Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 20
SUÐURNES 20 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Smiðjuvegi 14 • Kópavogi • www.veislusmidjan.is • Pantanir og uppl. í síma 587 3800 og 899 2959 Þorramaturinn eins og þú vilt hafa hann Meira af þessu og minna af hinu Hafðu samband eins oft og þú vilt! Þorrablótið í sal Ferðafélagsins í Mörkinni „EF ég stoppa núna mun ég aldrei geta staðið upp úr stólnum. Það finnst mér ekki koma til greina,“ segir Arnar Helgi Lárusson sem lamaðist í mótorhjólaslysi í byrjun september. Hann er tilbúinn að leggja mikið á sig til að komast úr hjólastólnum og er nú á leiðinni til Frakklands til að gangast undir leysigeislameðferð og stífa þjálfun. Arnar Helgi, sem er 26 ára gamall sjómaður í Keflavík, var í Helguvík að æfa sig fyrir mótorhjólakeppni að kvöldi 6. september þegar hann datt af hjólinu og lenti úti í grjóti. Brotnuðu fjórir fjórir svokallaðir brjóstliðið í hryggnum og mænan skaddaðist. Hefur Arnar síðan verið lamaður fyrir neðan brjóst. Kona hans, Sóley Björk Garð- arsdóttir, var með honum í Helgu- vík og kallaði eftir hjálp. Arnar var lagður inn á gjörgæsludeild Land- spítala Íslands – háskólasjúkrahúss og fór síðan í endurhæfingu á Grensásdeild spítalans. Endurhæf- ingin hefur gengið vel. Arnar segir að læknarnir hafi búist við að hann yrði á Grensás í sex mánuði en hann hafi ákveðið að koma sér þaðan út eftir þrjá mánuði. Það gekk eftir sem Arnar Helgi ætlaði sér, hann var farinn að aka bíl eftir tvo mán- uði og útskrifaðist af spítalanum eft- ir þrjá mánuði. Eru það skjótari framfarir en menn eiga að venjast. „Ég var frá upphafi ákveðinn í að koma mér af stað. Þetta hefur geng- ið vel, ég meiddist lítið fyrir utan hryggbrotið og hef sloppið að mestu við sýkingar,“ segir hann. Hann flutti í íbúð sem Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM) eiga við Sléttuveg í Reykja- vík og fer daglega í þjálfun á Grens- ásdeild. Þar fær hann 45 mínútur með sjúkraþjálfara en finnst það ekki nóg og reynir því að mæta fyrr til að æfa sig sjálfur. Arnar Helgi á erfitt með að sætta sig við það að vera bundinn ævi- langt í hjólastól. Hann hefur því reynt að afla sér sem mestra upplýs- inga um læknismeðferðir og árang- ur þeirra. „Þetta er bara vinna. Ég ligg á Netinu, hef skrifað mörgum læknum og fengið góð viðbrögð. Þá hefur Auður Guðjónsdóttir komið mér í samband við lækna. Það er margt að gerast í þessum málum úti í heimi og mér finnst heilbrigt að láta reyna á hvort eitthvað af því kemur mér að gagni,“ segir Arnar. Hann og Sóley fara til Frakklands 1. apríl og dvelja þar í mánuð, að minnsta kosti. Hann ætlar að gang- ast undir leysigeislameðferð hjá frönskum lækni og æfa stíft hjá sjúkraþjálfara. Geislanum er beint að orkustöðvum í líkamanum þann- ig að boð komist til heilans þrátt fyr- ir skaddaða mænu. Læknar Arnars Helga hafa ekki allir trú á þessari meðferð enda telst hún til óhefð- bundinna lækninga en sumir eru þó jákvæðir. „Ef ég geri ekkert í þessu sjálfur mun ég aldrei geta staðið upp úr hjólastólnum. Þetta verður þá bara erfiðara og erfiðara, eftir því sem ég eldist, og það eina sem ég get þá gert er að finna mér þægileg- an hjólastól. Ef ég næ árangri getur þetta kannski nýst öðrum en ef þetta gengur ekki þá liggur það þó fyrir að einhver hefur reynt,“ segir Arnar. Það kostar mikið fé að leita sér lækninga á eigin vegum erlendis. Segist Arnar ekki fá neina opinbera aðstoð til þess. Segir að það sé und- arlegt í ljósi þess hvað það kosti rík- ið mikið að hafa hann í hjólastóln- um. Nefnir sem dæmi að ef hann sýndi örlitlar framfarir, gæti til dæmis farið að pissa án þeirra hjálp- artækja sem nú eru nauðsynleg, gæti það sparað ríkinu yfir 800 þús- und krónur á ári. Hann telur einnig koma til greina að leita til rússneskra lækna en skurðaðgerðir þeirra hafi hjálpað sumum, jafnvel þannig að þeir hafi komist á lappir eins og Arnar orðar það. „Það er von á meðan maður reynir,“ segir Arnar Helgi Lár- usson. Arnar Helgi Lárusson leggur mikið á sig til að reyna að ná bata eftir mótorhjólaslys Það er von á meðan maður reynir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnar Helgi Lárusson býr sig undir það að færa sig úr handknúna ökutæk- inu yfir í það vélknúna. Keflavík LÆGSTA tilboð í framkvæmdir á lóð fyrirhugðrar stálröraverksmiðju í Helguvík reyndist 227 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Ís- lenskir aðalverktakar hf. buðu best. Á vegum Reykjaneshafnar er verið að undirbúa móttöku á stál- röraverksmiðju sem bandarískt fyr- irtæki hyggst reisa í Helguvík. Hef- ur höfnin tekið að sér að sprengja lóð sem fyrirtækinu er ætluð niður í hæð hafnargarðsins í Helguvík. Er þetta mikil framkvæmd. Auk sprenginga og efnisflutninga af lóð- inni mun verktakinn lengja og end- urbæta sjóvarnargarð í Njarðvík. Ánægður með niðurstöðuna Sex verktökum var gefinn kostur á að bjóða í framkvæmdirnar í lok- uðu útboði og voru tilboð opnuð í gær. Íslenskir aðalverktakar bjóð- ast til að taka verkið að sér fyrir tæpar 322 milljónir króna sem eru tæp 59% af kostnaðaráætlun ráð- gjafa Reykjaneshafnar. Kostnaðar- áætlunin hljóðar upp á rúmar 548 milljónir og er lægsta tilboð því tæpum 227 milljónum undir áætlun. Næstlægsta tilboð er frá Suður- verki, 65 milljónum yfir tilboði Að- alverktaka, og hin tilboðin eru mun hærri, það hæsta rúmar 600 millj- ónir. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri kveðst ánægður með niðurstöðu út- boðsins. Segir hann allar líkur á að tilboði ÍAV verði tekið. Eftir sé þó að fara yfir tilboðin og leggja þau fyrir atvinnu- og hafnaráð og bæj- arstjórn. Það verður gert síðar í þessari viku og byrjun næstu. Gert er ráð fyrir að verktaki geti hafið framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins um næstu mánaða- mót. Hann felur í sér styrkingu og lengingu á grjótvarnargarðinum í Njarðvík. Þarf að opna núverandi grjótvörn, bæta í hana grjóti úr Helguvík og endurhlaða. Þegar eigendur fyrirhugaðrar stálröraverksmiðju leggja fram tryggingar fyrir kostnaði við lóð- arframkvæmdirnar verður unnt að hefjast handa við verkið í heild. Pétur vonast til að tryggingarnar muni liggja fyrir í lok þessa mán- aðar eða í næsta mánuði. Í útboðinu er gert ráð fyrir að lóðin verði tilbú- in tíu mánuðum eftir að erlenda fyr- irtækið leggur fram tryggingar sín- ar en Pétur lætur þess getið að Íslenskir aðalverktakar hafi boðist til að skila verkinu af sér þremur mánuðum fyrr, fyrir sama eininga- verð. COVI Framleidd verða rör úr völsuðu stáli sem flutt verður til landsins í stórum rúllum. Sprengingar á lóð stálröraverksmiðju Lægsta tilboð 227 milljónum undir áætlun Helguvík Fjölskyldur Arnars og Sól- eyjar standa fyrir söfnun til þess að Arnar komist í með- ferð til Frakklands. Stofnaður hefur verið reikningur í Spari- sjóðnum í Keflavík þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta lagt sitt af mörkum. Reikningurinn er númer 1109- 05-409500. Hann er á nafni Arnars Helga Lárussonar en kennitala hans er 200576- 3819. Söfnun til að Arnar komist út TALSVERÐUR erill var á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík aðfaranótt sunnu- dags. Tveimur mjög ölvuðum mönnum, hvorum í sínu mál- inu, var ekið til síns heima en tilkynnt hafði verið um þá þar sem þeir áttu mjög erfitt með gang, segir í dagbók lögregl- unnar. Í tvígang var kvartað undan hávaða í fjölbýlishúsi. Afskipti voru höfð af fólki sem er grun- að um vörslu og neyslu fíkni- efna. Rétt fyrir klukkan hálf sex um morguninn var óskað eftir aðstoð lögreglu utan við vín- veitingahúsið H38 við Hafn- argötu í Keflavík vegna lík- amsárásar og eignaspjalla. Einn var nefbrotinn og búið var að brjóta rúðu í húsnæði skammt frá. Lögreglan telur að málavextir liggi nokkuð ljósir fyrir. Ökumenn áttu erfitt um gang Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.