Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EITT allra versta veður það sem af er vetri gekk yfir landið í gær og olli víðtækum samgöngu- truflunum og minniháttar eignatjóni sums stað- ar. Ekki urðu þó slys á fólki. Suðaustanstormur og úrhelli fylgdi í kjölfar djúprar lægðar sem kom upp að landinu snemma í gærmorgun og var ekkert flogið innanlands fram eftir degi utan einnar ferðar milli Akureyr- ar og Þórshafnar. Þá var öllum ferðum með Vest- mannaeyjaferjunni Herjólfi aflýst. Mesti vindhraði sem vitað var um var á Skála- felli í Mosfellssveit, 53,4 m/sek. Þá fór vindhraði upp í 52,8 m/sek. á Skrauthólum á Kjalarnesi, eða um 190 km á klst. Á Kjalarnesi varð rafmagnslaust skömmu eftir kl. 7 í gærmorgun vegna bilunar í loftlínu sem stóðst ekki vindálag. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á kl. 10.30. Þá sló Búrfellslína 1 út milli kl. 10.36 og 10.57 með þeim afleiðingum að járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga og álverið í Straumsvík urðu rafmagns- laus um tíma. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan á Íslandi, varð einn þriggja kerskála rafmagnslaus í 15–20 mínútur og hinir skálarnir tveir voru keyrðir á hálfum af- köstum í jafnlangan tíma. Segir hann rafmagns- leysið þó ekki hafa haft nema mjög takmörkuð áhrif á starfsemina. Talsmenn Járnblendifélags- ins sögðu að rafmagnstruflanirnar hefðu ekki haft alvarleg áhrif á starfsemina. Rafmagnsstaurar brotnuðu Þá sló út Vatnshamralína milli Brennimels í Hvalfirði og Borgarfirði í nokkrar mínútur en ekki hlaust af rafmagnsleysi. Fjórir raf- magnsstaurar brotnuðu í Gunnarsholtslínu í Rangárþingi eystra kl. 8.45. Höfuðstöðvar Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti urðu rafmagnslausar af þessum sökum fram til kl. 15.30 sem og fóður- og fræverkun Landgræðsl- unnar auk vistheimilisins að Akurholti. Nokkuð var um að fólk þyrfti á aðstoð björgunarsveita að halda í óveðrinu. Björg- unarsveitarmönnum tókst að afstýra teljandi tjóni á bænum Brekkum í Mýrdal með því að festa niður þakplötur sem tóku að losna af úti- húsum. Óttast var að plöturnar myndu alveg losna og fjúka á hús og hluti og valda skemmd- um en svo fór þó ekki. Á bæjum undir Eyja- fjöllum fuku hlutir til án þess þó að mikið tjón hlytist af. Þá var Björgunarsveitin Dagrenn- ing á Hvolsvelli kölluð út eftir að tilkynningar fóru að berast um að fjúkandi þakplötur í bæn- um og Hvolhreppi. Undir Hafnarfjalli var mjög hvasst en umferð gekk áfallalaust. Mestu munaði um að þjóðvegurinn var auður en í uppsveitum var nokkuð um að bílar fykju útaf í hálku. Hellisheiðin var öllu verri, en þar var stormur og hríð og ekkert ferðaveður fram eftir degi. Starfsmenn RARIK endurnýjuðu fjóra brotna rafmagnsstaura í Gunnars- holtslínu í kjölfar veðurofsans. Víða urðu rafmagnsbilanir í óveðrinu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Björgunarsveitin Víkverji að störfum á bænum Brekkum 3 í Mýrdal þar sem þakplötur losnuðu af útihúsum í storminum sem gekk yfir í gær. Lítið um tjón þrátt fyrir veðurofsa MIKIÐ hvassviðri gekk hér yfir í gærmorg- un og olli töluverðu tjóni. Vindstyrkurinn mun hafa verið hvað mestur á milli fellanna Galtafells og Miðfells en þar verður oft afar hvasst í norðaustanátt. Á bænum Smárahlíð fauk þak í heilu lagi af nýlegu sumarhúsi og skemmdi um leið töluvert þakið á íbúðar- húsinu. Ingibjörg Steindórsdóttir húsfreyja sagði að mikill dynkur hefði komið og að henni hefði brugðið mjög. Hún sagði að veðrið hefði verið verst á milli hálftíu og tíu. Bóndi hennar, Kristján G. Þórðarson, sem vinnur útífrá fór, aldrei slíku vant, á nýlegum jeppa þeirra til vinnu. Hann hefði vafalaust skemmst mikið ef hann hefði verið á sínu vanalega stæði. Þau hjón sögðu að tjón þeirra væri verulegt. Félagar úr Björgunarsveitinni Eyvindi á Flúðum komu á staðinn og hjálpuðu Krist- jáni bónda að tína saman brakið. Yfirbyggð- ur flutningabíll fó út af og á hliðina á móts við bæinn Núpstún og fjórir bílar fuku út af veginum nokkru norðan við bæinn Galtafell. Ekki er vitað um slys á fólki eða skemmdir á bílum. Þá fuku þakplötur af gömlu aflögðu fjárhúsi á bænum Dalbæ og nokkrar skemmdir urðu á bæjunum Miðfelli I og II. Víðar fauk margt lauslegt á bæjum. Þá urðu nokkrar skemmdir á gróðurhúsum á Flúð- um. Upp úr hádegi fór veðrið að ganga niður. Þessi veðurhvellur var ekki skollinn á þegar skólabílar hófu akstur sinn þannig að börn í Flúðaskóla voru aldrei í hættu. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Félagar úr björgunarsveitinni Eyvindi hjálpuðu Kristjáni í Smárahlíð að tína saman brakið. Á bænum Smárahlíð fauk þak í heilu lagi af nýlegu sumarhúsi. Þakið fauk af sumarhúsi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þakplötur fuku af gömlu aflögðu fjárhúsi á bænum Dalbæ. Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. Í MÖRGUM smærri byggðarlögum á landsbyggðinni er enginn afsláttur veittur af bensíni þar sem ekki er hægt að velja milli þjónustu og sjálfs- afgreiðslu. ESSO, Skeljungur og Olís hafa öll þá stefnu að veita aðeins afslátt af bensíni sé um sjálfsafgreiðslu að ræða. Í smærri byggðarlögum geta við- skiptavinir oft á tíðum ekki valið á milli þjónustu og sjálfsagreiðslu. Talsmenn allra fyrirtækjanna þriggja segja að sjálfsafgreiðsla sé þó að hasla sér sterkari völl út á landi þar sem flestir séu tilbúnir að borga minna fyrir bensín á kostnað þjón- ustu. Samkvæmt upplýsingum Samúels Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fjárfestingar- og áhættustýringar- sviðs Olís, hefur fyrirtækið unnið hratt að því að undanförnu að koma upp sjálfsafgreiðslu á landsbyggðinni. Enginn afslátt- ur af bensíni á smærri stöðum LÖGMAÐUR Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) gerir ráð fyrir að senda í dag kröfu til sýslumannsins í Reykjavík um að sýslumaður haldi uppi lögbanni sem sett var á tónlistarflutning á Kaffi Reykjavík í lok janúar. Að sögn Gunnars Stefánssonar, innheimtu- stjóra STEFs, er tónlist leikin á skemmtistaðnum í trássi við lög- bannið. Lögbannið var sett á vegna síend- urtekinna brota á samningi STEFs. Að sögn Gunnars hefur Guðríður Svavarsdóttir, sem upphaflega var veitingaleyfishafi og stjórnarfor- maður Háaleitis, lýst því yfir að hún starfi ekki lengur fyrir félagið og sótt um leyfi hjá STEFi til að leika tónlist á Kaffi Reykjavík undir nafni nýs rekstraraðila. Gunnar segir að það dugi ekki að stofna nýtt félag um reksturinn og halda ótrauðir aftur af stað, án þess að gera upp skuldina við STEF. Þá hafi ekki verið gerður samningur við hið nýja félag um tón- listarflutning. Samkvæmt lögum um lögbann er það skylda sýslumanns að halda uppi lögbanninu, að kröfu þess sem fór fram á það. Jóhannes Rúnar Jó- hannsson hrl., lögmaður STEFs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að verið væri að afla gagna en væntanlega yrði krafa send sýslu- manninum í Reykjavík í dag. Að sögn Gunnars er mánaðargjald Kaffis Reykjavíkur til STEFs rúm- lega 26.000 krónur og um 15.000 krónur til Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Ekki náðist í forsvarsmenn Kaffis Reykjavíkur í gær. Segja tónlist leikna í trássi við lögbann KARLMAÐUR var handtekinn að- faranótt laugardags, grunaður um tvær líkamsárasir í miðbænum. Tilkynning kom um að ráðist hefði verið á unga stúlku á Laugavegi, henni hrint í götuna og síðan sparkað í andlit hennar og er hún líklega kinnbeinsbrotin. Stúlkan kvaðst ekkert kannast við manninn. Lög- reglumönnum tókst að rekja slóð hans í snjónum og fannst hann þar sem hann faldi sig á bakvið rusla- tunnu í næstu götu. Talið er að hann hafi einnig barið mann á veitingastað í Þingholtsstræti fyrr um nóttina með þeim afleiðingum að hinn slasaði var fluttur á slysadeild. Árásarmað- urinn var færður í fangageymslu. Handtekinn vegna tveggja líkamsárása ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.