Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 48
FÓLK Í FRÉTTUM
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ getur nú aldrei orðið al-
leiðinlegt í bíói þegar aðalhlut-
verkin eru í höndum Eddie
Murphy og Owen Wilson – eða
hvað? Ég hafði heyrt ýmislegt
miður um I Spy, en skemmti mér
svo alveg ágætlega, þótt myndin
verði seint talin góð.
Persónur þessara tveggja gaura
byggjast á persónum úr vinsælum
njósnasjónvarpsþáttum frá seinni
hluta 7unda áratugarins. Eddie
Murphy leikur nú Kelly Robinson,
sem Robert Culp túlkaði áður, og
Owen Wilson er kominn í hlutverk
Bill Cosbys, sem Alexander Scott.
Þótt ég hafi ekki séð fyrrnefnda
sjónvarpsþætti leyfi ég mér að
efast um að persónurnar séu fyr-
irmyndum sínum trúar, því þetta
eru svoddan anti-hetjur. Murphy
leikur sérlega sjálfhverfan og
sjálfumglaðan boxara sem dregst
inn í leyniþjónustuna, þar sem hún
þarf að sinna verkefni í Búdapest
þar sem hann keppir í hnefaleik á
sama tíma. Wilson er njósnarinn
sem situr uppi með þennan furðu-
lega samstarfsfélaga, en sjálfur er
hann frekar misheppnaður, hálf-
rolulegur og það örlar á svolitum
kvenleika í honum. En þetta
fannst mér það skemmtilegasta við
myndina, með undantekningunni á
einu þrælgóðu atriði, þar sem Wil-
son er að reyna að fá samstarfs-
konu sína til lags við sig, og vitnað
er á skemmtilegan hátt í blessaðan
Cyrano de Bergerac.
Annars er myndin því miður
engan veginn frumleg. Ósýnilegri
herþotu er stolið frá ríkisstjórn
Bandaríkjanna. Vondi kallinn í
Austur-Evrópu hefur hana í fórum
sínum og ætlar að selja öðrum
vondum kalli hana, en hann ætlar
að sprengja upp Washington, og
þessu þarf auðvitað að afstýra.
Það er jú brandari í sjálfu sér að
nota sama söguþráð og í allmörg-
un spennumyndum dagsins í dag,
en ekkert rosalega góður samt.
Slatta af bröndurum er hent inn,
einum langdregnum eltingaleik,
sætu konunni Famke Janssen og
svo er bara að hafa gaman af öllu
saman. Ef maður er þannig
stemmdur.
Andhetjur
í njósnaleik
Owen Wilson og Eddie Murphy lenda tíðum í kröppum dansi í Á gægjum.
KVIKMYNDIR
Regnboginn og Smárabíó
Leikstjórn: Betty Thomas. Handrit: Mari-
anne og Cormac Wibberley. Kvikmynda-
taka: Oliver Wood. Aðalhlutverk: Eddie
Murphy, Owen Wilson, Famke Janssen,
Malcolm McDowell, Gary Cole. 96 mín.
BNA. Columbia Tristar 2002.
Á GÆGJUM (I SPY) Hildur Loftsdóttir
Í DAG verður tilkynnt um til-
nefningar til Óskarsverðlauna.
Þar sem verðlaunin eru hik-
laust þau, sem mest kveður að í
hinum ægistóra kvikmynda-
geira hefur margt verið skrafað
um þau og skeggrætt und-
anfarna mánuði og sitt sýnist
hverjum. Og meira að segja
hafa komið upp deilumál.
Þau sem tilkynna munu um
verðlaunin eru þau Frank Pier-
son, forseti bandarísku kvik-
myndaakademíunnar, og leik-
konan Marisa Tomei, en talað
er um að þetta sé næststærsti
dagur ársins í huga þeirra sem
eiga hagsmuna að gæta á Ósk-
arnum. Tilkynningarnar munu
fara fram í sal, hvar 500 hlut-
aðeigendur munu fylgjast
spenntir með. Nokkrar stórar
sjónvarpsstöðvar munu senda
beint frá þessum viðburði.
Flestir spámenn telja að
Stundunum (The Hours) og
Chicago muni farnast vel á há-
tíðinni. Þá eru Gengin í New York
og Hringadróttinssaga: Turnarnir
tveir oft nefndar. Martin Scorsese,
sem leikstýrir þeirri fyrrnefndu,
hefur aldrei fengið Óskar og þá
finnst mörgum sem gengið hafi
verið framhjá Hringadróttinssögu
í fyrra. Spennandi verður því að
sjá hvað gerist í dag, því margir
telja þessa mynd taka þeirri fyrri
fram að gæðum. Jack Nicholson
þykir þá líklegur til sigurs fyrir
hlutverk sitt í myndinni Um
Schmidt (About Schmidt). En
verður hann tilnefndur?
Það sem vakið hefur flestar
spurningar, jafnvel úlfúð er sá
möguleiki að myndirnar Ræddu
málin (Hable Con Ella) eftir
spænska leikstjórann Pedro Alm-
odovar og hin mexíkanska Og
mamma þín líka (Y Tu Mamá
También) falli á milli flokka og fái
engar tilnefningar. Báðar eru
nefnilega gildar í almenna flokk-
inn, ekki þann erlenda, þar sem
myndirnar voru sýndar í almenn-
um sýningum í Los Angeles á síð-
asta ári. Þegar er búið að tilnefna
spænska mynd, Sólríkir mánudag-
ar (Los Lunes al sol) í stað mynd-
ar Almodovars. Hún sópaði einnig
til sín Goyunni, spænsku kvik-
myndaverðlaununum, á kostnað
Almodovars, að margra mati.
Að lokum ber að geta þess að
Haf Baltasars Kormáks er talið
eiga möguleika á tilnefningu, skv.
kvikmyndavefjunum The Film
Experience og E-filmcritic.
Óskarinn verður afhentur 23.
mars næstkomandi.
Leyfum John C. Reilly að eiga
lokaorðin, en hann þykir líklegur
til stórræða á Óskarnum, en hann
leikur hlutverk í Stundunum, -
Chicago og Gengjunum í New
York.
„Það er eitthvað skrýtið við að
umbreyta listrænni umleitan í
keppnisíþrótt,“ sagði hann, að-
spurður hvernig honum litist á, og
snerti þar með á hinu gamalkunna
bitbeini um hvort hægt sé yfirhöf-
uð að tala um „best“ og „verst“ í
sköpun.
Tilkynnt verður um óskarstilnefningar í dag
Hverjir munu
bítast?
John C. Reilly leikur í Chicago, Stund-
unum og Gengjunum í New York.
fim 13.2 kl. 21, UPPSELT
föst 14.2 kl. 21, aukasýning,UPPSELT
lau 15.2 kl. 21. UPPSELT
fim 20.2 kl. 21, UPPSELT
föst 21.2 kl. 21, UPPSELT
lau 22.2 kl. 21, Örfá sæti
fim 27.2 kl. 21, aukasýning,UPPSELT
föst 28.2 kl. 21, UPPSELT
lau 1.3 kl. 21, 100 SÝNING, Laus sæti
föst 7.3 kl. 21, Laus sæti
lau 8.3 kl. 21, Laus sæti
"Björk er hin nýja Bridget Jones."
morgunsjónvarpið
Stóra svið
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Fö 14/2 kl 20,
Lau 15/2 kl 19, Ath. breyttan sýningartíma, Lau 22/2 kl 20
Fö 28/2 kl 20, Lau 1/3 kl 20, UPPSELT, Fim 6/3 kl 20
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Su 16/2 kl 20, Fi 20/2 kl 20
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 16/2 kl 14, Su 23/2 kl 14
FÁAR SÝNINGAR EFTIR
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fö 14/2 kl 20, UPPSELT, Lau 15/2 kl 20, Mi 19/2 kl 20,
Lau 22/2 kl 16 Ath. breyttan sýn.tíma,
Mi 26/2 kl 20, UPPSELT
MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS
VÆRI HATTUR
eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne
Fim 13/2 kl 20, Lau 15/2 kl 20, Fi 20/2 kl 20
MYRKIR MÚSIKDAGAR
Lau 15/2 kl 15 Kammertónleikar-Stelkur
Su 16/2 kl 15 Flaututónleikar,
Mið 19/2 kl 20 Lúðrasveitartónleikar
V-DAGURINN
Baráttudagskrá
Fö 14/2 kl 20
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Su 16/2 kl 20, Fö 21/2 kl 20
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Lau 22/2 kl 20 AUKASÝNING
SÍÐASTA SÝNING
PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler
Su 16/2 kl 20, Fö 21/2 kl 20
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN
í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ
Leikrit með söngvum- og ís á eftir!
Lau 15/2 kl 14
eftir Sigurð Pálsson
fös. 14. feb. kl. 20
lau. 15. feb. kl. 20
sun. 16. feb. kl. 20
Takmarkaður sýningafjöldi
Sýnt í Smiðjunni - s. 552 1971
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka
daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19
sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar
4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700
Fös 14/2 kl 21 Nokkur sæti
Lau 22/2 kl 21 Nokkur sæti
Lau 22/2 kl 23 Aukasýning
Fös 28/2 kl 21
Lau 1/3 kl 21
SM
alka
iðill
Í kvöld kl: 21 Örfá sæti
Sun. 16.Febrúar kl:21 Örfá sæti
Laug. 22.Febrúar kl:21
Sun. 23.Febrúar kl:21
Þri. 25.Febrúar kl:21 Síðasti fundur
Pantið í síma 848-0475.
Athugið fáir fundir eftir
Viðkvæmu fólki er bent á að það
sækir fund á eigin ábyrgð
Leikfélag Hafnarfjarðar
16. feb. kl. 14. og 17 örfá sæti
23. feb. kl. 14. og 17 örfá sæti
2. mars kl. 14 laus sæti
Ath. miðasala opin frá kl. 13-18