Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 33
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, INGIMUNDUR ERLENDSSON, Suðurhólum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 7. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ester Þorsteinsdóttir, Guðrún Erna Ingimunardóttir, Erik Gulsrud, Jónína S. Jónsdóttir, Lóa Björk Hallsdóttir, Einar Þór Einarsson, Lóa Andrésdóttir, Ester Inga, Dagur Andri og Sólveig Halla. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS JÓHANNSSON vélstjóri, Lagarási 17, Egilsstöðum, áður til heimilis í Einarsnesi 56, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum föstu- daginn 7. febrúar. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á sjúkradeildina Egilsstöðum. Þórarinn Lárusson, Guðborg Jónsdóttir, Gunnsteinn Lárusson, Guðbjörg Ólafsdóttir, Halldór Lárusson, Asieh Ása Fadai, Jóhanna Lárusdóttir, Sigfús Vilhjálmsson, barnabörn og barnbarnabörn. bankans, í góðu samkomulagi við Benjamín Eiríksson. Lágu leiðir okk- ar Torfa því á ný saman er hann varð skrifstofustjóri hinnar nýju stofnunar. Í þetta sinn varð annað upp á teningn- um en þegar við höfðum starfað sam- an í nýbyggingarráði og fjárhagsráði hálfum öðrum áratug fyrr. Nú var orðinn til sá rammi upplýsinga sem unnt var að styðjast við í ráðgjöf um efnahagsmál, þótt enn væri honum meira en lítið ábótavant. Mestu skipti þó að eiginleg hagstjórn var komin til sögunnar, byggð á tækjum peninga- mála og fjármála í stað handahófs út- hlutunar og skömmtunar. Í þessu nýja samstarfi okkar Torfa var það í fyrstu aðalhlutverk hans að sinna upplýsingagrunninum, en eftir því sem tímar liðu fram tók hann að sér ný verkefni sem stofnuninni voru lögð á herðar. Helgaði hann sig þá æ meira skipulags- og áætlunarstörfum í menntamálum og flutti sig um set til þess að taka við stjórn fjármáladeildar menntamálaráðuneytisins árið 1970, um svipað leyti og ég lét af störfum sem forstöðumaður stofnunarinnar. Enn lágu þó leiðir okkar saman á skyldum vettvangi þegar við sátum í yfirstjórn mannvirkjagerðar á Land- spítalalóð um tíu ára skeið, en þar var Torfi annar af tveimur fulltrúum Há- skóla Íslands. Við þjóðhagsreikn- ingana skildi hann aldrei að fullu, þar sem hann tók að sér á vegum Þjóð- hagsstofnunar að vinna reikninga fyr- ir árin 1901 til 1945 þannig að yfirlit fengist allt aftur til aldamóta. Lauk því verki árið 1992 með útgáfu ritsins Þjóðhagsreikningar 1901–1945. Þegar við Torfi Ásgeirsson skrifuð- um saman greinaflokkinn um dýrtíð- armálin 1946 tókum við fram að grein- arnar væru skrifaðar „frá sjónarmiði launþega, verkamanna, sjómanna, starfsmanna og annarra þeirra er að mestu hafa afkomu sína undir eigin vinnu og afköstum hennar, eins og bænda og hlutasjómanna“. Þetta var alla tíð afstaða Torfa. Hann vildi starfa fyrir þennan mikla meirihluta íslensku þjóðarinnar og taldi samtök þessara stétta horfa til góðs og sam- vinnu þeirra innbyrðis og við ríkis- valdið vera til heilla. Hann var fulltrúi Alþýðusambands Íslands í kauplags- nefnd um þrjátíu og fimm ára skeið og ritari sex manna nefndar um verðlags- mál landbúnaðarins álíka lengi, og eft- ir það fulltrúi neytenda í þessari sömu nefnd. Óhætt er að fullyrða að hann hafi í þessum störfum notið trausts allra sem að nefndunum stóðu, hvort sem hann var þangað kominn sem fulltrúi þeirra eða annarra. Við Torfi Ásgeirsson áttum náið samstarf um langa ævi, okkur báðum til gagns og gleði. Ekki var þó minna um það vert að samstarfinu fylgdi hin hlýjasta vinátta og að eiginkonur okk- ar, Guðrún og Vera, bundust traustum böndum. Hvort sem var austan hafs eða vestan nutum við samvistanna, og það er í minningu þeirra stunda sem ég sendi Veru og börnum þeirra Torfa innilegar samúðarkveðjur. Jónas H. Haralz.  Fleiri minningargreinar um Torfa Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 33 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HÖRÐUR SIGTRYGGSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn 5. febrúar. Útför hans fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 15.00. Rannveig Sigurðardóttir, Áslaug B. Árnadóttir, Áslaug B. Harðardóttir, Sverrir S. Björnsson, Sigurður H. Harðarson, Selma Baldvinsdóttir, Daði Harðarson, Maríanna Brynhildardóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI ÓLAFSSON, lést sunnudaginn 2. febrúar Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð. Marteinn G. Árnason, Ólafur Árnason, Þuríður Vigfúsdóttir, Stella Ólafsdóttir, Tinna Ólafsdóttir, Haukur Þórðarson, Ólafur Dagur Hauksson. Bróðir minn, HALLDÓR MAGNÚSSON prentari, áður Hagamel 14, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn 8. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Jónas Magnússon. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN JÓHANN MAGNÚSSON, Bólstaðarhlíð 25, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans að morgni mánudagsins 10. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju þriðju- daginn 18. febrúar kl. 13.30. Sigrún Sigurjónsdóttir, Þorkell Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hrólfur Jónsson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, INGIBJÖRG EGILSDÓTTIR, Skagfirðingabraut, Sauðárkróki, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Sauðár- króki sunnudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 15. febrúar og hefst athöfnin kl. 14.00. Elsa Jónsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Jón Þór Bjarnason, Svanhildur Guðmundsdóttir, Bjarni Már Bjarnason, Auður Sigríður Hreinsdóttir, Ómar Örn Bjarnason, Helga Jóna Hannesdóttir Guðbjörg Bjarnadóttir, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Kári Ragnarsson, Steinunn Sveinsdóttir og barnabarnabörnin. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÞÓR ÞORBERGSSON, Brekastíg 33, lést fimmtudaginn 30. janúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halldóra Lilja Gunnarsdóttir, Gísli Magnús Arason, Örn Arnar Gunnarsson, Bena Maneecow, Rúnar Gunnarsson, Hrefna Ingólfsdóttir, Teitur Gunnarsson, Anna Björk Gunnarsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGÞÓR BJÖRGVIN SIGURÐSSON vélstjóri, Skarðshlíð 13b, Akureyri, lést á heimili sínu laugardaginn 8. febrúar. Útför auglýst síðar. Hallveig Magnúsdóttir, Fróði Jónsson, Ástfríður Njálsdóttir, Magnús S. Sigþórsson, Rut Guðbrandsdóttir, Hafþór B. Sigþórsson, Gréta Adolfsdóttir, Jónína B. Sigþórsdóttir, Sigurður Sigþórsson, Olga B. Sigþórsdóttir, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.