Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 27 Á HVERJUM degi vöknum við upp við yfirlýsingar bandarískra ráðamanna eða helstu bandamanna þeirra um að tíminn sé útrunninn fyrir Íraka. Senn verði ráðist inn í landið. Nánast allt mannkynið and- æfir. Skoðanakannanir um heim all- an sýna að almenningur er andvígur árás á Írak. Aðeins lítill minnihluti fylgir bandarísku stríðsæsinga- mönnunum að málum. En ég spyr – og ég er ekki einn um að spyrja: Á að láta það viðgangast að ríkisstjórnir heimsins traðki á lýðræðislegum vilja á þennan hátt? Á að láta það viðgangast að valdbeiting og hótanir Bandaríkjastjórnar og undirgefni svokallaðra bandamanna þeirra verði til þess að lýðræðið sé að engu haft? Við eigum aðeins eitt svar. Hvar sem því verður við komið þarf að hafa í frammi kröftug mótmæli. Þorri manna gerir sér grein fyrir því hvað þarna er að gerast: ásókn í olíuauð Íraka og krafan um hern- aðarleg og pólitísk ítök er megintil- gangurinn. Þetta var hér áður kallað heimsvaldastefna. Það hugtak á svo sannarlega við um utanríkisstefnu Bandaríkjanna í dag. Mikið hefur verið fjallað um yf- irgang bandarísku hernaðarhauk- anna og þá einnig undirlægjuhátt bandamanna þeirra í breskum, bandarískum og evrópskum fjöl- miðlum. Einhver áhrifaríkasta grein sem ég hef lesið nýlega er áfellis- dómur hins heimskunna breska fréttamanns, Johns Pilgers, yfir rík- isstjórn Bretlands og þá einkum for- sætisráðherranum Tony Blair. Greinin heitir „Hugleysinginn Blair“ og birtist í lok janúar í breska blaðinu Mirror. Pilger telur rangt að líta á Blair sem gælurakka Bush. Málið sé mun alvarlegra en svo því að í sameiningu séu þessir tveir helstu leiðtogar Vesturlanda að leggja á ráðin um að fremja stríðs- glæpi. Pilger er mikið niðri fyrir. Hann lýsir reynslu sinni af Víetnamstríð- inu, árásum úr háloftunum á varn- arlausa alþýðu manna og veit hvað bíður almennings í Írak ef ekki tekst að stöðva stríðsæsingaöflin. Hann segir m.a. frá því þegar hann kom í þorp eitt sem var hluti af því svæði sem bandarískar flugvélar voru ný- búnar að „teppaleggja“ með sprengjuregni, eins og það kallaðist á máli hernaðarsérfræðinganna. Hér er lausleg þýðing á því sem blasti við Pilger: „Gatan í gegnum þorpið var nú sem gígur. Ég rann á sundurtættum fótlegg af nautgripi og féll harkalega niður í skurð, skurð sem reyndist vera fullur af litlum kroppum; sund- ursprengdum börnum, afrifnum út- limum þeirra og svo heilum líkömum sem kastast höfðu í loft upp við sprenginguna. Hörund barnanna var laust frá holdinu, eiginlega var það upp rúllað líkt og pergamentpappír, það sást í æðar og brunnið hold sem úr seytl- aði blóð. En augun voru ósnert og störðu beint fram fyrir sig. Augu mín staðnæmdust um stund við lít- inn fótlegg sem var svo afmyndaður að mér sýndist hann vaxinn út úr öxl. Ég kastaði upp.“ Þannig leit mynstrið út á hinu nýja teppi Bandaríkjamanna í Víet- nam – markmiðið með teppalagning- unni var að þurrka út allt líf og menningu og virtist takast með ágætum þennan daginn. Með lýs- ingu sinni varpar Pilger ægiskýru ljósi á nöturlegan veruleika styrj- alda og stillir honum upp gegn gervi- veröld hinna sem eru jafnan hvergi nærri vettvangi, kynnast aldrei hryllingnum en taka ákvarðanir og gefa skipanir um voðaverkin. Það er rétt hjá Pilger að heim- urinn þarf að vakna til vitundar um hve skelfilegir atburðir kunna að vera í vændum. Lýsingar á stríðs- undirbúningnum eru óhugnanlegar. Árásin á Írak er skipulögð á teikni- borði kaldrifjaðra og siðblindra manna. Þeir eru ekki að fjalla um mannslíf, þeir eru að teppaleggja, flísaleggja eða hvað þeir nú vilja kalla það. Þeir eru albúnir í hand- verkið sem þarf að leysa af verk- fræðilegri nákvæmni. Svipað því og gert var í fangabúðum nasista á fyrri hluta tuttugustu aldar. Að sögn var þá einnig verið að útrýma óvini. Er verið að afnema lýðræðið í heiminum? Eftir Ögmund Jónasson „Lýsingar á stríðsundir- búningnum eru óhugnan- legar. Árásin á Írak er skipulögð á teikniborði kaldrifjaðra og siðblindra manna.“ Höfundur er alþingismaður. EINU sinni steig fíll ofan á maura- þúfu. Það skipti engum togum að allir maurarnir skriðu upp eftir fílnum í hefndarhug. En fíllinn hristi sig og þeir hrundu allir af nema Emil. Hann hékk eftir. Allir hinir maurarnir steyttu hnefann á jörðu niðri og öskr- uðu: „Kyrkt’ann Emil, kyrkt’ann!“ Ástæða þess að ég dusta rykið af þessum gamla en sígilda brandara er sú að í starfi mínu sem framkvæmda- stjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs finnst mér stundum að ég standi í sömu sporum og Emil. Sérstaklega þegar kemur að því að sinna eftirlits- skyldu ráðsins og kvörtunum vegna áfengisauglýsinga. Samkvæmt áfengislögum nr. 75/ 1998 eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegund- um bannaðar nema í örfáum undar- tekningartilfellum. Af fjölmiðlum er hins vegar augljóst að þessi lög eru þverbrotin bæði leynt og ljóst. Inn- lendir áfengisframleiðendur og inn- flytjendur hafa látið í ljósi óánægju með þessi lög og samantekin ráð eru meðal þeirra um að brjóta þau á bak aftur. Flestir halda því fram að þeir kæri sig ekki um að vinna markað meðal unglinga heldur sé markmiðið að vinna stærri markaðshlutdeild í hópi þeirra sem þegar eru notendur. Sá málflutningur er hins vegar ótrú- verðugur þar sem áfengisauglýsing- um virðist gjarnan komið fyrir í dag- skrá og efni sem ætlað er ungum notendum. Til áfengis- og vímuvarnaráðs berst fjöldi kvartana vegna áfengis- auglýsinga í tímaritum, á heimasíð- um, í útvarpi og sjónvarpi. Á ljós- vakamiðlunum sjást og heyrast auglýsingarnar ýmist í auglýsinga- tímum eða sem hluti af dagskrá t.d. í umhverfi. Fólkið sem hringir til Áfengis- og vímuvarnaráðs lýsir óánægju sinni með þessar auglýsing- ar og finnst það vera beitt ofbeldi og yfirgangi í þágu áfengisiðnaðar og markaðshyggju. Það trúir því að það að takmarka áfengisauglýsingar í fjölmiðlum hafi forvarnargildi og er ósátt við að gildandi reglur séu ekki virtar. Það vill fá staðfestingu á að það sé ólöglegt að auglýsa áfengi og spyr hvernig Áfengis- og vímuvarna- ráð bregðist við sívauknum auglýs- ingum af þessu tagi. Því er til að svara að Áfengis- og vímuvarnaráð gerir lögreglu aðvart um þær áfengisauglýsingar sem vart verður við og sönnunargögn liggja fyrir um. Það nægir t.d. ekki að til- kynna að auglýsing hafi sést í sjón- varpi, heldur verður upptaka af aug- lýsingunni að fylgja. Ráðið lætur einnig þá sem teljast aðstandendur auglýsingarinnar, þ.e. þann sem er að auglýsa vöruna og útgefanda miðils- ins, vita þegar tilkynnt er um hana til lögreglu. Ráðið hefur einnig beint vinsamlegum tilmælum til auglýs- enda um að virða landslög, með mis- jöfnum árangri. Lögreglan tekur tilkynningar um meintar áfengisauglýsingar til rann- sóknar og metur hvort hægt sé, á grundvelli gildandi laga, að sækja að- standendur þeirra til saka. Í lang- flestum tilfellum er ekki hægt að sækja málið. Þá sjaldan að það er hægt líður langur tími frá því tilkynnt er um auglýsingu og þar til dómur liggur fyrir. Viðurlögin eru ekki harðari en svo að hægt er að líta á þau sem viðunandi fórnarkostnað fyrir vel heppnaða auglýsingu. Í sjón- varpsfréttum eru áhrif áfengisaug- lýsinga margfölduð með því að sýna þær á meðan talað er við fólk sem hefur misjafnar skoðanir á þeim. Þeir sem auglýsa áfengi hafa engu að tapa og allt að vinna eins og staðan er núna. Það blasir því við að annaðhvort verður að leyfa áfengisauglýsingar að einhverju marki eða skýra lögin og gera þau skilvirkari þannig að erfið- ara sé að fara á snið við þau. Hvort tveggja krefst framtaks alþingis- manna og lagabreytingar. Til að leysa ríkjandi ósætti um áfengisaug- lýsingar þarf almenningur að láta stjórnmálamenn, lögreglu, útgefend- ur fjölmiðla sem auglýsa áfengi og seljendur áfengis sem greiða fyrir auglýsingarnar heyra skoðanir sínar. Það er engum fært að vinna með lög sem ekkert hald er í. Kyrkt’ann Emil, kyrkt’ann Eftir Þorgerði Ragnarsdóttur „Þeir sem auglýsa áfengi hafa engu að tapa og allt að vinna eins og staðan er núna.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvarnaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.