Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRN Seðlabankans hefur ákveðið að lækka vexti sína í end- urhverfum viðskiptum við lána- stofnanir um 0,5% frá og með 18. febrúar nk. að því er kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti bankans. Eftir þessa lækkun verða stýrivextir bankans 5,30% eða lægri en nokkru sinni síðan á árinu 1994, þegar verðbólga var aðeins 1½% og mun meiri slaki var í hagkerfinu en nú. Þetta er í tólfta sinn frá því í mars árið 2001 sem Seðlabankinn lækkar vexti. Bankinn birti jafnframt í gær nýja verðbólguspá þar sem gert er ráð fyrir að verðbólga verði rétt rúm- lega 2% á þessu og næsta ári, þ.e. lítillega undir verðbólgumarkmiði bankans. Í Peningamálum segir að þróun framleiðslu og eftirspurnar hafi verið heldur veikari en reiknað var með fyrr í vetur. Landsframleiðsla dróst verulega saman á þriðja árs- fjórðungi 2002 frá sama tíma árið áður og vísbendingar séu um að hún hafi lítið aukist á fjórða árs- fjórðungi. Því sé nú talið að lands- framleiðsla hafi dregist lítillega saman á síðasta ári í heild. Þá hafi eftirspurn á vinnumarkaði haldið áfram að slakna og vísbendingar séu um að vinnuaflseftirspurn muni enn dragast saman á fyrstu mánuðum þessa árs og atvinnu- leysi aukast. Þessi aukni slaki hafi áhrif á nýja þjóðhagsspá bankans. Meginbreytingin frá síðustu spá bankans felist þó í því að nú sé reiknað með byggingu álvers á Reyðarfirði og tilheyrandi raforku- verum. Þá hafi það einnig áhrif á spána að miðað er við gengi undir lok janúar, sem var nærri 5% hærra en reiknað var með í spánni í nóvember og að aflaheimildir hafa verið auknar. Stóriðjuframkvæmdir hafa lítil áhrif á fyrri hagvaxtarspá Á þessum forsendum spáir Seðla- bankinn því nú að hagvöxtur verði 1,75% á þessu ári en 3% árið 2004. Þrátt fyrir stóriðjuframkvæmdir er þetta aðeins lítillega meiri hagvöxt- ur á þessu ári en spáð var í nóv- ember síðastliðnum, þegar spáð var 1,5% hagvexti, og sá sami á næsta ári. Segir Seðlabankinn að ástæð- urnar liggi m.a. í meiri slaka um þessar mundir en þá var fyrirséður og hærra gengi, en einnig beri að hafa í huga að meginþungi stór- iðjuframkvæmda verði ekki fyrr en á árunum 2005 og 2006. Bankinn segir að á heildina litið muni ríkja nokkuð gott jafnvægi í þjóðarbúinu næstu tvö ár sam- kvæmt spánni. Spáð er að við- skiptahalli verði langt innan sjálf- bærra marka þrátt fyrir innflutning fjárfestingarvarnings vegna stóriðjuframkvæmda. Þótt nokkur slaki verði í hagkerfinu á næstu mánuðum, sem birtist m.a. í því að spáð er að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,5% á þessu ári, verði hann fremur lítill á árinu í heild og á næsta ári muni at- vinnuleysi minnka en framleiðslu- spenna verði þó enn mjög lítil. Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans, sagði á blaðamannafundi í gær að sem fyrr myndi frekari slökun í pen- ingamálum ráðast af framvindum og horfum. Ekki hætta á verðhjöðnun Seðlabankinn telur að ekki sé mikil hætta á eiginlegri verðhjöðn- un hér á landi og því ekki tilefni til snarprar slökunar í peningamálum af þeim sökum. Þá telur bankinn að ekki sé tilefni til mikillar lækk- unar vaxta bankans með það eitt að markmiði að stuðla að lækkun á gengi krónunnar. Hluta af hækkun þess megi líklega rekja til hækk- unar jafnvægisgengis. Því sé næsta víst að það krefðist töluvert lægri vaxta en samrýmist verð- bólgumarkmiði bankans að vinda ofan af hækkun gengisins síðustu mánuði. Þá væri hætt við að safn- að yrði í bálköst næsta ofþenslu- og óstöðugleikatímabils í íslensk- um efnahagsmálum. Bankinn seg- ist því áfram ákvarða vexti með hliðsjón af verðbólgumarkmiðinu eins og hann er skuldbundinn til. Viðskiptabankarnir lækka vexti Í kjölfar vaxtalækkunar Seðla- bankanas ákvað Íslandsbanki í gær að lækka óverðtryggða vexti bankans um 0,5% og verðtryggða vexti um 0,2%. Samtals hefur bankinn því lækkað verðtryggða vexti um 0,4% frá áramótum. Eins hefur Landsbankinn ákveðið að lækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 0,5% sem kemur til framkvæmda á næsta vaxtabreyt- ingardegi 21. febrúar nk. Á sama tímapunkti mun Landsbankinn einnig breyta vöxtum verð- tryggðra innlána og útlána. Þá hafa Sparisjóðirnir ákveðið að lækka vexti óverðtryggða inn- og útlána til samræmis við vaxta- lækkun Seðlabanka Íslands. Seðlabanki Íslands lækkar stýrivexti um 0,5% Vextir ekki lægri síðan árið 1994 Morgunblaðið/Golli Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, greinir frá ástandi og horfum í efnahagsmálum. Seðlabankinn spáir rúmlega 2% verðbólgu á þessu ári og því næsta ● SEÐLABANKI Íslands telur að þótt væntanleg Kárahnjúkavirkjun og álver í Reyðarfirði verði einhverjar mestu framkvæmdir Íslandssögunnar, sé hægt að verja efnahagslegan stöðugleika og halda verðbólgu nálægt verðbólgumark- miði Seðlabankans með samspili innri aðlögunar í þjóðarbúskapnum og að- gerða í peninga- og ríkisfjármálum. Ella þurfi stýrivextir Seðlabankans að hækka í allt að 10% þegar líður á framkvæmdatímann en þeir verða 5,3% eftir að lækkun, sem tilkynnt var um í gær, kemur til framkvæmda. Þetta kemur fram í greinargerð um mat á þjóðhagslegum áhrifum fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda og möguleg hagstjórnarviðbrögð við þeim í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans sem kynnt var í gær. Í greinargerðinni er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga. Seðlabankinn segir að útreikningar sem gerðir séu með líkönum Seðlabankans af hagkerfinu og einstökum hlutum þess bendi til þess að án gengisaðlögunar og hagstjórnaraðgerða verði framleiðsluspenna umtalsvert meiri en varð á ofþensluárunum 2000 og 2001 meðan á bygging- artíma Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyðarfirði stendur. Ástæðan sé sú að hagvöxtur verði töluvert umfram jafnvægisvöxt, eða sem nemur 4–4,5%þegar mest lætur, sem gæti þýtt um 7% hagvöxt. Afleiðing þessa sé að verðbólga yrði um eða yfir 4% meiri en án stóriðjuframkvæmda á árunum 2005 og 2006 og víki því verulega frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Segir Seðlabankinn að til að koma í veg fyrir þetta þurfi að koma til hags- tjórnarviðbrögð. Ef gengið haldist óbreytt frá því sem orðið hefði án stór- iðjuframkvæmda og engar aðgerðir verði í ríkisfjármálum þurfi seðla- bankavextir að hækka þegar líður á þetta ár og verða á árunum 2004 og 2005 rúmlega 4,5% hærri en án stóriðju, sem gæti þýtt allt að 10% stýrivexti. „Þetta nægir reyndar ekki til að halda verðbólgu innan þolmarka á árunum 2005 og 2006 og því þarf peningastefnan að verða enn aðhaldssamari ef hún nýtur ekki aðstoðar ríkisfjármálastefnu eða gengisþróunar,“ segir Seðlabank- inn. Seðlabankinn gerir ekki ráð fyrir framkvæmdum vegna Norðuráls í úttekt sinni. Segir bankinn ljóst að það myndi auka verulega á hagstjórnarvandann ef þær framkvæmdir færu að einhverju leyti saman við hátopp framkvæmda vegna álvers á Austurlandi. Það væri því heppilegt að reyna að finna þeim framkvæmdum einhvern annan tíma. Hægt að varðveita stöðugleika Fyrsti ársfundur Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar n.k. kl. 15.30 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Dagskrá • Dr. Ágúst Einarsson, deildarforseti. • Dr. h.c. Jónas Haralz, fyrrverandi bankastjóri, opnar rafrænt vísindatímarit deildarinnar. • Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands, afhendir verðlaun Hollvinafélags Viðskipta- og hagfræðideildar og Búnaðarbankans fyrir bestu viðskiptahugmyndina unna af nemendum. • Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, formaður Mágusar. • Dr. h.c. Árni Vilhjálmsson, formaður Hollvinafélags Viðskipta- og hagfræðideildar, afhendir verðlaun til nemanda fyrir hæstu meðaleinkunn eftir fyrsta ár. • Agnes Bragadóttir, blaðamaður. „Fer viðskiptasiðferði hrakandi?“ Fyrirspurnir. • Afhending fyrsta eintaks af bókinni „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ sem nú er endurútgefin. Bókin kom upphaflega út á Akureyri 1913. Móttaka með léttum veitingum. Fundarstjóri er Einar Benediktsson, forstjóri OLÍS O DD I-J 31 41 ● ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin hafa vonast eftir meiri lækkun stýrivaxta og því valdi ákvörðun bankans nokkrum vonbrigðum. „Við áttum okkur ekki á því hvers vegna svo mikill vaxtamunur er á milli Íslands og Evrópu, miðað þær við aðstæður sem hér eru í efnahagslífinu. Stýrivextir eru hér 2,3% hærri en í Evrópu, en hér er verðbólga lægri og mikill slaki á vinnumarkaði. Ég telhæpið að fullyrða að slaki hafi verið hér meiri á ár- unum 1994 og 1996 en nú er, meðal annars vegna breyttrar skráningar og virk- ari vinnumiðlunar, og allt bendir til að atvinnuástand eigi enn eftir að versna. Við óttumst jafnframt að andvaraleysi gangvart gengishækkun krónunnar geti lagt drög að óstöðugleika með svipuðuðm hætti og gerðist árið 2000,“ segir Ari. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir vissu- lega ánægjulegt að Seðlabankinn lækki vexti. Versnandi samkeppnisstaða at- vinnulífsins í kjölfar styrkingar krónunnar og vaxandi atvinnuleysi sé hins vegar áhyggjuefni. „Við teljum eðlilegt að Seðlabankinn gangi lengra í vaxtalækkun- um nú, í ljósi styrkingar krónunnar og að verðbólga er töluvert undir markmiðum bankans. Atvinnuleysi er auk þess mikið og eykst hratt. Því ber Seðlabank- anum að hafa skoðun á versnandi samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs, eink- um útflutningsgreina, sem styrking krónunnar leiðir af sér og þar af leiðandi vax- andi atvinnuleysi, því fyrirtækin þurfa að beita hörðum aðhaldsaðgerðum. Þegar verðbólga er jafnlítil og raun ber vitni er svigrúm fyrir Seðlabankann að bregðast við þessu.“ Gylfi setur þannig spurningarmerki við þá stefnu Seðlabankans að láta mark- aðinn ráða gengisþróun. „Fyrir launafólk er þetta áhyggjuefni því markaðurinn getur haft skammtímamarkmið að leiðarljósi, eins og nú virðist vera raunin. Ef Seðlabankinn hefur ekki svigrúm til að bregðast við þessu, hljóta menn að spyrja stjórnvöld hvernig það skal gert.“ Aðstæður leyfa meiri vaxtalækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.