Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 39
VERJANDI Árna Johnsen í Hæstarétti, Björgvin Þorsteinsson hrl., segir réttaröryggi stefnt í hættu vegna mikils álags á hæsta- réttardómara. Þeir geti varla sinnt svo mörgum málum, sem raun ber vitni, þannig að alltaf fáist rétt nið- urstaða. Guðrún Erlendsdóttir, forseti Hæstaréttar, vildi ekki tjá sig um gagnrýni Björgvins þegar eftir því var leitað. Málflutningi fyrir Hæstarétti í máli Árna Johnsen lauk hinn 17. janúar og dómur var kveðinn upp í fyrradag, 6. febrúar. Björgvin segir að á þessum 14 virku dögum hafi hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Garðar Gíslason og Pét- ur Kr. Hafstein hlýtt á málflutning í níu málum, Ingibjörg Benedikts- dóttir í átta og Markús Sigurbergs- son í sjö. „Á sama tíma er þetta fólk jafnframt að dæma í einhverjum af þessum málum og í málum sem flutt voru eftir 17. janúar. Ég skil það bara ekki að fólk geti sinnt svo mörgum málum í einu, þannig að alltaf fáist rétt niðurstaða,“ segir hann. Það gefi augaleið að dóm- ararnir þurfi meiri tíma til að setja sig inn í málin. Álagið á hæstarétt- ardómara sé of mikið og miklu meira en á dómara í héraðsdómi og reyndar telur Björgvin að slíkt þekkist hvergi í nágrannalöndum okkar. Telur hann að álagið bjóði þeirri hættu heim að mistök verði gerð við úrlausn máls og þar með sé réttaröryggi borgaranna í hættu. Í ljósi álagsins segir Björgvin að eftirtektarvert sé í máli Árna John- sen að hann er sýknaður af því að hafa ætlað að draga sér þéttidúk sem hann flutti til Vestmannaeyja og síðan aftur til lands. Hann sé á hinn bóginn sakfelldur fyrir að ætla að draga sér hreinlætistæki sem hann keypti í nafni byggingarnefnd- ar Þjóðleikhússins, flutti til Vest- mannaeyja en síðan aftur til baka, með sömu ferð og þéttidúkinn. Ekki fjallað nægilega um ástæður refsilækkunar Björgvin segir engan mun á þess- um atriðum, samt sé Árni sýknaður vegna dúksins en sakfelldur fyrir Björgvin Þorsteinsson hrl. gagnrýnir vinnubrögð Hæstaréttar Álag á dómara stefnir réttaröryggi í hættu hreinlætistækin. Björgvin gagnrýn- ir einnig að í dómi Hæstaréttar sé ekki fjallað nægilega vel um ástæð- ur til refsilækkunar. Eingöngu hafi verið tekið tillit til þess að hann sagði af sér sem alþingismaður, hann hafi játað greiðlega hluta þeirra brota sem honum var gefið að sök. Ekki sé nefnt að málið hafi ekki snúist um mjög háar fjárhæðir, ekkert tjón hafi orðið, því Árni hafi ýmist endurgreitt fé eða skilað munum. Í dómi Hæstaréttar er vís- að í forsendur Héraðsdóms Reyka- víkur þar sem m.a. er fjallað um endurgreiðslur. Björgvin telur eðli- legt að þetta hefði einnig verið tekið fram í forsendum Hæstaréttar. Auk þess saknar Björgvin þess að dóm- urinn fjalli ekki um áhrif fjölmiðla- umfjöllunar og þeirra áhrifa sem málið hafi haft á heilsufar Árna. Hæstiréttur hefði átt að fjalla um þessi atriði og fleiri, jafnvel þótt dómurinn féllist ekki á að þau kæmu til refsilækkunar. Þá sé dóm- urinn mun harðari en efni standi til, dómurinn sé mun þyngri en vegna sambærilegra fjárdráttarbrota. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 39 SKÍÐAÆFINGAR eru komnar á fullt í Stafdal í Seyðisfirði en þar æfa saman skíðadeildir Hugins, Seyðisfirði, og Hattar, Egilsstöðum. Rúmlega 60 krakkar á aldrinum 2–16 ára eru þar á æfingum undir stjórn þriggja þjálfara. Í Stafdal er ein kílómetralöng löng diskalyfta, troðari og skáli. Skíðasvæðið í Staf- dal er með mörgum fjölbreyttum brekkum og er á stefnuskrá Seyð- isfjarðarbæjar og Austurhéraðs að gera svæðið mun betra á næstu ár- um. Það er kannski góð hugmynd fyrir sunnlenska skíðamenn sem vilja prufa eitthvað nýtt auk þess að losna við biðraðir að skella sér aust- ur í Stafdal. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Yfir 60 ungir Austfirðingar æfa skíði í Stafdal á Seyðisfirði. Nægur snjór er fyrir austan um þessar mundir. Á skíðum í Stafdal Seyðisfirði. Morgunblaðið. Félag íslenskra fræða heldur rannsóknakvöld í Sögufélagshús- inu, Fischersundi 3, á morgun, miðvikudagskvöldið 12. febrúar, kl. 20.30. Davíð Erlingsson, dósent í íslensku við Háskóla Íslands, flytur erindi sem nefnist „Staf- karla stafir og aðrir“. Athugun á skýringum orðabóka á orðinu staf- karl (beiningamaður) í íslensku og hinum Norðurlandamálunum. Fundurinn er öllum opinn. Hrafnaþing á Hlemmi Nátt- úrufræðistofnun Íslands heldur opið fræðsluerindi á morgun, mið- vikudaginn 12. febrúar, kl. 12.15, í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík. Kristján Jónasson jarð- fræðingur flytur erindi um kís- ilríkt berg á Íslandi. Hrafnaþing á Hlemmi eru öllum opin meðan húsrúm leyfir, nánar um erindið og dagskrá vetrarins er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.ni- .is undir liðnum „Efst á baugi“. Fyrirlestur um stríðið gegn Írak Elías Davíðsson, tónskáld og fræðimaður á sviði mannréttinda og þjóðaréttar, efnir til opinbers fyrirlestrar um stríðið gegn Írak, á morgun, miðvikudaginn 12. febr- úar kl. 17 á Lögbergi við Háskóla Íslands, í stofu 101. Fyrirlesturinn nefnist: Árársarstríð Bandaríkj- anna gegn Írak – lögmæti, mark- mið og afleiðingar. Að loknum fyr- irlestri verða frjálsar umræður. Aðgangur er öllum opinn. Fund- arstjóri verður Þorbjörn Brodda- son, prófessor við Háskóla Ís- lands. Málstofa um ráðherraábyrgð Í tengslum við kennslu á námskeið- inu stjórnskipunarrétti og ágripi þjóðaréttar í lagadeild Háskóla Ís- lands verður haldin málstofa um þörf á endurskoðun reglna um ráðherraábyrgð, á morgun, mið- vikudaginn 12. febrúar, kl. 12.15– 13.30, í stofu 101 í Lögbergi húsi lagadeildar HÍ. Málshefjendur verða Róbert R. Spanó, aðstoð- armaður umboðsmanns Alþingis og lektor við lagadeild HÍ, og Bryndís Hlöðversdóttir alþing- ismaður. Fundarstjóri er Björg Thorarensen, prófessor við laga- deild HÍ. Að loknum erindum málshefjenda verða fyrirspurnir og umræður. Málstofan er opin öllum sem áhuga hafa á efninu. Á MORGUN Aukið aðgengi stúdenta að byggingum HÍ Aðgangskort tekin upp í helstu byggingum HÍ stýringakerfin verða sett upp í Odda, húsnæði viðskipta- og hag- fræðideildar og félagsvísindadeild- ar, en áætlanir gera ráð fyrir að all- ar helstu byggingar skólans, s.s. Lögberg, Árnagarður og VRII, fylgi í kjölfarið og verði tilbúnar fyrir næsta haustmisseri. Þessar breytingar gera Háskólanum kleift að auka aðgengi stúdenta að bygg- ingum. Jafnframt takmarkar þetta aðgang þeirra sem ekki eiga erindi í byggingar Háskólans og eykur öryggi á Háskólasvæðinu en nokk- uð hefur verið um þjófnað á tölvu- búnaði og skjávörpum að undan- förnu, segir í frétt frá Stúdentaráði Háskóla Íslands. NÝLEGA gerði Háskóli Íslands samning við tvö öryggisfyrirtæki, Öryggismiðstöðina og Securitas, um gæslu í öllum helstu bygging- um skólans. Stefnt er að því að setja upp ör- yggiskerfi og veita nemendum og starfsmönnum skólans aðgang með lykilkortum. Fyrstu aðgangs- Umferðaróhöpp óvana- lega mörg um helgina ÓVANALEGA mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunn- ar í Reykjavík um helgina eða 56. Ekki urðu í þeim alvarleg slys á fólki en í 9 tilvikum þurfti fólk að leita aðstoðar á slysadeild vegna minniháttar meiðsla að talið var. 16 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og 11 voru grunaðir um að vera ölvaðir við aksturinn. Skemmtanahald fór friðsamlega fram um helgina en hins vegar var tilkynnt um 10 innbrot, 16 þjófnaði og 15 eignaspjöll. Á sunnudag var bifreið ekið vestur Þingvallaveg. Á móts við Tjaldanes missti ökumaður vald á bifreiðinni sem fór út fyrir veginn og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Tveir voru í bifreiðinni og komust þeir báðir út úr henni hjálparlaust. Farþeginn var ómeiddur en öku- maðurinn skarst á fingri. Á föstu- dagskvöld var tilkynnt um innbrot í bifreið við Mýrargötu. Úr bifreið- inni hafði verið stolið fartölvu og myndavél að verðmæti 350 þúsund. Þá var á föstudagskvöldið tilkynnt um mann sem væri að reyna að brjótast inn í bifreið í Þverholti. Lýsing fékkst af manninum og var hann handtekinn skammt frá bif- reiðinni og færður á lögreglustöð. Viðurkenndi hann að hafa reynt að fara inn í bifreiðina en ekki tekist. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um mann sem væri að brjóta strætóskýli við Hlemmtorg. Til- kynnandi fylgdi manninum eftir og var hann handtekinn við Höfðatún. Brenndi sig á örbylgjuhituðu eggi Á laugardag brenndist stúlka í andliti. Það atvikaðist þannig að hún mun hafa hitað egg í örbylgju- ofni og er hún hugðist snæða eggið spýttist innihald þess framan í hana og hlaut hún við það fyrsta stigs bruna. Um miðjan dag á laugardag var tilkynnt að maður hefði dottið af hestbaki í hesthúsahverfinu í Víði- dal. Mun hesturinn hafa fælst. Tal- ið var að maðurinn hefi fótbrotnað. Á laugardag barst tilkynning frá manni sem staddur var við Hafra- vatnsveg og taldi hann sig sjá menn á vélsleða sem hann ætti. Hafði sleðanum verið stolið úr geymslu fyrir nokkru. Lögreglu- menn stöðvuðu sleðann og viður- kenndu tveir drengir sem á honum voru að hafa stolið sleðanum ásamt þrem öðrum drengjum. Eigandinn tók sleðann. Aðfaranótt sunnudags gerði maður á þrítugsaldri, sem staddur var í Bankastræti, sér leik að því að ganga fyrir lögreglubíl til að hefta för hans. Hlýddi hann ekki fyrirmælum um að fara frá bifreið- inni og var hann því handtekinn og færður á lögreglustöð. Úr dagbók lögreglunnar 7. til 10. febrúar LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11– 15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýs- ingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin læknisþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08– 17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.- laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólarhringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólar- hringinn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af depurð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Full- um trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjaf- ar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og aðstandendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross- .is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. Þjónusta Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.