Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 36

Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Ólafssonfæddist 25. ágúst 1930 í Reykjavík. Hann lést 2. febrúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafur Einarsson, sjómaður og bifreiðarstjóri í Reykjavík, f. 19. jan. 1894, d. 8. júní 1960, og Dóróthea Árna- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 21. sept. 1895, d. 26. okt. 1964. Árni kvæntist 30. sept. 1950 Matthildi Þórey Marteinsdótt- ur, f. 13. apríl 1930, stúdent frá MR 1950, BA í bókasafnsfræði og ensku frá HÍ 1972, yfirbókaverði Borgarspítalans. Þau skildu. Syn- ir þeirra eru: 1) Ólafur, f. 8. júní 1951, búsettur í Reykjavík. Dætur hans eru Tinna, f. 1976, sonur hennar er Ólafur Dagur, f. 2000, og Stella, f. 1984. 2) Marteinn Gísli, f. 8. jan. 1955, búsettur í Reykjavík. Árni lauk stúd- entsprófi frá MR 1949. BS prófi í fiski- vinnslufræðum frá University of Wash- ington í Seattle 1953 og nam viðskipta- fræði við sama há- skóla 1953–55. Hann var verk- smiðjustjóri hjá Booth Fisheries Corporation í Brownsville í Texas 1955–1956 og í New Orleans í Louisiana 1956–1957 og var sölustjóri Coldwater Seafood Corporation í New York 1957– 1962. Árni var framkvæmdastjóri og eigandi útflutningsverslunar- innar Íslenskar sjávarafurðir 1962–1968 og framkvæmdastjóri og eigandi innflutningsverslunar- innar Árna Ólafssonar hf. í Reykjavík frá 1966. Útför Árna var gerð í kyrrþey að ósk hins látna. Hann Árni Ólafsson vinur minn er látinn. Þegar kveðjustund rennur upp reikar hugur minn til bernskuár- anna sem Árni átti svo stóran þátt í að gera svo dæmalaus skemmtileg. Árni var kvæntur móðursystur minni, Stellu Marteinsdóttur, og bjuggu þau ásamt sonum sínum, Ólafi og Marteini Gísla, á Hraun- braut 30 í Kópavogi. Árni var einstaklega barngóður maður og fékk ég oft að gista á Hraunbrautinni þegar ég var lítil stelpa og voru það dýrðlegir dagar. Árni snerist endalaust í kringum- mig og lét mig svo sannarlega finna að ég var prinsessan á heimilinu; ekkert var of gott fyrir Stellu „litlu skessu“ eins og hann kallaði mig svo oft. Ofarlega í minningunni eru jólin á Hraunbrautinni – húsið eins og ævintýraland og þar átti Stella, elskulega frænka mín, stærstan hlut að máli, en Árni og frændurnir mín- ir Óli og Matti stjórnuðu leikjum sem allir tóku þátt í og mikið gátum við hlegið og skemmt okkur vel saman, en ég held nú bara að Árni hafi skemmt sér manna best. Ég minnist einnig ferðanna sem fjölskyldurnar fóru í sumrin. Þá var Árni óþreytandi í að ærslast með okkur krökkunum og var svo sann- arlega hrókur alls fagnaðar. Árin líða, bernsku- og æskuár að baki. Þá fellur skuggi mikillar sorg- ar yfir fjölskyldu mína, faðir minn deyr langt fyrir aldur fram og mér fannstveröldin hrynja. Þá var gott að eiga Árna og Stellu frænkuna mína að vinum. Við andlát föður míns missti Árni líka einn af sínum bestu vinum og aldrei gleymi ég hvað fjölskyldan á Hraunbrautinni reyndist okkur öllum vel gegnum erfiða tíma. Enn líða ár. Það var stolt brúður sem gekk upp að altarinu með Árna sér við hlið sem svaramanni í brúð- kaupi mínu. Hann var mín stoð og stytta þá. Ég vil þakka Árna og Stellu frænku minni fyrir ógleymanlegar heimsóknir þeirra til okkar hjónanna þegar við bjuggum í London og allt sem þau gerðu fyrir okkur þar. Hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, elsku Árni minn. Guð blessi þig. Ég bið Guð að gefa öllum ástvin- um Árna styrk á erfiðum tímum. Stella Bragadóttir. Einn af frumkvöðlum við sölu frystra fiskafurða frá Íslandi á Bandaríkjamarkað, Árni Ólafsson, er fallinn frá. Um árabil eða frá 1949–1962 tók hann þátt í þeirri uppbyggingu sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stóð fyrir á því markaðssvæði ásamt Jóni Gunnars- syni, Pálma Ingvarssyni og fleirum. Var þar um að ræða mikilvægt verkefni sem hafði mjög mikið gildi fyrir þróun frystiiðnaðarins hér á landi og bætt lífskjör. Á því tímaskeiði sem hér um ræð- ir voru ýmis viðskipti að verulegu leyti í viðjum hafta og bundin höml- um. Þannig var það til dæmis um stóran hluta útflutnings landsmanna svo sem um sölu freðfisks. Sú var krafa Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og Sambands ísl. samvinnu- félaga, sem á þeim tíma sáu nær al- farið um sölu á freðfiski á erlenda markaði, að þeir einir hefðu þessi viðskipti með höndum. Var á það fallist af hálfu stjórnvalda að mestu leyti um árabil. Sá, sem þessar línur ritar, hafði þann starfa í viðskiptaráðuneytinu um árabil frá 1962 að veita leyfi til útflutnings undir yfirstjórn ráð- herra. Mér er minnisstætt þegar Emil Jónsson, sem þá var viðskipta- ráðherra, tjáði mér að hann hefði ákveðið að heimila fyrirtæki Árna Ólafssonar að hefja útflutning og sölu á sérfrystum fiski úr frystihúsi í Vestmannaeyjum á Bandaríkja- markað. En þá hafði Árni látið af störfum hjá dótturfyrirtæki SH í Bandaríkjunum og sett á stofn eigið fyrirtæki hér á landi. Þannig hófust kynni okkar Árna. Það hefur vafalaust ráðið ákvörð- un Emils um leyfisveitingu til Árna Ólafssonar, að Árni var einkar traustvekjandi og hafði gert mjög góða og glögga grein fyrir sínum áformum, eins og Emil tjáði mér. Þá hafði hvorki SH né SÍS látið vinna slíka vöru og Árni hefði hug á að framleiða. Árni sinnti útflutningi um skeið. Einnig rak hann innflutnings- verslun. Um tíma var heimili Árna í Portú- gal, en þar átti hann hús. Átti ég þess kost að koma þar í heimsókn og njóta gestrisni hans og hlýleika. Undi hann hag sínum vel á þeim slóðum. Árni Ólafsson var maður fastur fyrir, greiðasamur, hafði góða kímnigáfu, léttur í lund og skemmti- legur í allri umgengni. Ég kynntist lítillega sonum hans tveimur, Marteini og Ólafi og fyrr- verandi eiginkonu, Matthildi, skóla- systur hans. Sendi ég þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Árna Ólafs- sonar. Stefán Gunnlaugsson. ÁRNI ÓLAFSSONElskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN G.Þ. JÓHANNSSON, áður Óðinsgötu 11, Reykjavík, sem lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 4. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13.30. Inga Jóhannsson, Guðmundur Kristófersson, Donna Ilumin, JoJo Ilumin, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS JENS HAFBERG. Olga Hafberg, Björn Rögnvaldsson, Sigríður Hafberg, Birgir Hlíðar Guðmundsson, Hrafnhildur Hafberg, Einar Þór Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS EINARSSONAR, Þórufelli 12, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landpítalans, Kópavogi, fyrir þá einstöku umönnun og virðingu sem Kristjáni var sýnd í veikindum hans. Einnig sérstakar þakkir til kórs Menntaskólans í Reykjavík. Margrét Magnúsdóttir, Ragnhildur Kristjánsdóttir, Hannes R. Richardsson, Gunnar Örn Jónsson, Kristján Már Gunnarsson, Gísli Þór Gunnarsson, Ólafur Gunnarsson, Fannar Freyr Hannesson, Richard Rafn Hannesson, Margrét Mist Hannesdóttir. Þökkum innilega fyrir allan kærleik og samúð við andlát elskulegrar móður minnar, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Steig í Mýrdal. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 3A, Hrafnistu Reykjavík, fyrir frábæra umönnun og hjúkrun. Fyrir hönd aðstandenda, Hrönn Karólína Johnson. Innilegar þakkir færum við öllum, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu, móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu, systur og mág- konu, OLGU BETTÝAR ANTONSDÓTTUR, Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi og hjúkrunarþjónustu Karitas. Páll Gestsson, Anton Valur Pálsson, Ragnheiður Eggertsdóttir, Rakel Guðný Pálsdóttir, Gunnlaugur Ingimundarson, Svanbjörg Pálsdóttir, Mia Bergström, Sjöfn Pálsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Kristjana Pálsdóttir, Andrés Bjarnason, Gestur Pálsson, Linda Guðlaugsdóttir, Árni Valur Antonsson, Anton Helgi Antonsson, Sólrún Aradóttir, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNEYAR INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Hlíf II, Ísafirði. Magni Ö. Guðmundsson, Svanhildur Þórðardóttir, Anna Lóa Guðmundsdóttir, Gunnlaugur Einarsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Halldór Guðmundsson, Sveinn Guðmundsson, Bergljót Ása Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR ÁRNASON frá Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Innilegar þakkir til heimilis- og starfsfólks á Kirkjuhvoli og Sjúkrahúsi Suðurlands fyrir umhyggju og alúð. Ennfremur sendum við hjartans þakkir til allra þeirra sem sendu okkur kort, blóm og hugheilar kveðjur. Unnur Sigurðardóttir, Alfred Rohloff, Valborg Sigurðardóttir, Sara H. Sigurðardóttir, Gunnar Ólafsson, Árni Þ. Sigurðsson, Aagot Emilsdóttir, Þórunn B. Sigurðardóttir, Árni M. Emilsson, Hrafnhildur I. Sigurðardóttir, Óskar Magnússon, Þórdís A. Sigurðardóttir, Gunnar B. Dungal, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, ÞORSTEINN DANÍELSSON, Guttormshaga, Holtum, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi laugardaginn 8. febrúar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólöf Snælaugsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.