Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 35
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR, Reykjabraut 11, Reykhólum, sem lést á líknardeild Landspítala Kópavogi fimmtudaginn 6. febrúar, verður jarðsungin frá Reykhólakirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknardeildina í Kópavogi. Páll Finnbogi Jónsson, Inga María Pálsdóttir, Hilmar Óskarsson, Aðalbjörg Pálsdóttir, Einar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 35 Ég vil hér með þakka elskuleg- um mági mínum fyrir farsæla samfylgd í yfir 50 ár og fyrir hönd okkar systkina þakka ég einstaka ástúð og umhyggju sem hann sýndi foreldrum okkar, hann var þeim jafn kær sem væri hann þeirra. Móðir okkar sendir al- úðarþakkir fyrir kærleiksríka vináttu frá fyrstu tíð. Ég bið Sigga mínum allrar guðs blessunar í landi eilífð- arinnar. Megi góður guð styrkja elsku Sæju og syrgjendur alla. Guðrún. HINSTA KVEÐJA Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐMUNDUR ÖRN GUÐMUNDSSON, Hátúni 12, Reykjavík, andaðist að morgni laugardagsins 8. febrúar. Magnús Þ. Guðmundsson, Björk Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Elskuleg fóstra okkar, frænka og systir, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Papey, lést á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga sunnudaginn 9. febrúar. Svandís Sverrisdóttir, Gísli Ingólfsson og systkini. Ástkæra eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR MARGRÉT EINARSDÓTTIR, Akurgerði 24, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 10.30. Þorgeir H. Jónsson, Borghildur Þorgeirsdóttir, Arnar S. Andersen, Jón H. Þorgeirsson, Jana Hansen Þorgeirsson, Vilhjálmur Þorgeirsson, Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Þorgeirsson, Valdís Sveinsdóttir, Ólafur Þorgeirsson, R. Linda Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eftir ein á strönd við stöndum, störum eftir svörtum nökkva, sem að burtu lífs frá löndum lætur út á hafið dökkva. Ein er huggun, ei fær grandað ólgusjór, né fær á skeri dauðans hann í dimmu strandað. – Drottinn sjálfur stýrir kneri. (Grímur Thomsen.) Það virðist oft vera erfitt að trúa staðreyndum hvað þá að sætta sig við þær. Þannig er það, að það verður erfitt að átta sig á því að mágur minn og vinur Sigurður sé lagður af stað í sína hinstu för. Fyrir röskri hálfri öld kynntist ég Sigurði er hann giftist Sæunni systur minni. Þá áttum við heima norður á Hólmavík, í þá daga var það langt frá Reykjavík. Siggi, eins og hann var alltaf kallaður af fjöl- skyldunni, var þá starfsmaður Land- símans og sást því ekki eins oft og síð- ar varð. Það er svo þegar foreldrar mínir flytja að Jafnaskarði í Staf- holtstungum að kynnin verða meiri. Því þá var nokkuð víst að Siggi og Sæa kæmu um hátíðir og í sumarfrí- um. Það var því alltaf tilhlökkunar- efni, því þeim fylgdi glaðværð og hressileiki. Síðan er ég til húsa hjá þeim í litla húsinu þeirra á Borgarholtsbrautinni í heilan vetur. Eins var alltaf talið sjálfsagt að setjast upp og gista lengri eða styttri tíma hjá þeim hjón- um. Þar var alltaf opið hús fyrir alla sem á ferð voru. Í einni af slíkum gistingum vekur Siggi máls á því að við ættum að kaupa vinnuvél og fara að láta hana létta okkur lífsbarátt- una. Þetta var svo ákveðið og var upphaf að því fyrirtæki sem Sigurður rak og var við kenndur í rúm fjörutíu ár. Það má heit að það sé ofurmann- legt að hafa rekið jarðvinnufyrirtæki þetta langan tíma. Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Þó kemst hann í gegnum þetta með sínum sér- stöku persónutöfrum og glaðværð, því að með því að geta séð spaugu- legu hliðina á öllum málum gefur það ákveðið svigrúm, að minnsta kosti í smástund. Ég þykist þó vita að allar nætur hafa ekki verið svefnsamar. Sigurður var raunverulega fyrstur til að rjúfa verklega einangrun Vega- gerðarinnar þegar Vegagerðin var látin bjóða út gerð Ártúnsbrekkunn- ar. Það var þá skoðun að minnsta kosti margra vegagerðarmanna að þeirra sérþekking væri sú eina í land- inu og enginn gæti unnið svona verk nema þeir. Boðið var lágt og var rætt á Alþingi og þá uppgötvuðu menn það, að það væri hægt að auka fram- kvæmdirnar þrátt fyrir minnkandi fjármagn. Sigurður var ákaflega hjúasæll, flestir af hans starfsmönnum hafa unnið hjá honum í áratugi og bundist honum sterkum vináttuböndum- .Hann hafði sérstakt lag á að um- gangast starfsmenn, brosandi tók hann þá undir arminn og ræddi við þá um það sem úrskeiðis fór eða ef ein- hver vandamál voru. Hann var vinur þeirra og trúnaðarmaður. Við mágarnir áttum Loftorku sam- an í nær fjörutíu ár og það fór aldrei styggðarorð á milli okkar og þegar við vegna aldurs skiptum fyrirtækinu var það allt með sama jákvæða hug- arfarinu og án alls ergelsis. Að lokum þakka ég og fjölskylda mín Sigga vegferðina, vináttu, tryggð og gleðistundir sem hann og Sæunn hafa veitt okkur í rúma hálfa öld. Elsku Sæa, ég veit að missir þinn er mikill, við Didda biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Guð blessi ykkur öll. Konráð Andrésson. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Þessi orð eiga vel við þegar ég vil minnast mágs mín Sigurðar eða Sigga eins og við öll kölluðum hann. Enginn fyrir utan foreldra mína og börn hefur verið mér nánari en hann og Sæunn systir. Siggi giftist Sæunni elstu systir minni áður en ég fæddist svo hann hefur verið hluti af fjöl- skyldunni svo lengi ég man eftir mér. Tengslin innan fjölskyldunnar hafa alltaf verið sterk og hlutur Sigga og Sæu verður seint ofmetinn hvað það varðar. Heimili þeirra hefur alltaf verið miðpunktur okkar sem bjugg- um á Reykjavíkursvæðinu og fastur viðkomu- og gististaður hinna sem bjuggu úti á landi. Ég flutti ung á Reykjavíkursvæðið og þeirra heimili varð mitt annað heimili. Ég varð eins og eitt af þeirra börnum og það sama gilti um fjöl- skyldu mína þegar hún kom til sög- unnar. Enda sagði ég einu sinni við þau hjónin að ég liti á þau sem mína „varaforeldra“ og sú skoðun hefur bara styrkst með árunum. Eftir yfir 50 ára kynni gefur auga- leið að margs er hægt að minnast. Ég hef ekki hugsað mér að byrja að telja upp allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Það yrði alltof langt mál. Eins atburðar verð ég þó að geta. Þau hjónin komu ásamt mömmu í heimsókn til mín hingað til Noregs síðastliðið sumar. Hér eydd- um við einni viku saman. Fórum í dagsferðir eða nutum sumarblíðunn- ar sem var einstök. Synir mínir komu í heimsókn og eftir þá helgi geymist í huganum eitt myndskeið sem kannski lýsir Sigga sem persónu alla best: „Hann og strákarnir eru úti á palli bakvið húsið á meðan ég undirbý matinn. Gluggar og dyr eru opnar vegna hitans. Ég heyri óminn af djúp- um umræðum um nýjustu tækni inn- an byggingarverkfræði og um lifnað- arhætti í Noregi. Ég sé Sigga taka utan um strákana og hæla þeim og hvetja þá áfram í þeirra verkefnum. Að lokum sé ég Sigga standa með stríðnisglampann í augunum og heyri þá skellihlæjandi að einhverjum brandara eða að hans góðlátlegu stríðni.“ Þannig var Siggi, ótæmandi fróð- leiksbrunnur, góður hlustandi, hlýr og umhyggjusamur, jafnframt því að vera fullur af glettni. ,,Hann Siggi er ótrúlega vitur maður,“ sagði Gísli sonur minn við mig stuttu eftir þessa heimsókn. Ennþá minnumst við þess- arar viku með mikilli gleði. Síðast núna í nóvember sat ég hjá þeim hjónum og við töluðum um að þetta yrðum við að endurtaka, því við hefð- um ekki komist yfir allt sem þau lang- aði til að skoða hér. Nú verður ekkert af því, þrátt fyrir að ég og Siggi hefð- um ákveðið núna í janúar að hann skyldi verða orðin hress þegar ég kæmi aftur í mars. Í staðinn sé ég fyr- ir mér að hann og pabbi séu sestir við að rifja upp öll ferðalögin sem þeir fóru saman og hver veit nema Maggi mágur hafi slegist í hópinn. Ef svo er, þá er örugglega glatt á hjalla hjá þeim þarna hinu megin. Elsku Sæa mín og þið öll. Ég, strákarnir, Elín og hennar fjölskylda sendum ykkur öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hugurinn er hjá ykkur og ég geri orð Elínar minn- ar að mínum ,,Ég sakna hans nú þeg- ar.“ Arnheiður Andrésdóttir. Í dag eiga margir um sárt að binda. Sigurður Sigurðsson skilur mikið eft- ir sig. Ekki einungis stóra og sam- heldna fjölskyldu og vinafjöld, heldur einnig arfleifð engu líka, sem felst í því veganesti sem hann veitti sam- ferðamönnum sínum gegnum lífið. Sigurður gaf af sér með nærver- unni einni. Brosið hans hlýjaði öllum um hjartarætur. Hann glóði af góð- mennsku og kærleika, jákvæðni og glaðværð. Í mínum huga var hann gæddur öllum þeim kostum sem prýða mætan mann. Ég var svo heppin að tengjast Sig- urði fyrir löngu þegar Björn bróðir minn varð tengdasonur hans. Frá fyrstu stundu fannst mér ég eiga hlutdeild í þessari stóru fjölskyldu og naut þess alltaf að koma á heimili Sig- urðar og Sæunnar. Aðrir eins öðling- ar og húsráðendur í Vonarholti eru vandfundnir. Börnin þeirra bera þess líka merki og afkomendur allir. Gott hefur verið að alast upp í faðmi þeirra hjóna og missir barna þeirra, tengda- barna, barnabarna og barnabarna- barna er mikill. Mestur er þó missir Sæunnar sem kveður nú í bili sinn besta vin. Ég er þess fullviss að Sig- urður Sigurðsson mun halda áfram að lifa og gefa af sér í gegnum fólkið sitt. Guð gefi þeim styrk í sárri raun og blessi minningu þessa mæta manns. Ingveldur Lára. Félag jarðvinnuverktaka kveður í dag Sigurð Sigurðsson, forstjóra Loftorku. Hann var einn af frum- kvöðlum í hópi jarðvinnuverktaka og sannarlega mikill baráttumaður fyrir bættum hag verktaka. Fyrir réttum 10 árum áttum við spjall saman um hag greinarinnar. Þá var ástand á markaðnum fremur dap- urt enda hafði samdráttur verið við- varandi um nokkurra ára skeið. Í kjölfar samtals okkar Sigurðar köll- uðum við til valinn hóp eigenda stærri fyrirtækja í greininni og stofnuðum félag sem síðar varð Félag jarðvinnu- verktaka. Alla tíð var Sigurður virkur þátttakandi, lét sér fátt óviðkomandi sem snerti hag greinarinnar. Fram- ganga hans og framsaga var afar áhrifarík og sérstök. Tillögur sínar og athugasemdir setti hann gjarnan fram á einkar yfirvegaðan hátt, þar sem fór saman orðfar hins ráðagóða manns sem prýddi mál sitt hógværð og kaldhæðni. Fór Sigurður vel með vopn sín, naut mikillar virðingar og velvildar og farnaðist vel í starfi. Á fyrstu starfsárum Félags jarð- vinnuverktaka bundust menn bönd- um og tengslin náðu langt út fyrir hina faglegu starfsemi. Það vakti víða athygli að þótt menn bærust á bana- spjót og spöruðu sig hvergi við að afla fyrirtækjum sínum verkefna, þá auðnaðist okkur að rækta tengsl sem leiddu til vinskapar. Margs er að minnast frá ánægjulegum samveru- stundum, ekki síst þegar við brugð- um undir okkur betri fætinum og fór- um í skoðunar- og skemmtiferðir bæði innanlands og utan. Hvergi naut hnyttni Sigurðar sín betur en á slík- um stundum. Minning um einstakan mann mun geymast í huga okkar sem fengum að njóta samvista við hann. Eiður Haraldsson, formaður Félags jarðvinnuverktaka. Jarðvist Sigurðar í Loftorku er nú á enda. Hann lifði tæp 77 ár og hefði þótt ágætur ævitími fyrrir nokkrum áratugum. Nú er öldin önnur og líf manna lengist með betri heilsu og bættum aðbúnaði. Við sem þekktum Sigurð og umgengumst hann nánast daglega finnst viðskilnaður hans nú alveg ótímabær. Það er væntanlega vegna þess hversu vel hann eltist og hve hraustur hann var alla tíð bæði líkamlega og andlega. Ég hef enda orðið var við það nú síðustu daga hjá okkar viðskiptamönnum sem Sigurð- ur var í daglegu sambandi við að þeir töldu hann mun yngri og þá sérstak- lega vegna hraustlegs útlits og hans léttu lundar. Sigurður stofnaði Loftorku ásamt KonráðiAndréssyni mági sínum og eigikonum þeirra árið 1962 og átti sína starfsævi í verktakaiðnaðinum að undanskildum árum til sjós sem togarasjómaður og síðan hjá Lands- símanum við ýmis störf. Verktaka- vinnan átti vel við Sigurð og gekk honum sérstaklega vel að vinna með sínum mönnum og ekki síður í sam- starfi við önnu fyrirtæki í þeim til- fellum sem Loftorka vann verkefni í samvinnu við aðra svo sem við virkj- anaframkvæmdir í Hrauneyjum og Blöndu. Fyrir mig í stjórnunarstarfi hjá Loftorku frá unga aldri hefur ver- ið ómetanlegt að hafa óskorað traust frá Sigurði og þá ekki síður að hafa hans bakland við allar stærri ákvarð- anir svo sem við gerð tilboða o.fl. Sig- urður var mjög varkár í flestu sem snerti rekstur Loftorku sem er mikill kostur í erfiðri og áhættusamri starf- semi sem verktakastarfsemi í mann- virkjagerð vissulega er. Stundum þótti okkur sem yngri erum óþarflega mikið gert úr hugsanlegum vanda- málum þeirra verka sem boðið var í en þegar upp er staðið hefur varkárni Sigurðar og hans góðu samskiptaeig- inleikar við verkkaupa okkar fleytt okkur áfram þannig að í dag erum við meðal elstu fyrirtækja í okkar starfs- grein. Þó að ég sé búinn að starfa við hlið Sigurðar í þrjá áratugi er ég langt í frá einn um það því kjarni starfsmanna Loftorku hefur starfað með honum jafnlengi og sumir þó nokkuð lengur. Þessi langi starfsald- ur lýsir best hvern mann Sigurður hafði að geyma og þótt menn hættu um stundarsakir hafa flestir komið aftur. Sigurður hafði þann eiginleika að laða til sín ungt fólk og geta sett sig fordómalaust inn í þeirra mál en þess- um eiginleika deildi hann svo sann- arlega með sínum besta vini Sæunni eiginkonu sinni. Samrýndari hjónum hef ég ekki kynnst og gagnkvæm væntumþykja hafin yfir alla væmni. Mér fannst það táknrænt um þennan eiginleika gagnvart ungu fólki við- brögð 17 ára dóttur minnar er hún heyrði af andláti Sigurðar en þá fannst henni eins og hún hefði verið að missa afa sinn. Hann sem talaði alltaf við hana í dágóða stund ef hún svaraði símtali sem ætlað var pabba hennar og lagði á ráðin um lífið og til- veruna og þá ekki síst hvaða klækjum hún ætti að beita til að ná sem mestu út úr föður sínum. Ég ætlaði ekki að vera langorður í þessum greinarstúf enda ekki í anda Sigurðar að mæra menn þótt látnir séu. Ég vil nú að leiðarlokum þakka fyr- ir samfylgd Sigurðar bæði í vinnu og með fjölskyldu minni og verður hans sárt saknað. Við Maja ásamt börnum okkar biðjum æðri máttarvöld að styrkja Sæunni og fjölskyldu í þeirra sorg. Fari félagi og vinur í friði. Sævar Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.