úthaldið hefur hann frá þ ekki farið niður fyrir 2.5 stig. Til samanburðar þess að stigahæsti skákm lendinga í dag er Jóhan arson með 2.634 stig. Ferill Korchnois er lit einkennist af því að hi flótta stórmeistari var vi verða heimsmeistari oftar sinni, enda stundum „varaheimsmeistarinn“. hefur verið lýst sem mik áttujaxli með mikinn v sem taki skákíþróttina g lega. Hann er einnig s þeirri kynslóð sovéskr manna sem þekkt hefur v ir að beita alls konar brög Baráttujaxl í bestu skákm Korchnoi á tali við starfsbræður þegar hlé var gert á taflmennsk Stórmeistarinn Viktor Korchnoi „hinn grimmi“ verður meðal keppenda á alþjóðlegu Stórmóti Hróksins 18.–27. febrúar nk. Af því tilefni kynnti Björn Jóhann Björns- son sér feril kappans og ræddi við Jóhann Hjartarson sem lét klæki Korchnois ekki slá sig út af laginu í Kanada fyrir 15 árum. JÓHANN Hjartarson fékk sann- arlega að finna fyrir brögðum Korchnois í Kanada fyrir 15 ár- um. Meðal þess sem var í fréttum hér á landi var hvernig Korchnoi púaði sígarettureyknum vísvit- andi framan í hinn unga íslenska stórmeistara. En fleiri brögðum var beitt í taugastríðinu sem háð var, eins og Jóhann upplýsir í samtali við Morgunblaðið. Hann segir einkenni Korchnois hafa birst í öllum sínum skærustu myndum og þar hafi tilgangurinn helgað meðalið líkt og oft áður. Fyrirkomulag einvígisins var þannig að sá sigraði sem hlaut flesta vinninga úr sex skákum. Eftir sex skákir hafði hvor um sig þrjá vinninga og því var gripið til bráðabana. Í sjöundu skákinni varð jafntefli en Jóhann hafði sigur í þeirri áttundu – með svörtu. Jóhann segir sígarettureykinn ekki hafa verið það versta, hann hafi verið búinn undir hann enda heimilt á þeim árum að reykja við taflborðið. Reyndar var síðar sama ár lagt blátt bann við reyk- ingum á alþjóðlegum skákmót- um. Að sögn Jóhanns seildist Korchnoi ekki í „vopnabúrið“ af alvöru fyrr en hann byrjaði að fara halloka í einvíginu, einkum eftir fjórðu skákina. „Meginmarkmiðið var að trufla einbeitingu mína sem mest og koma mér úr andlegu jafnvægi. Hann var meistari í þessu. Verst- ar voru hinar gömlu rússnesku brellur að standa fyrir framan sjónlínu andstæðingsins og rugga sér. Maður varð hálfsjóveikur af þessu og áhrifin ekki beint góð á einbeitinguna,“ segir Jóhann. Þeir tefldu á tilbúnu sviði í ráð- stefnuhöll í Saint John og Jóhann segir það hafa titrað mjög þegar gengið var eftir því. Korchnoi hafi tekið upp á því að þramma fram og til baka yfir sviðið og þetta hafi verið eins og að tefla um borð í skipi þar sem allt hrist- ist og skalf. Íslenska sendi- nefndin gerði athugasemdir við þetta sem endaði með því að dóm- ari einvígisins bannaði Korchnoi að reykja á sviðinu, rugga sér í stólnum og þramma yfir sviðið. „Þá tók kallinn upp á því að þramma fyrir neðan sviðið og framan við taflborðið. Það trufl- aði mig reyndar ekki eins en Páll Magnússon, þá fré stjóri, samdi við starfsbræ sína á kanadískri sjónvar um að setja þarna niður a ar búnað þannig að Korch erfiðara með að ganga þa Jóhann mætti ekki glað augnaráði Korchnois efti undu skákina, sigurskáki hann segir gremjuna rey frekar hafa bitnað á form lensku sendinefndarinnar riki Ólafssyni stórmeistar þurfti að vera í miklum sa skiptum við dómara og m ara þegar gerðar voru at semdir við hátterni Vikto Taugastríðið í Kanada Frá áskorendaeinvíginu se háðu í Kanada fyrir 15 áru ALVARLEGAR ÁSAKANIR Ræða sú sem Ingibjörg SólrúnGísladóttir, forsætisráð-herraefni Samfylkingarinn- ar, flutti í Borgarnesi á sunnudag- inn hefur vakið athygli. Það á einkum við um eftirfarandi ummæli: „Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Ísl. erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætis- ráðherranum. Það vekur upp um- ræðu og tortryggni um að gagna- grunnur fyrirtækisins og ríkis- ábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokks- pólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsend- um eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upp- rættur nema hinum pólitísku af- skiptum linni og hinar almennu gagnsæju leikreglur lýðræðisins taki við.“ Eitt er hverju haldið er fram um opinber ummæli þeirra, sem eru við völd hverju sinni, um fólk eða fyr- irtæki. Menn geta túlkað þau með mismunandi hætti og sjálfsagt telja sumir það faglegt og málefnalegt sem aðrir telja flokkspólitískt og öf- ugt. Ekkert er óeðlilegt við að um slíkt sé deilt. En Ingibjörg Sólrún gekk í ræðu sinni miklu lengra en svo þegar hún gaf í skyn að opinber rannsókn sem nú stendur yfir annars vegar á mál- efnum sem tengjast Norðurljósum og hins vegar Baugi kynni að vera á flokkspólitískum forsendum en ekki faglegum og málefnalegum. Þótt forsætisráðherraefni Samfylkingar- innar hafi sett þennan kafla ræðu sinnar fram í formi spurningar er augljóslega um mjög alvarlega ásök- un að ræða. Í raun er Ingibjörg Sólrún að gefa í skyn að stjórnmálamenn hafi mis- beitt stofnunum ríkisins, í þessum tilfellum embætti skattrannsókna- stjóra og embætti ríkislögreglu- stjórans, í flokkspólitískum tilgangi og án þess að málefnalegar forsend- ur væru til þess að efna til rann- sóknar. Í hvaða lýðræðis- og rétt- arríki sem er tækju menn það mjög alvarlega ef grunur léki á slíku. Um slík mál ber sízt að fjalla af neinni léttúð. Ásakanir forsætisráðherraefnis Samfylkingarinnar eru svo alvarleg- ar að almenningur hlýtur að eiga kröfu á að hún útskýri betur hvað hún á við og rökstyðji hvernig flokkspólitísk sjónarmið komi við sögu í opinberri rannsókn á ein- stökum fyrirtækjum sem hún nefnir. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Í KREPPU Sú mikla harka, sem hlaupin er ídeilu Bandaríkjanna, Þjóðverja og Frakka um aðgerðir gegn Írak, er farin að ógna þeim stofnunum sem samstarf vestrænna ríkja hefur byggt á um áratuga skeið. Bandaríkin telja ljóst að Írakar hafi hunsað og hyggist áfram hunsa ályktanir öryggsráðs Sameinuðu þjóðanna um að þeir láti gjöreyðing- arvopn sín af hendi. Því sé rétt að hefja undirbúning hernaðaraðgerða gegn Írak. Hópur ríkja, þar á meðal átján Evrópuríki, hafa tekið undir þetta sjónarmið. Þjóðverjar, Frakk- ar og að hluta til Rússar telja hins vegar að enn sé mögulegt að finna aðra lausn á deilunni og þar af leið- andi sé ekki ástæða til að undirbúa stríð að sinni. Þjóðverjar hafa gengið svo langt að útiloka með öllu stuðn- ing við hernaðaraðgerðir gegn Írak. Í gær beittu Þjóðverjar, Belgar og Frakkar neitunarvaldi þegar rætt var á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins að aðstoða Tyrkland við að verja sig gegn hugsanlegum flug- skeytaárásum Íraka. Í kjölfarið virkjuðu Tyrkir fjórðu grein Atlants- hafssáttmálans og fóru þess þar með formlega á leit við bandalagsríkin að þau kæmu þeim til hjálpar. Þetta er í fyrsta skipti í sögu bandalagsins sem sú grein er virkjuð. Á föstudag munu vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna kynna ör- yggisráðinu skýrslu um störf sín í Írak. Verði hún neikvæð má búast við að flutt verði tillaga um að fram- fylgja ályktunum ráðsins með vopna- valdi. Ekki er hægt að útiloka að þá muni Frakkar beita neitunarvaldi sínu innan öryggisráðsins. Banda- ríkin hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist afvopna Íraka með eða án samþykkis ráðsins. Það hefur legið fyrir um langt skeið að áherslumunur er á milli Bandaríkjanna og Frakka og Þjóð- verja í þessu máli. Svo virðist sem heimssýn þessara ríkja og mat á ógn- um og þjóðarhagsmunum fari ekki lengur saman í grundvallaratriðum. Til þessa hefur verið talið að Frakk- ar og Þjóðverjar myndu láta nægja að láta andstöðu sína í ljós en vinna ekki gegn áformum Bandaríkjanna með beinum hætti. Sú virðist ekki ætla að verða raunin. Það er erfitt að meta hverjar af- leiðingarnar verða og enn er ekki hægt að útiloka að málamiðlun muni að lokum nást. Hins vegar er ekki heldur hægt að útiloka að ef fram fer sem horfir muni þessi atburðarás verða til að grafa undan Atlantshafs- bandalaginu og jafnvel öryggisráð- inu. Þá blasir við að ágreiningurinn er ekki bundinn við Bandaríkin og Evr- ópusambandið. Það er ekki síður deilt um málið í hópi aðildarríkja og væntanlegra aðildarríkja Evrópu- sambandsins. Þetta samstöðuleysi er reiðarslag fyrir tilraunir til mótunar sameiginlegrar stefnu ESB í utan- ríkis- og öryggismálum. Það væri stórkostlegt slys ef deil- ur um Írak yrðu til að veikja sam- starf vestrænna ríkja á öðrum svið- um. Samstaða þeirra ríkja er öðrum fremur byggja á lýðræði og mark- aðshagkerfi er forsenda friðar og stöðugleika í heiminum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.