Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 41 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Símaefni VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Hjá okkur færðu efni til símalagna w w w .d es ig n. is © 20 03 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is HELGI Ólafsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í úrslitaeinvígi þeirra á Íslandsmótinu í atskák. Þetta er í fjórða sinn sem Helgi verður Ís- landsmeistari í atskák, en enginn ann- ar skákmaður hefur sigrað svo oft á þessu móti. Einvígið var bráðskemmtilegt. Helgi sigraði í fyrstu skákinni, en Hannes svaraði fyrir sig í annarri skákinni og jafnaði metin. Það þurfti því bráðabana til að knýja fram hrein úrslit. Tefld var hraðskák og þar hafði Helgi betur og lokaúrslitin urðu því 2–1. Í undanúrslitum sigraði Hannes Helga Ás Grétarsson 1½–½ og Helgi Ólafsson sigraði Arnar Gunnarsson með sama mun. Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins var í beinni útsendingu í sjónvarpi (RÚV). Fyrsta skákin í einvígi þeirra Helga og Hannesar tefldist þannig: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 Bg4 6. dxc5 Dxc5 7. Ra3 a6 8. Be3 Dd5!? Nýr leikur, oftast er leikið 8… Dc7 í þessari stöðu, t. d. 9. h3 Bh5 10. Da4+ Rbd7 11. 0–0–0 e6 12. g4 Bg6 13. Bg2, með betra tafli fyrir hvít (Rozentalis- Lerner, Groningen 1997). 9. Be2 -- Ef hvítur leikur 9. Db3, er einfaldast fyrir svart að leika 9… Dxb3 10. axb3 Bxf3 11. gxf3 Rc6 12. Rc4 Hd8 13. Bb6 Hd7 o.s.frv. 9… Dxd1+ 10. Hxd1 Rbd7 11. Rc4 e6 12. h3 Bh5 13. Bf4 b5 Eftir 13… Hc8 14. Rd6+ Bxd6 15. Bxd6 er svartur einnig í vandræðum, t. d. 15… Re4 16. Ba3 Rdf6 17. 0–0 Rc5 18. Hfe1 0–0 19. g4 Bg6 20. Re5 Hfe8 21. f4 Bc2 22. Hd2 Be4 23. Hd4 Bg6 24. Hed1, ásamt 25. Bf3 o.s.frv. 14. Rd6+ Bxd6 15. Bxd6 Re4 16. Ba3 Rdc5 17. g4 Bg6 18. Re5 Hc8 Eða 18… f6 19. Rxg6 hxg6 20. f3 Rg3 21. Hh2 Hc8 22. Bxc5 Hxc5 23. Bd3 f5 24. Kf2 f4 25. Bxg6+ Ke7 26. h4 og hvítur á peð yfir og betri stöðu. 19. f3! Rg3 20. Hh2 -- 20… Bc2? Leikur af sér peði. Eftir 20. . . Rxe2 21. Hxe2 er erfitt að finna viðunandi framhald fyrir svart, t.d. 21. -- f6 (21… Ke7 22. Rd7) 22. Rxg6 hxg6 23. Hd5! Ra4 24. Hxe6+ Kf7 25. He7+ Kg8 26. Hdd7 og svartur á peði minna og al- gjörlega óvirka stöðu. 21. Bxb5+ axb5 22. Hxc2 h5 Eftir 22… f6 23. Bxc5 fxe5 24. Bd6 h5 25. Kf2 h4 26. Bxe5 á svartur tveim- ur peðum minna og tapað tafl. 23. Kf2 h4 24. Hd4 f6 25. Rd3 Rxd3+ 26. Hxd3 f5 Eða 26… g5 27. Hcd2 Kf7 28. Hd7+ Kg6 29. Bd6 Hhd8 (29. -- e5 30. Bxe5 fxe5 31. H2d6+ mát) 30. Bxg3 hxg3+ 31. Kxg3 Hxd7 32. Hxd7 o.s.frv. 27. Bd6 fxg4 28. hxg4 Kf7 29. Bxg3 hxg3+ 30. Kxg3 Hh1 31. He2 Hch8 32. Kf4 H8h6 33. Hd7+ Kf8 34. Kg5 Hf6 35. Hb7 Hxf3 36. Hxe6 og svartur gafst upp. Eftir 36… Hh6 (36… Kg8 37. He8+ Hf8 38. Hxf8+ Kxf8 39. Hxb5) 37. Hxh6 gxh6+ 38. Kxh6 Hf6+ 39. Kg5 Ha6 40. a3 Ha5 41. Kf6 verður fátt um varnir hjá honum. Kasparov – Junior: 3–3 Eins og mörgum viðureignum stór- meistara og skákforrita að undan- förnu lauk einvígi Kasparovs og Deep Junior með jafntefli. Kasparov virðist gjarnan missa sjálfstraustið þegar hann teflir gegn tölvum og svo fór einnig í þetta skipti. Hann þótti gera sér jafntefli að góðu á skrítnum augna- blikum í síðustu tveimur skákunum eftir stutta taflmennsku. Hannes með svart í fyrstu skák Olís-einvígisins Hannes Hlífar Stefánsson stýrir svörtu mönnunum í fyrstu skák Olís- einvígisins sem hófst í gær. Einvígið fer fram í höfuðstöðvum Olís, Sunda- görðum 2, en það er jafnframt styrkt af Guðmundi Arasyni. Stórmeistar- arnir munu tefla eina skák á dag, alls sex skákir, og hefjast þær klukkan 17 nema sú síðasta sem hefst kl. 13 laug- ardaginn 15. febrúar. Góð aðstaða verður fyrir áhorfendur, en skákirnar verða einnig sýndar beint á ICC. Upp- lýsingar fást á ICC með því að slá inn „fi olis2003“ og „fi live“. Refurinn frá Slóvakíu, Sergei Movs- esjan, er númer 34 á heimslista FIDE með 2.663 skákstig. Hann er feikilega taktískur skákmaður og hefur oft á tíðum náð framúrskarandi árangri. Á síðasta ári vann hann ofurmót í Saraj- evo og fyrir nokkrum árum komst hann í átta manna úrslit í Heimsmeist- arakeppni FIDE. Hannes Hlífar hefur oft lagt ýmsa sterkustu skákmenn heims að velli og skemmst er minnast sigurs hans á Michael Adams, fjórða stigahæsta skákmanni heims, í haust á Ólympíu- skákmótinu í Bled. Með mótshaldinu vonast Taflfélagið Hellir eftir því að það hvetji Hannes enn frekar til dáða og hann komist þangað sem hann á heima; á meðal þeirra bestu í heimi. Samhliða einvíginu verður viðamikil dagskrá: 10. og 15. febrúar: Skákskýringar í umsjón Friðriks Ólafssonar og Braga Kristjánssonar. 11. og 13. febrúar: Einvígi skákfor- rits og manns. Arnar E. Gunnarsson og Bragi Þorfinnsson spreyta sig í tveimur skákum gegn sterku skákfor- riti. 12. febrúar: Atlaga Helga Áss Grét- arssonar að Íslandsmeti í blindskák. 14. febrúar: Fjölskyldumót tveggja manna liða. Sterkustu skákfjölskyldur á Íslandi mæta til leiks! Firmakeppni TK Firmakeppni Taflfélags Kópavogs verður haldin miðvikudaginn 12. febr- úar kl. 19:30. Teflt verður í Félags- heimili TK, Hamraborg 5 í Kópavogi. Tefldar verða 5 mínútna hraðskákir. Glæsileg peningaverðlaun eru í boði, kr. 10.000 fyrir efsta sætið, kr. 6.000 fyrir annað sæti og kr. 4.000 fyrir þriðja sætið. Helgi Ólafsson Íslandsmeistari í atskák SKÁK Faxafen 12 ÍSLANDSMÓTIÐ Í ATSKÁK – ÚRSLIT 5.–9. feb. 2003 Hannes Hlífar Stefánsson fékk svart í fyrstu skákinni gegn Movsesjan. Á milli þeirra stendur skákdómari einvígisins, Gunnar Björnsson, alþjóð- legur skákdómari. Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.