Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 40. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 mbl.is Sópranar í Óperunni Hulda Björk og Sesselja í hádegistónleikaröð Listir 24 Hönnuðir í New York kynna haust- og vetrarlínuna Fólk 51 Lokeren í toppslagnum Rúnar Kristinsson í draumastöðu í belgíska boltanum Íþróttir 44 Vaðmál í borginni DONALD Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins (NATO) en þau þrjú sem beittu í gær neitunar- valdi gegn virkjun varnarskuldbindinga banda- lagsins til handa Tyrkjum vegna hugsanlegs stríðs í Írak, myndu halda öllum nauðsynlegum undirbúningi áfram „utan NATO ef nauðsyn krefur“. Að beiðni Tyrkja voru haldnir neyðarfundir í höfuðstöðvum NATO í Brussel í gær vegna þess ágreinings sem uppi er innan bandalagsins um það hvort virkja beri varnarskuldbindingar þess til handa Tyrkjum undir núverandi kringum- stæðum. Bandaríkjamenn höfðu farið fram á að varnir NATO yrðu virkjaðar vegna þeirrar hættu sem að Tyrklandi steðjaði ef til stríðsátaka í Írak kæmi en Frakkar og Belgar beittu með stuðn- ingi Þjóðverja neitunarvaldi gegn því, með þeim rökum að ótímabært væri að taka slíka ákvörð- un; í henni fælist að gefnar hefðu verið upp á bátinn vonir um friðsamlega afvopnun Íraka. Ekki náðist niðurstaða á fundunum í gær og var ákveðið að halda þann þriðja í dag, þriðjudag. „Ekkert sem réttlætir stríð“ Jacques Chirac Frakklandsforseti las í gær upp sameiginlega yfirlýsingu leiðtoga Frakk- lands, Rússlands og Þýzkalands um sameigin- legt átak þjóðanna þriggja til að afstýra stríði; hervaldi skuli aðeins beitt er fullreynt sé að öll önnur ráð séu þrotin. „Í dag er ekkert sem rétt- lætir stríð,“ sagði Chirac eftir viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í París. Yfirlýsingin virtist ætla að ýta enn undir þann klofning sem kominn er upp milli evrópsku meginlandsveldanna og Bandaríkjanna um af- stöðuna til lausnar Íraksdeilunni. Gríska stjórn- in, sem gegnir nú formennsku í Evrópusam- bandinu, boðaði í gær til aukaleiðtogafundar næstkomandi mánudag í því augnamiði að sjóða saman sameiginlega stefnu ESB í Íraksmálinu. Írösk stjórnvöld stigu annars eitt skrefið enn að því að fara að kröfum vopnaeftirlitsmanna SÞ er þau heimiluðu að U-2-njósnaflugvélum yrði beitt við eftirlitsflug yfir öllu Írak. Tals- menn Bandaríkjastjórnar sögðu þetta ekki sannfærandi, en yfirmenn vopnaeftirlits SÞ virtust hins vegar vongóðir um að meðal ráða- manna í Bagdad örlaði á hugarfarsbreytingu til batnaðar. Undirbúningi fram hald- ið „jafnvel utan NATO“ Washington, París, Bagdad. AP, AFP.  Neitunarvaldi/16–17 MIKIÐ gekk á í veðrinu við suður- strönd landsins í gær. Reynis- drangar virtust í mikilli baráttu við náttúruöflin en þeir stóðu af sér brimölduna sem fyrr. Hver aldan á fætur annarri skall í Reyn- isfjörunni og var eins og stórir skaflar væru að hlaðast upp. En þegar betur var að gáð voru þetta magnaðar sjávarbylgjur sem stigu dansinn í takt við veðrið við Dyr- hólaey. Morgunblaðið/RAX Brimalda við Reynis- dranga HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að Íslendingar teldu, líkt og flestar aðrar aðildarþjóðir Atlantshafs- bandalagsins (NATO) að mjög eðlilegt væri að huga að vörnum Tyrklands ef til átaka kæmi í Írak. „Íslenska ríkisstjórnin er þeirrar skoð- unar að Atlantshafsbandalagið geti ekki neitað þessu á grundvelli 4. og 5. gr. Atlantshafssátt- málans. Þannig að okkur finnst þetta mál liggja ljóst fyrir,“ sagði utanríkisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sagði Ís- land hafa gengið í NATO með fyrirvara um að það myndi aldrei segja annarri þjóð stríð á hendur. „Þessi fyrirvari er enn í gildi,“ sagði hann. „Og hæstvirtri ríkisstjórn væri í lófa lag- ið að vísa til hans ef hún vildi viðhalda frið- arhefðum íslensku þjóðarinnar.“ Eðlilegt að huga að vörn- um Tyrklands  Svör Blix/10 SEÐLABANKI Íslands hefur ákveð- ið að lækka stýrivexti sína um 0,5% frá og með 18. febrúar nk. og verða stýrivextir bankans eftir lækkun 5,30% eða lægri en nokkru sinni síðan á árinu 1994. Þá gerir Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga verði rétt rúm- lega 2% á þessu og næsta ári. Eins spáir Seðlabankinn því nú að hag- vöxtur verði 1,75% á þessu ári en 3% árið 2004. Þrátt fyrir að bankinn taki nú í fyrsta sinn mið af stóriðjufram- kvæmdum í spá sinni er þetta aðeins lítillega meiri hagvöxtur á þessu ári en bankinn spáði í nóvember síðast- liðnum, þegar spáð var 1,5% hagvexti, og sá sami á næsta ári. Segir Seðlabank- inn að ástæðurnar liggi m.a. í meiri slaka um þessar mundir en þá var fyrirséður og hærra gengi, en einnig beri að hafa í huga að meginþungi stóriðjufram- kvæmda verði ekki fyrr en á árunum 2005 og 2006. Seðlabankinn telur að þrátt fyrir stóriðjuframkvæmdir verði hægt að halda niðri þenslu í efnahagslífinu með samspili innri að- lögunar í þjóðarbúskapnum og að- gerða í peninga- og ríkisfjármálum. Bankinn segir að á heildina litið muni ríkja nokkuð gott jafnvægi í þjóðarbúinu næstu tvö ár samkvæmt spánni. Spáð er að viðskiptahalli verði langt innan sjálfbærra marka þrátt fyrir innflutning fjárfestingarvarn- ings vegna stóriðjuframkvæmda. Þótt nokkur slaki verði í hagkerfinu á næstu mánuðum, sem birtist m.a. í því að spáð er að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,5% á þessu ári, verði hann fremur lítill á árinu í heild og á næsta ári muni atvinnuleysi minnka en framleiðsluspenna verði þó enn mjög lítil. Íslandsbanki, Landsbanki og sparisjóðirnir tilkynntu um 0,5% lækkun óverðtryggðra vaxta í kjölfar tilkynningar Seðlabankans í gær.                  Bankar lækka vexti um 0,5%  Vextir/14 GERHARD Schröder, kanzlari Þýzka- lands, og Joschka Fischer utanríkisráð- herra eru nú komnir í hár saman út af stefnu þýzku ríkisstjórnarinnar í Íraks- málinu, eftir því sem fullyrt var í þýzkum fjölmiðlum í gær. Er jafnvel sagt að þessi ágreiningur vegi að kjarna stjórnarsam- starfs jafnaðarmanna og græningja. „Ísöld milli Schröders kanzlara og Fischers utanríkisráðherra,“ skrifaði æsifréttablaðið Bild. „Fischer öskrar á Schröder!“ Bild hafði það eftir ónafn- greindum embættismönnum að Fischer hefði hellt sér yfir Schröder á ráðstefnu í München um helgina fyrir að hafa lekið til fjölmiðla upplýsingum um þýzk-franska áætlun um afvopnun Íraka án stríðs. Talsmenn stjórnarinnar vísuðu þessum fregnum á bug. Fischer og Schröder í hár saman? Joschka Fischer og Gerhard Schröder. Berlín. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.