Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 29 rátt fyrir oi að baki a á sterk- heim og gir. Hann ákstig en rin 1979– ilda mun marks um þeim tíma 580 skák- má geta maður Ís- nn Hjart- tríkur og nn land- ið það að r en einu nefndur Honum klum bar- viljastyrk grafalvar- agður af ra skák- verið fyr- gðum við taflborðið til að trufla andstæð- inginn. Sem dæmi um keppnishörkuna varð að setja spjald undir tafl- borðið í einu fjölmargra harðvít- ugra einvígja sem Korchnoi háði við landa sinn og höfuðóvin, Petr- osjan, svo að þeir spörkuðu ekki hvor í annan! Hefur Korchnoi þótt viðskotaillur og uppstökkur og í tapsárindum átt það til að hreyta ónotum í andstæðinginn. Meðal landa hans í Sovétríkjun- um var líka farið að uppnefna hann Viktor „hinn grimma“ (The terrible one) með vísan til Rússa- keisarans Ívans grimma sem uppi var á 16. öld. Í viðtölum hefur hann undrast þessa nafngift, hann sem segist ekki þora að fara til tannlæknis! Einhverju sinni var samt haft eftir honum að eng- ir stórmeistarar í skák teldust eðlilegir menn, þeir væru aðeins misjafnlega klikkaðir! í hópi manna Morgunblaðið/Sverrir ku í Salnum í Kópavogi í apríl árið 2000. bjb@mbl.is Í FEBRÚARHEFTI tíma-ritsins Pediatric Researchbirtir hópur vísindamannaniðurstöður rannsóknar á fósturfitu. Í umfjöll- un hins þekkta barnalæknis Mich- aels Zasloffs um rannsóknina í blaðinu segir að með ólíkindum sé að þrátt fyrir mikilvægi fóst- urs til að viðhalda mannkyninu sé lítið vitað um hvað ver það fyrir bakteríum. En nú hafi rannsókn leitt í ljós að varn- arefni eru mikil í fósturfitunni, þar sem ákveðin tegund bakteríudrepandi peptíða, sem eru lítil prótein, gegna veiga- miklu hlutverki. Zasloff segir nið- urstöðurnar vekja margar spurn- ingar og að líkt og barnsfæðing sé fósturfitan kraftaverk út af fyrir sig. Rannsóknin sem Zasloff vísar til vann dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumulíffræði við raunvísinda- deild Háskóla Íslands, í samvinnu við barnalækna á Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Áður hafði vísindahópur Guðmundar komist að því að bakteríudrep- andi peptíð gegna lykilhlutverki í ónæmiskerfi mannslíkamans. Apótek líkamans „Mönnum finnst mjög spenn- andi að varnarefnin séu utan á börnunum í fósturfitunni,“ segir Guðmundur um viðbrögð við greininni. „Það má segja sem svo að þarna sé fundinn nýr armur af ónæmiskerfinu.“ Peptíðin fundust fyrst í skor- dýrum en hafa nýlega með rann- sóknum Guðmundar og annarra fundist í mannslíkamanum. „Segja má að þetta séu okkar innbyggðu sýklalyf,“ útskýrir Guðmundur. „Hingað til höfum við verið að kortleggja þetta í rannsóknum okkar. Núna þegar þeirri vinnu er að ljúka er hægt að spyrja spurninga um hvernig nota má þekkinguna til að efla ónæmiskerfið eða kanna notagildi peptíðanna utan líkamans, t.d. sem sárasmyrsls.“ Guðmundur segir að fyrri rannsóknir hafi leitt í ljós að yf- irborð líffæra innihéldi varnar- peptíðin, þau væru í raun böðuð í sínum eigin sýklalyfjum, t.d. þeki efnin augun. „Þessi efni gera miklu meira en að verja okkur, því jafnframt því að ráð- ast gegn bakteríum og veirum kalla þau á hjálp, örva ónæm- iskerfið, það hefur komið mjög skýrt fram.“ Til frekari útskýr- ingar á virkninni minnir Guðmundur á að bakteríur eru alls staðar í kringum okkur, en tiltölulega sjaldan verðum við þó veik. „Það segir okkur að varnar- kerfið er mjög kraftmikið. En stundum komast bakteríur inn í líkamann um göt á þessu varn- arkerfi. Peptíðin eru grunnvarn- arefni ónæmiskerfisins, þau kalla á varnarfrumur en berjast við bakteríurnar í leiðinni, svo þau gegna mörgum hlutverkum. Át- frumurnar sem eyða bakteríun- um eru einnig með efnið í sér.“ Guðmundur segir að aðeins sé búið að kortleggja hluta af kerf- inu enda sé varnarkerfi líkamans flókið og í stöðugri þróun líkt og bakteríur. Sérstaklega segir hann vanta upplýsingar um stjórn kerfisins. „Við erum alltaf að skilja ónæmiskerfið betur og bet- ur. En þegar við hugsum út í það, hvar myndum við vilja hafa þessa varnarþætti? Yfirborð líffæra og húðin hljóta að vera einn staður.“ Finnst í psoriasis- skellum Eftir að búið var að finna upp- lýsingar um varnarpeptíðin og klóna genin var yfirborð lungna, meltingarvegar og húðarinnar at- hugað með tilliti til þeirra. „Við sáum þetta fyrst í húð fullorð- inna, t.d. í miklu magni í psorias- is-skellum, þess vegna er sjaldan sýking í þeim. Þetta leiddi okkur út í það að skoða venjulega húð á fullorðnum en í henni finnst lítið magn af efninu. En við fundum það í svita og komumst að því að þegar á húð kemur minnsta sár fara húðfrumurnar sjálfar að búa efnið til.“ Í kjölfarið voru borin saman húðsýni úr litlum börnum og full- orðnum og í ljóst kom að greini- lega er meira af efninu í húð barna. „Okkur fannst þetta at- hyglisvert og ákváðum að skoða fósturfituna. Það var þekkt að fit- urnar í henni gegna ákveðnu varnarhlutverki. En við tókum próteinin og peptíðin og fundum mjög mikla virkni. Og þegar við fórum að einangra sérstaka þætti fundum við sömu þætti og eru á yfirborði líffæra og við höfðum áður rannsakað. Það sem við vitum ekki er hvort húðin á barninu tekur efnið upp að einhverju leyti. Það tel ég þó vera mjög sennilegt. Efnið gæti því verið mjög mikilvægt í tengslum við fyrstu varnir lík- amans. Þegar barnið kemur úr móðurkviði út í andrúmsloft sem er fullt af alls kyns bakteríum er nú gott að vera vel varinn.“ Varnarefni í hunangi og púpum Guðmundur segir að niðurstöð- ur rannsóknarinnar veki ýmsar spurningar s.s. hvort hægt sé að líkja eftir efninu og nota það t.d. sem sárasmyrsl. Skildi þá kannski vera eðlilegt að leyfa fósturfitunni að vera á barninu í einhvern tíma svo húðin taki upp efnið? „Það mætti t.d. hugsa sér að hægt væri að kveikja á kerfinu með því að örva peptíðin og halda þeim við efnið. Við höfum þegar fundið út að það eru ákveðin efni, tiltölulega einföld, sem kveikja á þessu kerfi. En við erum ekki bú- in að sjá alla þættina, þannig að sú athugun heldur áfram.“ Peptíð sem eru skyld peptíðun- um sem Guðmundur og rann- sóknarhópur hans fundu í fyrri rannsóknum og voru könnuð í fósturfitunni eru t.d. þekkt í hun- angi og púpu silkifiðrilda. Enda hafa púpurnar verið notaðar í Kína eins og fingurbjargir yfir sár í aldaraðir og hunangið er greinilega vel varið. Hugsanlega tengsl við virkni HIV-veirunnar Guðmundur segir að peptíðin hafi einnig áhrif á veirur en þær hagi sér á annan hátt en bakt- eríur sem t.d. orsaka flesta dæmigerða barnasjúkdóma s.s. hettusótt og rauða hunda. „Teng- ing peptíða við veirur eins og HIV-veiruna hefur nýlega komið fram,“ segir Guðmundur. „Búið er að finna efni í mannslíkam- anum sem líklega tengist því að HIV-veiran brýst ekki alltaf út, þ.e. að fólk verður ekki veikt. Menn hafa leitað lengi að þeim efnum sem valda þessu. Í þeirri leit fannst eitt af þessum pept- íðum. Við höfum séð áhrif af okk- ar peptíði á HIV-veiruna. Ég myndi ætla að þar ættum við eft- ir að finna ákveðið samhengi.“ Tengsl peptíðanna og sýkinga rannsökuð á Íslandi Í framhaldi af niðurstöðum rannsóknarinnar við Karolinska Institutet er verið að undirbúa verkefni sem íslenskir barna- læknar munu taka þátt í. Ásgeir Haraldsson, barnalæknir á Barnaspítala Hringsins, benti Guðmundi á ákveðið samhengi milli sýkinga og fósturfitu sem vert væri að skoða. Út á það mun íslenska rannsóknin ganga ef nægilegt fjármagn fæst í sam- starfi við Karolinska Institutet. „Þar munum við athuga hvort samhengi sé milli þess hve mikil fósturfita er utan á börnum við fæðingu og ákveðinna sýkinga sem þau geta fengið.“ Guðmundur segir að nú þegar varnarefnið er fundið og kort- lagning langt á veg komin megi kanna ótal þætti með tilliti til þeirra, t.d. virkni ýmissa nátt- úrulyfja. „Þetta kerfi er svo nýtt að margt hefur aldrei verið skoð- að með tilliti til þess. Núna þegar við erum búin að fá kerfið kort- lagt er hægt að spyrja margra spurninga, t.d. hvernig efnið tengist sjúkdómum og næmi fyrir bakteríum.“ Rannsóknarhópur dr. Guðmundar Hrafns Guðmundssonar prófessors við HÍ rannsakar „sýklalyf“ mannslíkamans Uppgötv- uðu varn- arefni í fósturfitu Bakteríudrepandi efni, svokölluð varnar- peptíð, hafa fundist í miklu magni í fóst- urfitu sem umlykur börn við fæðingu. Fitan er því hugsanlega fyrsta vörn barna gegn sýkingum þegar þau koma úr móðurkviði. Dr. Guðmundur Hrafn Guðmundsson, prófessor í frumu- líffræði við Háskóla Íslands, er for- vígismaður rannsóknar á þessu sviði. Guðmundur Hrafn Guðmundsson Nýfætt barn með mikla fósturfitu sem í finnast bakteríudrepandi efni. ’ Þessi efni geramiklu meira en að verja okkur, því jafnframt því að ráðast gegn bakt- eríum og veirum kalla þau á hjálp, örva ónæmiskerf- ið, það hefur komið mjög skýrt fram. ‘ s mikið étta- æður rpsstöð alls kon- hnoi ætti ar um.“ ðbeittu ir átt- ina, en ndar manni ís- r, Frið- ra, sem am- mótshald- thuga- ors „hins grimma“. Jóhann segir að eftir þetta einvígi hafi þeir Korchnoi teflt nokkrar skákir og vel farið á með þeim. „Við heilsumst alveg með virktum í dag,“ segir Jóhann en óvíst er hvort þeir félagar tefla saman þegar Korchnoi kem- ur til landsins síðar í mánuðinum. Sá síðarnefndi er skráður til leiks á Stórmóti Hróksins á Kjarvals- stöðum 18. til 27. febrúar en Jó- hann verður hins vegar meðal keppenda á sterku alþjóðlegu móti sem Hróksmenn ætla að halda í Borgarleikhúsinu 3. til 5. mars nk. til minningar um Guð- mund „Jaka“ Guðmundsson í Dagsbrún. em Viktor Korchnoi og Jóhann Hjartarson um. Á endanum sigraði Jóhann í bráðabana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.