Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 13 Við lækkum verðið til Benidorm. Heimsferðir bjóða nú vikulegt flug til Benidorm í sumar á frábærum kjörum og þeir sem bóka fyrir 15. mars geta tryggt sér allt að 40.000 afslátt fyrir fjölskylduna í valdar brottfarir, eða 10.000 kr. á manninn. Heimsferðir fagna nú 11 ára afmæli sínu á Benidorm og engin önnur íslensk ferðaskrifstofa hefur jafn mikla reynslu af að senda íslenska ferðamenn á þennan vinsæla stað. Að sjálfsögðu bjóðast þér spennandi kynnisferðir í fríinu og þjónusta reyndra fararstjóra Heimsferða til að tryggja þér ánægjulega dvöl í fríinu. Bókaðu til Benidorm og tryggðu þér 40.000 kr. afslátt af ferðinni Beint flug alla miðvikudaga í sumar 11 ár á Benidorm Glæsilegustu gististaðirnir Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 37.662 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 21. maí í viku, El Faro, með 40 þúsund kr. afslætti. Verð kr. 49.950 M.v. 2 í íbúð í viku, El Faro, 21. maí, með 10.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Lægsta verðið í sólina Fáðu bæklinginn sendann Munið Mastercard ferðaávísunina LAGT er til í nýrri skýrslu nefndar um fiskmarkaði að starfsemi inn- lendra fiskmarkaða verði þríþætt í framtíðinni: Gólfmarkaður (uppboð á lönduðum afla) og tilboðsmarkaður þar sem seljendur og kaupendur gera tilboð um sölu eða kaup á fiski í gegn- um síðu á Netinu, en í dag er allur fiskur boðinn upp í einu og gildir þá einu hvort hann er á staðnum eða óveiddur. Telja nefndarmenn að nú- verandi kerfi stuðli að óeðlilegri verð- lagningu þar sem að óvissa og mis- ræmi skapast af því að selja fisk sem ekki er á staðnum, og á jafnvel eftir að veiða, með fiski sem er á staðnum. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að sjávarútvegsráðherra feli Fiskistofu að hafa frumkvæði að gæðaátaki til að bæta meðferð fisks um borð í veiði- skipum, einkum kælingu aflans. Sautján af átján nefndarmönnum urðu ásáttir um þessar tillögur og tvær að auki en einn sat hjá, Friðrik Arngrímsson frá LÍÚ. Arthur Boga- son, Guðjón Ármann Einarsson, Helgi Laxdal, Hólmgeir Jónsson, Óskar Þór Karlsson og Svanfríður Jónasdóttir skiluðu séráliti þar sem þau töldu að tillögurnar fjórar upp- fylltu ekki það markmið að efla og styrkja starfsemi fiskmarkaðanna. Á meðal tillagna þeirra er að sjávarút- vegsráðherra beiti sér fyrir því hjá viðeigandi stjórnvöldum að aflagjöld verði þau sömu hvort sem afli er seld- ur á fiskmarkaði eða með öðrum hætti, að eignaraðild fiskmarkaða verði dreifð, að allur óunninn fiskur sem fer til sölu á uppboði verði boðinn upp á innlendum fiskmörkuðum og að sett verði lög um fjárhagslegan að- skilnað milli reksturs útgerðar ann- ars vegar og fiskvinnslu í landi hins vegar. Skortur á samstöðu galli Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagðist hafa viljað sjá meiri samstöðu hjá nefndarmönnum um til- lögurnar og segir skort á samstöðu vera galla á skýrslunni og niðurstöð- unni. Um sérálitin sagði Árni að þau hefðu mótast af því fyrir hvaða hópa einstakir nefndarmenn tóku sæti í nefndinni. Nefndin hafði það hlutverk að gera úttekt á gildi fiskmarkaða og áhrifum þeirra á íslenskan sjávarút- veg og atvinnuþróun. Í skýrslunni má lesa þær niðurstöður að fiskmarkaðir hafi stuðlað að minna brottkasti fisks þar sem þeir hafi tvímælaust leitt til betri og hagkvæmari nýtingar fisk- tegunda sem lítið fékkst fyrir áður. Einnig segir þar að fáir viðskiptavinir fiskmarkaða telja að skylda eigi út- gerðir til að selja allan botnfiskafla á fiskmarkaði og stjórnendur fisk- markaða séu einnig andvígir þeim hugmyndum. Árni M. Mathiesen sagði á fund- inum að sér fyndist koma mjög skýrt fram í skýrslunni mikilvægi fisk- markaðanna en jafnframt talsvert beinskeitt gagnrýni á starfsemi markaðanna. „Ég held að það sé efni til þess að þetta verði tímamóta- skýrsla en það fer eftir hvernig til tekst að vinna úr tillögunum,“ sagði Árni en skýrslan fer nú til umræðu í ráðuneytinu. Miklir fiskflutningar Í niðurstöðum skýrslunnar má lesa að áhrifa fiskmarkaða gæti mjög í því að flutningur á afla milli landssvæða hefur stóraukist undanfarin ár og er sérlega mikill á öllu vestanverðu landinu, en fram kom að 65% af seld- um afla fiskmarkaða eða um 60.000 tonn á ári eru flutt milli landsvæða. Mest kemur mest frá Vesturlandi og Vestfjörðum. Um 40% af aflanum eru flutt til höfuðborgarsvæðsins eða um 30.000 tonn á ári. Einnig kom fram í niðurstöðunum að 95–100.000 tonnn eru seld á fiskmörkuðum árlega og árið 2001 var söluverðmætið 14,7 milljarðar. Það sama ár voru 128 selj- endur (skip) með um helming sölu- verðmætis en alls voru seljendur um 1.700. Afli af togurum var 6% af seldu magni markaða. Jafnframt kom fram að af botnfiskaflanaum eru aðeins um 20% seld á fiskmörkuðum en um 15% af flatfiskaflanum. Skýrsla nefndar um fiskmarkaði Leggur til þrískiptingu fiskmarkaða Morgunblaðið/Kristinn Kristján Pálsson, formaður nefndar um fiskmarkaði, kynnir niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi með sjávarútvegsráðherra í gær. VÖRUM fyrir um 2 milljarða króna er stolið árlega úr verslunum hér á landi og 1–2 milljarðar að auki teljast til óeðlilegrar rýrnunar. Alls hverfa því vörur að andvirði á fjórða millj- arð króna úr verslunum árlega, en það jafngildir því t.d. að matvöru- verslun Hagkaupa í Kringlunni sé tæmd meira en einu sinni í viku, eða 67 sinnum á ári. Þetta var meðal þess sem fram kom á fjölsóttri ráðstefnu á vegum Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ) undir heitinu „Öryggi í verslunum“ í gær. Á ráðstefnunni var fjallað um hvernig verslanir geta minnkað svo- kallaða óþekkta rýrnun, sem felur í sér rán, kortafals og mistök í pönt- unum. Emil B. Karlsson hjá SVÞ sagði að af gestafjöldanum megi sjá að málefnið sé mikið hagsmunamál fyrir verslunareigendur. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að milli 30 og 50 manns myndu sækja ráðstefnuna en þeir hafi á endandum orðið á þriðja hundrað. Að sögn Emils er talið að óþekkt rýrnun nemi að meðaltali 1,75% af veltu verslana í Evrópu. Hann sagði marga kaupmenn telja hlutfallið jafnvel enn hærra hérlendis. Í Nor- egi nemur rýrnunin 1,59% af veltu að sögn Thor M. Bjerke öryggissér- fræðings sem hélt erindi á ráðstefn- unni. Hann sagði að gripið hefði ver- ið til ýmissa aðgerða í Noregi sem væru að skila góðum árangri. Ís- lenska átakið „Varnir gegn vágest- um“ er t.a.m. gert að norskri fyrir- mynd. Bjerke sagði að fræðsla starfsfólks væri mikilvægasta vopnið gegn rýrnun. Réttur öryggisbúnað- ur í verslunum skipti miklu þegar um rán væri að ræða en rétt viðbrögð starfsfólks væru þó enn mikilvægari. Fræðsla starfsfólks mikilvægasta vopnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.