Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss kom til Straumsvíkur í gær. Hafnarfjarðarhöfn: Hanseduo og Helga- fell koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað, vinnustofa, leirlist og jóga, kl. 10 og kl. 11 enska, kl. 11 dans, kl. 13 vinnustofa og postulínsmálun, kl. 14 söngstund. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9–12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 dans, kl. 10.30 leikfimi, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 13–16 leirlist, kl. 14–15 dans. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 hár- greiðsla og bað, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 9–16 vefnaður, kl. 10– 13 opin verslunin, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, kl. 10–11 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bóka- bíllinn, kl. 9–14 hár- greiðsla. Korpúlfar, Graf- arvogi, samtök eldri borgara. Vatnsleikfimi er í Grafarvogslaug á þriðjudögum kl. 9.45. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Brids, saumur og pútt kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 10. Söngvaka kl. 20.45, umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir s.588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. perlusaumur, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 13 boccia. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 silki- málun, handa- vinnustofan opin, kl. 14 boccia og ganga. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, kl. 13–16 opin handa- vinnustofan, kl. 19 gömlu dansarnir, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 posutlínsmálun og glerskurður,kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list og hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 helgi- stund, kl. 14.15 og kl. 15 spænska. Fótaað- gerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10– 11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–16 bútasaumur og postu- línsmálun. kl. 9.15– 15.30 handavinna. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 13 handmennt og postu- línsmálning, kl. 14 fé- lagsvist. Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi. Leikfimi kl. 11.15 í Digraneskirkju. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fundartíma. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félags- heimilið Hátúni 12. Kl. 20 opið hús. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Sunnudag- inn 16. febrúar verður afmælishátíð félagsins í Húnabúð, Skeifunni 11, frá kl. 13.30. Þjóðdansafélagið. Op- ið hús í sal félagsins í Álfabakka 14a í kvöld kl. 20.30–23. Gömlu dansarnir. Allir vel- komnir. Í dag er þriðjudagur 11. febrúar, 42. dagur ársins 2003. Orð dags- ins: En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar. Svara mér, Guð, í trúfesti hjálpræðis þíns sakir mikillar miskunnar þinnar. (Sálm. 69, 14.) Krossgáta LÁRÉTT 1 heimskulegt, 8 lágfót- ur, 9 forsmán, 10 blóm, 11 kaka, 13 áma, 15 ið- urs, 18 sjá eftir, 21 ung- viði, 22 tafla, 23 ránfugl- inn, 24 himinglaða. LÓÐRÉTT 2 konungur, 3 gabba, 4 greinilegt, 5 fiskimið, 6 flöskuháls, 7 eldfjall, 12 tjón, 14 kvenmanns- nafn, 15 næturgagn, 16 drengi, 17 háð, 18 traðk, 19 styrk, 20 hófdýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 lemja, 4 hopar, 7 nótar, 8 ólíkt, 9 ask, 11 aumt, 13 bana, 14 ólæti, 15 þjál, 17 klám, 20 bak, 22 komma, 23 lesir, 24 rýrna, 25 kjaga. Lóðrétt: 1 lenda, 2 mætum, 3 aðra, 4 hrók, 5 príla, 6 rotta, 10 skæða, 12 tól, 13 bik, 15 þokar, 16 álmur, 18 laska, 19 myrða, 20 bara, 21 klak. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... HANDBOLTAKEPPNINNImiklu í Portúgal er nú löngu lok- ið en enn er hægt að kaupa varning tengdan henni. Þannig hafa verið framleiddir íspinnar sem seldir eru í pakkningum í fánalitunum í stór- mörkuðum undir heitinu „strákarnir okkar“. Víkverji er ekki mikill kunn- áttumaður um íþróttir en taldi sig þó vita að þar væri verið að vísa til handboltalandsliðsins. Ekki eru þó allir hrifnir af þessu uppátæki. Ung stúlka, sem gjarnan fer í innkaupaleiðangra með föður sínum, byrjaði þannig að fyrra bragði að úthúða þessari markaðs- setningu og sagðist „ekki þola þenn- an ís“. Það sem fór fyrir brjóstið á ungu konunni var að settir skyldu á markað sérstakir „strákaísar“. Taldi hún þar vegið að sér og kynsystrum sínum og spurði með þjósti hvers vegna ekki væru til ísar sem hétu „stelpurnar okkar“. Við þessu átti Víkverji engin svör. x x x ÍBANDARÍKJUNUM eru deilu-mál gjarnan leyst fyrir dóm- stólum. Fyrir nokkrum árum voru til dæmis tóbaksfyrirtæki dæmd til að greiða svimandi upphæðir í skaða- bætur vegna þess hve skaðlegar af- urðir þeirra eru heilsu manna. Upp á síðkastið hafa verið að koma upp mál þar sem spjótin hafa beinst að stórfyrirtækjum á sviði skyndi- bitafæðis. Höfðuð hafa verið mál þar sem þau eru sökuð um að hvetja neytendur til óhóflegrar neyslu á óhollu fæði og bera þannig ábyrgð á vaxandi fallþunga Bandaríkjamanna og heilsutjóni því tengdu. Þótt þessi mál kunni við fyrstu sýn að virðast dæmigerð furðumál úr bandaríska dómskerfinu gætu þau haft mikil áhrif. Dómari í New York vísaði raunar frá máli í þessum dúr á dögunum en benti þó einnig stefn- endum á að hugsanlega væri skyn- samlegra að sækja að skyndibitaris- unum úr annarri átt. Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróun mála á næstu árum. x x x VISSULEGA má ekki gera það lít-ið úr almennri skynsemi að ætla að neytendur átti sig ekki á því að það geti verið fitandi að borða mikið af frönskum kartöflum og drekka mikið af gosi. Hins vegar hefur verið bent á að hugsanlega kunni sum fyr- irtækin að villa um fyrir neytendum með því að gefa í skyn að ákveðnir réttir, s.s. kjúklinganaggar, séu „hollari“ en aðrir en séu í raun kalor- íumeiri en sambærilegur hamborg- araskammtur hjá sama fyrirtæki. Eitt er víst. Þessi mál munu halda áfram að koma upp. Raunar spáði tímaritið Economist því í gaman- sömum tón í áramótablaði sínu að í framtíðinni myndu málsóknir ganga af skyndibitafyrirtækjunum dauð- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skyndibiti er vinsæll meðal lands- manna hvort sem um er að ræða í hádeginu eða á kvöldin. Furðufrétt Í FRÉTTABLAÐINU 6. febrúar er furðufrétt um að einn fjórði kjósenda ætli að skipta um flokk. Sam- kvæmt könnun er um að ræða 30% sem er þá nær að vera 1⁄3 en 1⁄4. Látum það nú vera. Hitt er verra að á línu- ritum sem fylgja greininni til skýringar á hvernig hlut- fallið skiptist eru tölur sem aðeins passa fyrir Samfylk- inguna færðar inn á línurit fyrir Sjálfstæðisflokk og heildarkönnunina. Tölur Samfylkingarinnar voru 52% trygg og 48% sem ætl- uðu að kjósa annað. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru réttar tölur 96% trygg en 4% ætluðu að kjósa aðra flokka. Ekkert nafn fylgdi greininni en orðalag hennar finnst mér lítt við hæfi þar sem segir um fylgisaukn- ingu flokkanna: Að Sjálf- stæðisflokknum takist að stela kjósendum frá öðrum flokkum. Samfylkingin aft- ur á móti vinnur verulegan hóp kjósenda og þótt Fram- sókn tapi nokkru nær hún að laða til sín örlítinn hóp kjósenda. Persónulega undrast ég hversu margir Samfylkingarkjósendur ætla að leggja sitt lóð á vog- arskálar EBE-aðildar. Til hvers vorum við þá að hrinda yfirráðum Dana 1918 ef við nú ætlum að borga marga milljarða um öll ókomin ár til þess að oftast framinn inni á heimili barnsins og af þeim sem því þykir vænst um, bróður, föður, afa eða heimilisvini. G.K. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA með mörg- um lyklum fannst milli Sundlaugarinnar í Laugar- dal og Laugalækjarskóla sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 553-3852. Dýrahald Síríus er týndur SÍRÍUS, sem er gulbrönd- óttur fress, týndist frá Lindarbyggð 1 í Mos- fellsbæ 4. febrúar sl. Hann er með rauða og gráa ól með merkispjaldi og svört- um kubb. Hans er sárt saknað og ef einhver hefur séð til hans, þá vinsamlega hafið samband við eiganda í síma: 552 0061 eða 822 7804. Ali er týnd ALI, sem er persneskur köttur, slapp út föstudags- kvöldið 7. feb. frá Vætta- borgum 3 í Grafarvogi. Hún er gulbrún að lit og er feld- urinn hálfrakaður þannig að hún er auðþekkjanleg. Þeir sem vita um örlög hennar vinsamlegast hafið samband í síma 587 4656 848-3577. Hennar er sárt saknað. Ath. hún er ómerkt. Gulbröndótt læða týndist GULBRÖNDÓTT læða týndist frá Eiríksgötu sl. fimmtudag. Hún er eyrna- merkt en ólarlaus. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 552 1940. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is ÉG get ekki orða bundist lengur vegna þessa kosn- ingaáróðurs sem glymur á þjóðinni í næstum hverj- um fréttatíma fjölmiðla nú vikum saman. Mánuðum saman með smáhléum eru Samfylkingin og Vinstri grænir búnir að veifa allt í kringum sig sínum áróð- ursveiðarfærum með okk- ur öryrkjana spriklandi og dinglandi í allar áttir sem beitu. Og ekki er að heyra annað en a.m.k. Samfylkingin veiði vel. Og eftir áramótin bættu þau fátæka fólkinu við á öng- ulinn og fitna vel. Hvað gerði Ingibjörg Sólrún fyrir fátæka fólkið sitt í Reykjavík á þessum tæpu níu árum sem hún var borgarstjóri? Hún gerði ekkert fyrir það en henni þótt gott að fá atkvæði þess. Að endingu vil ég að forsetaembættið verði lagt niður svo fljótt sem verða má og þeir fjár- munir sem með því spar- ast verði nýttir til hags- bóta fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Kjósandi. Kosningaáróður     Íslendingar eru ein net-væddasta þjóð í heimi. Um 73% landsmanna hafa netaðgang á heimili sínu, samkvæmt skýrslu nor- ræna ráðherraráðsins og hagstofa Norðurlandanna. Og 70% sækja sér upplýs- ingar á Netið einu sinni í viku eða oftar.     Engu að síður eru þýskirþingmenn fremri þeim íslensku þegar kemur að því að setja upplýsingar á Netið. Í könnun stjórn- málaskýrenda Politiker- screen kemur fram að 92% þýskra þingmanna hafa heimasíðu og hefur hlut- fallið hækkað úr 41% árið 2001. Mörgum af heima- síðunum er þó illa við haldið og kanslarinn Ger- hard Schröder er í 323. sæti af 603 með heimasíðu sína, því þrátt fyrir áferð- arfallegan vef þykir vera lítið kjöt á beinunum.     Einungis 27 af 63 ís-lenskum þingmönnum hafa heimasíðu eða tæp 43%. Þeim hefur fjölgað úr um fimmtán þingmönn- um í maí á þessu ári. Fjór- tán af þingmönnum Reyk- víkinga eru með heima- síður og fimm úr Norð- vesturkjördæmi, en aðeins tveir þingmenn úr Norð- austurkjördæmi.     Athygli vekur að þing-menn Samfylking- arinnar standa sig áber- andi best á þessu sviði, en þrettán þeirra eru með heimasíður og flestar upp- færðar reglulega. Níu af þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins eru með heimasíður, þrír af þing- mönnum Framsóknar- flokksins, og tveir bæði hjá Frjálslynda flokknum og Vinstri grænum.     Fimmtán af þessumheimasíðum eru í góðu horfi. Þeim er vel við hald- ið og þar er að finna nýjar upplýsingar um skoðanir þingmanna og sitthvað fleira. Fimm verða að telj- ast í sæmilegu horfi og þótt uppfærslur séu stop- ular er ekki lagt upp með annað. Sjö síðum er hins vegar ekki haldið við.     Nokkrir þingmenn eru íprófkjörsbaráttu, þrátt fyrir að prófkjörin séu löngu yfirstaðin, eða Lúðvík Bergvinsson, Pét- ur H. Blöndal og Guð- mundur Árni Stefánsson. Guðmundur Hallvarðsson tók Netið með trompi, skrifaði fyrstu færsluna 18. nóvember í fyrra og þá síðustu 25. nóvember, tveim dögum eftir próf- kjör.     Tveir bloggarar eru íhópnum eða ráð- herrar Framsóknar Val- gerður Sverrisdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Og uppskriftir eru daglegt brauð hjá Ástu Möller, Svanfríði Jónasdóttur og Guðrúnu Ögmundsdóttur. Sú síðasttalda er farin í frí með pistla fyrir kosn- ingar, en ætlar að halda áfram að skrifa á „matur er mín megin“. STAKSTEINAR Tæp 43% íslenskra þing- manna með heimasíðu þurfa ekki að ráða okkar málum sjálf? Samfylkingin er eini flokkurinn sem berst óskiptur fyrir EBE-aðild. Í mínum huga er það landráð. Pálmi Jónsson. Neyðaróp Í TÍMARITINU Mannlífi frá í janúar sl. er frásögn ungrar konu af því hvernig líf hennar breyttist í mar- tröð þegar elsti bróðir hennar, 12 ára gamall, byrj- aði að misnota hana kyn- ferðislega, aðeins 6 ára gamla. Afleiðingarnar eru skelfilegar enn í dag, barn verður svo sundurtætt and- lega, líkamlega og siðferð- islega að það veit varla hvað er rétt eða rangt. Þjóðfélag- inu ber skylda til að stöðva þennan glæp, sem er líklega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.