Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÚPPÍURNAR Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hæt- tulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Frumsýning  Kvikmyndir.is Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 5.30 og 9. Sýnd kl. 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. YFIR 88.000 GESTIR Sýnd kl. 4 og 8. Bi. 12. Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.16 ára Sýnd kl. 5 og 10.10. B.i.12. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. TOM Hanks og Steven Spielberg vonast til þess að starfa saman á ný. Síðustu tvö samstarfsverkefni þeirra gengu aldeilis vel, mynd- irnar Saving Private Ryan og Catch Me If You Can. Þeir vonast til að þriðja verkefnið, grínmyndin Terminal, verði jafn- vinsælt. Undirbúningur hefur stað- ið yfir síðustu mánuði og vonast er til að tökur hefjist undir lok ársins. Í fyrirhugaðri mynd er áætlað að Hanks leiki innflytjanda frá Aust- ur-Evrópu, sem sest að á flugvelli í New York. Dvalarleyfi hans er út- runnið og stríð í heimalandinu. …Í gær, degi fyrir tilkynningu um tilnefningar til Óskarsverðlauna, var tilkynnt um hverjir þeir eru sem keppa um Gullna hindberið – hvar þeir „verstu“ eru heiðraðir fyrir „afrek“ sín á undangengnu kvikmyndaári. Kvikmyndagagnrýnandinn John Wilson hóf að úthluta hindberjum árið 1980, að vísu bara heima í stofu hjá sér. Í áranna rás hefur vegur verðlaunanna hins vegar vax- ið og í dag er beðið eftir þessari verðlaunahátíð af engu minni spennu en systurhátíðinni – Ósk- arnum. Tilnefndar sem verstu myndirnar eru Ævintýri Pluto Nash (með Eddie Murphy), Frá sér numin (Swept Away, með Madonnu), Á krossgötum (Crossroads, með Britney Spears), Gosi (með Ro- berto Benigni) og Stjörnustríð: Árás klónanna. Val um verstu leikkonu stendur á milli Britney Spears, Madonnu, Angelinu Jolie, Winonu Ryder og Jennifer Lop- ez. Verstu leik- ararnir eru taldir Eddie Murphy, Ro- berto Benigni, Adriano Giann- ini, Steven Seagal og Adam Sandler. Verðlaunin verða afhent sólarhring fyrir Óskarsverðlaunin (sjá nánar www.razzies.com). … Michael Jackson ætlar að leyfa birtingu á myndbands- upptökum sem eiga að sanna það að nýja, breska heimildarmyndin um einkalíf hans sé bæði óréttlát og villandi. Lögfræðingar Jacksons hafa nú þegar gert athugasemd við viðeig- andi yfirvald í Bretlandi vegna sýn- ingar heimildarmyndarinnar. „Mér finnst ótrúlegt hversu langt fólk gengur í því að sýna mig í nei- kvæðu ljósi. Ég ítreka að ég hef aldrei skaðað nokkurt barn,“ sagði Jackson í yf- irlýsingu. … Velska leikkonan Catherine Zeta-Jones og eig- inmaður hennar, bandaríski leikarinn Michael Douglas, komu fyrir rétt gær- morgun en hjónin reka þar skaða- bótamál gegn tímaritinu Hello! fyr- ir að birta myndir úr brúðkaupi þeirra í óleyfi. Zeta-Jones, sem er komin átta mánuði á leið, og Douglas, segja að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra þeg- ar ljósmyndarar komust í óleyfi inn í brúðkaupsveisluna og seldu tíma- ritinu myndir. Hjónin höfðu áður gert samning við tímaritið OK! um einkarétt á birtingu mynda úr brúðkaupinu. Meðal skjala, sem lögð hafa verið fyrir réttinn, er yfirlýsing frá Zeta- Jones um að hún hafi verið eyði- lögð, sár og reið þegar hún gerði sér grein fyrir því að ljósmyndarar höfðu smyglað sér inn í veisluna. Tímaritið segir hins vegar að hjón- in hafi fyrirgert rétti til einkalífs með því að leita eftir því að brúð- kaup þeirra fengi opinbera umfjöll- un. … Kvikmyndaleikkonan Meryl Streep hefur lýst því yfir að að- dragandi Óskarsverðlaunahátíð- arinnar hafi snúist upp í ósmekk- lega, pólitíska kosningabaráttu en Streep þykir líkleg til að hljóta til- nefningar bæði sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni The Hours og sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlut- verk sitt í myndinni Adaptation. „Mér finnst uggvænlegt að sjá hvernig markaðssetning vegna Óskarsverðlaunanna er að verða eins og pólitísk kosningabarátta,“ sagði hún í viðtali við breska blaðið Daily Telegraph. „Mér finnst það mjög ósmekklegt.“ Streep hefur tólf sinnum verið til- nefnd til Óskarsverðlauna og tvisv- ar hlotið verðlaunin, fyrir leik sinn í myndunum Kramer vs Kramer og Sophie’s Choice. FÓLK Ífréttum SÍÐASTLIÐINN laug- ardag var opnuð sýn- ingin Að teikna hugar- heima í listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Viðfang sýningarinnar eru franskar og belg- ískar teiknimyndir frá upphafi til samtímans. Sterk hefð hefur verið fyrir teiknimyndaform- inu í þessum löndum en nærtækustu og frægustu dæmin um hana eru per- sónur eins og Lukku Láki, Tinni og Svalur og Valur. Sýningin er þó til muna umfangs- meiri, litið er yfir tveggja alda sögu listformsins, enn fremur sem verk ungra samtímahöfunda eru til sýnis. Morgunblaðið/Jim Smart Erla, Iðunn og Hallur voru á meðal áhugasamra gesta. Sýningin Að teikna hug- arheima í Gerðarsafni Hér má sjá sendiherra Frakklands, Louis Bard- ollet, og sendiherra Bretlands, John Culver. Morgunblaðið/Jim Smart KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Berlín hófst á fimmtudaginn var í 53. skiptið. Mál manna er að óvenju mikið sé um stjörnufans á Pots- damer Platz, þar sem aðalæð hátíð- arinnar er, en um helgina gat að sjá þar þekkta einstaklinga á borð við Nicole Kidman, Nicolas Cage, George Clooney, Jackie Chan og Dustin Hoffman. Kidman mætti í fylgd með með- leikara sínum Ed Harris til sýn- ingar á The Hours á meðan Clooney er á staðnum til að kynna tvær myndir, Solaris eftir Steven Soder- bergh, þar sem hann leikur aðal- hlutverk, og Confession of a Dang- erous Mind, sem er fyrsta myndin sem hann leikstýrir, en allar ofan- nefndar myndir munu keppa auk 14 annarra um verðlaun hátíðarinnar, Gull- og Silfurbjörninn. Upphafs- mynd hátíðarinnar var Chicago en henni lýkur 15. febrúar með sýn- ingu á Gangs of New York. Á föstudaginn var margt góðra gesta á heimsfrumsýningu nýjustu myndar Alans Parkers, The Life of David Gale með Kevin Spacey og Kate Winslet, en sú mynd er einnig í keppninni. Íslensk kvikmyndagerð á sína fulltrúa á hátíðinni. Nína Dögg Fil- ippusdóttir er fulltrúi Íslands í Shooting Star-dagskránni sem European Film Promotion hefur staðið fyrir um nokkurra ára skeið fyrir unga og upprennandi leikara. Þá eru Róbert Douglas og Ólafur Jóhannesson mættir fyrir Íslands hönd á hinn svokallaða Berlinale Talent Campus, dagskrá sem haldin er í fyrsta sinn, en þar eru yfir 500 kvikmyndagerðarmenn komnir saman hvaðanæva úr heiminum, til að stinga saman nefjum og læra af sér eldri kvikmyndagerðarmönnum sem verða á staðnum. Íslensku kvikmyndirnar Nói alb- ínói, Fálkar, Hafið og Maður eins og ég eru allar sýndar á kaupstefnunni sem haldin er samhliða hátíðinni í Berlín en Salt eftir Brad Gray, sem tekin var upp og unnin hér á landi, verður og sýnd á Forum-hluta há- tíðarinnar. Kvikmyndahátíðin í Berlín hafin Mikill stjörnufans á Potsdamer Platz Reuters Allra augu voru á Nicole Kidman þeg- ar hún kynnti The Hours. Reuters George Clooney hefur mætt mjög reglulega á Berlínarhátíðina. JENNIFER Lopez hvíslar blíðlega í eyra síns heittelskaða, Ben Affleck, er þau mæta til heimsfrumsýningar á stórmyndinni Daredevil í Los Angeles á sunnudag. Affleck leikur aðalhlutverkið í myndinni, mann sem blindast af völdum geislavirks úrgangs en öðlast um leið ofur- krafta, sem hann síðan notar til að berjast gegn illum öflum í heim- inum. Heitasta par í heimi Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.