Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
A
ð vera umvafinn
kvenfólki alla daga
er eflaust draumur
margra karlmanna,
en þegar sá sem í
hlut á er aðeins tíu ára snýr málið
eilítið öðruvísi við. Það er nefni-
lega þannig að frá morgni til
kvölds eru það nær eingöngu kon-
ur sem leiðbeina syni mínum á
vegi lífsins, kenna honum muninn
á röngu og réttu og hvernig prúð-
ur ungur maður á að haga sér.
Það er vissulega alls ekki slæmt
að hafa sterkar og duglegar kon-
ur í lífi drengja, en þar sem nán-
ast allt fullorðið fólk sem sonurinn
á samskipti við dags daglega er
kvenkyns
finnst mér
stundum komið
fullmikið af því
góða. Kenn-
arinn er kona,
það sama gildir
um starfsfólk
skóladagheimilisins og meira að
segja myndbandaleigunnar,
hverfisbúðarinnar og bakarísins!
Heilu dagarnir gætu liðið og
sárafáir fullorðnir karlmenn orðið
á vegi hans. Það eru auðvitað eng-
in ný sannindi að flest störf sem
tengjast samskiptum við börn
vinna konur. Það er bara svolítið
úr takt við umræðuna um uppeld-
ismál. Það hefur stundum læðst
að mér sá grunur að líkt og margt
annað í umhverfi og uppeldi
barna gæti þessi þáttur átt eftir
að hafa einhver áhrif á líf einka-
sonarins. Það hlýtur að vera betra
fyrir börn að venjast því að það
séu karlar jafnt sem konur sem
leggja þeim lífsreglurnar.
Í ljósi þessara vangaveltna var
ég því hæstánægð þegar sonur
minn vildi byrja að æfa karate.
Uppfull af stöðluðum hug-
myndum um dæmigerðar karla-
og kvennaíþróttir arkaði ég með
soninn í fyrsta karatetímann og
sá fyrir mér að á móti okkur
myndi taka kraftalegur karl-
maður sem með þeim aga sem
fylgir íþróttinni myndi innræta
syni mínum góða siði. En allt kom
fyrir ekki. Leiðbeinendurnir voru
tveir. ÞÆR voru báðar konur.
Frábærar konur og hörkugóðir
kennarar. Það var alls ekki
vandamálið. Þetta voru konur,
rétt eins og kennarinn og allir
hinir sem messa yfir guttanum
daginn út og inn. Sonurinn var
hins vegar ekki jafn hrifinn af
karate og vonir höfðu staðið til.
Þegar áhuginn á þessari göfugu
íþrótt vék fyrir töfrandi skátalíf-
inu tók ég gleði mína á ný. Nú
skyldi haldið í skátafélag hverf-
isins á fund skátaforingja; virðu-
legs karlmanns í skátaskyrtu.
Hann myndi kenna syninum að
hnýta, byggja skýli og síðar meir
grafa sig í fönn. Hann myndi ýta
undir karlmannlegar hliðar hans
og vera gott mótvægi við allar
góðu konurnar sem hann hefur
stöðugt fyrir augunum. Nú skyldi
gerður maður úr syninum. Spenn-
an magnaðist er við gengum að
skátafélagshúsinu, þar inni væri
fullt af skátum, kátum strákum
sem kynnu á gítar og alls kyns
skemmtilega skátaleiki. Sonurinn
var greinilega sjálfur með
ákveðnar hugmyndir um hvað
væri í vændum. Það voru því for-
dómafull mæðgin sem settust nið-
ur á fyrsta skátafundinum og biðu
eftir sterklega skátaforingjanum.
Inn storma tvær konur. Þær
kynna sig og segjast vera flokks-
foringjar ylfingahópsins í vetur.
Hvað?! Hvar var sterklegi skáta-
foringinn?! Nei, hann var hvergi
að sjá en húsið var fullt af glaðleg-
um skátastelpum og skátastrák-
arnir víst flestir gengnir til liðs
við björgunarsveitir. Skátastelp-
urnar hafa svo sannarlega ekki
valdið okkur vonbrigðum, þær
kunna alla hnúta, frábæra leiki og
spila á gítar af algjörri snilld. Það
rann upp fyrir mér að ég var ekk-
ert skárri en fáfróður hellisbúi,
með fyrirfram ákveðnar hug-
myndir um kynjaskiptingu. En að
öllu gríni slepptu er þráin eftir
sterklega skátaforingjanum
sprottin af karlmannsleysinu í
daglegu lífi sonar míns. Ég get
ekki með nokkru móti séð að það
sé vænlegt til vinnings.
Eftir vinnu um daginn mælti ég
mér mót við soninn á hárgreiðslu-
stofu. Þar tekur Siggi klippari á
móti okkur. Í fyrstu kom und-
arlegur svipur á drenginn, þetta
hafði hann ekki upplifað áður,
hafði þar til þá vanist konum með
skæri. Það fyrsta sem Siggi segir
er: „Blessaður félagi, með hvaða
fótboltaliði heldurðu?“ „Val,“ seg-
ir litli Hlíðabúinn og horfir ljóm-
andi á mömmu sína í speglinum.
Þeir „félagarnir“ spjalla um fót-
bolta meðan á klippingunni stend-
ur og það er ekki laust við að talað
sé um klipparann með lotningu í
nokkra daga á eftir. Það er sko
ekkert að því að vera karl og
klippa hár. En er eitthvað að því
að vera karl og kenna í grunn-
skóla eða leikskóla? „Launin,“
svara sennilega flestir. En býr
virkilega ekkert annað að baki?
Í jafnréttisbaráttunni hafa
mörkin milli dæmigerðra karla-
og kvennastarfa sífellt orðið óljós-
ari. Hvert „karlavígið“ á fætur
öðru hefur fallið. Nú eru konur
komnar í slökkviliðið og lögregl-
una og ekki man ég betur en að
flestir læknanemar séu konur. En
hefur jafnréttisbaráttan aðeins
virkað í aðra áttina? Eru konur
farnar að vinna karlastörf en karl-
arnir bara búið til ný störf í stað
þess að sækja í störf kvenna? Á
þessu virðast vopn jafnréttisbar-
áttunnar ekki hafa bitið.
Við viljum fleiri konur í stjórn-
unarstöður og fleiri konur á þing!
Barátta með þetta að markmiði
hefur skilað árangri. Auður í
krafti kvenna er líka dæmi um
verkefni sem hefur gert konur
sýnilegri í atvinnulífinu. Ég man
hins vegar ekki eftir verkefnum
sem hvetja karla til að starfa með
börnum.
Kynin nálgast viðfangsefni sín
á ólíkan hátt og það er jákvætt.
Þess vegna furða ég mig á því að
við leggjum ekki meira kapp á að
jafna hlutföll kynjanna í uppeld-
isstörfum og auka þar með víð-
sýni barnanna. Er jafnréttisbar-
átta kannski bara það sama og
kvenréttindabarátta?
Auður í
krafti karla!
Skátaforinginn myndi kenna syninum
að hnýta, byggja skýli og síðar meir
grafa sig í fönn. Hann myndi ýta undir
karlmannlegar hliðar hans og vera gott
mótvægi við allar góðu konurnar sem
hann hefur stöðugt fyrir augunum.
VIÐHORF
Eftir Sunnu
Ósk
Logadóttur
sunna@mbl.is
✝ Torfi Ásgeirsson,hagfræðingur,
fæddist í Reykjavík 11.
marz 1908. Hann and-
aðist í Reykjavík 31.
janúar síðastliðinn.
Faðir Torfa var Ás-
geir Torfason (f. 1871,
d. 1916) efnaverk-
fræðingur, kennari við
Háskóla Íslands og
skólastjóri Iðnskólans
í Reykjavík. Foreldrar
Ásgeirs voru Torfi
Bjarnason, stofnandi
og skólastjóri Búnaðarskólans í
Ólafsdal, og Guðlaug Zakarías-
dóttir. Móðir Torfa var Anna
Louise Ásmundsdóttir (f. 1880, d.
1954) sem stofnaði og rak sauma-
stofu og verslun, Hattabúð Reykja-
víkur, og fyrirtækið Íslensk ull.
Foreldrar Önnu voru Ásmundur
Sveinsson, sýslumaður í Dalasýslu
og fógetafulltrúi í Reykjavík, og
Guðrún Pétursdóttir Hall. Torfi
var elstur þriggja barna Ásgeirs
og Önnu en yngri börn þeirra voru
Áslaug og Ásgeir sem bæði eru lát-
in.
Torfi kvæntist Veru Pálsdóttur
og eignuðust þau fjögur börn, Ás-
geir, Önnu Kristjönu, Ólaf og
Ragnheiði. Torfi nam verkfræði
við Politeknisk Læreanstalt í
Kaupmannahöfn 1926–28, hag-
fræði við Kaupmannahafnarhá-
skóla 1930–38 og þjóðhagsreikn-
ingagerð í viðskipta-
ráðuneytinu í Wash-
ington og hjá Sam-
einuðu þjóðunum í
New York 1952–53.
Torfi starfaði í fjár-
málaráðuneytinu í
Kaupmannahöfn
1928–30, í skipulags-
nefnd atvinnumála, ný-
byggingaráði og fjár-
hagsráði 1938–52, sem
forstöðumaður hag-
deildar Framkvæmda-
banka Íslands 1953–62,
skrifstofustjóri Efnahagsstofnun-
arinnar 1962–70 og forstöðumað-
ur fjármáladeildar menntamála-
ráðuneytis frá 1970–78.
Af öðrum störfum Torfa má
nefna að hann var kennari í stærð-
fræði við Iðnskólann í Reykjavík
1938–54, fulltrúi Alþýðusambands
Íslands í kauplagsnefnd 1940–75,
varaformaður yfirfasteignamats-
nefndar 1962–78, ritari og fulltrúi
félagsmálaráðuneytisins í verð-
lagsnefnd landbúnaðarafurða
1942–83 og í stjórn mannvirkja-
gerðar Landspítala 1973–82.
Torfi ritaði um ýmis hagfræði-
leg efni og vann fyrstu skoðana-
kannanir sem gerðar voru hér á
landi árið 1942 og síðan nokkrar í
samvinnu við Gallup.
Útför Torfa verður gerð frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þegar Torfi Ásgeirsson kom frá
námi og starfi ytra, fóru í hönd tíma-
mót í og heildstæðri vinnslu hag-
skýrslna til stefnumótunar. Hann fór
til framhaldsnáms í þjóðhagsreikning-
um, sem þá urðu heildarumgerð slíks
starfs, og tók við hagdeild Fram-
kvæmdabankans, þar sem hann stýrði
vinnslu þeirra. Þangað kom ég til hans
og þáði ásamt öðrum af honum lesefni
og hollráð, sem varð okkur ómetan-
legt veganesti ásamt traustri vináttu
til loka. Þjóðhagsreikningana þurfti
að vinna upp frá grunni dreifðra hag-
talna og skeyta með eyðufyllingum
saman í heildarmynd, fyrst þá þættir
þjóðarbúskaparins, sem fyrri stofnan-
ir höfðu byggt undir. Var um átaka-
mikla, áralanga uppbyggingu að
ræða, en Torfi gætti þess að byrja alla
þætti frá stríðslokum svo að heild-
stætt kerfi myndaðist. Auk þess varð
jafnharðan að svara kalli tímans með
heildaryfirlitum og „hvellverkefnum“
á ófullkomnum skýrslugrunni. Marg-
þætt reynsla Torfa gerði kleift að vefa
saman heildaruppgjör þjóðartekna á
mismunandi grunni, og varð því lokið
við upphaf Efnahagsstofnunarinnar,
sem starfsemin færðist til 1962, og
áttum við þar samleið til 1970.
Fágæt hæfni Torfa gerði hann eft-
irsóttan til trúnaðarstarfa í íhlutunar-
sömu samfélagi, svo sem við verðlags-
grundvöll búvara og framfærslu-
vísitöluna, og beitti hann sér mjög
fyrir beitingu úrtaksathugana við
hagskýrslur. Gat Torfi nánast talist
stofnun út af fyrir sig, og var hann síst
hagfræðinga tortryggður af alþýðu-
samtökum. Hann bjó yfir ríkum hæfi-
leika til einbeitingar, svo unun var
sögð að horfa á hann vinna.
Meira en sextugur bjó Torfi yfir
endurnýjunarkrafti til að grundvalla
áætlanakerfi menntamálaráðuneytis.
Ekki var síður undravert, að hann
skyldi eftir sjötugt hafa þrek til að
ráðast í stórvirki þjóðhagsreikninga
1901–45 til útgáfu á vegum Þjóðhags-
stofnunar.
Vita mátti, að Torfi mundi endast
vel með svo ljúfa konu sem Veru sér
við hlið. Vinir þeirra hafa fylgst vel
með þeim og hlotið að viðurkenna, að
eigi má sköpum renna. Við Rósa vott-
um Veru og fjölskyldunni innilega
samúð, þökkum góða samfylgd og
biðjum þeim blessunar.
Bjarni Bragi Jónsson.
Torfi Ásgeirsson var fulltrúi þeirr-
ar nýju sýnar á hlutverk hagfræðinn-
ar sem ruddi sér til rúms upp úr 1930
og brautryðjandi í þeirri söfnun og úr-
vinnslu gagna sem sú sýn þurfti á að
halda. Fundum okkar bar fyrst saman
þegar ég kom heim frá námi í Svíþjóð
sumarið 1945 og hóf störf hjá Ný-
byggingarráði sem umsjón hafði með
þeirri nýsköpun atvinnulífsins sem þá
var efst á baugi. Torfi var tíu árum
eldri en ég og hafði þegar drjúga
reynslu af að glíma við þau brota-
kenndu gögn sem þá voru fyrir hendi
um íslensk efnahagsmál. Það var mér
mikils virði að geta svo snemma í
starfi notið handleiðslu manns sem
var eins glöggur á tölur og Torfi var
og eins snjall að finna leiðir til að brúa
þær torfærur sem á veginum urðu.
Þetta var upphaf náinnar samvinnu
um áratuga skeið og traustrar vináttu
ævilangt. Torfi gekk aðra leið til
mennta en jafnaldrar hans. Í stað
menntaskólanáms hérlendis varð
hann stúdent frá kunnum dönskum
heimavistarskóla, en móðir hans, frú
Anna Ásmundsdóttir, mun hafa viljað
veita þessum vel gefna syni, sem svo
ungur hafði misst föður sinn, þá bestu
menntun sem völ var á. Að svo búnu
hóf Torfi háskólanám í Danmörku,
fyrst í rafmagnsverkfræði og svo í
hagfræði, eftir að hafa starfað í
dönsku hagstofunni um tveggja ára
skeið. Á þeim tíma sem hann hefur
hagfræðinám, upp úr 1930, er mikil
umbylting á ferðinni jafnt í efnahags-
lífi Vesturlanda sem í fræðigreininni.
Sú veröld jafnvægis og framfara sem
menn höfðu sett traust sitt á mestan
hluta nítjándu aldar hafði glatast í
fyrri heimsstyrjöld, og þegar kreppan
skall á blasti það við að endurreisn
þeirrar veraldar hafði ekki tekist.
Margir töldu að þau endalok laus-
beislaðs kapítalisma, sem jafnaðar-
menn höfðu lengi þóst sjá fyrir, væru
nú fram komin og nýtt skipulag sósíal-
isma í burðarliðnum. Aðrir töldu að
einkaframtak og frjálst athafnalíf
gætu enn haldið velli, en þó því aðeins
að virk stjórn ríkisvaldsins kæmi til
sögunnar sem beitti peningamálum
og fjármálum til að örva atvinnulífið
og tryggja fulla atvinnu ásamt öðru
félagslegu öryggi. Það var síðar-
nefnda skoðunin sem setti mark sitt á
þá tíma sem framundan voru, fyrir og
eftir heimsstyrjöldina síðari. Þar með
voru komin til sögunnar ný viðhorf í
hagfræðinni. Hlutverk hennar var
ekki lengur að skýra hvers vegna sem
minnst afskipti af efnahagslífinu væru
fyrir bestu, heldur beinlínis að leiða þá
stjórn efnahagsmála sem nauðsyn
krafði. En til þess að gegna þessu nýja
hlutverki þurfti á að halda miklu full-
komnari upplýsingum um efnahags-
mál en áður og miklu víðari yfirsýn og
betra skilningi en fyrr. Af þeirri þörf
spratt von bráðar aukin og bætt hag-
skýrslugerð, beiting stærðfræði til
skilnings efnahagslegu samhengi og
síðast en ekki síst gerð þjóðhagsreikn-
inga til yfirsýnar. Það voru þessi um-
skipti kreppuáranna, þessi nýja sýn á
hlutverk hagfræði og hagfræðinga
sem mótuðu þau viðhorf Torfa Ás-
geirssonar er entust honum langa
starfsævi. Sú mótun náði ekki aðeins
til skilnings heldur einnig til heitra til-
finninga. Starfið við að afla gagna,
skilja og skýra samhengi, upplýsa
stríðandi fylkingar, var þjóðþrifastarf
í þágu þeirra fyrst og fremst sem mest
áttu í húfi þegar atvinna brast og neyð
steðjaði að.
Þegar Torfi sneri heim til Íslands
árið 1938 hafði Skipulagsnefnd at-
vinnumála starfað um nokkurra ára
skeið, að öðrum þræði við söfnun og
úrvinnslu gagna um efnahagsmál.
Mun Torfi hafa komið að því starfi á
lokastigi þess, en nefndin hvarf úr
sögunni við stjórnarskiptin 1939.
Nokkrum árum síðar, í styrjöldinni
miðri, beitti Hermann Jónasson sér
fyrir endurreisn nefndarinnar undir
nafninu Skipulagsnefnd atvinnumála
eftir stríð, en slíkur undirbúningur
hafði þá hafist víða um lönd. Urðu þeir
Torfi Ásgeirsson og Arnór Sigurjóns-
son starfsmenn nefndarinnar og unnu
ötullega að söfnun og úrvinnslu
gagna. Þegar svo Nýbyggingarráð
tók til starfa í nóvember 1944 var því
falið að taka við þessu skipulagsstarfi
og urðu þeir Torfi og Arnór starfs-
menn ráðsins, en þar kynntist ég
ýmsu því sem þeir höfðu verið að
vinna. Hins vegar var ekkert tóm til
að nýta þessi gögn né önnur ný í starf-
semi ráðsins, og um eiginlega áætl-
unargerð af þess hálfu var aldrei að
ræða. Markmiðið var að kaupa sem
mest af framleiðslutækjum til lands-
ins á sem skemmstum tíma, áður en
gjaldeyriseignirnar þraut. Störf okk-
ar Torfa og Arnórs voru því að mestu
til hliðar við hið eiginlega verkefni
ráðsins. Við gátum þó ekki látið það
lönd og leið sem við töldum mestu
skipta, en það var sá vandi sem við
blasti í almennri skipan efnahags-
mála. Skrifuðum við Torfi í samein-
ingu greinaflokk sem nefndist Um
dýrtíðarmálin sumarið 1946 sem varð
mér undirbúningur að starfinu í hag-
fræðinganefndinni svokölluðu þá um
haustið. Torfi sinnti jafnframt öðru
áhugamáli, skoðanakönnunum, þar
sem hann var fyrstur manna á ferð-
inni hér á landi, og vann ég með hon-
um að einni þeirra.
Störfin í nýbyggingarráði og síðar
fjárhagsráði urðu mér og Torfa,
ásamt öðrum starfsbræðrum okkar,
þung ganga, en um margt lærdóms-
rík. Um eiginleg hagfræðistörf var
ekki að ræða, heldur öllu heldur skrif-
stofustörf í úthlutunar- og skömmtun-
arkerfi. Grunnur upplýsinga til að
leysa þau störf af hendi var þó af
skornum skammti, enda þótt við hann
væri allmiklu bætt að því er varðaði
helstu atvinnugreinar og opinberar
framkvæmdir. Þjóðhagsreikningar
voru ekki komnir til sögunnar, né var
að gerð þeirra unnið. Af hálfu ráð-
anna, sem í orði kveðnu voru svo
áhrifamikil, gat ekki verið um eigin-
lega áætlunargerð eða hagstjórn að
ræða, enda voru bæði peningamál og
fjármál utan verkahrings þeirra, og
raunar engin stofnun til í landinu sem
sinnt gæti peningamálum.
Á viðhorfum til þessara mála varð
fyrst breyting þegar Benjamín Ei-
ríksson kom til landsins sem hag-
fræðilegur ráðunautur ríkisstjórnar
og síðar bankastjóri Framkvæmda-
bankans. Það var tákn þeirra breyttu
tíma að Torfi Ásgeirsson fór til
Bandaríkjanna 1952 til þess að kynna
sér vandlega gerð þjóðhagsreikninga,
en þá hafði ég fyrir nokkru hafið störf
hjá Alþjóðabankanum í Washington.
Þegar heim kom að nýju varð Torfi
forstöðumaður hagdeildar Fram-
kvæmdabankans, þar sem hann gat
ásamt völdu starfsliði lagt grunn að
þjóðhagsreikningum, um leið og
fylgst var með gangi efnahagsmála og
unnið að úrlausn aðkallandi verkefna.
Þjóðhagsreikningarnir voru margra
ára viðfangsefni og birtist niðurstaða
þess ekki fyrr en 1962 í ritgerðinni
Þjóðarframleiðsla, verðmætaráðstöf-
un og þjóðartekjur 1945–60, er Torfi
gekk frá ásamt Bjarna Braga Jóns-
syni. Á sama tíma hafði Efnahags-
stofnunin komið til sögunnar og verið
falin störf hagdeildar Framkvæmda-
TORFI
ÁSGEIRSSON