Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að auð- vitað vonuðust allir eftir því að hægt yrði að komast hjá átökum í Írak. „En ég held að það megi alveg ljóst vera að Saddam Hussein verður að standa frammi fyrir alvarlegum hlut- um. Hann mun aldrei gefa sig nema hann viti að þjóðir heims ætli sér að afvopna hann og Írak. Það verður að vera alveg ljóst.“ Kom þetta fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur, þingmanns Samfylkingar- innar, í óundirbúnum fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær. Þórunn innti ráðherra álits á hugmyndum Frakka og Þjóðverja sem miðuðu að því að leysa Íraksdeiluna með friðsamleg- um hætti og fjölga vopnaeftirlits- mönnum í Írak. Ráðherra svaraði því til að hugmyndir þeirra væru góðra gjalda verðar enda fjölluðu þær um að auka eftirlit í Írak. Síðan sagði ráðherra: „Hans Blix mun nk. föstu- dag kynna sín sjónarmið [í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna] í sam- bandi við vopnaeftirlitið þar sem m.a. mun væntanlega koma fram hvort hann telur einhverja þörf á því að fjölga vopnaeftirlitsmönnum. Allar þjóðir heims bíða eftir því sem gerist nk. föstudag. Það getur orðið mjög ráðandi um það hvað gerist í fram- haldinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, spurði utanríkisráðherra einnig út í Íraksdeiluna í óundirbún- um fyrirspurnartíma á Alþingi. Spurði Steingrímur ráðherra m.a. að því hvort rétt væri að íslenska rík- isstjórnin styddi þau sjónarmið að öll Atlantshafsbandalagsríkin (NATO- ríkin) bæru sameiginlega varnar- skyldu gagnvart Tyrklandi yrði ráð- ist á þá, en Tyrkir hafa farið fram á að fjallað verði um þetta mál í fastaráði NATO. Halldór svaraði því til að sér- hvert aðildarríki NATO ætti rétt á því að fjallað væri um málefni þess á grundvelli Atlantshafssáttmálans. Íslendingar teldu, eins og flestar aðr- ar aðildarþjóðir bandalagsins, að mjög eðlilegt væri að huga að vörnum Tyrklands ef til hugsanlegra átaka kæmi á landamærunum. „Íslenska ríkisstjórnin er þeirrar skoðunar að Atlantshafsbandalagið geti ekki neit- að þessu á grundvelli 4. og 5. gr. Atl- antshafssáttmálans. Þannig að okkur finnst þetta mál liggja ljóst fyrir […] og tökum þess vegna afstöðu á efnis- legum grundvelli. Ég vænti þess að eftir að Tyrkir biðja um þessa um- fjöllun í fastaráði NATO geti aðrar þjóðir ekki neitað þessari umfjöllun eins og 4. gr. gerir ráð fyrir“. Steingrímur sagði m.a. að Ísland hefði gengið í NATO með fyrirvara um það að það myndi aldrei segja annarri þjóð stríð á hendur. „Þessi fyrirvari er enn í gildi,“ sagði hann. Utanríkisráðherra svarar fyrirspurnum þingmanna um Íraksdeiluna Svör Blix verða ráðandi um framhaldið Morgunblaðið/Golli Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir, þingmenn VG, við umræðuna í gær. Steingrímur beindi fyrirspurn til utanríkisráðherra. ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU þingflokks Samfylkingarinnar um að samgönguráðherra verði falið að birta nú þegar skýrslu þá sem tekin var saman af Ríkisendurskoðun um starfslok fyrr- verandi forstjóra Landssíma Íslands hf. og tengd efni á árinu 2002, var í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær vísað til síðari umræðu og til samgöngunefnd- ar Alþingis. Tillagan fór ekki til fyrri umræðu þar sem þingflokkur Samfylkingarinnar óskaði eftir því að hún færi umræðulaust til þingnefndar. Til- lagan var fertugasta mál á dagskrá þingsins sl. fimmtudag og sagði Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrsti flutnings- maður tillögunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær að þingflokkurinn hefði ekki séð fram á að til- lagan kæmist til fyrri umræðu fyrr en seint og um síðir. Þingflokkurinn hefði því viljað flýta því að tillagan fengi umfjöllun og af þeim sökum lagt til að hún færi án umræðu til nefndar, eins og áður sagði, en eftir að hún kemur úr nefnd fer hún til síðari umræðu. „Við munum kappkosta að tillagan fái snara og efnislega umræðu í nefndinni,“ sagði Guðmundur Árni. Hann sagði efnisatriði tillögunnar vera ljós, enda hefðu þau m.a. verið rædd í upphafi þing- funda á Alþingi í síðustu viku. Málið snerist því fyrst og fremst um pólitískan vilja til að sam- þykkja tillöguna.Allir viðstaddir þingmenn, nema tveir, greiddu atkvæði með því að tillagan gengi til síðari umræðu. Pétur H. Blöndal og Gunnar Birg- isson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, greiddu at- kvæði gegn því að tillagan færi til síðari umræðu. Hinn fyrrnefndi gerði grein fyrir sinni afstöðu: „Því miður get ég ekki greitt atkvæði með því að þessi þingsályktunartillaga verði rædd frekar því hún er stjórnskipulega röng,“ sagði Pétur. „Hátt- virt Alþingi hefur ekki beint vald yfir hlutafélag- inu: Landssími Íslands hf. Landssíminn er ekki lengur stofnun ríkisins.“ Tillögu um skýrslu Ríkisendur- skoðunar vísað til síðari umræðu BJÖRGVIN G. Sigurðsson, varaþing- maður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsálykt- unar þess efnis að Alþingi álykti að sett verði á stofn nefnd sem kanni möguleika á að þróa milliliðalaust lýð- ræði og kosti rafrænna aðferða við framkvæmd þess. Nefndin kanni einnig hvernig hægt verði að nota Netið til að þróa milliliðalaust lýðræði og hafi þar að leiðarljósi öfluga per- sónuvernd við framkvæmd kosninga og þjóðaratkvæðagreiðslna á Netinu. „Markmiðið með þessari tillögu er að þróa lýðræðið áfram í ljósi aukinnar menntunar og betra aðgangs að upp- lýsingum,“ segir í greinargerðinni. „Markmiðið er að Ísland verði til- raunastofa við þróun lýðræðisins og fánaberi framþróunar lýðræðislegra stjórnarhátta þar sem hinn almenni borgari kemur í sem mestum mæli að meginákvörðunum samfélagsins,“ segir ennfremur í tillögunni. Þá segir að þær miklu breytingar sem hafi orðið á félagslegum og efna- hagslegum aðstæðum á Vesturlönd- um síðustu áratugi kalli á breytingar á lýðræðisfyrirkomulaginu. „Almenn og góð menntun, mikil tölvueign, meiri frítími en nokkurn tíma áður kallar á að almenningur hafi miklu meira um hagi sína að segja en áður. Sá tími á að vera liðinn að fulltrúar almenn- ings taki allar ákvarðanir og tímabært að færa valdið í ríkari mæli til fólksins.“ Ísland verði tilraunastofa við þróun lýðræðis PÁLL Magnússon, varaþingmaðurFramsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að ríkisstjórninni verði fal- ið að skipa starfshóp sem kanni hvort mögulegt sé að við greiðslu vaxtabóta verði heimilt að reikna hærra hlutfall affalla húsbréfa til stofns vaxtabóta en nú er. Starfshópurinni geri jafn- framt tillögur um að hækka hámark vaxtabóta skv. lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Í greinargerð tillögunnar segir m.a. að þegar einstaklingur ráðist í íbúðarkaup eða byggingu sé í flestum tilfellum afar þungbært þegar afföll séu af húsbréfum. „Afföll myndast þegar ávöxtun- arkrafa markað- arins er hærri en vextir sem skuldabréfin bera. Því lendir það á seljanda bréfanna, í þessu tilviki lántakandanum, að greiða í einu lagi það sem ber á milli.“ Í greinargerðinni segir ennfremur að afföll húsbréfanna bitni í langflest- um tilfellum hart á íbúðakaupendum og húsbyggjendum og leiði oftast til skuldaaukningar heimilanna. Síðan segir: „Með þessari tillögu er lagt til að skoðað verði hvort ekki sé hægt að veita lántakendum heimild til að færa hærra hlutfall af afföllunum sem vaxtakostnað við skattlagningu þess árs sem húsbréf er selt. Þannig komi ríkissjóður til móts við lántakand- ann.“ Í lok greinargerðarinnar segir að líklegt sé að með slíkri aðgerð þurfi að hækka hámarksfjárhæð vaxta- bóta, sem nú nemur um 258 þúsund- um kr., fyrir hjón eða sambýlisfólk, skv. reglugerð um greiðslu vaxta- bóta. Ríkið taki á sig afföll húsbréfa ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Fyrst fara fram at- kvæðagreiðslur en síðan verða um- ræður um einstök þingmál. 43 þing- mál eru á dagskrá fundarins, aðallega þingmannamál. FLEIRI lögðu leið sína í miðborg Reykjavíkur í desember síðast- liðnum en í desembermánuði árið á undan að því er fram kemur í könn- un Gallup fyrir Reykjavíkurborg. Að meðaltali heimsóttu 4,9% að- spurðra miðborgina einu sinni eða oftar í desember en 4,4% árið 2001. Úrtakið var 1.200 manns af landinu öllu, á aldrinum 16–75 ára, sem val- ið var af handahófi úr þjóðskrá. Svarhlutfall var 69,1%. Spurt var: hversu oft komst þú í miðbæ Reykjavíkur í desember? Af þeim sem tóku afstöðu sögð- ust rúm 13% hafa komið þangað einu sinni og tæp 11% komu tvisv- ar. Litlu fleiri eða 12,6–15,2% komu þangað oftar, 3–4 sinnum, 5–10 sinnum eða 11 sinnum eða oftar. Þá var spurt: hver var tilgangur síð- ustu heimsóknar í miðbæinn? Tæp 32% nefndu að þau hefðu skoðað sig um og 28% fóru þangað til að versla. 48 % aðspurðra nefndu aðrar ástæður fyrir heim- sóknum í miðborgina, þar af fóru tæp 12% vegna vinnu og tæp 11% sóttu vínveitinga- og skemmtistaði í miðborginni. Lestina ráku þeir sem sóttu þjónustu til miðborg- arinnar eða fóru á veitingahús, eða 4,1% aðspurðra í hvorum flokki fyrir sig. Bent skal á að fólk mátti gefa fleiri en einn svarmöguleika og voru hlutfallstölur því reiknaðar eftir fjölda þeirra sem tóku afstöðu en ekki fjölda svara. Fleiri karlar fara í miðborgina Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgar, segir það ánægjuleg tíðindi að könnunin sýni fram á að fólki hafi ekki fækkað sem sæki miðborgina eins og oft sé haldið fram. „Við sjáum að aukn- ingin er mest hjá þeim sem eru að skoða sig um og þar eru tækifær- in,“ segir Kristín. Í könnuninni kemur fram að 5,3% karla að meðaltali sögðust hafa farið í miðbæinn einu sinni eða oftar í desember en 4,5% kvenna. „Ég held að þetta endurspegli á vissan hátt að karlarnir eru dug- legri við að fara út að borða í vinnunni,“ segir Kristín. Sam- kvæmt könnuninni fóru tæp 16% karla í miðborgina vegna vinnu og 14% þeirra sóttu veitinga- eða kaffihús. Rétt rúm 7% kvenna fóru á hinn bóginn í miðborgina í des- ember vegna vinnu og 8% þeirra sóttu veitinga- eða kaffihús. Konur og karlar eru hins vegar álíka dug- leg við að sækja vínveitingahús og skemmtistaði miðborgarinnar, á bilinu 10–11% aðspurðra. Gallup hefur unnið sams konar kannanir fyrir Reykjavíkurborg í rúmt ár og segir Kristín að borg- aryfirvöld hafi fullan hug á að nýta sér þá þjónustu áfram, enda gefi þær mikilvægar upplýsingar um fjölda og samsetningu þeirra sem heimsækja miðborgina. Könnunin var unnin dagana 14.– 28. janúar síðastliðinn. 4      % !  %  9*! ! ! " ! " 1 1 ! ( "  ! % !  ! ! */ / # #! !! *//!  /!012  3) *4+2+! #  !3) '+ C '+ C 8  :  >+  4  Fleiri sóttu miðborgina fyrir jólin í fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.