Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ULLARVETTLINGARNIR 2003, viðurkenning sem Myndlistar- akademía Íslands veitir frjóhuga listamanni, féllu Þóru Þórisdóttir myndlistarmanni og framkvæmda- stjóra gallerí@hlemmur.is í skaut. „Um verk Þóru ætla ég svo sem ekki að hafa mörg orð, en minni á innsetningu hennar í gall- erí@hlemmur.is á síðasta ári, sem hún kallaði „Rauða tímabilið“ og var um margt einstök á sýning- arvettvangi síðasta árs. Þar mátti skynja þá þjáningu sem listamað- urinn gengur í gegnum; sjálfan fæðingarveginn og listsköpin þrykkt á pappír með því blóði sem rennur til lífs eða dauða. Forn og ný samlíðan hvers skapandi lista- manns,“ sagði Benedikt Gestsson, formaður MAÍ, í ávarpi við afhend- inguna. „Spurt hefur verið: Hvers vegna Ullarvettlingar? Því er til að svara að rök þau sem lögð eru til grund- vallar veitingu Ullarvettlinganna eru sígild og eftirfarandi: Í fyrsta lagi er það hráefnið sjálft sem fengið er af reifi sannanlegrar landnámsrollu, í annan stað vegna hins grípandi forms vettlinganna, í þriðja lagi vegna þeirrar vísunar sem ullarhnoð hefur til list- og handmennta á íslenskum baðstofu- loftum allt til vorra daga, og síðast en ekki síst vegna þess að myndlist- armönnum á Íslandi hefur alltaf verið kalt. Blóðið úr listsköpum Þóru hefur hins vegar runnið til lífsins og lifandi listar, það er mér því sönn ánægja fyrir hönd Mynd- listarakademíu Íslands að afhenda Þóru Þórisdóttur Ullarvettlingana árið 2003,“ sagði Benedikt. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Benedikt Gestsson afhendir Þóru Þórisdóttur Ullarvettlingana. Þóra Þórisdóttir hrepp- ir Ullarvettlingana fögrum ljóðrænum píanósóló sínum. Það var Mikael Råberg, sænski stórsveitarsnillingurinn er kom Stórsveit Ríkisútvarpsins til þroska, sem útsetti þessa ballöðu Lasse og tvær aðrar útsetningar hans voru á efnisskrá sveitarinnar: Donna Lee Charlie Parkers og Stardust Hoagy Carmichaels. Donna, sem Lasse sagðist hafa heyrt að væri eftir Miles Davis en hann hefði ekki getað leikið sem unglingur og fengið í hendur Park- ers, er byggð á hljómunum í Ind- iana sem Armstrong blés eftir- minnilega í Háskólabíói 1965. Jóel blés þar fínan sóló og bandið var flott – betra en í Stardust þarsem Lasse blés af elegans á nótum Bunny Berigans frekar en Cliffords Browns sem stendur þó hjarta hans trúlega nær. Bæði þessi lög svo og St. Louis Blues má heyra Lasse blása á diski með Sandvíkur stórsveitinni sem hingað kom á djasshátíð í hittifyrra. Þetta er fínn diskur þarsem góð- kunningi Stórsveitarinnar okkar er við stjórnvölinn, Daniel Nolgård, og Sandvíkursveitin í betra formi en á Hótel Íslandi þarsem hún var all- slök. Þetta sýnir kannski hverju góður stjórnandi fær áorkað, en þótt Lasse sé enginn Daniel var Stórsveit Reykjavíkur Sandvíkur- sveitinni fremri í spilamennskunni í þessum lögum og í sirkusútsetn- ingu Sandvíkuraltóistans Bertil Fälts á blúsnum hans W.C. Handys urraði Lasse og notaði demparann einsog Bubber Miley og dixíbragð var að hryninum þarsem David Bobroff blés af miklum krafti í túbu. Einar Jónsson blés með Whetsel-stæl í tangókaflanum og svo var shuffel-hrynur og allt hvað nafnið hafði notað í bellibrögðin og varð af mikil skemmtun. Þetta voru fínir síðdegistónleikar sem sýndu enn einusinni að Stór- sveit Reykjavíkur er alvörustór- sveit og svo er skemmtilegt að Snorri Sigurðarson er kominn heim frá námi og hann blés fínan flygil- hornsóló í Ögenstenar eftir Lasse. ÞAÐ hefur verið lítið um djass- tónleika sem af er árinu og djass- þyrstir borgarbúar fjölmenntu er Stórsveit Reykjavíkur hélt tónleika í ráðhúsi Reykvíkinga. Var stór- sveitin í sveifluham og stjórnaði henni sænski trompetleikarinn og tónskáldið Lasse Lindgren. Lasse er þekktur stórsveitarjaxl og hefur m.a. leitt trompetsveitina í stór- sveitum Mikaels Råbergs, danska útvarpsins og Espoo stórsveitinni finnsku. Hann er fautatrompetleik- ari og mjúkur flýgilhornblásari og kann bæði að stjórna stórsveit og skemmta áheyrendum klæddur í svart leður á rauðum skóm. Sveitin byrjaði á blús eftir hann og strax var ljóst að þessir tón- leikar yrðu frekar í stjörnumerki Hopkins en Schneiders, svo tveir fínir stjórnendur Stórsveitarinnar okkar séu nefndir. Í næsta ópusi, Nikita, eftir Lasse sem Lars Halle hefur útsett einsog mörg lög hans fór saxófónasveit stórsveitarinnar á kostum og brassið fínt í andsvörum við trommuleik Jóhanns Hjörleifs- sonar. To My Friends er fræg ball- aða eftir Lasse sem Putte Wickman hefur m.a. hljóðritað og þar blés höfundur glæsilega í flýgilhornið og minnti m.a. í lokin á Webster með loftkenndum blæstrinum. Útsetn- ingin var frábær og hljómsveitin lék hana listavel og kom til skila hinum dramatíska undirtóni sem þar var að finna. Ástvaldur Traustason skynjaði hann einnig í Stórsveit í sveiflu Vernharður Linnet DJASS Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur Einar Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson, Snorri Sigurðarson og Örn Hafsteinsson trompetar; Edward Frederiksen, Samúel J. Samúelsson og Stefán Ó. Jakobsson básúnur; David Bobroff bassabásúna og túba; Ólafur Jónsson, Stefán S. Stef- ánsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Kristján Svavarsson saxófónar, Ást- valdur Traustason píanó, Guðmundur Pétursson gítar, Gunnar Hrafnsson bassi og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórn- andi: Lasse Lindgren sem einnig blés í trompet og flygilhorn. Laugardaginn 8.2. 2003. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR STEYPIBAÐ og hárþvottur eru hluti af daglegum venjum margra. Einhverjir bera kannski froðu í hárið áður en það er blásið og enn aðrir úða hárlakki yfir til þess að halda því í skefjum. Svitalyktareyðir er borinn í handarkrikana og ilmvatn eða rak- spíri á húðina. Einstaka maður klykkir út með naglalakki. Hluti fólks notar kannski flestar þessar vörur, jafnvel á hverjum degi. Nýjar rannsóknir hafa leitt í ljós að snyrtivörur geta innihaldið hóp efna sem nefnast þalöt (et. pthalate á ensku), en þau eru meðal annars talin geta valdið truflunum á lifrar- og nýrnastarfsemi, sem og starfsemi hjarta og lungna. Tilraunir á dýrum hafa sýnt fram á skaðleg áhrif þalata á þroska kynfæra karlkyns fóstra, margvíslegan fósturskaða annan og skemmdir á kynfærum eftir fæðingu. Þá finnast þalöt í móðurmjólk, líkt og mörg önnur efni í umhverfinu. Þalöt eru einkum ætluð til mýk- ingar á plastefnum og hafa verið not- uð í ýmiss konar framleiðslu um ára- tugaskeið. Meirihluti þeirra er notaður til þess að mýkja vínyl-efni (PVC), en 10% efnanna eru nýtt í lækningavörur, svo sem poka með næringarvökva, blóði eða lyfjum og gúmmíhanska. Þalöt eru einnig not- uð í málningu, sleipiefni, lím, leikföng og matvælaumbúðir, svo dæmi séu nefnd, og síðast en ekki síst snyrti- vörur. Þalöt í snyrtivörum eru til þess að bæta áferð og auka gljáa. Rannsóknir í Banda- ríkjunum og Svíþjóð Á síðasta ári komu út tvær skýrslur um þalöt í snyrtivörum, annars vegar í Bandaríkjunum og í Evrópu hins vegar. Bandaríska könnunin náði til 72 tegunda snyrti- vara sem valdar voru úr hillum versl- ana og reyndust 52 þeirra innihalda þalöt. Evrópska könnunin náði til 34 snyrtivörutegunda í verslunum og innihéldu 27 þeirra þalöt. Magn þal- ata var allt frá 2–3% af innihaldi vör- unnar niður í örlítið brot. Framleið- endum snyrtivara er ekki skylt að greina frá þalötum í innihaldslýsing- um. Um var að ræða svitalyktareyði, hárgel, hárfroðu, hárlakk, hand- áburð, húðmjólk og ilmvötn. Bandaríska rannsóknin er unnin út frá annarri rannsókn Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna, FDA, á eiturefnum í mannslíkamanum sem gerð var fyrir fáeinum árum. Rann- sökuð voru blóð- og þvagsýni úr 1.029 einstaklingum og fundust þalöt í þeim öllum, samkvæmt skýrslu um snyrtivörurannsóknina. „Vísindamenn við Miðstöðvar fyrir sjúkdómseftirlit og forvarnir í Bandaríkjunum (Centers for Disease Control) greindu frá því árið 2000 að sjö gerðir þalata hefðu fundist í 289 einstaklingum, einkum díbútylþalat, eða DBP. Magn þalata í líkama manna kom rannsakendum á óvart og sýnir fram á að almenningur er mun varnarlausari gegn útbreiðslu þeirra og magni í umhverfinu en áður var talið,“ segir í bandarísku skýrsl- unni. Einnig segir að vísindamenn CDC telji að konur á barneignaraldri séu sérstaklega varnarlausar gegn þalöt- um. „Vísindamenn CDC komust að því að tvær milljónir bandarískra kvenna á barneignaraldri eru 20 sinnum útsettari fyrir þalötum en meðalmaðurinn, sem eykur líkurnar á því að magn sem safnast fyrir í lík- ama þeirra sé yfir skilgreindum ör- yggismörkum,“ segir ennfremur. Er líkum leitt að því að þalöt í snyrtivörum séu helsta uppsprettan. Vitnað er í rannsókn CDC á ýms- um naglavörum þar sem DPB fannst í ríkum mæli. CDC segir að þegar ör- yggismörk fyrir magn þalata í vörum séu sett gangi bandarísk stjórnvöld út frá því að hver einstaklingur noti einungis eina vörutegund. „Einnig er gengið út frá því að engin þalöt séu fyrir í líkama viðkomandi, hvort sem um er að ræða þalöt úr matvælum, lyfjum, snyrtivörum, læknavörum eða neytendavarningi. Rannsóknir CDC sýna að þessar ályktanir eru al- rangar.“ Ekkert eftirlit Fram kemur í skýrslu um rann- sóknina að vegna glufu í fylkislögum geti framleiðendur í Bandaríkjunum sett ótakmarkað magn af þalötum í snyrtivörur. Ekki sé heldur skylda að athuga magn þalata í snyrtivörum áður en þær eru settar á markað. Framleiðendur séu heldur ekki skyldaðir til að rannsaka hvort efnin hafi áhrif á heilsu manna, áður en þau eru notuð í framleiðsluna. Þá er ekki skylt að geta þalata í innihaldslýs- ingu á snyrtivörunum. Efnin voru ekki nefnd á umbúðum þeirra 52 snyrtivörutegunda sem reyndust innihalda þalöt í banda- rísku rannsókninni. Í sænskri athugun á innihaldi þal- ata í snyrtivörum sem fyrr er getið voru 34 tegundir valdar úr hillum verslana. Um var að ræða ilmvötn, hárlakk og svitalyktareyði. Þalöt fundust í 27 tegundum, eða 80%, og var fleiri en ein gerð þalata í rúmlega helmingi varanna. Þalatanna var ekki getið í innihaldslýsingum. Í skýrslu um bandarísku og sænsku rannsóknina segir að ekki sé verjandi að setja efni sem valda fæð- ingargalla í vörur til daglegra nota. Ekki er langt síðan plastleikföng með díetýlhexýlþalati (DEHP) voru tekin af markaðnum. Fyrir fjórum árum gerðu lönd Evrópusambandsins sam- komulag um að tiltekin þalöt yrðu ekki notuð í ílát sem geyma matvör- ur, leikföng eða hluti fyrir börn undir þriggja ára aldri. Í kjölfarið bönnuðu nokkur aðildarríki þalöt í leikföngum ætluðum börnum yngri en þriggja ára. Hér á landi var sett reglugerð á vegum umhverfisráðuneytisins 1. maí árið 2000 þar sem framleiðsla, innflutningur og dreifing á leikföng- um sem innihalda meira en 0,05% af þalötum er óheimil. Í nóvember á síðasta ári bannaði Evrópusambandið síðan notkun DEHP-þalats og DBP-þalats í snyrtivörum, að því er fram kemur á heimasíðu nottoopretty.org, þar sem bæði er vísað í bandarísku og sænsku rannsóknina. Að sögn Níelsar Br. Jónssonar, sérfræðings á eiturefnasviði Um- hverfisstofnunar, eru þalöt í snyrti- vörum notuð til að mýkja froðuna eða gelin sem notuð eru í hárvörur eða handáburð. Erfitt að losna við þalöt Iðnaðarspíri sem snyrtivörufram- leiðendur nota í ilmvötn og rakspíra hefur til skamms tíma verið meng- aður af þalati að sögn Níelsar. Hefur efninu verið bætt út í spírann til að gera hann ódrykkjarhæfan. Einnig hafa efnin fundist í naglalakki eins og kemur fram í rannsókninni. Að sögn Níelsar er þalat filmumyndandi efni sem hefur verið notað sem hjálpar- efni í málningu. Skýringuna á því af hverju þalata er ekki getið í inni- haldslýsingu snyrtivaranna segir Níels geta verið að framleiðendur viti ekki í öllum tilfellum af þessum auka- efnum í innihaldi vara sem þeir kaupa af öðrum framleiðendum og bæta út í snyrtivörurnar. Níels segir að það sé erfitt að koma efnum eins og þalötum út af mark- aðnum. „Það stendur alltaf í iðnaðin- um þegar svona kemur upp að hætta notkun þeirra. Sérstaklega þegar í hlut eiga efni eins og þalöt sem hafa verið mikið notuð í mismunandi sam- hengi. Auk þess sem það tekur tíma að finna önnur efni sem geta komið í staðinn fyrir þau. Það getur því tekið tíma að koma efnunum úr framleiðsl- unni.“ Engin rök fyrir almennum aðgerðum Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deild- arstjóri í umhverfisráðuneytinu, seg- ir notkun þalata hafa verið mikla og víðtæka því þalöt séu víða í umhverfi okkar. „Það er því ekki einfalt mál að hreinsa þau út,“ segir hún. „En þegar þalöt fundust í leikföng- um sem ætluð voru börnum yngri en þriggja ára var ákveðið að banna þal- öt í leikföngum þessa aldurshóps af öryggisástæðum, þar eð svo ung börn áttu í hlut.“ Sigurbjörg segir að enn sé verið að rannsaka áhrif þalata og kanna í hvaða magni þau eru hættuleg. „Að svo komnu máli eru engin rök fyrir því að grípa til almennra aðgerða þar sem ekki liggja enn fyrir sannanir fyrir skaðsemi þalata í litlu magni en full ástæða er til að rannsaka og skoða málið. Við Íslendingar erum í mjög nánu samstarfi við hin Norð- urlöndin á sviði efna og efnavara, þar á meðal snyrtivara. Norðurlöndin fylgjast oftast að hvað varðar aðgerð- ir svo sem bann eða takmörkun á notkun tilgreindra efna og efnavara. Þá eru Norðurlöndin oft á undan Evrópu í heild til að grípa til ráðstaf- ana, svo sem þegar ákvæði um tak- mörkun á notkun þalata í leikföngum voru sett. Auk þess er lögð áhersla á að fylgjast vel með Evrópuumræð- unni á þessu sviði.“ Heimildir www.fi.dk www.snf.se/bmv/hmv-ftalater.htm www.nottoopretty.org Vísað er þaðan inn á heimasíðu FDA. Hægt er að skoða lista yfir snyrtivörurnar sem rannsakaðar voru á vefsíðunum. Upplýsingar um efnasambönd í snyrtivörum: www.greeninfo.dk Snyrtivörur sem innihalda þalöt samkvæmt sænskri rannsókn. Rannsóknir sýna neikvæð áhrif þalata á ýmsa líkamsstarfsemi og þroska æxlunarfæra Þalöt finnast í al- gengum snyrtivörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.