Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Láttu mig um þetta, Halldór minn. Þetta er ekkert mál eftir að við leyfðum boxið, góði. Ársfundur viðskipta- og hagfræðideildar HÍ Ein stærsta deildin með 1.400 nemendur VIÐSKIPTA- oghagfræðideild Há-skóla Íslands gengst nú fyrir ársfundi, en til slíks hefur ekki ver- ið blásið á þeim bæ fyrr. Fundurinn verður í hátíð- arsal Háskóla Íslands í dag og hefst hann klukk- an 15.30. Morgunblaðið fræddist um ársfundinn hjá Ástu Dís Óladóttur aðjunkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands, sem er í forsvari fyrir fundinn. Kom þar fram margt um tilurð, til- gang og áherslur þær sem unnið verður út frá á væntanlegum fundi, sem fyrst og fremst mun hafa kynningargildi fyrir við- komandi deild Háskólans. – Hvers vegna er ákveðið að halda ársfund í fyrsta skipti núna? „Við teljum ársfund heppilega leið til að vekja athygli á þeim margvíslegu störfum sem við vinnum innan deildarinnar, t.d. hvað varðar kennslu, rannsóknir, ráðstefnur og útgáfumál. Við- skipta- og hagfræðideild er ein stærsta deild Háskóla Íslands með um 1.400 nemendur og við teljum að það sé kynnt með skýrum hætti hver séu þau verk- efni sem nú er helst unnið að.“ – Hvers vegna hefur það aldrei áður verið gert? „Þessi ársfundur er meðal þeirra nýmæla sem deildin hefur bryddað upp á á síðustu miss- erum. Við höfum meðal annars lagt meiri áherslu á kynningu en áður, til að mynda gagnvart ný- nemum. Við teljum að með þess- um ársfundi gerum við enn betur í að kynna starfsemi okkar. Þá teljum við brýnt að mikilsverð deild eins og okkar sé öflug í að kynna starfsemi sína á opinber- um vettvangi og kennarar taki virkan þátt í þjóðfélagsumræð- unni.“ – Hver er tilurð fundarins og tilgangur hans? „Tilgangur fundarins er að upplýsa almenning sem best fyr- ir hvað viðskipta- og hagfræði- deild stendur og ræða þau mál- efni sem hæst ber innan deildarinnar og skólans eins og til dæmis hugmyndir þess efnis að deildin yrði gerð að sjálfseign- arstofnun og hvort tími sé kom- inn til að innheimt verði skóla- gjöld í meistaranámi. Einnig viljum við tengja starfsemi okkar við það sem hæst ber í þjóð- félagsumræðunni hverju sinni.“ – Á þetta að vera árviss uppá- koma héðan af? „Við höfum fundið fyrir mikl- um áhuga á fundinum og eins og nafnið ber með sér þá stefnum við að því.“ – Hvað á svo að gera til hátíð- arbrigða, t.d. í útgáfu og skemmtan? „Það verður ýmis- legt gert, raunar margt nýtt sem ekki hefur verið gert áður. Dr.h.c. Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, mun opna rafrænt vísindatímarit deildarinnar. Magnús Gunnars- son formaður bankaráðs Búnað- arbanka Íslands, afhendir verð- laun fyrir bestu viðskipta- hugmyndina, unna af nemendum. Þessi verðlaun eru nú veitt í ann- að sinn, en þau eru samvinnu- verkefni Búnaðarbankans og hollvinafélags deildarinnar. Dr.h.c. Árni Vilhjálmsson for- maður Hollvinafélags viðskipta- og hagfræðideildar afhendir verðlaun til nemanda fyrir hæstu meðaleinkunn eftir fyrsta ár. Þetta er í fyrsta sinn sem það er gert. Það er gaman að segja frá því, að í dag verður endurútgefin bók sem upphaflega kom út á Akureyri árið 1913 og nefnist: „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“. Ásgeir Jónsson sérfræðingur hjá Hag- fræðistofnun hefur skrifað sér- stakan formála fyrir þessa nýju útgáfu.“ – Verða einhver erindi flutt og hver mun þá taka til máls og fjalla um hvað? „Agnes Bragadóttir blaðamað- ur hefur varpað fram þeirri spurningu hvort viðskiptasiðferði fari hrakandi og mun hún ræða það í dag. Einnig mun Anna Margrét Gunnlaugsdóttir for- maður Mágusar, félags við- skiptafræðinema, ræða um við- skiptalífið og þjóðfélags- umræðuna út frá sjónarhóli nemanda í viðskipta- og hag- fræðideild. Síðan má nefna að Ágúst Einarsson mun leggja fram skýrslu um deildina og mun hann flytja tölu vegna hennar. Út frá þessum erindum munu án efa spinnast fróðlegar umræð- ur.“ – Og fundurinn verður væntanlega í Háskólanum? „Í hátíðarsalnum í dag og hefst klukkan 15.30.“ – Hverjir eru vel- komnir á fundinn og hverjir eiga helst erindi? „Ársfundurinn er öllum opinn og við teljum okkur bjóða upp á athyglisverða dagskrá. Við von- um að sem flestir sjái sér fært að koma, en mjög margir hafa mikil tengsl við deildina, t.d. núverandi og fyrrverandi nemendur og margir aðrir í atvinnulífinu.“ Ásta Dís Óladóttir  Ásta Dís Óladóttir er fædd í Reykjavík 1972. Hún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ár- múla 1993 og með BA-próf frá félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands 1999. Þá hefur hún lokið meistaraprófi í viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands 2001. Ásta er aðjunkt við við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Maki er Reynir Jónsson rekstrarráðgjafi hjá IMG-Deloitte. Ásta á eina dóttur, Jóhönnu Helgu, 6 ára. Vilja tengja starfsemina þjóðfélags- umræðunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.