Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 50

Morgunblaðið - 11.02.2003, Side 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÚPPÍURNAR Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hæt- tulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Frumsýning  Kvikmyndir.is Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 5.30 og 9. Sýnd kl. 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. YFIR 88.000 GESTIR Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.16 ára Sýnd kl. 5 og 10.10. B.i.12. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. TOM Hanks og Steven Spielberg vonast til þess að starfa saman á ný. Síðustu tvö samstarfsverkefni þeirra gengu aldeilis vel, mynd- irnar Saving Private Ryan og Catch Me If You Can. Þeir vonast til að þriðja verkefnið, grínmyndin Terminal, verði jafn- vinsælt. Undirbúningur hefur stað- ið yfir síðustu mánuði og vonast er til að tökur hefjist undir lok ársins. Í fyrirhugaðri mynd er áætlað að Hanks leiki innflytjanda frá Aust- ur-Evrópu, sem sest að á flugvelli í New York. Dvalarleyfi hans er út- runnið og stríð í heimalandinu. …Í gær, degi fyrir tilkynningu um tilnefningar til Óskarsverðlauna, var tilkynnt um hverjir þeir eru sem keppa um Gullna hindberið – hvar þeir „verstu“ eru heiðraðir fyrir „afrek“ sín á undangengnu kvikmyndaári. Kvikmyndagagnrýnandinn John Wilson hóf að úthluta hindberjum árið 1980, að vísu bara heima í stofu hjá sér. Í áranna rás hefur vegur verðlaunanna hins vegar vax- ið og í dag er beðið eftir þessari verðlaunahátíð af engu minni spennu en systurhátíðinni – Ósk- arnum. Tilnefndar sem verstu myndirnar eru Ævintýri Pluto Nash (með Eddie Murphy), Frá sér numin (Swept Away, með Madonnu), Á krossgötum (Crossroads, með Britney Spears), Gosi (með Ro- berto Benigni) og Stjörnustríð: Árás klónanna. Val um verstu leikkonu stendur á milli Britney Spears, Madonnu, Angelinu Jolie, Winonu Ryder og Jennifer Lop- ez. Verstu leik- ararnir eru taldir Eddie Murphy, Ro- berto Benigni, Adriano Giann- ini, Steven Seagal og Adam Sandler. Verðlaunin verða afhent sólarhring fyrir Óskarsverðlaunin (sjá nánar www.razzies.com). … Michael Jackson ætlar að leyfa birtingu á myndbands- upptökum sem eiga að sanna það að nýja, breska heimildarmyndin um einkalíf hans sé bæði óréttlát og villandi. Lögfræðingar Jacksons hafa nú þegar gert athugasemd við viðeig- andi yfirvald í Bretlandi vegna sýn- ingar heimildarmyndarinnar. „Mér finnst ótrúlegt hversu langt fólk gengur í því að sýna mig í nei- kvæðu ljósi. Ég ítreka að ég hef aldrei skaðað nokkurt barn,“ sagði Jackson í yf- irlýsingu. … Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones og eig- inmaður hennar, bandaríski leikarinn Michael Douglas, komu fyrir rétt gær- morgun en hjónin reka þar skaða- bótamál gegn tímaritinu Hello! fyr- ir að birta myndir úr brúðkaupi þeirra í óleyfi. Zeta-Jones, sem er komin átta mánuði á leið, og Douglas, segja að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra þeg- ar ljósmyndarar komust í óleyfi inn í brúðkaupsveisluna og seldu tíma- ritinu myndir. Hjónin höfðu áður gert samning við tímaritið OK! um einkarétt á birtingu mynda úr brúðkaupinu. Meðal skjala, sem lögð hafa verið fyrir réttinn, er yfirlýsing frá Zeta- Jones um að hún hafi verið eyði- lögð, sár og reið þegar hún gerði sér grein fyrir því að ljósmyndarar höfðu smyglað sér inn í veisluna. Tímaritið segir hins vegar að hjón- in hafi fyrirgert rétti til einkalífs með því að leita eftir því að brúð- kaup þeirra fengi opinbera umfjöll- un. … Kvikmyndaleikkonan Meryl Streep hefur lýst því yfir að að- dragandi Óskarsverðlaunahátíð- arinnar hafi snúist upp í ósmekk- lega, pólitíska kosningabaráttu en Streep þykir líkleg til að hljóta til- nefningar bæði sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni The Hours og sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlut- verk sitt í myndinni Adaptation. „Mér finnst uggvænlegt að sjá hvernig markaðssetning vegna Óskarsverðlaunanna er að verða eins og pólitísk kosningabarátta,“ sagði hún í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph. „Mér finnst það mjög ósmekklegt.“ Streep hefur tólf sinnum verið til- nefnd til Óskarsverðlauna og tvisv- ar hlotið verðlaunin, fyrir leik sinn í myndunum Kramer vs Kramer og Sophie’s Choice. FÓLK Ífréttum SÍÐASTLIÐINN laug- ardag var opnuð sýn- ingin Að teikna hugar- heima í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Viðfang sýningarinnar eru franskar og belg- ískar teiknimyndir frá upphafi til samtímans. Sterk hefð hefur verið fyrir teiknimyndaform- inu í þessum löndum en nærtækustu og frægustu dæmin um hana eru per- sónur eins og Lukku Láki, Tinni og Svalur og Valur. Sýningin er þó til muna umfangs- meiri, litið er yfir tveggja alda sögu listformsins, enn fremur sem verk ungra samtímahöfunda eru til sýnis. Morgunblaðið/Jim Smart Erla, Iðunn og Hallur voru á meðal áhugasamra gesta. Sýningin Að teikna hug- arheima í Gerðarsafni Hér má sjá sendiherra Frakklands, Louis Bard- ollet, og sendiherra Bretlands, John Culver. Morgunblaðið/Jim Smart KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Berlín hófst á fimmtudaginn var í 53. skiptið. Mál manna er að óvenju mikið sé um stjörnufans á Pots- damer Platz, þar sem aðalæð hátíð- arinnar er, en um helgina gat að sjá þar þekkta einstaklinga á borð við Nicole Kidman, Nicolas Cage, George Clooney, Jackie Chan og Dustin Hoffman. Kidman mætti í fylgd með með- leikara sínum Ed Harris til sýn- ingar á The Hours á meðan Clooney er á staðnum til að kynna tvær myndir, Solaris eftir Steven Soder- bergh, þar sem hann leikur aðal- hlutverk, og Confession of a Dang- erous Mind, sem er fyrsta myndin sem hann leikstýrir, en allar ofan- nefndar myndir munu keppa auk 14 annarra um verðlaun hátíðarinnar, Gull- og Silfurbjörninn. Upphafs- mynd hátíðarinnar var Chicago en henni lýkur 15. febrúar með sýn- ingu á Gangs of New York. Á föstudaginn var margt góðra gesta á heimsfrumsýningu nýjustu myndar Alans Parkers, The Life of David Gale með Kevin Spacey og Kate Winslet, en sú mynd er einnig í keppninni. Íslensk kvikmyndagerð á sína fulltrúa á hátíðinni. Nína Dögg Fil- ippusdóttir er fulltrúi Íslands í Shooting Star-dagskránni sem European Film Promotion hefur staðið fyrir um nokkurra ára skeið fyrir unga og upprennandi leikara. Þá eru Róbert Douglas og Ólafur Jóhannesson mættir fyrir Íslands hönd á hinn svokallaða Berlinale Talent Campus, dagskrá sem haldin er í fyrsta sinn, en þar eru yfir 500 kvikmyndagerðarmenn komnir saman hvaðanæva úr heiminum, til að stinga saman nefjum og læra af sér eldri kvikmyndagerðarmönnum sem verða á staðnum. Íslensku kvikmyndirnar Nói alb- ínói, Fálkar, Hafið og Maður eins og ég eru allar sýndar á kaupstefnunni sem haldin er samhliða hátíðinni í Berlín en Salt eftir Brad Gray, sem tekin var upp og unnin hér á landi, verður og sýnd á Forum-hluta há- tíðarinnar. Kvikmyndahátíðin í Berlín hafin Mikill stjörnufans á Potsdamer Platz Reuters Allra augu voru á Nicole Kidman þeg- ar hún kynnti The Hours. Reuters George Clooney hefur mætt mjög reglulega á Berlínarhátíðina. JENNIFER Lopez hvíslar blíðlega í eyra síns heittelskaða, Ben Affleck, er þau mæta til heimsfrumsýningar á stórmyndinni Daredevil í Los Angeles á sunnudag. Affleck leikur aðalhlutverkið í myndinni, mann sem blindast af völdum geislavirks úrgangs en öðlast um leið ofur- krafta, sem hann síðan notar til að berjast gegn illum öflum í heim- inum. Heitasta par í heimi Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.