Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 19

Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 19
SÍMINN hefur gerst sam- starfsaðili Leikfélags Ak- ureyrar vegna leiksýning- arinnar: Uppistand um jafnréttismál. Samstarfið felst í því að Síminn er að- alstyrktaraðili sýning- arinnar sem frumsýnd var 1. febrúar hjá leikfélaginu. Uppistand verður fyrsta verkið sem einnig verður sett upp í snjó- leikhúsi, sem er hringleikahús og byggt verður í Hlíðarfjalli í vetur. Þar munu leiksýningar fara fram í mars og apríl en ókeypis verður fyrir gesti Hlíðarfjalls, seg- ir í fréttatilkynningu frá Síman- um. Leikfélag Akureyrar efndi til Guðmundur Jóhannsson, þjónustustjóri Símans, og Þorsteinn Bachmann, leik- hússtjóri LA, undirrituðu samninginn. samkeppni um skapandi skrif á haustdögum undir yfirskriftinni: Uppistand um jafnréttismál. Fjór- tán handrit bárust í keppnina og voru þrjú verk valin til sýningar. Um er að ræða einleiksverk í formi uppistands og fjalla um samskipti kynjanna og jafnrétt- ismál. Síminn í samstarf við LA Morgunblaðið/Kristján UMFANGSMIKLAR endurbætur eru hafnar hjá Slippstöðinni á Ak- ureyri á Bjarna Sæmundssyni, rannsóknarskipi Hafrannsókna- stofnunar. Frystitogarinn Víðir EA er í flotkvínni, þar sem unnið er við viðhald á skipinu og vinnu við Vestmannaey VE er að ljúka, auk þess sem unnið er við önnur verk- efni hjá stöðinni. Verkefnastaðan er því alveg þokkaleg um þessar mundir og útlitið fram á vor nokk- uð gott, að sögn Jörundar Traustasonar framleiðslustjóra. Slippstöðin auglýsti á dögunum eftir nemum í stálsmíði og raf- suðu, þar sem sérstaklega var leit- að eftir mönnum sem lokið höfðu fornámi af málmiðnaðarbraut eða sambærilegu sviði. Jörundur sagði að fjölmargir hefðu sýnt því áhuga að komast á samning hjá fyrirtæk- inu en hann sagði ekki endanlega ljóst hversu margir kæmust að. Hann sagði að auk þess hefðu margir aðrir, bæði iðnaðarmenn og ófaglærðir, verið að leita eftir vinnu að undanförnu. Hann sagði menn finna fljótlega fyrir því hjá fyrirtækinu þegar samdráttur yrði á hinum almenna vinnumarkaði. Jörundur sagði að vel hefði gengið að vinna þau verkefni fyrir lægju og t.d. yrði Vestmannaey skilað kl. 14.44 föstudaginn 14. febrúar eins og samið var um. Endurbótum á Bjarna Sæmunds- syni á hins vegar ekki að ljúka fyrr en í lok maí nk. Þokkaleg verkefna- staða hjá Slippstöðinni Morgunblaðið/Kristján Sigurgeir Einarsson, rafeindavirki hjá Brúnni, vinnur við niðurrif í brú Bjarna Sæmundssonar. RÚMLEGA fimmtugur karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna líkamsárása og húsbrota, þar af eru þrír skil- orðsbundnir til þriggja ára. Þá var manninum gert að greiða um 230 þúsund krónur í miskabætur til dánarbús fórnarlambsins, en það lést á síðastliðnu ári. Eins var manninum gert að greiða þrjá fjórðu hluta sakarkostnaðar. Maðurinn var ákærður fyrir lík- amsárásir og húsbrot með því að hafa í tvígang sumarið 2001 ruðst í heimildarleysi inn í tiltekið hús á Akureyri og veist þar að húsráð- anda með barsmíðum. Viðurkenndi maðurinn að hafa brotið sér leið inn í umrædda íbúð í fyrra sinnið, en þá hefði hann ætlað að sækja sambýliskonu sína sem þar var stödd og bar að hún hefði verið drukkin og hrópað á hjálp. Ekki rak hann hins vegar minni til að hafa haft afskipti af húsráðanda. Hvað síðara skiptið varðar bar mað- urinn við minnisleysi sökum ölvunar og gat því ekki sagt til um ferðir sínar. Föt hans hefðu þó verið blóð- ug og þá sendi hann son sinn dag- inn eftir til að kanna ástand áð- urnefnds húsráðanda. Þótti dómn- um skýringar á því atriði reikular og ekki í samræmi við það sem hann bar við yfirheyrslu hjá lög- reglu. Þetta auk framburðar vitna skyti stoðum undir þá skýrslu sem gefin var hjá lögreglu um að mað- urinn hefði gerst sekur um það at- hæfi að ryðjast inn í húsið og ráðast að húsráðanda. Fangelsi vegna líkamsárásar og húsbrots Héraðsdómur Norðurlands eystra AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 19 Þorrablót Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Hátíðarföt með vesti 100% ull skyrta, klútur og næla kr. 36.900 Allar stærðir til 46— 64 98—114 25— 28 INGIMAR Eydal hefur verið ráðinn aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar en hann var í hópi tíu um- sækjenda um stöðuna. Ingimar, sem verið hefur varðstjóri slökkviliðsins í tæp fjögur ár, tekur við hinu nýja embætti í næstu viku. Ingimar var ráðinn sem afleysinga- maður hjá Slökkviliði Akureyrar árið 1988 en hefur starfað sem slökkviliðs- maður samfellt frá árinu 1993, þar af eitt ár í Reykjavík. Ingimar var einnig á meðal um- sækjenda í stöðu slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar en eins og fram hefur komið var Erling Þór Júl- ínusson stöðvarstjóri Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins ráðinn í þá stöðu. Ingimar sendi erindi til bæjarins og óskaði eftir rökstuðningi fyrir ráðningu slökkviliðsstjóra. „Ég vildi fá rökstuðning fyrir því af hverju ut- anaðkomandi maður var ráðinn í starfið. Ég hef fengið þann rökstuðn- ing í hendur og eftir að hafa kynnt mér gögn málsins og rætt við Erling Þór er ég mjög sáttur við að fá hann hingað,“ sagði Ingimar. Ingimar Eydal ráðinn Aðstoðarslökkviliðsstjóri Slökkviliðsins SKIPAÐ hefur verið Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands eystra og kom ráðið saman til fyrsta fundar nýlega. Arna Jak- obína Björnsdóttir er formaður ráðsins, Ásgeir Magnússon vara- formaður og Hólmar Svansson rit- ari. Svæðisráð er níu manna ráðgjaf- arnefnd sem starfar í tengslum við Svæðisvinnumiðlun. Því er ætlað að fylgjast með þróun atvinnumála á Norðurlandi eystra, gera tillögur að vinnumarkaðsaðgerðum og að- stoða Svæðisvinnumiðlun við fram- kvæmd úrræða fyrir einstaklinga á atvinnuleysisbótum. Á fyrsta fundi ráðsins var rætt um atvinnu- ástandið og voru menn sammála um að úrræða væri þörf í ljósi fyr- irsjáanlegs aukins atvinnuleysis. Því var ákveðið að ráðið hittist á heilsdags vinnufundi í vikunni ásamt varamönnum, þar sem fyr- irhugað er að ræða hvaða mögu- leikar eru á úrræðum fyrir fólk á atvinnuleysisbótum. Um þessar mundir eru tæplega 600 manns á atvinnuleysisskrá á Norðurlandi eystra, 324 karlar og 268 konur. Þetta kemur fram á heimasíðu Vinnumálastofnunar. Leita þarf úrræða fyrir fólk á bótum Atvinnuleysi að aukast Festu jeppann í skíða- brekk- unni UNGIR menn sem voru á ferð á og við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli festu jeppa sem þeir voru á í einni brekkunni. Höfðu þeir árangurslaust reynt að losa hann upp þegar lögreglumenn á eftirlitsferð bar að og veittu aðstoð við að losa jeppann. Mennirnir höfðu ekið inn á troðið svæði vestan við skíða- hótelið og þegar þeir fundu hvað færið var hart og jepp- inn flaut vel stóðust þeir ekki freistinguna að prófa frekar og óku upp í skíðabrekkuna að því er fram kemur í dag- bók lögreglunnar. Á leiðinni til baka gerðu þeir þau mis- tök að aka út fyrir troðna svæðið og sökk þá jeppinn á kaf. Ungmennin ætluðu að biðja forstöðumann skíða- svæðisins afsökunar á að hafa skemmt skíðabrekkuna að því er segir í dagbókinni. Tvívegis brotist inn Tvö innbrot komu til kasta lögreglu um helgina. Annars vegar fór viðvörunarkerfi í gang í húsakynnum Frum- herja, en þjófar voru á bak og burt er lögreglu bar að garði. Stolið var um 10 þúsund krónum í skiptimynt. Þá var tilkynnt innbrot í Veganesti, en þar var tekin skiptimynt og rúmlega 100 þúsund krón- ur úr spilakassa. Lögregla þiggur upplýsingar um mannaferðir á þessum stöð- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.