Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 21 RAGNAR Jakobsson, bátasmiður í Bolungarvík, hefur á undanförnum fjórum árum unnið að því að gera upp gamla báta sem teknir hafa verið til varðveislu sem menningarverðmæti. Verkefnin hafa vafið upp á sig og nú er hann ásamt Guðmundi Óla Kristinssyni smið og Guðmundi Jak- obssyni að vinna að endursmíði á tveimur bátum, þannig að þessi verk- efni skapa a.m.k. þrjú störf. Bátarnir sem Ragnar og félagar eru að endurbyggja núna eru Frið- þjófur, gamall bringingarbátur sem fer á byggðasafnið á Reykhólum, og Gestur, sem er í eigu Byggðasafns Vestfjarða og mun vera fyrsti bátur- inn sem smíðaður var sem vélbátur. Friðþjófur, sem upphaflega var áttæringur, var smíðaður árið 1906 á Hvallátrum í Breiðafirði af Ólafi Bergsveinssyni bátasmið. Árið 1929 eignast sláturfélag á Reykhólum bát- inn og eru þá teknar úr honum tvær þóftur og honum breytt í bringing- arbát til að ferja vörur að og frá skipshlið. Auk þess er líklegt að hann hafi verið notaður til ýmissa flutninga á Breiðafirði. Báturinn var tekinn úr notkun árið 1952 og var þá tekinn á land á Skipa- tanga á Miðhúsum í Breiðafirði og þar hefur hann legið síðan. Er Sjó- minjasafn Íslands hafði eignast bát- inn voru Ragnar og Guðmundur fengnir til að taka bátinn til viðgerð- ar, en hann var þá nokkuð illa farinn og að margra mati helst nothæfur í áramótabrennu. Guðmundur Óli vann svo við það haustið 2001 að búa bátinn undir flutning til Bolungarvík- ur. Nú hillir undir lok þessa verkefnis og sagði Ragnar að Friðjófur yrði fluttur á Byggðasafnið á Reykhólum í vor þar sem hann mun standa sem minnisvarði um bringingarbáta á Breiðafirði. Verið að viðhalda verkþekkingu Fyrsta trillan sem smíðuð var til að setja í vél og ber nafnið Gestur var smíðuð 1906 af Guðmundi Sigurðs- syni, bátasmið í Súðavík, líklega fyrir séra Sigurð Sigurðarson frá Vigur í Ísafjarðardjúpi. Gestur var notaður af Vigurbændum til að róa til fiskjar og sem samgöngutæki. Guðmundur og Ragnar töldu víst að báturinn hefði m.a. verið notaður til að skreppa á böll í Ögri og ef við- irnir í bátnum gætu talað hefðu þeir örugglega frá mörgu að segja. Mótorbáturinn Gestur var í notkun til ársins 1980 en árið 1988 var hann gefinn Byggðasafni Vestfjarða sem kom honum í geymslu þar til sl. vor að þeir Ragnar og Guðmundur hófu endurbyggingu hans. Ragnar sagði að tekin hefði verið sú ákvörðun að gera bátinn sjófæran en til þess þyrfti að skipta um allan byrðinginn, ásamt því að endurnýja kjöl bátsins og stefni. Svona verkefni eru mjög seinunnin þar sem taka þarf hvert borð fyrir sig og gæta þess að báturinn haldi sínu upphaflega lagi. Þá er vélum ekki mikið beitt við verkið, heldur eru verkfærin aðalega skarexi, hefill og sporjárn að ógleymdum vasahnífn- um. Allur viður sem Ragnar og hans menn nota í endurgerð þessara báta er úr rekavið sem sóttur er á Horn- strandir, en allir þrír eru þeir fæddir og uppaldir Strandamenn, Ragnar og Guðmundur frá Reykjarfirði og Guð- mundur Óli frá Dröngum, og var bátasmíði mikið stunduð í þeirra heimasveit og því allir komnir af miklum hagleiksmönnum. Ragnar sagði að á sínum uppvaxtarárum hefði að jafnaði verið smíðaður einn bátur á vetri fram undir 1960 og fyrsta bátinn smíðaði hann aðeins tólf ára. Ragnar sagði að þegar þeir hefðu lokið við þessi verkefni væri búið að endursmíða fjóra báta hjá sér í Bol- ungarvík og hann væri með tvö til þrjú önnur verkefni sem biðu. Hann sagði það afar mikilvægt að geta fengið verkefni sem þessi, sem sann- arlega gætu skapað atvinnu og að auki viðhaldið ákveðinni verkþekk- ingu og handbragði sem hefði sögu- legt og menningarlegt gildi. Menningarsögulegir bátar endurgerðir Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Bátaviðgerðir í Bolungarvík: Guðmundur Óli Kristinsson og Ragnar Jakobsson máta lensipumpuna í breiðfirska bringingarbátinn Friðþjóf, sem smíðaður var árið 1906 á Hvallátrum af Ólafi Bergsveinssyni bátasmið. Bolungarvík ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 2002 hjá Hamri í Hveragerði var valinn við hátíðlega at- höfn á Hótel Örk. Sandra Óskarsdóttir fimleikakona varð fyrir valinu að þessu sinni, en áður höfðu deildir innan Hamars útnefnt einn íþróttamann úr sínum röðum. Í knattspyrnu var valinn Jón Steinar Jónsson, bad- mintondeildin valdi Walter Fannar Kristjánsson, Lárus Jónsson var valinn af körfu- boltadeildinni, blakdeildin út- nefndi Kent Lauridsen og í fimleikadeild var Sandra val- in. Hún fékk að launum eign- arbikar og farandbikar sem hún varðveitir í eitt ár. Í umsögn um Söndru segir að hún hafi staðið sig með prýði á þeim mótum sem hún tók þátt í á liðnu ári, hún hafi unnið til verðlauna bæði í ein- staklings- og hópakeppni. Sandra, sem er þrettán ára, segir fréttaritara að hún hafi byrjað að æfa fimleika þegar hún var þriggja ára en þá fór hún í íþróttaskólann. Síðan hefur hún æft óslitið og upp- skar núna bikarinn eftirsótta. Aðspurð segir Sandra að henni líði mjög vel að hafa fengið þessa viðurkenningu og segir að maður reyni miklu meira á sig eftir að hafa fengið svona viðurkenn- ingu. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sandra Óskarsdóttir, íþrótta- maður Hamars 2002, ánægð með bikarana. Reynir meira á sig núna Hveragerði KNATTSPYRNUMAÐURINN Pálmi Rafn Pálmason úr Völsungi var kjörinn Íþróttamaður Húsa- víkur fyrir árið 2002. Kiwanis- klúbburinn Skjálfandi stóð fyrir kjörinu að venju en íþróttafélögin sjá um að tilnefna íþróttamennina, annars vegar yngri en 16 ára og hins vegar 17 ára og eldri. Í öðru sæti í kjörinu varð Pálm- ar Pétursson unglingalandsliðs- maður í handknattleik og leik- maður með Val í Reykjavík, í þriðja sætinu varð síðan Gísli Har- aldsson hestamaður og hrossa- ræktandi úr Hestamannafélaginu Grana á Húsavík. Pálmi Rafn Pálmason þykir mjög efnilegur knattspyrnumaður og hefur þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára að aldri spilað með meist- araflokki Völsungs síðustu þrjú keppnistímabil. Hann er þegar orðinn einn af lykilmönnum liðs- ins og einn af burðarásum þess og kusu félagar hans í liðinu hann leikmann sumarsins á lokahófi fé- lagsins í haust. Pálmi Rafn hefur spilað með U-19 ára landsliði Ís- lands og lék alla leiki liðsins á síð- asta ári og þótti standa sig vel. Er- lend stórlið hafa fylgst með Pálma Rafni og síðasta haust fór hann til æfinga hjá Arsenal og Groningen. Pálmi Rafn er knattspyrnumaður framtíðarinnar sem Húsvíkingar vænta mikils af og gaman verður að fylgjast með honum hvar sem hann kemur til með að spila. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Það var áberandi við verðlaunaveitinguna hversu margir verðlaunahafa voru fjarverandi vegna æfinga með félags- og/eða landsliðum. Björg Jóns- dóttir, t.v., tók við verðlaunum fyrir son sinn, Pálma Rafn Pálmason, og Sólveig Jónsdóttir fyrir son sinn, Pálmar Pétursson. Með þeim á myndinni er Gísli Haraldsson sem varð í þriðja sæti í kjörinu. Erlend stórlið sýna áhuga Húsavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.