Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 17 HANS Blix, yfirmaður vopnaeftirlits- nefndar Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að ekkert nýtt væri að finna varðandi gereyðingarvopnaeign Íraka í skjölum sem írösk stjórnvöld létu honum í té um helgina. Ennfrem- ur var haft eftir Blix að samvinnuvilji Íraka, en ekki fjöldi eftirlitsmanna, væri það sem skipti sköpum við það að komast að því hvort Írakar réðu yf- ir gereyðingarvopnum. Blix flytur ör- yggisráðinu skýrslu um eftirlitið á föstudag. Frakkar, Þjóðverjar og Rússar vilja fjölga eftirlitsmönnun- um. Mohamed ElBaradei, yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinn- ar, IAEA, og Blix fóru í tveggja daga heimsókn til Íraks um helgina. „Í þetta skiptið létu þeir okkur í té skjöl þar sem þeir tóku fyrir ný atriði. Eng- in ný sönnunargögn í raun og veru eftir því sem ég fæ séð en þeir hafa engu að síður tekið fyrir málefni sem skipta máli og ég fagna því,“ sagði Blix við komuna til Aþenu í Grikk- landi eftir heimsóknina til Bagdad. ElBaradei sagði nokkuð hafa miðað áleiðis en Írakar yrðu að sýna fullan samstarfsvilja, sýna að viðhorf þeirra hefði breyst. Hann virtist eins og Blix efast um gagnið að því að fjölga eft- irlitsmönnum. „Sérhverju átaki í að fjölga eftirlitsmönnum ber að fagna en við þurfum raunverulegt samstarf af hálfu Íraka og upplýsingar sem gagn er að frá ríkjum öryggisráðs- ins,“ sagði hann. Sendiherra Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að Írakar myndu leyfa flug U-2-njósnaflugvéla yfir landið til að afla upplýsinga fyrir eftirlitsmennina. Þegar Blix var spurður hvort vopnaeftirlitsmenn gætu gert betur og unnið hraðar sagði hann: „Aðal- vandinn liggur ekki í fjölda vopnaeft- irlitsmanna heldur því hvort Írakar sýna samstarfsvilja, eins og við höfum margoft sagt,“ sagði Blix í gær. Eftir heimsóknina sögðust þeir báðir vonbetri um að möguleiki væri á því að sinnaskipti hefðu orðið hjá íröskum stjórnvöldum en á sunnudag gagnrýndi Blix Íraka vegna lista sem þeir hafa afhent yfir vísindamenn sem eftirlitsmenn mega nú yfirheyra um vopn landsins. Sagði Blix að stjórn Íraks hefði lofað að bæta við mikil- vægum nöfnum manna sem eftirlits- menn vildu ræða við en ekki staðið við það loforð. Fimm vísindamenn hafa þegar verið yfirheyrðir. Hans Blix gagnrýnir stjórnvöld í Írak Reuters Hans Blix (t.v.) og Mohamed ElBaradei mæta á blaðamannafund í Bagdad. Segir ekkert nýtt í skjölum sem Írakar afhentu um helgina Aþenu. London, Bagdad. AFP. FORSETI Frakklands, Jacques Chirac (t.h.), heilsar gesti sínum, Vladímír Pútín Rússlandsforseta, í Elysee-höllinni í París í gær. Las Chirac upp sameiginlega yfirlýs- ingu Frakka, Þjóðverja og Rússa þar sem sagt var að efla ætti vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna í Írak en ekki tilgreint hvernig það skyldi gert. Pútín er í þriggja daga heim- sókn í Frakklandi. Hann hyggst nota tækifærið til að efla sam- stöðu ríkjanna tveggja um Íraks- málið en þau vilja freista þess að leysa deilurnar með friðsamlegum aðferðum. Pútín sagði í gær að árás á Írak gæti haft alvarlegar afleiðingar. „Ég er á móti stríði, sem stendur er það mitt viðhorf,“ sagði forset- inn. AP Pútín í París RAFMÓTORAR ALLAR GERÐIR OG STÆRÐIR w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifunni 2 108 Reykjavík Sími 530 5900 www.poulsen.is Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.