Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 25 FRÁ því að forseti lýðveldisins hélt sína umtöluðu ræðu á nýárs- dag og gerði fátækt að umfjöll- unarefni ber umræðu um málið hátt. Auðvitað uppgötvaðist fátækt á Íslandi ekki um nýliðin áramót. Engu að síður hefur umræðan komist meira upp á yfirborðið að undanförnu og það er vel. Frum- skilyrði þess að takast á við vanda- mál er að viðurkenna tilvist þeirra og afleiðingar. Fátækt er stað- reynd í íslensku samfélagi og áreiðanlegar vísbendingar eru um að hún sé hlutskipti vaxandi fjölda. Einna sárust eru örlög þeirra barna sem alast upp við fátækt og fara á mis við ýmislegt sem önnur börn njóta og þykir sjálfsagt í nú- tímanum. Algild eða hlut- fallsleg fátækt Tveir mismunandi mælikvarðar eru helst notaðir til að greina fá- tækt og setja í þjóðfélagslegt sam- hengi. Það er annars vegar „algild fátækt/fátæktarmörk,“ þ.e.a.s. að viðkomandi sé örsnauður og skorti efni til að komast sómasamlega af og hins vegar er hugtakið „afstæð“ eða „hlutfallsleg fátækt/fátæktar- mörk.“ Algengast er að skilgreina, á þann mælikvarða, þá fátæka sem hafa minna en 50% af meðal- tekjum viðmiðunarhóps. Ýmsir reyna að gera lítið úr at- hugunum á hlutfallslegri fátækt og því er jafnvel neitað að raunveru- leg fátækt fyrirfinnist á Íslandi. Fátækt sé eitthvað sem þekktist á Íslandi á 18. eða 19. öld og geri enn í vanþróuðum ríkjum. Ungur hægri maður stakk uppá því í blaðagrein nýverið að nota heldur orðið „nauðsynjaskort“. Virðist liggja að baki sú hugsun að ekki sé viðeigandi að nota orðið fátækt nema um sé að ræða líf á hung- urmörkum. Einnig virðist grunnt á fordómum um að fátækt manna hérlendis sé yfirleitt þeim sjálfum að kenna, sé hún á annað borð til. Hér séu menn fátækir vegna uppá- skrifta, óskynsamlegra lána, áfengisneyslu og spilafíknar, svo aftur sé vitnað í hægri manninn unga. Orðið fátækt vísar í þann veru- leika fólks að það skortir efni til að veita sér lágmarkslífsgæði. Er ein- stæð móðir ekki fátæk í venjuleg- um skilningi þess orðs ef hún get- ur ekki veitt börnum sínum sömu tækifæri til íþróttaiðkunar eða að- stoð við heimanám eins og bekkj- arsystkinin njóta? Minnumst þess einnig að „fátækt“ var og er ekki endilega það sama og fátækt. Menn voru og eru fátækir, sárfá- tækir og bláfátækir allt eftir því hversu örbyrgðin er tilfinnanleg. Mælingar á hlutfallslegri fátækt veita upplýsingar um launa- eða lífskjaramun og einnig vísbending- ar um raunverulega afkomu og hagi fólks. Laun standa að sjálf- sögðu í nokkuð nánu samhengi við framfærslukostnað viðkomandi lands. Einstaklingur með ígildi 50 þús. íkr. í mánaðarlaun kemst t.d. þolanlega af í Póllandi þar sem lægstu laun eru nálægt 7-10 þús. kr. og verðlag á lífsnauðsynjum lágt en sá hinn sami lifir ekki merkilegu lífi hér á Íslandi. Fátækt er staðreynd Raunveruleg fátækt er stað- reynd á Íslandi. Bæði innlendar og norrænar rannsóknir, upplýsingar frá félagsþjónustum sveitarfélaga, hjálparsamtökum og stofnunum staðfesta það. Vaxandi fjöldi fólks þarf á verulegri aðstoð að halda til að sjá sér og sínum farborða. Fá- tækt er ekki einskorðuð við hópa sem oftast eru nefndir til sögunn- ar, s.s. einstæða foreldra, öryrkja, aldraða, atvinnulausa, innflytjend- ur eða fólk sem leiðst hefur út í óreglu. Aldeilis ekki; fátækt er staðreynd meðal fjölskyldna venjulegra fullvinnandi launa- manna og skyldi engan undra eins og lægstu launum er hér háttað og í ljósi vaxandi skattbyrði þeirra í ofanálag. Ný-fátækt Í Svíþjóð hafa staðið harðar um- ræður bæði á sænska þinginu og í fjölmiðlum um það sem Svíar kalla „ný-fátækt“, (nyfattigdom). Sú umræða er nokkuð tengd högum fólks af erlendu bergi og hverfa- myndun eða lagskiptingu sem ger- ir í vaxandi mæli vart við sig í Sví- þjóð. Þannig eru 60% íbúanna í Hjällbo á Gautaborgarsvæðinu fæddir utan Svíþjóðar. Þar eru flest börn m.v. íbúafjölda á öllum Norðurlöndum og meðallaunin eru um 70 þús. kr. sænskar á ári eða minna en helmingur af sænskum meðallaunum. Talið er að fimmta hvert barn í Svíþjóð vaxi upp í fá- tækt og lang oftast er um að ræða börn einstæðra foreldra eða börn í fjölskyldum með erlendan bak- grunn. Nýfrjálshyggju- og markaðs- væðingu vestrænna samfélaga hef- ur sem regla fylgt vaxandi munur í launum og lífskjörum. Í Svíþjóð urðu umræður um stöðu sænska velferðarsamfélagsins fyrirferðar- miklar í síðustu kosningum. Þar höfnuðu vinstri öflin yfirboðum hægri manna um miklar skatta- lækkanir og niðurskurð velferðar- kerfisins og höfðu betur. Í ljós kom að sænskur almenningur vildi standa vörð um samábyrgt vel- ferðarkerfi og var tilbúinn til að greiða skatta svo lengi sem það skilaði sér í brýnum úrbótum í vel- ferðarmálum. Nú er verið að hrinda a.m.k. sumum þeirra í framkvæmd eins og hækkun barnabóta og því að gera aðgang að leikskólum ókeypis. Velferðarstjórn að vori Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur sett sér það markmið að halda merki velferðarmálanna hátt á loft í komandi kosningabaráttu. Okkar takmark er myndun vel- ferðarstjórnar í landinu að loknum kosningum næsta vor. Þeirrar vel- ferðarstjórnar bíða mörg og brýn úrlausnarefni þ. á m. og ekki síst að skora fátækt í íslensku sam- félagi á hólm. Fátækt fyrr og nú Eftir Steingrím J. Sigfússon „Skorum fá- tækt í ís- lensku sam- félagi á hólm.“ Höf. er formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs. MÖRGUM hefur orðið tíðrætt um velferðarkerfið og fátækt á Ís- landi undanfarna mánuði. Þeim sem njóta fjárhagsaðstoðar frá Fé- lagsþjónustu Reykjavíkurborgar fjölgaði um tæp 20% á milli áranna 2001 og 2002 og fjárveitingar um rúmlega 40%. Þessar staðreyndir eru reyndar þegar kunnar en mik- ilvægt er að skilgreina hópana sem fá fjárhagsaðstoð betur og af þeim sökum höfum við fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í félagsmálaráði óskað eftir ítarlegri útfærslu. Fjölgar mest Þegar þær tölur sem þegar hafa verið lagðar fram eru skoðaðar kemur ýmislegt í ljós. Giftum og sambýlisfólki með börn fjölgaði langmest á milli áranna 2001 og 2002 eða um tæplega 78%, úr 116 í 206. Næstmesta fjölgunin er í hópnum giftir og sambýlisfólk án barna en einstæðum mæðrum fjölgaði minnst eða aðeins um 12%. Einhleypir karlar Ef við skoðum innbyrðisskipt- ingu á öllum hópnum með tilliti til fjölskyldugerðar vekur það hins vegar athygli hve litlar sveiflur eru á milli áranna 2001 og 2002. Einhleypir karlar eru enn sem fyrr langfjölmennastir. Þeir voru í fyrra 1.428 af 3.565 notendum eða liðlega 40% allra. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins telja mikilvægt að skilgreina þennan hóp betur. Margir þeirra hafa gefist upp á að vera í launaðri vinnu vegna þess að launin fara í að greiða meðlags- skuldir, skatta og aðrar skuldir. Nauðsynlegt er í samráði við stjórnvöld að gera þeim kleift að sækja á vinnumarkaðinn á ný því varla geta þeir flokkar sem nú mynda meiri hluta í borgarstjórn haft það að markmiði að hópur þessi verði endalaust á framfæri borgarinnar. Einstæðar mæður Næststærsti hópurinn er enn sem fyrr einstæðar mæður. Í fyrra voru þær 30,5% af öllum sem fengu fjárhagsaðstoð en voru árið áður 32,6% og kemur sú fækkun á óvart miðað við fjölmiðlaumræð- una að undanförnu. Einstæðir feð- ur eru hlutfallslega langfæstir eða aðeins 1,5%. Öryrkjum fækkar Ef hópurinn er skoðaður eftir atvinnustöðu eru meiri sveiflur á ferðinni. Ekki kemur á óvart að fleiri atvinnulausir fengu fjárhags- aðstoð árið 2002 en árið þar á und- an. Sama á við um nema sem fengu námsaðstoð. Hins vegar varð ég undrandi þegar ég sá að 8% færri öryrkjar fengu fjárhags- aðstoð árið 2002 en árið þar á und- an. Sumir töldu nefnilega að skýra mætti aukin útgjöld til fjárhags- aðstoðar með fjölgun öryrkja. Kannski var það bara óskhyggja hjá R-listanum af því að öryrkjar fá stuðning frá ríkinu, hinni „vondu“ ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar? Skuldugar fjölskyldur Miðað við þá stuttu reynslu sem ég hef af setu í félagsmálaráði og áfrýjunarnefnd félagsmálaráðs sýnist mér sem stórskuldugar fjöl- skyldur og einstaklingar sæki í auknum mæli um ýmiss konar fjárhagsaðstoð en þó einkum styrki eða lán til að greiða niður margvíslegar skuldir, s.s. þær sem sumir ráðgjafar kalla „kortaflipp“ auk yfirdráttar en einnig himinháa símreikninga ásamt skuldum við leikskóla og grunnskóla. Finna þarf leiðir til þess að semja við lánardrottna en ekki síður þarf að veita þeim ráðgjöf og leiðbeiningu varðandi ábyrgð í fjármálum. Fé- lagsmálaráð getur ekki beitt þeim úrræðum sem nú eru tiltæk til frambúðar. Haldi þessi þróun áfram munu útgjöldin keyra um þverbak og allt svigrúm til fyr- irbyggjandi ráðstafana verða enn minna en nú er. Mikilvægt er því að leita leiða til þess að fyrir- byggja vandann og finna úrræði sem gera einstaklingnum kleift að komast út úr þessum öngstrætum. Nauðsynlegt er að hefja undirbún- ingsvinnu við að skilgreina þessa hópa, aðstæður þeirra, þarfir og möguleika sem allra fyrst. Fjárhagsaðstoð Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur „8% færri ör- yrkjar fengu fjárhags- aðstoð árið 2002 en árið þar á undan.“ Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í félags- málaráði. Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir NORRÆNA AUSTFAR- 2 5 Á R A O G T R A U S T S I N S V E R Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.