Morgunblaðið - 11.02.2003, Síða 22

Morgunblaðið - 11.02.2003, Síða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ULLARVETTLINGARNIR 2003, viðurkenning sem Myndlistar- akademía Íslands veitir frjóhuga listamanni, féllu Þóru Þórisdóttir myndlistarmanni og framkvæmda- stjóra gallerí@hlemmur.is í skaut. „Um verk Þóru ætla ég svo sem ekki að hafa mörg orð, en minni á innsetningu hennar í gall- erí@hlemmur.is á síðasta ári, sem hún kallaði „Rauða tímabilið“ og var um margt einstök á sýning- arvettvangi síðasta árs. Þar mátti skynja þá þjáningu sem listamað- urinn gengur í gegnum; sjálfan fæðingarveginn og listsköpin þrykkt á pappír með því blóði sem rennur til lífs eða dauða. Forn og ný samlíðan hvers skapandi lista- manns,“ sagði Benedikt Gestsson, formaður MAÍ, í ávarpi við afhend- inguna. „Spurt hefur verið: Hvers vegna Ullarvettlingar? Því er til að svara að rök þau sem lögð eru til grund- vallar veitingu Ullarvettlinganna eru sígild og eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það hráefnið sjálft sem fengið er af reifi sannanlegrar landnámsrollu, í annan stað vegna hins grípandi forms vettlinganna, í þriðja lagi vegna þeirrar vísunar sem ullarhnoð hefur til list- og handmennta á íslenskum baðstofu- loftum allt til vorra daga, og síðast en ekki síst vegna þess að myndlist- armönnum á Íslandi hefur alltaf verið kalt. Blóðið úr listsköpum Þóru hefur hins vegar runnið til lífsins og lifandi listar, það er mér því sönn ánægja fyrir hönd Mynd- listarakademíu Íslands að afhenda Þóru Þórisdóttur Ullarvettlingana árið 2003,“ sagði Benedikt. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Benedikt Gestsson afhendir Þóru Þórisdóttur Ullarvettlingana. Þóra Þórisdóttir hrepp- ir Ullarvettlingana fögrum ljóðrænum píanósóló sínum. Það var Mikael Råberg, sænski stórsveitarsnillingurinn er kom Stórsveit Ríkisútvarpsins til þroska, sem útsetti þessa ballöðu Lasse og tvær aðrar útsetningar hans voru á efnisskrá sveitarinnar: Donna Lee Charlie Parkers og Stardust Hoagy Carmichaels. Donna, sem Lasse sagðist hafa heyrt að væri eftir Miles Davis en hann hefði ekki getað leikið sem unglingur og fengið í hendur Park- ers, er byggð á hljómunum í Ind- iana sem Armstrong blés eftir- minnilega í Háskólabíói 1965. Jóel blés þar fínan sóló og bandið var flott – betra en í Stardust þarsem Lasse blés af elegans á nótum Bunny Berigans frekar en Cliffords Browns sem stendur þó hjarta hans trúlega nær. Bæði þessi lög svo og St. Louis Blues má heyra Lasse blása á diski með Sandvíkur stórsveitinni sem hingað kom á djasshátíð í hittifyrra. Þetta er fínn diskur þarsem góð- kunningi Stórsveitarinnar okkar er við stjórnvölinn, Daniel Nolgård, og Sandvíkursveitin í betra formi en á Hótel Íslandi þarsem hún var all- slök. Þetta sýnir kannski hverju góður stjórnandi fær áorkað, en þótt Lasse sé enginn Daniel var Stórsveit Reykjavíkur Sandvíkur- sveitinni fremri í spilamennskunni í þessum lögum og í sirkusútsetn- ingu Sandvíkuraltóistans Bertil Fälts á blúsnum hans W.C. Handys urraði Lasse og notaði demparann einsog Bubber Miley og dixíbragð var að hryninum þarsem David Bobroff blés af miklum krafti í túbu. Einar Jónsson blés með Whetsel-stæl í tangókaflanum og svo var shuffel-hrynur og allt hvað nafnið hafði notað í bellibrögðin og varð af mikil skemmtun. Þetta voru fínir síðdegistónleikar sem sýndu enn einusinni að Stór- sveit Reykjavíkur er alvörustór- sveit og svo er skemmtilegt að Snorri Sigurðarson er kominn heim frá námi og hann blés fínan flygil- hornsóló í Ögenstenar eftir Lasse. ÞAÐ hefur verið lítið um djass- tónleika sem af er árinu og djass- þyrstir borgarbúar fjölmenntu er Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í ráðhúsi Reykvíkinga. Var stór- sveitin í sveifluham og stjórnaði henni sænski trompetleikarinn og tónskáldið Lasse Lindgren. Lasse er þekktur stórsveitarjaxl og hefur m.a. leitt trompetsveitina í stór- sveitum Mikaels Råbergs, danska útvarpsins og Espoo stórsveitinni finnsku. Hann er fautatrompetleik- ari og mjúkur flýgilhornblásari og kann bæði að stjórna stórsveit og skemmta áheyrendum klæddur í svart leður á rauðum skóm. Sveitin byrjaði á blús eftir hann og strax var ljóst að þessir tón- leikar yrðu frekar í stjörnumerki Hopkins en Schneiders, svo tveir fínir stjórnendur Stórsveitarinnar okkar séu nefndir. Í næsta ópusi, Nikita, eftir Lasse sem Lars Halle hefur útsett einsog mörg lög hans fór saxófónasveit stórsveitarinnar á kostum og brassið fínt í andsvörum við trommuleik Jóhanns Hjörleifs- sonar. To My Friends er fræg ball- aða eftir Lasse sem Putte Wickman hefur m.a. hljóðritað og þar blés höfundur glæsilega í flýgilhornið og minnti m.a. í lokin á Webster með loftkenndum blæstrinum. Útsetn- ingin var frábær og hljómsveitin lék hana listavel og kom til skila hinum dramatíska undirtóni sem þar var að finna. Ástvaldur Traustason skynjaði hann einnig í Stórsveit í sveiflu Vernharður Linnet DJASS Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Einar Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson, Snorri Sigurðarson og Örn Hafsteinsson trompetar; Edward Frederiksen, Samúel J. Samúelsson og Stefán Ó. Jakobsson básúnur; David Bobroff bassabásúna og túba; Ólafur Jónsson, Stefán S. Stef- ánsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Kristján Svavarsson saxófónar, Ást- valdur Traustason píanó, Guðmundur Pétursson gítar, Gunnar Hrafnsson bassi og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórn- andi: Lasse Lindgren sem einnig blés í trompet og flygilhorn. Laugardaginn 8.2. 2003. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR STEYPIBAÐ og hárþvottur eru hluti af daglegum venjum margra. Einhverjir bera kannski froðu í hárið áður en það er blásið og enn aðrir úða hárlakki yfir til þess að halda því í skefjum. Svitalyktareyðir er borinn í handarkrikana og ilmvatn eða rak- spíri á húðina. Einstaka maður klykkir út með naglalakki. Hluti fólks notar kannski flestar þessar vörur, jafnvel á hverjum degi. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að snyrtivörur geta innihaldið hóp efna sem nefnast þalöt (et. pthalate á ensku), en þau eru meðal annars talin geta valdið truflunum á lifrar- og nýrnastarfsemi, sem og starfsemi hjarta og lungna. Tilraunir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif þalata á þroska kynfæra karlkyns fóstra, margvíslegan fósturskaða annan og skemmdir á kynfærum eftir fæðingu. Þá finnast þalöt í móðurmjólk, líkt og mörg önnur efni í umhverfinu. Þalöt eru einkum ætluð til mýk- ingar á plastefnum og hafa verið not- uð í ýmiss konar framleiðslu um ára- tugaskeið. Meirihluti þeirra er notaður til þess að mýkja vínyl-efni (PVC), en 10% efnanna eru nýtt í lækningavörur, svo sem poka með næringarvökva, blóði eða lyfjum og gúmmíhanska. Þalöt eru einnig not- uð í málningu, sleipiefni, lím, leikföng og matvælaumbúðir, svo dæmi séu nefnd, og síðast en ekki síst snyrti- vörur. Þalöt í snyrtivörum eru til þess að bæta áferð og auka gljáa. Rannsóknir í Banda- ríkjunum og Svíþjóð Á síðasta ári komu út tvær skýrslur um þalöt í snyrtivörum, annars vegar í Bandaríkjunum og í Evrópu hins vegar. Bandaríska könnunin náði til 72 tegunda snyrti- vara sem valdar voru úr hillum versl- ana og reyndust 52 þeirra innihalda þalöt. Evrópska könnunin náði til 34 snyrtivörutegunda í verslunum og innihéldu 27 þeirra þalöt. Magn þal- ata var allt frá 2–3% af innihaldi vör- unnar niður í örlítið brot. Framleið- endum snyrtivara er ekki skylt að greina frá þalötum í innihaldslýsing- um. Um var að ræða svitalyktareyði, hárgel, hárfroðu, hárlakk, hand- áburð, húðmjólk og ilmvötn. Bandaríska rannsóknin er unnin út frá annarri rannsókn Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna, FDA, á eiturefnum í mannslíkamanum sem gerð var fyrir fáeinum árum. Rann- sökuð voru blóð- og þvagsýni úr 1.029 einstaklingum og fundust þalöt í þeim öllum, samkvæmt skýrslu um snyrtivörurannsóknina. „Vísindamenn við Miðstöðvar fyrir sjúkdómseftirlit og forvarnir í Bandaríkjunum (Centers for Disease Control) greindu frá því árið 2000 að sjö gerðir þalata hefðu fundist í 289 einstaklingum, einkum díbútylþalat, eða DBP. Magn þalata í líkama manna kom rannsakendum á óvart og sýnir fram á að almenningur er mun varnarlausari gegn útbreiðslu þeirra og magni í umhverfinu en áður var talið,“ segir í bandarísku skýrsl- unni. Einnig segir að vísindamenn CDC telji að konur á barneignaraldri séu sérstaklega varnarlausar gegn þalöt- um. „Vísindamenn CDC komust að því að tvær milljónir bandarískra kvenna á barneignaraldri eru 20 sinnum útsettari fyrir þalötum en meðalmaðurinn, sem eykur líkurnar á því að magn sem safnast fyrir í lík- ama þeirra sé yfir skilgreindum ör- yggismörkum,“ segir ennfremur. Er líkum leitt að því að þalöt í snyrtivörum séu helsta uppsprettan. Vitnað er í rannsókn CDC á ýms- um naglavörum þar sem DPB fannst í ríkum mæli. CDC segir að þegar ör- yggismörk fyrir magn þalata í vörum séu sett gangi bandarísk stjórnvöld út frá því að hver einstaklingur noti einungis eina vörutegund. „Einnig er gengið út frá því að engin þalöt séu fyrir í líkama viðkomandi, hvort sem um er að ræða þalöt úr matvælum, lyfjum, snyrtivörum, læknavörum eða neytendavarningi. Rannsóknir CDC sýna að þessar ályktanir eru al- rangar.“ Ekkert eftirlit Fram kemur í skýrslu um rann- sóknina að vegna glufu í fylkislögum geti framleiðendur í Bandaríkjunum sett ótakmarkað magn af þalötum í snyrtivörur. Ekki sé heldur skylda að athuga magn þalata í snyrtivörum áður en þær eru settar á markað. Framleiðendur séu heldur ekki skyldaðir til að rannsaka hvort efnin hafi áhrif á heilsu manna, áður en þau eru notuð í framleiðsluna. Þá er ekki skylt að geta þalata í innihaldslýs- ingu á snyrtivörunum. Efnin voru ekki nefnd á umbúðum þeirra 52 snyrtivörutegunda sem reyndust innihalda þalöt í banda- rísku rannsókninni. Í sænskri athugun á innihaldi þal- ata í snyrtivörum sem fyrr er getið voru 34 tegundir valdar úr hillum verslana. Um var að ræða ilmvötn, hárlakk og svitalyktareyði. Þalöt fundust í 27 tegundum, eða 80%, og var fleiri en ein gerð þalata í rúmlega helmingi varanna. Þalatanna var ekki getið í innihaldslýsingum. Í skýrslu um bandarísku og sænsku rannsóknina segir að ekki sé verjandi að setja efni sem valda fæð- ingargalla í vörur til daglegra nota. Ekki er langt síðan plastleikföng með díetýlhexýlþalati (DEHP) voru tekin af markaðnum. Fyrir fjórum árum gerðu lönd Evrópusambandsins sam- komulag um að tiltekin þalöt yrðu ekki notuð í ílát sem geyma matvör- ur, leikföng eða hluti fyrir börn undir þriggja ára aldri. Í kjölfarið bönnuðu nokkur aðildarríki þalöt í leikföngum ætluðum börnum yngri en þriggja ára. Hér á landi var sett reglugerð á vegum umhverfisráðuneytisins 1. maí árið 2000 þar sem framleiðsla, innflutningur og dreifing á leikföng- um sem innihalda meira en 0,05% af þalötum er óheimil. Í nóvember á síðasta ári bannaði Evrópusambandið síðan notkun DEHP-þalats og DBP-þalats í snyrtivörum, að því er fram kemur á heimasíðu nottoopretty.org, þar sem bæði er vísað í bandarísku og sænsku rannsóknina. Að sögn Níelsar Br. Jónssonar, sérfræðings á eiturefnasviði Um- hverfisstofnunar, eru þalöt í snyrti- vörum notuð til að mýkja froðuna eða gelin sem notuð eru í hárvörur eða handáburð. Erfitt að losna við þalöt Iðnaðarspíri sem snyrtivörufram- leiðendur nota í ilmvötn og rakspíra hefur til skamms tíma verið meng- aður af þalati að sögn Níelsar. Hefur efninu verið bætt út í spírann til að gera hann ódrykkjarhæfan. Einnig hafa efnin fundist í naglalakki eins og kemur fram í rannsókninni. Að sögn Níelsar er þalat filmumyndandi efni sem hefur verið notað sem hjálpar- efni í málningu. Skýringuna á því af hverju þalata er ekki getið í inni- haldslýsingu snyrtivaranna segir Níels geta verið að framleiðendur viti ekki í öllum tilfellum af þessum auka- efnum í innihaldi vara sem þeir kaupa af öðrum framleiðendum og bæta út í snyrtivörurnar. Níels segir að það sé erfitt að koma efnum eins og þalötum út af mark- aðnum. „Það stendur alltaf í iðnaðin- um þegar svona kemur upp að hætta notkun þeirra. Sérstaklega þegar í hlut eiga efni eins og þalöt sem hafa verið mikið notuð í mismunandi sam- hengi. Auk þess sem það tekur tíma að finna önnur efni sem geta komið í staðinn fyrir þau. Það getur því tekið tíma að koma efnunum úr framleiðsl- unni.“ Engin rök fyrir almennum aðgerðum Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deild- arstjóri í umhverfisráðuneytinu, seg- ir notkun þalata hafa verið mikla og víðtæka því þalöt séu víða í umhverfi okkar. „Það er því ekki einfalt mál að hreinsa þau út,“ segir hún. „En þegar þalöt fundust í leikföng- um sem ætluð voru börnum yngri en þriggja ára var ákveðið að banna þal- öt í leikföngum þessa aldurshóps af öryggisástæðum, þar eð svo ung börn áttu í hlut.“ Sigurbjörg segir að enn sé verið að rannsaka áhrif þalata og kanna í hvaða magni þau eru hættuleg. „Að svo komnu máli eru engin rök fyrir því að grípa til almennra aðgerða þar sem ekki liggja enn fyrir sannanir fyrir skaðsemi þalata í litlu magni en full ástæða er til að rannsaka og skoða málið. Við Íslendingar erum í mjög nánu samstarfi við hin Norð- urlöndin á sviði efna og efnavara, þar á meðal snyrtivara. Norðurlöndin fylgjast oftast að hvað varðar aðgerð- ir svo sem bann eða takmörkun á notkun tilgreindra efna og efnavara. Þá eru Norðurlöndin oft á undan Evrópu í heild til að grípa til ráðstaf- ana, svo sem þegar ákvæði um tak- mörkun á notkun þalata í leikföngum voru sett. Auk þess er lögð áhersla á að fylgjast vel með Evrópuumræð- unni á þessu sviði.“ Heimildir www.fi.dk www.snf.se/bmv/hmv-ftalater.htm www.nottoopretty.org Vísað er þaðan inn á heimasíðu FDA. Hægt er að skoða lista yfir snyrtivörurnar sem rannsakaðar voru á vefsíðunum. Upplýsingar um efnasambönd í snyrtivörum: www.greeninfo.dk Snyrtivörur sem innihalda þalöt samkvæmt sænskri rannsókn. Rannsóknir sýna neikvæð áhrif þalata á ýmsa líkamsstarfsemi og þroska æxlunarfæra Þalöt finnast í al- gengum snyrtivörum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.