Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í FRÉTTUM Stöðvar 2 laugar- daginn 21. desember síðastliðinn heldur menntamálaráðherra því fram að undirrituð dragi rangar ályktanir af svörum sínum í fyr- irspurnartíma á Alþingi um stöðu íslenska táknmálsins. Ráðherra seg- ir að í svörum sínum á Alþingi hafi hann verið að taka dæmi um lög og lagaákvæði sem eru til athugunar í menntamálaráðuneytinu og snerta rétt heyrnarlausra til túlkaþjónustu með beinum og óbeinum hætti þar á meðal lög um leikskóla. Réttarstaða heyrnarlausra barna á leikskólaaldri hefur lítið með rétt til túlkaþjónustu að gera og því frá- leitt að tala á sama tíma um leik- skólalög og rétt til túlkaþjónustu. Tveggja ára heyrnarlaust barn þarf ekki lagalegan rétt til að getað pantað sér táknmálstúlk til að eiga samskipti við önnur börn á leikskól- anum eða leikskólakennara. Máltak- an á sér ekki stað með milligöngu táknmálstúlks. Tryggja þarf heyrn- arlausa barninu rétt til að öðlast málþroska í táknmáli með því að vera í umhverfi þar sem talað er táknmál, þar sem það getur átt óhindruð samskipti við börn og leik- skólakennara í því mikilvæga starfi sem fram fer á leikskólanum. Það er eina leið barnsins til að taka þátt í skapandi starfi og leik og þroskast á eigin forsendum. Það liggur í augum uppi að úr því ástæða þótti til að setja sérstök ákvæði um táknmálskennslu fyrir heyrnarlausa nemendur í aðalnám- skrá grunnskóla og framhaldsskóla hlýtur að þurfa að tryggja sama rétt fyrir heyrnarlausa nemendur í leikskóla. Staða íslenska táknmáls- ins innan leikskólalaga er veik og réttur heyrnarlausra barna á leik- skólastigi er ekki nægilega tryggð- ur í lögum. Ráðherra nefnir einnig í svari sínu við fyrirspurn um réttarstöðu heyrnarlausra nefnd sem gera skyldi tillögu um lögbundinn rétt heyrnarlausra til túlkaþjónustu. Nefndin lauk störfum í september 2001 og skilað af sér drögum að frumvarpi um m.a. rétt til túlka- þjónustu. Þó séu enn uppi álitamál tengd mögulegri lagasetningu til að styrkja táknmálið sem finna þurfi lausn á t.d. hver skuli standa straum af þeim kostnaði sem slíkri þjónustu fylgir. Um sé að ræða álitamál sem tengjast stöðu þessa málaflokks meðal annars milli ráðu- neyta og einnig aðkomu sveitarfé- laga. Rétt er að benda á að árið 1996 samþykkti ríkisstjórn Íslands, að tillögu þ.v. menntamálaráðherra, að koma á fót starfshóp til að fjalla um verkaskiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra. Sigríður Anna Þórðardótt- ir alþingismaður var skipuð formað- ur starfshópsins í mars 1997. Sagði hún á Alþingi 6. október 1998, þeg- ar umræður voru um réttarstöðu heyrnarlausra, „að í starfshópnum hafi sérstaklega verið til meðferðar málefni heyrnarlausra“. Þegar heyrnarlausir lögðu fram áskorun til forsætisráðherra vorið 1997 um að tryggja rétt heyrnarlausra/ heyrnarskertra og daufblindra til túlkaþjónustu í lögum og viður- kenna íslenska táknmálið sem móð- urmál þeirra, var veitt bráða- birgðafé til túlkaþjónustu á því ári. Jafnframt var því beint til umrædds starfshóps að gera tillögur til rík- isstjórnarinnar um frambúðarlausn málsins. Félag heyrnarlausra reyndi ítrek- að að fá upplýsingar um afdrif þessa starfshóps og hvort hann hefði skilað niðurstöðum. Það er ekki fyrr en í nóvember síðastliðinn, tæpum 6 árum eftir að starfshóp- urinn var settur á fót, að formaður hópsins óskar eftir að hann verði leystur frá störfum. Eftir tæplega 6 ára tilveru starfshópsins liggur eng- in niðurstaða fyrir um það hver eigi t.d. að borga túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa eða tillögur um fram- tíðarlausn málsins. Fyrir utan ofan- greindan starfshóp hafa fjórar nefndir fjallað um túlkaþjónustmál fyrir heyrnarlausra. Svo til árlega hefur Félag heyrn- arlausra bent yfirvöldum á það neyðarástand sem skapast í túlka- þjónustumálum þegar heyrnarlaus- um er synjað um táknmálstúlkun sökum þess að bráðabrigðafjár- magn er uppurið. Félagið hefur ítrekað farið þess á leit við stjórn- völd að staða íslenska táknmálsins verði tryggð með lögum og þar með talinn réttur heyrnarlausra til túlkaþjónustu. Þrátt fyrir jákvæð ummæli ráðamanna og að þeirra sögn skilning á þessu mikilvæga réttindamáli hefur lítið annað verið gert en að vísa málinu til nefnda og starfshópa sem hafa litlu skilað. Forsenda þess að heyrnarlausir njóti þess, sem teljast má sjálfsögð lífsgæði í okkar samfélagi, er að þeir fái aðgang að þjónustu á grundvelli táknmáls. Yfirvöld verða að sýna það í verki að þau vilja tryggja heyrnarlausum jafnræði í samfélaginu. Nóg er komið af nefndum, starfshópum og álitum. Heyrnarlausir og aðstandendur þeirra eiga það skilið af hálfu yf- irvalda að réttur heyrnarlausra til að nota eigið móðurmál sé virtur og að þeim séu tryggð sjálfsögð mann- réttindi. Heyrnarlausir og jafnræði Eftir Hafdísi Gísladóttur Höfundur er framkvæmdastjóri Félags heyrnarlausra. „Réttur heyrnar- lausra barna á leikskóla- stigi er ekki nægilega tryggður.“ SIGURÐUR Einarsson, for- stjóri Kaupþings, ritar grein í Morgunblaðið 6. febrúar sl. um sölu Frjálsa fjárfestingarbankans til SPRON „Mál er að sjónarspili linni“. Mér þykir Sigurður taka heldur stórt upp í sig þegar hann fullyrðir að gengishagnaður Kaupþings vegna kaupa á Frjálsa fjárfesting- arbankanum hafi engin áhrif haft á afstöðu hluthafa í JP Nordiska bankanum til yfirtökutilboðs Kaupþings banka. Með fullri virð- ingu fyrir Sigurði þá veit hann ekki hvað Svíarnir voru að hugsa þegar þeir gengu að tilboði Kaup- þings. Hins vegar segir heilbrigð skynsemi manni að Svíarnir hafi litið á þessi viðskipti, sem mynd- uðu stóran hluta hagnaðar Kaup- þings á fyrstu 9. mánuðum ársins, þegar þeir tóku afstöðu til yfir- tökutilboðs Kaupþings. Ekki er hægt að líta á SPRON sem hvert annað fjármálafyrirtæki á markaði þar sem óljóst er hver á SPRON. Í hefðbundu fjármálafyr- irtæki kanna stjórnarmenn vilja eigenda áður en farið er út í stórar fjárfestingar. Í þessu tilviki er óljóst hverjir eigendurnir eru og hefði því verið eðlilegast að kanna vilja stofnfjáreigenda eða láta fara fram verðmat af hlutlausum aðila. Við kaup SPRON á Frjálsa fjár- festingarbankanum var þetta sér- staklega vandmeðfarið vegna hugsanlegra hagsmunaárekstra. Einnig vil ég benda á að Frjálsi fjárfestingarbankinn var boðinn tryggingafélagi til sölu fyrir 3,3 milljarða nokkrum vikum áður en SPRON keypti bankann fyrir rúma 3,8 milljarða. Trygginga- félaginu þótti of mikið að borga 3,3 milljarða og hafnaði boði Kaup- þings. Mér þykir því það verð sem Sigurður Einarsson nefnir í grein sinn upp á 4,5– 5,0 milljarða fárán- legt. Hvað breyttist á þessum stutta tíma sem hækkaði verðhug- myndir Kaupþings um 1,2–1,7 milljarða? Enn hefur ekkert komið fram í máli þessu sem hnekkir nið- urstöðu Deloitte & Touche hf. um virði Frjálsa fjárfestingarbankans. Frjálsi fjárfestingarbank- inn boðinn á 3,3 milljarða Eftir Odd Ingimarsson „Ekkert hnekkir niðurstöðu Deloitte & Touche hf. um virði Frjálsa fjárfest- ingarbankans.“ Höfundur er stofnfjáreigandi í SPRON. NOKKRAR umræður hafa verið um dýrleika lyfja á Íslandi í sam- anburði við nágrannaþjóðirnar. Hér á eftir fylgja upplýsingar úr Nor- rænu tölfræðihandbókinni 1999. Lyfjasala og verð á Norðurlöndunum 1999 Heildarsala lyfja mælt í evrum á íbúa Heildarneysla lyfja dagskömmtun á 1000 íbúa Ísland 429 880 Danmörk 269 900 Finnland 288 1050 Noregur 290 950 Svíþjóð 299 1150 Health statistics in the Nordic countries 1999 Á Íslandi er selt minnsta magn af lyfjum en á mun dýrara verði en meðal hinna norðurlandaþjóðanna og er munurinn þar á milli 40–50% þegar á heildina er litið. Svipaðar tölur komu fram á árunum 1983– 1998 sbr. sömu heimildir og Fylgirit landlæknis 1988 nr. 4. Við nánari at- hugun kemur í ljós að neysla geð- róandi-, svefn- og sýklalyfja er einna hæst á Íslandi en neysla af öðrum tegundum lyfja er einna minnst svo að heildarmeðalneysla er minnst hér á landi. Heildsölu og smásöluálagn- ing er langhæst hér á Íslandi. Menn geta kynnt sér þessar tölur betur í norrænum tölfræðibókum sem koma út árlega en þar vinna aðilar sem hafa unnið að þessum saman- burði í tugi ára. Leiðir til þess að lækka verð er m.a. að lækka heild- sölu og smásöluálagningu sem er mun hærri hér en í nágrannalönd- um. Freista þess að taka þátt í út- boðum með nágrannaþjóðum eins og Landsspítalamenn hafa bent á. Enn- fremur mætti heilbrigðisráðherra huga betur að óskráðum lyfjum sem falla ekki undir verðlagseftirlit. En ljóst er að af þessari samantekt að lyf eru úr hófi dýrari hér á landi í samanburði við nágrannalönd. Eftir Ólaf Ólafsson Höfundur er formaður Félags eldri borgara og fyrrv. landlæknir. „Heildsölu- og smásölu- álagning er langhæst hér á Íslandi.“ Á Íslandi er minnsta lyfja- notkunin en lyfin dýrust SPILAFÍKN er raunverulegt vandamál. Rannsóknir sýna að um 0,6% Íslendinga stríða við það. Til að hægt sé að bregðast við þessu vandamáli með árangursríkum hætti er nauðsynlegt að rannsaka það, miðla upplýsingum um það og hvetja til umræðu um það sem byggð er á staðreyndum. Aukin meðvitund um spilafíkn á Íslandi er að verulegu leyti að þakka frumkvæði Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ. Þessi samtök reka saman Íslenska söfnunarkassa (ÍSK), sameignarfélag sem hefur með höndum rekstur söfnunarkassa í almennum söluturnum og á nokkr- um vínveitingastöðum. Tilgangur söfnunarkassanna, sem fyrst voru teknir í notkun árið 1972, er að gefa venjulegum Ís- lendingum tækifæri til að styrkja starfsemi þessara samtaka með frumlegum hætti í alfaraleið. Tveir af hverjum þremur Íslendingum segjast hafa sett smápening í kassa einhvern tíma á ævinni og að meðaltali spila þeir fyrir rúm- lega 300 krónur í hvert skipti. Þeir eru sér vel meðvitandi um að framlag þeirra fer til líknarmála og það er ein aðalástæðan fyrir því að þeir spila. Líklega hefur enginn meiri hagsmuni af því að koma í veg fyr- ir misnotkun á söfnunarkössum en samtökin sem standa að þeim. Ásakanir um að þau noti sér veik- indi fólks til að halda úti starfi sínu eru sérstaklega ósmekklegar þar sem raunveruleikinn er sá að þessi samtök gera allt sem í þeirra valdi stendur og líklega meira en nokkur annar til að upplýsa al- menning um spilafíkn, skapa með- vitund um hana í samfélaginu og bjóða upp á úrræði við henni. Nokkur dæmi: Félögin reka hjálparlínu í sam- vinnu við SÁÁ þar sem fólk er meðal annars sett í samband við sérstaka meðferðarráðgjafa ef ástæða er til. Þau reka upplýs- ingavefinn spilafikn.is í samvinnu við Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hafa félögin frá upphafi styrkt þá aðila sem hafa boðið upp á með- ferð við spilafíkn. Þau hafa kostað komu erlendra sérfræðinga til landsins og kostað námskeið með- ferðarfulltrúa Landspítala – há- skólasjúkrahúss og SÁÁ á nám- skeið hérlendis og erlendis. Í samvinnu við HHÍ hafa þau fram- leitt forvarnarbækling sem hafður er við alla söfnunarkassa og þess má geta að félögin styrktu gerð heimildamyndar um spilafíkn sem var sýnd í Ríkissjónvarpinu fyrir skömmu. Þau hafa kostað gerð vandaðra rannsókna á spilahegðun Íslendinga og með því lagt grunn- inn að skynsamlegri umræðu um vandamálið meðal almennings og sérfræðinga. Þannig hafa þau gert eigin forvarnarstarf og annarra markvissara. Ný Gallup-könnun sýnir að að- gerðir ÍSK til að draga úr aðgengi barna og unglinga að söfnunar- kössum hafa skilað verulegum ár- angri. Í henni kemur meðal annars fram að 10. bekkingum sem spila einu sinni í mánuði eða oftar hefur fækkað um helming á síðustu tveimur árum og meira en helm- ingur þeirra hefur aldrei spilað í söfnunarkassa. Tæplega sjö af hverjum tíu þeirra sem hafa ein- hvern tíma spilað gera það sjaldn- ar en einu sinni í mánuði og rúm- lega þriðjungur þeirra sem hafa einhvern tíma spilað gerði það fyrst með foreldrum, forráða- mönnum eða öðrum fullorðnum. Þessar breytingar hafa ekki orð- ið af sjálfu sér. Eftirlit með spila- stöðum hefur verið stórlega aukið á síðustu árum. Settir hafa verið upp fjarstýrðir rofar í söluturnum til að starfsfólk geti slökkt á köss- um ef börn hlýða ekki fyrirmælum þeirra. Söfnunarkassar hafa verið fjarlægðir úr vissum söluturnum nálægt skólum og einnig hafa söfn- unarkassar verið teknir af stöðum þar sem eigendur hafa ekki farið eftir reglum ÍSK um aldurstak- mörk. Árið 2001 hækkaði ÍSK ald- urstakmark í söfnunarkassa sína einhliða í 18 ár þrátt fyrir að í lög- um sé það 16 ár. Loks var starfs- fólki söluturna bannað að greiða út vinninga til fólks yngra en 18 ára. Það er óþarfi að taka fram að eng- in aldurstakmörk eru hjá aðilum eins og Lengjunni, Lottóinu og skafmiðahappdrættum. Rauði krossinn, Slysavarna- félagið Landsbjörg og SÁÁ munu ekki sitja undir því að vera ásökuð um að nýta sér veikindi fólks til að fjármagna starfsemi sína. Þvert á móti gera þau allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa því fólki sem á við þetta vandamál að stríða og vekja athygli almennings á því. Brugðist við spilafíkn Eftir Kristbjörn Óla Guðmundsson „Rauði krossinn, Slysavarna- félagið Landsbjörg og SÁÁ munu ekki sitja undir því að vera ásök- uð um að nýta sér veik- indi fólks til að fjár- magna starfsemi sína.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og stjórnarformaður Íslenskra söfn- unarkassa sf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.