Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 16

Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 16
’ Vegna framgönguþeirra stendur NATO nú frammi fyrir því að trúverðugleika banda- lagsins er ógnað. ‘ FRAKKAR, Þjóðverjar og Belgar beittu í gær neitunarvaldi á vettvangi Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) og komu þannig í veg fyrir að unnt yrði að hefja undirbúning að því að efla varnir Tyrklands í ljósi hættu á átökum í Írak. Fréttaskýrendur telja sumir að hér ræði um einn alvarlegasta ágreining sem upp hafi kom- ið á vettvangi NATO í rúmlega 50 ára sögu bandalagsins og embættismenn reyndu ekki að leyna því að deilan risti djúpt og reyndi á samstarf og samskipti aðildarríkjanna. Þegar þessi niðurstaða lá fyrir fóru Tyrkir formlega fram á að haldinn yrði skyndifundur til að ræða varnir landsins. Var það gert í sam- ræmi við fjórðu grein stofnsáttmála NATO. Þetta er í fyrsta skipti í 53 ára sögu NATO sem þessi grein stofnskrárinnar er gerð virk. „Ég hyggst ekki reyna í dag að gera lítið úr því hversu alvarleg staðan er. Hún er alvar- leg,“ sagði Robertson lávarður, framkvæmda- stjóri NATO, er hann ræddi við fréttamenn skömmu fyrir hádegi í gær. Sagði hann „ákaf- ar umræður“ hafa farið fram á fundi fastafull- trúa aðildarríkjanna 19 þá fyrr um morguninn. Fleiri heimildarmenn tóku í sama streng. Háttsettur embættismaður, sem krafðist nafn- leyndar, sagði að ákaft hefði verið deilt á fund- inum. Sagði hann hentistefnu ráða stefnumót- un Frakka, Þjóðverja og Belga. „Þessar þjóðir stefna framtíð NATO í tvísýnu. Við erum nú þegar í miklum vanda.“ Sendimenn hjá NATO sögðu að trúverðug- leika NATO yrði alvarlega ógnað ef Frakkar, Þjóðverjar og Belgar neituðu að verða við beiðni Tyrkja um að varnir lands þeirra yrðu styrktar. Í fjórðu grein stofnsáttmála NATO segir að aðildarríkin muni eiga með sér sam- ráð þegar „eitthvert aðildarríkjanna telur að landamærum, pólitísku sjálfstæði eða öryggi einhvers aðildarríkis sé ógnað“. Fyrr um daginn höfðu Frakkar, Belgar og Þjóðverjar komið í veg fyrir að hafinn yrði undirbúningur að því að efla varnir Tyrklands. Það gerðu þeir með því að beita neitunarvaldi á fundi fastafulltrúanna. Voru rök þessara þjóða þau að með því móti yrði Íraksdeilan hafin upp á nýtt stig hernaðarlegs undirbún- ings þrátt fyrir að enn væru til staðar nokkrir ónýttir diplómatískir möguleikar á því að leiða deiluna til lykta með friðsamlegum hætti. Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, sagði að hefði verið samþykkt að hefja undirbúning til að efla varnir Tyrklands hefði sú ákvörðun um leið þýtt að sérhverri viðleitni til að knýja fram diplómatíska lausn hefði verið hafnað. Ákvörðun þjóðanna þriggja að beita neit- unarvaldi var túlkuð sem mikið áfall fyrir Bandaríkjamenn sem ákaft höfðu hvatt til þess innan NATO á undanliðnum vikum að áð- urnefndur undirbúningur yrði hafinn. Þá af- stöðu styðja 16 af 19 aðildarríkjum NATO. Fréttir hermdu að bandarískir embættis- menn og sendifulltrúar væru þjóðunum þrem- ur ævareiðir. „Þetta er sér- lega óheppileg ákvörðun,“ sagði Nicolas Burns, sendi- herra Bandaríkjastjórnar hjá NATO. „Vegna þessar- ar framgöngu þeirra [þ.e. Frakka, Þjóðverja og Belga] stendur NATO nú frammi fyrir því að trú- verðugleika bandalagsins er ógnað.“ Robertson lávarður reyndi hins vegar að slá á spennuna og kvaðst sann- færður um að takast myndi að ná samstöðu innan bandalagsins. „Mikilvæg- ast er að við náum sáttum og ég er sannfærður um að það munum við gera,“ sagði lávarð- urinn. Innan NATO hefur sérhvert aðildarríkj- anna 19 neitunarvald. Hefðin innan bandalags- ins er sú að aðildarríkin standi saman að öllum ákvörðunum og afar fátítt er að neitunarvaldi sé beitt. Ágreiningur um tímasetningu Þegar ljóst var að Frakkar, Þjóðverjar og Belgar höfðu beitt neitunarvaldi fóru Tyrkir þegar fram á skyndifund með tilvísun til fjórðu greinar stofnsáttmála NATO. Hófst sá fundur síðdegis í gær. Yasar Yakis, utanríkisráðherra Tyklands, reyndi að slá á spennuna sem ríkti í höfuðstöðvunum og sefa reiði manna, sem fréttamenn sögðu auðgreinanlega. Sagði hann deiluna ekki snúast um hvort verja bæri Tyrk- land í ljósi hættunnar á átökum í Írak. Ágrein- ingurinn snerist um tímasetningu. „Þessa deilu má leysa,“ sagði Yakis. Hann gerði ekki grein fyrir því hvort Tyrkir hygðust beinlínis fara fram á það við NATO að undirbúningur að því að efla varnir Tyrklands yrði hafinn. Sendimenn í höfuðstöðvum NATO kváðust bú- ast við því að þjóðirnar þrjár myndu láta und- an þrýstingnum og falla frá andstöðu við áform um að efla varnir Tyrklands færi svo að Tyrkir færu beinlínis fram á slíkt. Á miklum átakafundi í München í Þýska- landi um liðna helgi vék Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að tregðu NATO-ríkjanna þriggja til að efla varnir Tyrk- lands. Sagði hann þessa afstöðu með öllu „óaf- sakanlega“ og lýsti yfir því að slík framganga væri fallin til þess eins að grafa undan NATO. Rumsfeld jók þrýstinginn á Frakka, Þjóð- verja og Belga enn frekar á sunnudag þegar hann sagði í viðtali við ítalska dagblaðið La Republica að hann teldi framgöngu þjóðanna þriggja „skammarlega“, „Tyrkland er banda- maður okkar, bandamaður sem nú á allt á hættu. Hvernig er hægt að neita Tyrkjum um aðstoð?“ sagði Rumsfeld m.a. Franskir embættismenn hafa lagt á það áherslu að þeir vilji koma Tyrkjum til hjálpar fari svo að rás atburða reynist raunveruleg ógnun við öryggi landsins. „Væru Tyrkir raun- verulega í hættu staddir myndu Frakkar verða á meðal hinna fyrstu sem kæmu þeim til hjálpar,“ sagði Michele Alliot-Marie, varnar- málaráðherra Frakklands, á fundi með frétta- mönnum á öryggisráðstefnunni í München um liðna helgi. „Við teljum að nú um stundir sé þessi hætta ekki til staðar,“ bætti ráðherrann við. Talsmenn nokkurra annarra NATO-ríkja kváðust telja að „efasemdarmennirnir“ myndu láta af andstöðu sinni í þessari viku eftir að fram hefði komið bein ósk Tyrkja um að varnir lands þeirra yrðu efldar. „Ég hef fulla trú á því að bandalagið muni halda og að við munum að- stoða Tyrki,“ sagði Kristin Krohn Devold, varnarmálaráðherra Noregs, á sunnudag. „Ég trúi á heilbrigða skynsemi.“ Ágreiningurinn sem blossað hefur upp vegna Íraksdeilunnar er engan veginn bund- inn við Atlantshafsbandalagið. Hann ristir einnig djúpt í Evrópu og þá innan vébanda Evrópusambandsins (ESB). Meirihlutinn þar stendur með Bandaríkjamönnum, sem krefj- ast þess að Írakar verði, í nafni Sameinuðu þjóðanna, afvopnaðir með hervaldi fallist þeir ekki þegar í stað á að veita allar upplýsingar um áætlanir sínar um þróun og smíði gereyð- ingarvopna. Fyrir hópi Evrópuríkja fara Bret- ar, Spánverjar og Ítalir en Frakkar og Þjóð- verjar leggjast gegn beitingu hervalds. Hermálafræðingar NATO segja að unnt verði að skipuleggja eflingu varna Tyrklands á nokkrum dögum. Þar ræðir m.a. um að þangað verði flutt gagneldflaugakerfi, AWACS-rat- sjárflugvélar og margvíslegur búnaður til að verjast efnavopnaárásum. Ákvörðun um að flytja þennan búnað til landsins þyrfti hins vegar að bera á ný undir aðildarríki NATO. Ágreiningurinn í gær snerist því formlega ein- ungis um undirbúning slíkra varnarviðbragða. Óbætanlegur skaði? Fréttaskýrendur sögðu í gær að ný tillaga Frakka og Þjóðverja þess efnis að vopnaeft- irlitsmönnum verði fjölgað í Írak til að greiða fyrir friðsamlegri lausn deilunnar hefði orðið til þess að skaða enn frekar samskipti rík- isstjórna þessara ríkja og Bandaríkjanna. Þeirri tillögu hafa Bandaríkjamenn þegar hafnað. Andre Dumoulin, sérfræðingur í varnarmál- um við Konunglega herskólann í Belgíu, sagði að djúpstæður ágreiningur hefði oftlega komið upp innan vébanda NATO en trúlega hefði bandalagið aldrei staðið frammi fyrir viðlíka vanda og nú. „Þessi deila snertir sjálfan grundvöll bandalagsins og framtíð þess,“ sagði hann. Stephen Sackur, fréttaritari breska rík- isútvarspins, BBC, í Brussel, sagði að raun- veruleg hætta væri á því að samstaðan innan NATO hefði skaðast til frambúðar vegna þeirra heiftarlegu átaka sem fram fóru í höf- uðstöðvum bandalagsins í gær. Robertson lávarður, framkvæmdastjóri NATO, á fundi með fréttamönnum í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í gær. Neitunarvaldi beitt á vettvangi NATO Ágreiningurinn sagður einn sá alvarleg- asti í rúmlega 50 ára sögu bandalagsins Brussel. AP. AFP. Reuters SPURT er í leiðara bandaríska stórblaðs- ins The Wall Street Journal í gær hvort deilurnar sem nú eru komnar upp innan Atlantshafsbandalagsins (NATO) marki endalok þess. „Spurningin sem nú þarf að velta fyrir sér er hvort þetta bandalag, sem formlega er kallað NATO, þjónar lengur hagsmunum Bandaríkjanna,“ seg- ir í leiðaranum. Leiðarahöfundur WSJ segir það vissu- lega afdrifaríkt skref, að spyrja slíkra spurninga, en það sé hins vegar fyllilega réttmætt sökum „furðulegrar“ hegðunar þjóða, sem menn höfðu haldið að væru bandamenn Bandaríkjanna. Frakkar, Þjóðverjar og Belgar láti sér nú ekki lengur nægja að lýsa mótmælum við stefnu Bandaríkjastjórnar í Íraksmál- unum, heldur reyni þær nú með form- legum hætti að hindra framgang þeirrar stefnu. „Ef þetta er það sem Bandaríkin fá út úr veru sinni í NATO, þá er kannski kominn tími til að Bandaríkin hugleiði að segja skilið við þessa kaldastríðsstofnun og stofna til nýs bandalags þjóða, sem átta sig á þeim nýju ógnum sem nú setja mark sitt á samtímann,“ segir í WSJ. Blaðið gefur lítið fyrir tillögu Þjóðverja að senda friðargæslusveitir á vegum Sameinuðu þjóðanna inn í Írak. Reynslan af veru friðargæslusveitanna í Bosníu, þegar þar geisaði stríð 1995, sýni að hug- myndin sé út í hött. Sú staðreynd að Þjóð- verjar láti hvarfla að sér að leggja hana fram segir WSJ hins vegar gefa til kynna að „fremur en að Þýskaland vilji nú koma í veg fyrir stríð sé markmiðið beinlínis að tryggja ósigur Bandaríkjanna“. Bandaríkin hugleiði að segja skilið við NATO ÍSRAELSKIR námsmenn með gasgrímur hlaupa í loftvarna- byrgi á æfingu í skóla í Tel Aviv í gær þegar æft var hvernig bregðast ætti við hugsanlegri efnavopnaárás Íraka. Yfirvöld í Ísrael eru með mikinn viðbúnað vegna hugsanlegra sýkla- eða efnavopnaárása Íraka komi til stríðs vegna deilunnar um meint gereyðingarvopn þeirra. Skýrt var frá því í gær að byrjað yrði að flytja starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Ísr- ael úr landi síðar í vikunni. Talsmaður sendiráðsins sagði að aðeins yrðu þar eftir starfs- menn sem þyrftu að sinna brýn- ustu verkefnum. „Þetta þýðir þó ekki að við séum um það bil að hefja árásir á Írak,“ bætti hann við. Reuters Viðbúnir árás ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRVÖLD í Írak hafa skipað 69 er- lendum fréttamönnum að fara þaðan innan tveggja sólarhringa, að sögn fréttavefjar norska dagblaðsins Aften- posten í gær. Á meðal þeirra er norski fréttamaðurinn Knut Magnus Berge sem starfar hjá norska ríkisútvarpinu. Berge fékk engar skýringar á því hjá embættismönnum í Bagdad hvers vegna honum var vísað úr landi. „Það eina sem ég veit er að það var birtur listi yfir fréttamenn sem áttu að fara úr landi og nafn mitt var á honum,“ sagði Berge. Hann sagði að fyrst hefði fréttamönn- unum verið gefinn 72 klukkustunda frestur til að koma sér úr landi en síðan hefði fresturinn verið styttur í tvo sólar- hringa. Yfirvöld í Írak hafa sagt að þau geti aðeins leyft 200 erlendum fréttamönn- um að starfa í landinu. Fréttamönn- um vísað úr landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.