Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÁDEGISTÓNLEIKARÖÐ Ís- lensku óperunnar á vormisseri 2003 hefur göngu sína í dag kl. 12.15. Þetta eru þeir fyrstu í röð fernra tónleika sem Sess- elja Kristjánsdóttir mezzó- sópransöngkona hefur umsjón með, en Sesselja var fastráðin við Íslensku óperuna í ágúst síðastliðnum. Fyrstu hádegistónleikarnir bera yfirskriftina Einn og hálfur sópran – dúettar fyrir sópran og mezzósópran. Flytj- endur eru þær Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sess- elja Kristjánsdóttir, mezzó- sópran, og Iwona Ösp Jagla, píanóleikari, en kynnir á tón- leikunum verður Davíð Ólafs- son, bassi. „Það staldra margir við þegar þeir sjá þennan titil,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir og hlær við þegar blaðamaður Morgunblaðsins hváir um sópr- aninn eina og hálfa. „Við Ólafur Kjartan [Sigurðarson, baríton] vorum að velta heiti á tónleikana fyrir okkur fyrir nokkru og hann kom þá með hugmyndina Hálfur sópran, með tilvísun í mig, þar sem ég er mezzósópran og mezzó þýðir hálfur á ítölsku. Ég breytti því í Einn og hálfan sópran, þar sem Hulda Björk kemur fram með mér.“ Sópranarnir tveir, eða öllu heldur eini og hálfi, hyggjast flytja ýmsa dúetta úr óperubók- menntunum á tónleikunum. „Þarna gefur til dæmis að heyra þessa frægu báta-, blóma- og bréfadúetta,“ útskýrir Sesselja og enn hváir blaðamaðurinn. Hvað er það? „Það er bátadúettinn úr Æv- intýrum Hoffmans, mjög frægur. Blómadúettinn sömuleiðis, úr Lakmé, og bréfadúettar eru nú til margir í óperubókmenntunum, en þessi sem við syngjum er úr Kátu konunum í Windsor eftir Nicolai. Að lokum syngjum við dúett úr Túskildingsóperu Kurts Weills, sem leiðir okkur yfir í lokaatriði tónleikanna, sem er úr söng- leiknum Annie, get your gun eftir Irving Berlin. Sá dúett er reyndar upphaflega skrifaður fyrir karl og konu, en okkur þótti fara vel á að við tækjum hann, þar sem titillinn er „Anything you can do I can do better“!“ Allir fá eitthvað við sitt hæfi Ætlun þeirra Sesselju og Huldu Bjarkar er að bregða eitthvað á leik á tónleikunum, og hafa þær fengið Davíð Ólafsson til að kynna atriðin á efnisskránni. „Dúett- arnir eru auðvitað allir úr fræg- um sviðsverkum og við viljum lífga tónleikana svolítið við. Auk þess hverfur sviðsmyndin úr Mac- beth ekkert milli sýning- arhelga! Davíð mun kynna fyrir áheyrendum bæði hvað er næst á dagskrá sem og hverjir eru á ferðinni og hvað er að gerast í næsta dúett. Þeir sem ekkert þekkja eru því ekki skildir útundan.“ Að sögn Sesselju taka tón- leikarnir um 40 mínútur. Fólk sem mætir ætti því að geta fengið andlega sem líkamlega næringu í hádeginu, en seldar eru léttar veitingar í Óp- erunni eftir tónleikana. „Til dæmis eru aldrei aukalög á hádegistónleikum, þar sem margir eru á hraðferð. Auk þess tel ég að í flestum til- fellum sé efnisskráin mjög að- gengileg og allir ættu að geta fundið eitthvað sem þeir ýmist þekkja eða hafa gaman af að kynnast,“ segir hún að lokum. Á öðrum hádegistónleik- unum, sem haldnir verða þriðju- daginn 25. febrúar nk., flytur Sesselja sönglög eftir Kurt Weill ásamt Clive Pollard, píanóleikara, undir yfirskriftinni „Weill í há- deginu“. Þriðju hádegistónleik- arinir verða þriðjudaginn 25. mars og þar flytja þau Sesselja, Ólafur Kjartan Sigurðarson, barí- ton, og Clive Pollard íslensk söng- lög núlifandi tónskálda undir yf- irskriftinni „Ísland í fyrradag“. Fjórðu og síðustu tónleikar þess- arar hádegistónleikaraðar verða þriðjudaginn 8. apríl. Þá flytja þau Sesselja, Davíð Ólafsson og Clive Pollard ítölsk ljóð og antikaríur undir yfirskriftinni „Antipasti“. Einn og hálfur sópran í Óperunni Morgunblaðið/Golli Hulda Björk Garðarsdóttir og Sesselja Kristjánsdóttir munu bregða á leik á hádegistónleikum í Óperunni í dag í bréfa-, blóma-, og bátadúettum. Staðar- listamenn valdir í Skálholti FJÓRIR nýir staðarlistamenn hafa verið valdir í Skálholti en fyr- irrennarar þeirra undanfarin ár höfðu umsjón með valinu. Þeir sem voru valdir eru myndlistarmenn- irnir Jón Reykdal, Björg Þor- steinsdóttir, Valgarður Stefánsson og Þórður Hall og mun Björg ríða á vaðið með sýningu í maí. Að sögn Bernharðs Guðmundssonar, rekt- ors í Skálholti, halda myndlistar- mennirnir sýningar er standa í nokkra mánuði í senn og er gert ráð fyrir að myndlistin hafi ein- hverja trúarlega skírskotun. Einn- ig komi myndlistarmennirnir gjarnan og segi gestum Skálholts frá verkum sínum. Slík dagskrá verður til að mynda haldin dagana 21.–23. febrúar, en þá taka tveir af fyrrum staðarlista- mönnum í Skálholti þátt í kyrrð- ardögum sem þar fara fram. Það eru Benedikt Gunnarsson og Þor- gerður Sigurðardóttir, sem munu velja og skýra í formi hugleiðinga nokkur verk sín sem sýnd verða þátttakendum í kyrrðardögum. Málþing um myndlist MÁLÞING verður haldið í Lista- safni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20 und- ir yfirskriftinni Hvert liggur straumurinn? Hvernig er myndlist- in á nýrri öld. Meðal annars verður velt upp spurningum á borð við: Hvert stefnir myndlistin núna? Er eitthvað hæft í staðhæfingum um að hefðbundnari miðlar eins og mál- verk og skúlptúr eigi aukins fylgis að fagna meðal ungra listamanna eða eru þetta bara eðlilegar tísku- sveiflur? Er kannski um að ræða víðtækari tilhneigingu í samfélaginu að hverfa aftur til hluta sem hægt er að handleika? Framsögumenn eru Birgir Snæ- björn Birgisson myndlistarmaður, Hlynur Hallsson myndlistarmaður og Ragna Sigurðardóttir, myndlist- armaður, rithöfundur og gagnrýn- andi. Umræðunum stýrir Ingileif Thorlacius fræðslufulltrúi hjá Lista- safni Reykjavíkur. Kjarvalsstaðir Leiklestrar á verkum Sigurðar Pálssonar verða í húsnæði leiklist- ardeildar LHÍ á Sölvhólsgötu 13 kl. 20 og næstu tvö þriðjudagskvöld. Það eru nemendur leiklistardeildar og atvinnuleik- arar sem lesa þrjú verka Sig- urðar, eitt verk hvert kvöld: Und- ir suðvest- urhimni, Hlaup- vídd sex og Miðjarðarför. Um þessar mundir standa yf- ir sýningar á leikritinu Tattú eftir Sigurð í Nemendaleikhúsinu. Þetta er fjórða leikritið sem Sigurður skrifar sérstaklega fyrir nemenda- leikhúsið og af því tilefninu stendur leiklistardeild LHÍ fyrir leiklestr- unum. Aðgangur er ókeypis. Í Safnbúð Listasafns Íslands verður opnaður bókamarkaður þar sem eigin útgáfur safnsins verða seldar með allt að 60% afslætti. Bókamarkaðurinn er opinn á opn- unartíma Listasafnsins og stendur til 2. mars. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Sigurður Pálsson ÍSLENSKI tenórinn Kolbeinn Jón Ketilsson fær góða dóma hjá danska dagblaðinu Berlingske Tid- ende fyrir frammistöðu sína í hlut- verki Don Carlos í samnefndri óp- eru Verdis. En að mati blaðsins er uppsetn- ing konunglegu dönsku óperunnar á verkinu áhrifamikil og segir það styrk verksins ekki síst að þakka nýjum söngvurum hjá óperuhús- inu. Sjónrænum áhrifum sviðsmynd- arinnar er hrósað í hástert sem og tónlistarfólkinu, enda segir gagn- rýnandinn Don Carlos gera miklar kröfur til flytjenda verksins, ekki síst þess hóps listamanna sem ný- lega hafi verið ráðnir til konung- legu óperunnar. Berlingske Tid- ende nefnir þar sérstaklega Kolbein Jón, en tilkynnt var fyrir sýningu kvöldsins að hann væri illa fyrir kallaður. „En þó að nokkrir hnökrar væru á flutningnum full- nægðu fallegir ítalskir tenórhljóm- ar hans fullkomlega hlutverki Don Carlos,“ segir í dómi gagnrýnand- ans, sem lýsir sýningunni sem veislu jafnt fyrir auga sem eyra. Berlingske Tidende lofar Kolbein Jón Ketilsson Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kolbeinn Jón Ketilsson: Þykir standa sig vel sem Don Carlos. Hrósað í hlutverki Don Carlos FYRIR nokkrum áratugum hefði það talist allt að því óviðeigandi að flytja verk eftir rómantísk norræn tónskáld, ekki síst hér á landi, svo sterk var andstaðan gegn þýsk- dönskum rómantískum áhrifum á ís- lenska söngtónlist, allt frá 1850 fram að seinni heimsstyrjöldinni. Eftir 1940 kemur ný list-tíska til landsins og samkvæmt sögunni hafa nýjungar oft þau áhrif, að hinu gamla er alger- lega hafnað. Barokkin þurrkaði út endurreisnartónlistina, klassíkin þaggaði niður í barokkinni en róm- antíkin náði ekki að útbyggja að öllu leyti klassíkinni og þrátt fyrir 100 ára tilvist módernismans og margvís- legra hljóðtilrauna er komin upp sú staða, að sambýli allra listastefna er staðreynd. Má segja að módernism- inn sé að deyja út í það sem kallað er „póstmódernismi“, þar sem aftur- hvarf til eldri gilda, jafnvel dægurtón- listar, er viðurkennt. Nú tíðkast það mjög að blása rykið af gömlum og gleymdum verkum og kemur þá í ljós, að slepptum öllum fordómum, að um er að ræða ágæta tónlist, er í samburði við hinn firrta og grimma hljóðheim nútímans hljómar sem ný og umfram allt falleg tónlist. Þetta var raunin á tónleikum Kasa- hópsins í Salnum sl. sunnudag, 9. febrúar, á því herrans ári 2003. Eftir ágætan fyrirlestur Karólínu Eiríks- dóttur um tónskáldin Grieg og Gade var flutt sellósónata op. 36 í A-dúr eft- ir Grieg, er hann samdi 1883, og voru það Sigurður Bjarki Gunnarsson og Nína Margrét Grímsdóttir er fluttu verkið. Bestu hlutar verksins eru fyrsti og annar kaflinn en sá þriðji þykir nokkuð laus í formi. Sigurður Bjarki hefur á valdi sínu fallegan og „performerandi“ tón, leikur af öryggi og mótar með skýrum hætti tónhend- ingarnar, og hafi varfærni einkennt leik hans er hann farinn að „sleppa sér“ og gefa tónmálinu tilfinningalegt inntak. Leikur hans í Grieg-sónötunni gefur fyrirheit um að hér sé á ferðinni efni í góðan einleikara. Nína Margrét hefur þegar tekið sér stöðu sem frábær píanóleikari og sama má segja um Sigrúnu Eðvalds- dóttur og var flutningur þeirra ásamt Sigurði Bjarka á tríói í F-dúr op. 42 eftir Niels W. Gade mjög góður. Skemmtilegasti kafli verksins var annar þátturinn en einnig var margt fallegt að heyra í Andantino-þættin- um. Í heild var verkið mjög vel flutt, samspilið sérlega gott og rómantísk- ur stefjaleikurinn fallega mótaður, svo að segja má að hinn rómantíski andi sé enn lifandi og jafnvel vakn- andi listtak, þrátt fyrir hina grimmu firringu í hljóðheimi nútímans. Rómantískur stefjaleikur TÓNLIST Salurinn Kasa-hópurinn flutti verk eftir Edvard Grieg og Niels W. Gade. Sunnudaginn 9. febrúar. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson DR. Guðrún Jónsdóttir afhenti á dögunum fræðibókasafn sitt til varðveislu í Landsbókasafni. Hér er um að ræða nær 800 titla á sviði félagsráðgjafar, kynjafræði og skyldra greina. Einn af frumkvöðlum menntunar í félagsráðgjöf Steinunn Hrafnsdóttir, lektor í félagsráðgjöf og skorarformaður, og dr. Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður tóku við bók- unum við stutta athöfn í Lands- bókasafni að viðstödum m.a. for- seta og skrifstofustjóra félags- vísindadeildar og kennurum í félagsráðgjöf. Guðrún Jónsdóttir er einn af frumkvöðlum menntunar í fé- lagsráðgjöf á Íslandi og var kennslustjóri í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands frá 1981 til 1991. Styrkir ritakostinn Gjöfin styrkir ritakost safnsins talsvert á þessu sviði og verða bækurnar tilbúnar til útláns innan skamms. Guðrún Jónsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, ásamt forseta, skrifstofustjóra og kennurum félagsvísindadeildar og bókavörðum við afhendinguna. Bækur um félagsráðgjöf gefnar Lands- bókasafni ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.