Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 15 EINN þekktasti andófsmaður Kína, Wang Bingzhang, var í gær dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar eftir að hann hafði verið fundinn sekur um njósnir og hryðjuverkastarfsemi af dómstóli í Guangdong- héraði í Suður-Kína. Úrskurðurinn hefur vakið hörð viðbrögð ým- issa mannréttindasam- taka, að ekki sé talað um ættingja Bingzhangs. Kínversk stjórnvöld tilkynntu í desember að Bingzhang, sem er 55 ára, hefði verið hand- tekinn í Suður-Kína en Bingzhang hafði horfið sporlaust sex mánuðum áður er hann var stadd- ur í Víetnam. Sökuðu kínversk yfirvöld hann um njósnir á vegum stjórnvalda í Taívan á árunum 1982–1990. Þá var hann sak- aður um að hafa ritað bækur þar sem hvatt var til hryðjuverka, laun- morða, mannrána og sprengjutil- ræða í Kína. Í úrskurðarorði dómara í gær sagði að Bingzhang hefði, þegar hann var handtekinn, verið að und- irbúa að sprengja upp vegi og brýr í Kína og að hann hefði tvívegis ferðast til Taílands til að leggja á ráðin um sprengjuárás gegn kín- verska sendiráðinu þar, og setja á laggirnar æfingabúðir fyrir hryðju- verkamenn. Vinir Bingzhangs og mannrétt- indasamtök segja ákærurnar á hendur honum upplognar og halda því fram að Kínverjar hafi rænt Bingzhang er hann var staddur í Víetnam í desember, en þar hugðist hann gera tilraun til að hitta kínverska verkalýðsforkólfa. „Þessar ákærur eru með öllu tilhæfulaus- ar, raunar eru þær ótrúlegar. Réttarhöld- in í heild sinni voru farsi,“ sagði Shengde Lian, framkvæmda- stjóri samtakanna Frjálst Kína, en hann hefur lengi átt sam- starf við Bingzhang. „Kínversk stjórnvöld eru að nýta sér and- rúmsloftið á alþjóða- vettvangi, sem beinist gegn hryðjuverkum,“ sagði hann einnig. Bingzhang flutti til Bandaríkjanna árið 1979 en áður hafði hann tvívegis setið í fangelsi í Kína fyrir andóf gegn stjórnvöldum. Sagði Lian að Bingzhang hefði haldið uppi harðri gagnrýni á hendur kínverskum stjórnvöldum en að hann hefði aldrei léð máls á því að menn beittu ofbeldi í andófinu. Dóttir Bingzhangs, Wang Qing- yan, sagðist eyðilögð yfir fréttunum. Hún sagði föður sinn ekki heilsu- hraustan og lýsti þeirri von að hann fengi að snúa heim til Bandaríkjanna á nýjan leik. Þekktur andófsmaður dæmdur í lífstíðarfangelsi í Kína Mannréttinda- samtök segja sakir upplognar Wang Bingzhang Peking. AFP. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) sagði í gær að yfirlýsing Ír- ana um að þeir hygðust vinna úran úr námu til kjarnorkuframleiðslu kæmi ekki á óvart og stofnunin hefði fylgst með úranleit Írana í nokkur ár. Mohammad Khatami, forseti Ír- ans, tilkynnti á sunnudaginn var að vísindamenn hefðu fundið úranrík setlög um 200 km frá borginni Yazd í miðhluta landsins. Tvær verksmiðjur hefðu verið reistar í bæjunum Isfahan og Kashan þar sem úranið yrði unnið til að hægt yrði að nota það til raf- magnsframleiðslu í tveimur kjarn- orkuverum sem verið er að reisa. Khatami sagði að Íranar einsettu sér „að nýta kjarnorkuhátækni í frið- samlegum tilgangi“ og yrðu sjálfum sér nógir um úran til orkuframleiðslu. Melissa Fleming, talsmaður Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar í Vín, sagði að stofnunin hefði vitað af leit Írana að úrani á þessum stað í nokkur ár. „Háttsettur embættis- maður IAEA skoðaði reyndar þessa námu árið 1992,“ sagði talsmaðurinn og bætti við að Íranar hefðu tilkynnt stofnuninni áformin í september. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í fyrra að Íran myndaði „öxul hins illa“ í heiminum ásamt Írak og Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn hef- ur lengi sakað Írana um að reyna að verða sér úti um kjarnavopn og styðja hryðjuverkasamtök, en írönsk stjórn- völd hafa neitað því. Íranar eru að reisa kjarnorkuver í hafnarborginni Bushehr með aðstoð Rússa og stjórn Bush sagði í síðasta mánuði markmiðið með framkvæmd- unum væri í reynd að framleiða kjarnavopn á laun. Mohamed ElBaradei, yfirmaður IAEA, og eftirlitsmenn stofnunarinn- ar fara til Írans 25. þessa mánaðar til að skoða kjarnorkumannvirki. Írönsk stjórnvöld sögðu í gær að eftirlits- mönnunum væri velkomið að rann- saka mannvirkin til að „afsanna áróð- ur Bandaríkjamanna“ um að Íranar hygðust framleiða kjarnavopn á laun. Úranvinnsla Írana kom ekki á óvart Vín, Teheran. AP, AFP. RANNSÓKNARMENN leita nú að hugsanlegum vísbendingum um að ísköggull hafi myndast í frárennsl- isopi geimferjunnar Kólumbíu og hann hafi verið nógu stór til að valda skemmdum á væng geimferj- unnar áður en hún fórst 1. febrúar. Slíkt vandamál kom upp í banda- rískri geimferju árið 1984. Daginn eftir að Kólumbíu var skotið á loft 16. janúar greindi ratsjá bandaríska flughersins hlut sem færðist hratt frá geimferjunni. NASA segir að ekki sé vitað hvaða hlutur þetta var, en hugsanlegt sé að þetta hafi verið ísklumpur sem myndast hafi í skolpfrárennsli ferj- unnar og ís hafi myndast þar alla geimferðina. Hal Gehman aðmíráll, formaður nefndar sem rannsakar slysið, sagði í fyrradag að hluturinn sem sást nálægt Kólumbíu kynni að hafa verið ísklumpur úr geimferjunni. Hann sagði að sú deild flughersins sem fylgdist með hlutum í geimnum væri að veita rannsóknarnefndinni upplýsingar um hlutinn. „Þessar upplýsingar eru að koma fram núna og það er of snemmt að fullyrða nokkuð um hvort þær skipta einhverju máli,“ sagði Gehman. Köggull á stærð við körfubolta Frárennslisopið er undir rými áhafnarinnar, fyrir framan vinstri væng ferjunnar, og er notað til að dæla út skolpi og afgangsvatni úr efnarafli hennar. Yfirleitt skýst vatnið út í kalt lofttóm geimsins sem úði en í að minnsta kosti einni geimferð, árið 1984, myndaði vatn- ið ísköggul á stærð við körfubolta við frárennslisopið. Á þessum tíma höfðu verkfræðingar NASA svo miklar áhyggjur af því að köggull- inn gæti skemmt væng geimferj- unnar Discovery þegar hún færi í gufuhvolfið að þeir sögðu áhöfninni að nota hreyfiarm geimferjunnar til að brjóta köggulinn af. Ekki var talin þörf fyrir hreyfi- arminn vegna vísindaverkefnis Kól- umbíu og hann var skilinn eftir til að hægt yrði að bæta við rannsókn- artækjum. Ísköggull kann að hafa skemmt væng Kólumbíu Houston. AP. PALESTÍNUMENN halda höndunum uppi að vegg eftir að hafa verið handteknir í miðborg Hebron á Vesturbakkanum í gær fyrir að brjóta útgöngu- bann. Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana á hernumdu svæðunum í gær og þrír Pal- estínumenn, grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir í Ísrael, voru handteknir nálægt Ramallah, Jenín og Nablus. Reuters Palestínumenn handteknir SVARTFELLINGUM mistókst á sunnudag að kjósa sér nýjan for- seta, en of fáir mættu á kjörstað til að niðurstaða kosninganna teljist gild. Þetta er í annað skipti á tæp- lega tveimur mánuðum sem gerð er árangurslaus tilraun til að kjósa forseta í landinu, en talið er að að- eins um 47% kjósenda hafi mætt á kjörstað að þessu sinni. Þetta voru fyrstu kosningarnar, sem haldnar eru í Svartfjallalandi eftir að nýtt, lauslegt ríkjasamband Svartfjallalands og Serbíu tók við af Júgóslavíu – en sambandslýð- veldið Júgóslavía heyrir nú sögunni til. Um 455.000 manns voru á kjör- skrá og þurfti 50% kjörsókn til að niðurstaða kosninganna teldist gild. Filip Vujanovic, sem hlynntur er fullu sjálfstæði Svartfjallalands, fékk mikinn meirihluta atkvæða, eða 81,5%. Vujanovic er pólitískur bandamaður Milos Djukanovics, sem sagði af sér sem forseti í nóv- ember til að taka við forsætisráð- herraembættinu. Talið er að slæmt veður, ákvörð- un stjórnarandstöðunnar í Svart- fjallalandi að hunsa kosningarnar og almenn óánægja kjósenda með stjórnmálamenn landsins hafi vald- ið því að ekki mættu fleiri á kjör- stað. Sögðust fulltrúar stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í gær sammála um að breyta þyrfti lög- um, þannig að felld yrði niður kraf- an um 50% kjörsókn. Forsetakosningar í Svartfjallalandi Of fáir mættu á kjörstað Podgorica. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.