Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 28. apríl 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðmundína Sigur- veig Stefánsdóttir, f. 15.9. 1906, d. 15.10. 1992, og Sigurður Friðriksson, f. 22.8. 1898, d. 7.5. 1980. Systur Sigurðar sam- mæðra eru Unnur Sólveig Vilbergsdótt- ir, f. 5.11. 1933, og Hafdís Stein- grímsdóttir f. 7.1. 1945. Systur Sig- urðar samfeðra eru Högna, f. 6.7. 1929, og Móeiður, f. 20.4. 1944. Eiginkona Sigurðar er Sæunn Andrésdóttir, f. 20.11. 1930. For- eldrar hennar eru Kristín Sigurð- ardóttir, f. 12.1. 1912, og Andrés Konráðsson f. 15. 9. 1906, d. 4.5. 1994. Börn Sigurðar og Sæunnar eru: 1) Kristín, f. 21.2. 1950, gift Ólafi Jónsyni, f. 8.6. 1945. Dætur þeirra eru: a) Sæunn, f. 19.9. 1972, gift Benedikt Arnarsyni, f. 28.11. 1972. Börn þeirra eru Baldur, f. 1.5. 1999, og Freyja, f. 23.7. 2001. b) Ið- unn, f. 31.1. 1974, gift Árna Val Skarphéðinssyni, f. 14.2. 1977. Börn þeirra eru Ólöf Rún, f. 17.8. 1995, Skarphéðinn Stefán, f. 6.10. 1998, og Ríkharður Rafn, f. 24.11. sjómaður á Stafnesi. Í framhaldi af því fór hann á togara og sigldi með- al annars á Rán St. 50 öll stríðsárin. Hinn 19. nóvember 1949 gekk Sig- urður að eiga Sæunni Andrésdótt- ur frá Hólmavík. Sigurður hóf um svipað leyti störf hjá Landssíma Ís- lands. Þau hjónin voru lengst af bú- sett í Reykjavík og í Kópavogi. Árið 1984 fluttu þau hjónin í hús sem þau reistu á Vonarholti á Kjalarnesi þar sem þau hafa búið síðan. Árið 1962 stofnaði hann ásamt mági sínum Konráði Andréssyni verktakafyrir- tækið Loftorku og sinnti hann rekstri þess fyrst um sinn samhliða störfum sínum hjá Landssímanum. Umsvif Loftorku jukust mjög fljótt og árið 1964 lét hann af störfum hjá Landssímanum til þess að sinna fyr- irtækjarekstrinum. Sigurður starf- aði fyrst um sinn sem fram- kvæmdastjóri Loftorku í Reykjavík en tók síðar við stöðu forstjóra fyr- irtækisins og Konráð varð forstjóri Loftorku í Borgarnesi. Loftorka er eitt elsta verktakafyrirtæki lands- ins. Fyrirtækið hefur sinnt marg- víslegum verkefnum í tengslum við gatnagerð, hafnargerð og ýmis byggingarverkefni, auk þess að hafa komið að byggingu ýmissa stórvirkjana landsmanna. Sigurður var umsvifamikill í félagsstörfum sem tengdust verktakarekstri. Hann sat um árabil í stjórn Félags vinnuvélaeigenda. Hann var einn stofnfélaga Verktakasambands Ís- lands og var þar í stjórn, og síðar virkur í starfi Félags jarðvinnu- verktaka eftir stofnun þess. Útför Sigurðar verður gerð í dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfn- in klukkan 13.30. 2000. 2) Sigurveig, f. 22.9. 1952, sambýlis- maður er Björn Þráinn Þórðarson f. 30.10. 1954. Fyrir átti Sigur- veig tvo syni: a) Sig- urður Sævarsson, f. 24.12. 1971, giftur Ás- dísi Líndal Finnboga- dóttur, f. 29.8. 1971. Börn þeirra eru Snæ- dís Björk, f. 23.2. 1993, og Daníel Þór Líndal, f. 30.7. 2001. b) Viðar Másson, f. 18.6. 1974. Börn Sigurveigar og Björns eru: Þórður, f. 30.12. 1989, og Sigríður Lóa, f. 13.3. 1993. 3) Ari, f. 5.8. 1954, kvæntur Önnu Ólafsdóttir Björnsson, f. 4.6. 1952. Börn þeirra eru: Jóhanna, f. 3.5. 1977, og Ólafur, f. 4.3. 1979. 4) Freyr, f. 6.2. 1959, kvæntur Merce- des Berger, f. 1.2. 1965. Börn þeirra eru: Matthías Francisco, f. 14.6. 1990, og Kristófer Darío, f. 22.6. 1992. 5) Andrés, f. 18.5. 1961, kvæntur Hjördísi Jónu Gísladóttur, f. 7.1. 1967. Fyrir átti Andrés einn son, Friðrik, f. 11.5. 1983. Börn Andrésar og Hjördísar eru Rós- anna, f. 22.9. 1989, Sindri, f. 26.2. 1993, og Sölvi, f. 7.4. 2000. Sigurður fæddist á Öldugötu 4 í Reykjavík og dvaldist frá þriggja ára aldri hjá frændfólki sínu á Lambafelli undir Austur-Eyjafjöll- um. Upp úr fermingu gerðist hann Við, sem þekktum Sigurð Sigurðs- son tengdaföður minn, hefðum sann- arlega kosið það að kveðja hann hinstu kveðjunni einhverjum árum eða jafnvel áratugum síðar. Í dag virðist það vera svo allt of, allt of snemmt. En það var auðvitað ekki á okkar færi að ráða neinu í þeim efn- um. Andlát hans kom okkur flestum í opna skjöldu, þótt við vissum af því að veikindi hans að undanförnu voru býsna alvarleg. Það var ekki hægt annað en vera vongóður í návist hans, því einn af hans mörgu góðu eigin- leikum var sú gáfa að geta ávallt verið uppörvandi, styrkur en þó umfram allt einstaklega hlýr. Þessu náði Sigurður að miðla til fjölskyldu sinnar, vina og samstarfs- manna í ríkum mæli. Ef rekja ætti þau góðu áhrif sem nærvera hans í til- verunni hafði held ég að sú arfleifð dreifist ótrúlega víða. Ekki treysti ég mér til að rekja þá þræði alla, sé þó fyrir mér eins og efni í aðra Íslend- ingabók, enda fer því fjarri að hans góðu áhrif séu hætt að berast áfram. Þegar ég kynntist Ara syni þeirra Sigurðar og Sæunnar Andrésdóttur konu hans, fyrir næstum þrjátíu ár- um, verð ég að viðurkenna að mér datt ekki fyrst í hug að hugsa: Skyldi hann eiga notalega foreldra, skemmtilega fjölskyldu? Tengdafólk var mér þar fyrir utan nokkuð fjar- lægur heimur. Hvað þá það einstaka fjölskyldusamfélag sem ég smátt og smátt fékk að kynnast, þar sem störf og daglegt líf fléttuðust saman með fjölbreyttum hætti. Fjölskyldufyrir- tækið Loftorka, sem þeir Sigurður og Konráð mágur hans stofnuðu, var þá enn ungt. Flestir í fjölskyldunni höfðu einhverja reynslu af því að starfa í fyrirtækinu og áhuginn á vexti og viðgangi þess setti svip sinn á fjölskylduboðin. Á örskömmum tíma lærði ég allmörg nýyrði, vissi fljót- lega hvernig Payloader leit út og gerði mér grein fyrir að grús gat ver- ið af ýmsu tagi. Umræðurnar voru skemmtilegar, sennilega vegna þess að fólkið sem tók þátt í þeim var skemmtilegt. Og það var enginn að draga sig út úr, setja upp spekings- svip og halda faglegri umræðu fyrir sig og „sérfræðingana“. Allir máttu vera með og börnin og barnabörnin, sem allaf voru nálæg þegar Sigurður og Sæunn voru annars vegar, voru ávallt velkomin með í samræðurnar. Þar sem Ari starfaði hjá Loftorku þá eins og nú leið ekki á löngu þar til veröldin var orðin full af fólki úr verk- takageiranum. Þá fann ég strax fyrir þeirri virðingu og velvild sem Sigurð- ur tengdafaðir minn naut, bæði meðal starfsmanna Loftorku og annarra fyrirtækja í svipuðum rekstri eða allt öðrum. Seint verður víst sagt að verk- takabransinn sé auðveldur og svipt- ingar eru miklar, en þrátt fyrir það virtist Sigurður aldrei glata vinsæld- um sínum. Þau eru æði mörg skiptin sem ég hef heyrt þessi orð: ,,Ertu tengdadóttir Sigurðar í Loftorku?“ með samblandi af aðdáun og ánægju, eins og þar með væri komin fullnað- arsönnun þess að ég hlyti að vera ágæt. Eflaust höfum við öll, tengda- börnin, þannig fengið að finna hvað hann var vel kynntur. Ég veit hann sýndi samstarfsmönnum sínum traust og hlýju en ætlaðist um leið til mikils af þeim. Ófáir þeirra hafa starfað um langa hríð hjá fyrirtækinu og þar átti Sigurður góða liðsmenn með víðtæka reynslu og þekkingu. Mesta gæfa Sigurðar held ég þó að hafi verið sú að hafa ungur bundist Sæunni tengdamóður minni. Þau voru svo samrýnd að hvarvetna var eftir tekið. Bæði höfðu geislandi bros og góða nærveru. Á vissan hátt lík, en á margan hátt líka skemmtilega ólík. Brosið hennar fullt af gleði, hans ým- ist örlítið angurvært eða að það vott- aði fyrir prakkarasvip. Hjá Sigurði lærði ég nefnilega að græskulaus stríðni er listgrein. Og enn dáist ég að því hvað honum tókst oft að leika á mig, sem taldi mig þó færa í flestan sjó. Alvarlegri samræður okkar eru mér þó enn minnisstæðari, spurning- ar sem alltaf vöktu umhugsun og ábendingar sem ég tel eitthvert dýr- mætasta veganesti sem mér hefur áskotnast. Sigurður var hlýr faðir og börnum sínum mikill félagi. Þau, barnabörnin og barnabarnabörnin hafa misst mik- ið. Best kynntist ég auðvitað sam- bandi hans og Ara, sem var marg- slungið, í fjölskyldu, starfi, frí- stundum og nú seinast í þeim veikindum sem reyndust svo afdrifa- rík. Það samband var ómetanlegt og fallegt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgjast með því í öllum myndum. Sameiginleg frí okkar voru yndislegur tími, en hversdagurinn ekki síðri. Að sjá þá feðga arm í arm, sem var ekki fátíð sjón, er mynd sem ég leyfi mér að geyma á besta stað í minningunni. Ég veit það líka að börnin okkar, Jóhanna og Ólafur, eru gæfubörn að hafa átt slíkan afa og auðvitað sakna þau hans líka sárt. Ég sendi allri fjölskyldu Sigurðar innilegar samúðarkveðjur. Mesti styrkurinn mun þegar fram í sækir felast í þeirri staðreynd að hann skildi eftir sig hlýju, visku og fallegar minn- ingar. Anna Ó. Björnsson. Í dag verður til moldar borinn elskulegur tengdafaðir minn Sigurð- ur Sigurðsson, ýmist kenndur við Vonarholt eða Loftorku. Kynni okkar hófust þegar ég kom á heimili hans og Sæunnar konu hans eftir að við Andrés sonur þeirra fór- um að vera saman á árinu 1985. Það voru töluverð umskipti fyrir mig, sem var alin upp í frekar lítilli fjölskyldu, að koma kornung að stórfjölskyldu Andrésar. Sérstök hlýja er í samskiptum fjölskyldunn- ar, til dæmis heilsast allir og kveðj- ast með kossum og þótti mér þetta kossaflens frekar óþægilegt til að byrja með en sá fljótt hvað þetta var innilegt og fölskvalaust og gaf fjöl- skyldunni hlýju og stuðlaði að sam- heldni. Allt saman blessaðist mjög vel og var ég strax tekin inn sem einn af meðlimum í stórfjölskylduna. Sam- skipti okkar voru veruleg í gegnum árin, börnin okkar Andrésar sóttust eftir samskiptum við afa og ömmu í Vonarholti. Ekki spillti það ánægju barnanna að afinn var alla tíð með hesta sem börnin fengu að umgang- ast að vild. Ég upplifði Sigurð sem sérlega hlýjan mann, hann var glettinn og sló á létta strengi ef því var að skipta, hann var maður sem mjög þægilegt var að umgangast. Þau hjón hafa alla tíð borið hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og fylgst vel með hvað allir eru að gera. Ég bjó með fjölskylduna inni á þeim hjónum í Vonarholti í hálft ár. Við þær aðstæður reynir á samskipti fólks og á þessum tíma féll aldrei skuggi á samveruna. Þau voru ein- staklega þolinmóð að umbera okkur með börnin. Oft áttum við yndislegar kvöld- stundir yfir tebolla og spjalli og verða þessar stundir ekki samar án hans. Ég vil að lokum þakka Sigurði fyrir allt það sem hann gaf mér og kenndi og mun minning hans lifa áfram með mér. Megi Guð styrkja þig á þessum erfiðu tímum elsku Sæja mín. Hjördís Jóna Gísladóttir. Í vor þegar lóan syngur á melnum í Vonarholti verður þú ekki þar. Þegar hestarnir verða járnaðir og teknir að bíta í nýgræðinginn, enn á fullri gjöf, þá verður þú ekki þar, né þegar al- grænt verður orðið og hestarnir enn á gjöf svona til öryggis eins og þú vildir hafa það, þá verður þú ekki þar. Og ef við ættum eftir að fara í hestaferð, lengri eða skemmri, úr þjóðbrautinni í Vonarholti í Þórs- mörk í skriðureið, upp í Borgarfjörð í kjötsúpu til ömmu Stínu og afa Andr- ésar, norður Gnúpverjaafrétt allt að Arnarfelli hinu mikla, um sefgræn Þjórsárverin hjá eyrarrós á mel, sundríða Þjórsá í ausandi rigningu undir styrkri leiðsögn Strandarbónda og prestssonar, austur á Þingvöll um stíga í kjarrinu græna og grónar gjár, þaðan austur heiði að Strönd, í áföng- um í Húsmúlarétt og í Marardalinn til að á og beita og njóta nestis, í árlega gestafylgd á föstudaginn langa niður að Korpúlfsstöðum, í sunnudagsreið kringum Mosfellið, kvöldferð um Mosfellsdalinn, á tölti út Leiruvoginn á fjöru til móts við miðnætursólarlag- ið eða að Móakoti í vöfflur, þá verður þú ekki þar. Ekkert fær lýst þeim söknuði til hlítar að hafa misst slíkan ferðafélaga og vin. Eða að koma í hesthúsið, þeg- ar þú ert þar ekki lengur til að tala við vinina þína. Ég nýt ekki lengur hand- bragðanna þinna og verklagni jafnt í stóru sem smáu. Lítill hnútur, þvílíkt handverk sem þú fékkst í arf frá fornri sveit og sjómennsku á síðutog- ara á stríðsárunum. Aðeins fjórtán ára og kveiðst því að vera skotinn nið- ur og að minningargreinin fjallaði um lágt skrifaðan hjálparkokk. Margt hlýtur að hafa verið þér mótdrægt sem ungum dreng, annað ekki. Og þó að fóstra og fóstri sem tóku við þér þriggja ára hafi reynst þér sem best hefurðu án efa leitað til hesta og hunds með hugrenningar og vináttu. Enda áttu þau þakkir þínar þegar fram liðu stundir, rollur í fjárborgum, fuglinn í mónum, hrafninn sem fékk feitmetið, músin sem fékk brauðið, Pollý sem fékk drottningarhlutverk, höfðingjarnir þínir, Drífandi, Draum- ur, Móalingur og sá skjótti. Kæri tengdafaðir. Nú að ótíma- bærum leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir svo margt; þolinmæðina við dýr og menn, þann eiginleika að gefa meira af þér í samskiptum en þú tókst, sáttfýsina, umburðarlyndið og barngæskuna, gleðina og gáskann sem fyllti þau herbergi sem þú gekkst um í lífinu. Nú þegar þú ert hættur að kenna mér fyndin vísukorn, sem ég gat aldrei lært, verðum við sem eftir lifum að minnast hnyttnu tilsvaranna og hugga okkur við minningu um ein- stakan mann, full þakklætis yfir þeim forréttindum að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér. Elsku Sæa mín, þú sem missir mest eftir fimmtíu og þriggja ára gæfuríkt hjónaband, styrki þig allt gott. Björn Þráinn. Hvaða gullfallega stúlka er þetta? Afinn spyr með aðdáun í röddinni. Svona spyr hann alltaf þegar hann sér hana. Viðstaddir líta upp en sjá ekki það sem gamli maðurinn sér. Það er ekkert að sjá nema freknótt stelputrippi. Stelpan er dyntótt. Stundum tekur hún gullhömrunum fagnandi, hleypur upp um hálsinn á gamla manninum, faðmar hann og kjassar á kinnina svo hún stingur sig á skeggbroddunum. Stundum smellir hún í góm, er fálát og snýr upp á sig. Afinn hlær. Hann hlær alltaf. Honum finnst hún sniðug þegar hún er létt í skapi, ennþá snið- ugri þegar hún er afundin. Hann kjassar á móti þegar hún er kát og klípur hana stríðnislega þegar hún er í fýlu. Honum er alveg sama hvernig liggur á henni, hann er alltaf glaður að sjá hana. Það eru ekki langar orðræður sem einkenna þeirra samskipti. Stundum þarf engin orð. Stundum er væntum- þykjan og skilningurinn skilyrðislaus. Þannig var þessi afi. Hann sá stelp- una með sínum augum og gaf af sér án þess að krefjast neins á móti. Með kveðju frá afastelpu, Sæunn Ólafsdóttir. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, elsku afi. Rósanna og Sindri. SIGURÐUR SIGURÐSSON Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALIZA KJARTANSON, Víðihvammi 24, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram í Jerúsalem í Ísrael miðviku- daginn 12. febrúar. Grétar Kjartansson, Íris Grétarsdóttir, Shlomo Bigi-Levi, Mikael Tal Grétarsson, Þórunn Eva Bogadóttir og barnabörn. Elskuleg fósturmóðir mín, ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Austurvegi 5, Grindavík, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík, laugardaginn 8. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson, Dagmar Lilja Marteinsdóttir, Guðbjartur Hinriksson, Karl Marteinsson, Þóranna Jónsdóttir og barnabarnabörn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EBENESER ÞÓRARINSSON, lést á heimili sínu, Hafraholti 50, Ísafirði, sunnudaginn 9. febrúar. Elísabet Agnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.