Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 40. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 mbl.is Sópranar í Óperunni Hulda Björk og Sesselja í hádegistónleikaröð Listir 24 Hönnuðir í New York kynna haust- og vetrarlínuna Fólk 51 Lokeren í toppslagnum Rúnar Kristinsson í draumastöðu í belgíska boltanum Íþróttir 44 Vaðmál í borginni DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) en þau þrjú sem beittu í gær neitunar- valdi gegn virkjun varnarskuldbindinga banda- lagsins til handa Tyrkjum vegna hugsanlegs stríðs í Írak, myndu halda öllum nauðsynlegum undirbúningi áfram „utan NATO ef nauðsyn krefur“. Að beiðni Tyrkja voru haldnir neyðarfundir í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær vegna þess ágreinings sem uppi er innan bandalagsins um það hvort virkja beri varnarskuldbindingar þess til handa Tyrkjum undir núverandi kringum- stæðum. Bandaríkjamenn höfðu farið fram á að varnir NATO yrðu virkjaðar vegna þeirrar hættu sem að Tyrklandi steðjaði ef til stríðsátaka í Írak kæmi en Frakkar og Belgar beittu með stuðn- ingi Þjóðverja neitunarvaldi gegn því, með þeim rökum að ótímabært væri að taka slíka ákvörð- un; í henni fælist að gefnar hefðu verið upp á bátinn vonir um friðsamlega afvopnun Íraka. Ekki náðist niðurstaða á fundunum í gær og var ákveðið að halda þann þriðja í dag, þriðjudag. „Ekkert sem réttlætir stríð“ Jacques Chirac Frakklandsforseti las í gær upp sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga Frakk- lands, Rússlands og Þýzkalands um sameigin- legt átak þjóðanna þriggja til að afstýra stríði; hervaldi skuli aðeins beitt er fullreynt sé að öll önnur ráð séu þrotin. „Í dag er ekkert sem rétt- lætir stríð,“ sagði Chirac eftir viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í París. Yfirlýsingin virtist ætla að ýta enn undir þann klofning sem kominn er upp milli evrópsku meginlandsveldanna og Bandaríkjanna um af- stöðuna til lausnar Íraksdeilunni. Gríska stjórn- in, sem gegnir nú formennsku í Evrópusam- bandinu, boðaði í gær til aukaleiðtogafundar næstkomandi mánudag í því augnamiði að sjóða saman sameiginlega stefnu ESB í Íraksmálinu. Írösk stjórnvöld stigu annars eitt skrefið enn að því að fara að kröfum vopnaeftirlitsmanna SÞ er þau heimiluðu að U-2-njósnaflugvélum yrði beitt við eftirlitsflug yfir öllu Írak. Tals- menn Bandaríkjastjórnar sögðu þetta ekki sannfærandi, en yfirmenn vopnaeftirlits SÞ virtust hins vegar vongóðir um að meðal ráða- manna í Bagdad örlaði á hugarfarsbreytingu til batnaðar. Undirbúningi fram hald- ið „jafnvel utan NATO“ Washington, París, Bagdad. AP, AFP. Neitunarvaldi/16–17 MIKIÐ gekk á í veðrinu við suður- strönd landsins í gær. Reynis- drangar virtust í mikilli baráttu við náttúruöflin en þeir stóðu af sér brimölduna sem fyrr. Hver aldan á fætur annarri skall í Reyn- isfjörunni og var eins og stórir skaflar væru að hlaðast upp. En þegar betur var að gáð voru þetta magnaðar sjávarbylgjur sem stigu dansinn í takt við veðrið við Dyr- hólaey. Morgunblaðið/RAX Brimalda við Reynis- dranga HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að Íslendingar teldu, líkt og flestar aðrar aðildarþjóðir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) að mjög eðlilegt væri að huga að vörnum Tyrklands ef til átaka kæmi í Írak. „Íslenska ríkisstjórnin er þeirrar skoð- unar að Atlantshafsbandalagið geti ekki neitað þessu á grundvelli 4. og 5. gr. Atlantshafssátt- málans. Þannig að okkur finnst þetta mál liggja ljóst fyrir,“ sagði utanríkisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði Ís- land hafa gengið í NATO með fyrirvara um að það myndi aldrei segja annarri þjóð stríð á hendur. „Þessi fyrirvari er enn í gildi,“ sagði hann. „Og hæstvirtri ríkisstjórn væri í lófa lag- ið að vísa til hans ef hún vildi viðhalda frið- arhefðum íslensku þjóðarinnar.“ Eðlilegt að huga að vörn- um Tyrklands Svör Blix/10 SEÐLABANKI Íslands hefur ákveð- ið að lækka stýrivexti sína um 0,5% frá og með 18. febrúar nk. og verða stýrivextir bankans eftir lækkun 5,30% eða lægri en nokkru sinni síðan á árinu 1994. Þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga verði rétt rúm- lega 2% á þessu og næsta ári. Eins spáir Seðlabankinn því nú að hag- vöxtur verði 1,75% á þessu ári en 3% árið 2004. Þrátt fyrir að bankinn taki nú í fyrsta sinn mið af stóriðjufram- kvæmdum í spá sinni er þetta aðeins lítillega meiri hagvöxtur á þessu ári en bankinn spáði í nóvember síðast- liðnum, þegar spáð var 1,5% hagvexti, og sá sami á næsta ári. Segir Seðlabank- inn að ástæðurnar liggi m.a. í meiri slaka um þessar mundir en þá var fyrirséður og hærra gengi, en einnig beri að hafa í huga að meginþungi stóriðjufram- kvæmda verði ekki fyrr en á árunum 2005 og 2006. Seðlabankinn telur að þrátt fyrir stóriðjuframkvæmdir verði hægt að halda niðri þenslu í efnahagslífinu með samspili innri að- lögunar í þjóðarbúskapnum og að- gerða í peninga- og ríkisfjármálum. Bankinn segir að á heildina litið muni ríkja nokkuð gott jafnvægi í þjóðarbúinu næstu tvö ár samkvæmt spánni. Spáð er að viðskiptahalli verði langt innan sjálfbærra marka þrátt fyrir innflutning fjárfestingarvarn- ings vegna stóriðjuframkvæmda. Þótt nokkur slaki verði í hagkerfinu á næstu mánuðum, sem birtist m.a. í því að spáð er að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,5% á þessu ári, verði hann fremur lítill á árinu í heild og á næsta ári muni atvinnuleysi minnka en framleiðsluspenna verði þó enn mjög lítil. Íslandsbanki, Landsbanki og sparisjóðirnir tilkynntu um 0,5% lækkun óverðtryggðra vaxta í kjölfar tilkynningar Seðlabankans í gær.         Bankar lækka vexti um 0,5% Vextir/14 GERHARD Schröder, kanzlari Þýzka- lands, og Joschka Fischer utanríkisráð- herra eru nú komnir í hár saman út af stefnu þýzku ríkisstjórnarinnar í Íraks- málinu, eftir því sem fullyrt var í þýzkum fjölmiðlum í gær. Er jafnvel sagt að þessi ágreiningur vegi að kjarna stjórnarsam- starfs jafnaðarmanna og græningja. „Ísöld milli Schröders kanzlara og Fischers utanríkisráðherra,“ skrifaði æsifréttablaðið Bild. „Fischer öskrar á Schröder!“ Bild hafði það eftir ónafn- greindum embættismönnum að Fischer hefði hellt sér yfir Schröder á ráðstefnu í München um helgina fyrir að hafa lekið til fjölmiðla upplýsingum um þýzk-franska áætlun um afvopnun Íraka án stríðs. Talsmenn stjórnarinnar vísuðu þessum fregnum á bug. Fischer og Schröder í hár saman? Joschka Fischer og Gerhard Schröder. Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.